Dagblaðið - 03.06.1976, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 3. JÚNl 1976.
SMEBÍAÐIB
Srjálst, úháð dagblað
ÚtKefandi Dattblaðið hf.
I'ramkva'mdastjóri: Sveinn R. Eyjólfssnn. Ritstjóri Jónas Kristjánsson.
Fréttastjóri: Jón Birjtir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Heljtason. Aðstoðarfrétta-
stjóri: Atli Steinarsson. Iþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit
Ásj>rimur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason. Ásjteir Tómasson, Brajti Sijjurðsson. Erna V. Injtólfsdóttir,
f'.issur Sijturðsson, Hallur Hallsson, Heljti Pétursson. Jóhanna Birjjisdóttir, Katrin Pálsdðttir,
Kristín I.ýðsdóttir. Olafur Jónsson. Omar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson.
Bjarnleifur Bjarnleifsson. Bjiirjjvin Pálsson. Rajtnar Th. Sijturðsson.
G.ialdkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson.
Áskriftarjjjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið.
Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. simi 27022.
Setmng og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf. Armúla 5.
M.vnda-og plötugerð: Hilmir hf. Slðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunnl 19.
Viðskipti ístað draumóra
Bandaríska herliðið á Kefla-
víkurflugvelli getur ekki varið
ísland. Það hefur þó dálítið óbeint
varnargildi, þar sem það er
hlekkur í varnarkeðju Atlants-
hafsbandalagsins. Fyrir okkur er
nokkurt öryggi fólgið í að vera
undir regnhlíf þessa svæðisbandalags. En um
leið felast hættur í að hafa hér herlið, sem gæti
dregið að sér árás á ófriðartíma.
Hlutverk herliðsins í vörnum Atlantshafs-
bandalagsins er miklu veigaminna en hlutverk
þess í vörnum Bandaríkjanna sjálfra. Herliðið
er fyrst og fremst yzta heimavarnalína Banda-
ríkjanna, eftirlits- og aðvörunarstöð, sem
Bandaríkin geta varla verið án.
Islenzkir stjórnmálamenn hafa frá upphafi
blekkt sjálfa sig og aðra að því er varðar tilgang
bandaríska herliðsins. Menn hafa bitið sig fast í
orðalagið „varnarlið íslands“ og þannig gert
lítið aukahlutverk að aðalhlutverki. Þetta
viðhorf er á engan hátt raunsætt.
1 skjóli þessarar sjálfsblekkingar hafa
íslenzk stjórnvöld veitt bandaríska herliðinu
ýmis fríðindi, sem eiga engan rétt á sér. Það er
fráleitt, að herliðið og starfsmenn þess skuli
ekki greiða tolla og söluskatt til jafns við
innfædda. Þar á ofan virðist eðlilegt, að starfs-
menn þess greiði hér tekjuskatt og einnig
útsvar, ef þeir eru búsettir utan flugvallar-
svæðisins.
Einnig má líta svo á, að herliðið hafi hingað
til tekið allt of lítinn þátt í uppbyggingu þeirra
samgangna í landinu sem nauðsynlegar eru
vegna hlutverks herliðsins á vegum Atlants-
hafsbandalagsins.
Bandaríska herliðið tekur alltof lítinn þátt í
kostnaðinum við að greina á milli borgaralegs
og hernaðarlegs flugs frá Keflavíkurflugvelli.
Þar sem ætlunin er að eftirláta því gömlu
flugstöðina, er ekki nema eðlilegt, að herliðið
kosti sama fermetrafjölda í nýju flugstöðinni,
sem senn á að reisa.
Bandaríska herliðið ætti að kosta að
verulegu leyti gerð alþjóðlegs varaflugvallar á
Egilsstöðum. Það ætti ennfremur að kosta að
verulegu leyti gerð varanlegra vega frá Kefla-
víkurflugvelli vestur á Öndverðarnes og austur
á Stokksnes og Egilsstaðaflugvöll framtíðar-
innar.
Að sjálfsögðu verður að veita herliðinu eitt-
hvert svigrúm til að afskrifa slík mannvirki.
Ekki virðist óeðlilegt, að gerður verði tíu ára
samningur við Bandaríkin um dvöl herliðsins
og þær framkvæmdir, sem raktar eru hér að
ofan. Ríkisstjórn íslands ætti þegar að hefja
undirbúning að framkvæmd slíkrar endur-
skoðunar við fyrsta leyfilega tækifæri.
Sumir eru af siðferðisástæðum andvígir við-
skiptum af þessu tagi. En hinum hefur að
undanförnu farið ört fjölgandi, sem sjá, að
undanfarna áratugi höfum við ástæðulaust og
getulaust verið að spila stórmenni. Það er orðið
tímabært að svipta brott blekkingunni og taka
upp raunsæja stefnu í samskiptunum við
bandaríska herliðið.
Varnarliðið svonefnda gat ekki varið okkur,
þegar við þurftum á því að halda, í þorska-
stríðinu. Við skulum því láta af draumórum og
taka upp viðskipti í staðinn.
Múhameðstrúarmenn ú Filippseyjum:
SKÆRUUDARNIR,
SEM HEIMURINN
HEFUR GLEYMT
Aö ganga um í Tuburan
minnir óneitanlega á stríðsárin
í Víetnam og Kambódíu. Margt
er eins: Niöurbrennd húsin,
sundursprengdir skólarnir,
pálmatrén, sem hand-
sprengjurnar hafa tætt
krónurnar af. En í Tuburan eru
engar kirkjurústir eins og í
Víetnam, engar hofrústir eins
og í Kambodíu. I Tuburan var
það moskan sem var skotin í
sundur, kúlan er götug eins og
sigti eftir byssukúlurnar og
múhameðski hálfmáninn á
þakinu er ekki einu sinni
hálfur.
Þetta er ríki
múhameðstrúarmanna í
bænum Tuburan á eynni
Basilan í sunnanverðum
Filippseyjaklasanum. I
fjöllunum og frumskógunum er
barátta uppreisnarmanna i full-
um gangi, bylting múhameðs-
trúarmannanna. Eyðileggingin
í Tuburan er til merkis um að
þeir standa höllum fæti gagn-
vart kristnu stjórninni og her
hennar, flugher og flota.
Balik-bayans
I dag er Tuburan hlutlaus bær,
íbúarnir hafa leitað þangað
undan stríðinu og reist sér
bráðabirgðaskýli á rústum
bæjarins. Stjórnarherinn
kemur ekki lengur til Tuburan
og uppreisnarmennirnir sem
koma ofan úr fjöllunum skilja
vopn sln þar eftir I virðingar-
skyni við óbreytta borgara.
Ferðamenn geta komizt til
Tuburan frá Isabela, höfuðstað
Basilan en þar ræður stjórnar-
herinn lögum og iofum. I
fylgdarliði sínu er betra að hafa
nokkra múhameðska
uppreisnarmenn sem eru
hættir að berjast. Balik-bayans
eru þeir nefndir „þeir sem
snúið hafa aftur“. Margir
þeirra reyna að vinna málstað
sínum fylgi og stuðning með
störfum i stjórn fyrrum fjenda.
Einn þeirra er settur bæjar-
stjóri í Tuburan. Þeir fara vel
vopnaðir um og bæjarstjórinn
er með skammbyssu í rass-
vasanum.
„Vopnin eru aðeins notuð til
að vernda okkur fyrir sjó-
ræningjum," segir hann. En
vopnin eru einnig tákn um
öryggi og manndóm og
uppreisnarmennirnir fyrr-
verandi eru fúsir til að stilla sér
upp með byssur sinar fyrir ljós-
myndara.
Vandamjálin eru
nœg fyrir
Það gegnir öðru máli með
hina raunverulegu uppreisnar-
menn. Þeir taka á móti
gestunum þegar báturinn
kemur að landi og vaðið er í
land. Gamlir félagar hittast og
gleði skín úr augum. En
uppreisnarmennirnir eru
óneitanlega heldur varkárir
gagnvart þessum „balik-
bayans“ sem eru farnir að
starfa fyrir stjórnina. Þegar
myndavétinni er beint að þeim
setur kommandör Abdullah
höndina fyrir ljósopið.
„Vandamál okkar eru næg
fyrir,“ segir hann.
En hann vill gjarnan tala,
segja frá baráttunni. Ekki þó
inni í bænum mitt á meðal
íbúanna og gömlu félaganna.
Hann kallar saman
undirforingja sína og þeir fara
með gestjnurn út fyrir bæinn,
þar sem þeir setjast undir
pálamtré.
Þetta eru ungir skæruliðar
með sítt, svart hár. Nokkrir
þeirra eru með málmbanu um
hárið. Þeir eru fallegir og
msmr^
Filippseyjar
Á sunnanverðum
Filippseyjum er hóð
stríð milli hermanna
einrœðisstjórnar Ferd-
inands Marcos og
skœruliðo múhameðs-
trúarmanna. Þeir hafa
um aldaraðir verið
mjög afskiptir og berj-
ast enn í dag fyrir
sjálf sstjórnarríki
múhameðstrúarmanna
á Suðureyjunum.
Ekki alls fyrir löngu
rœndu nokkrir úr hópi
skœruliðanna tveimur
flugvélum í Manilla. í
síðara skiptið lauk
þeim viðskiptum með
blóðbaði og flugvélin
var brennd. Stjórnin hefur ákveðið að láta hart mœl
hörðu. En skœruliðarnir gefast ekki upp.
LUZ0N
Suftur-Kínahaf
VsMINDANA
vBASILAN^
.1
-
stoltir. Nokkrir eru með
þreytuleg augu. Þeir eru aðeins
um tvítugt en margra ára dvöl í
fjöllunum hefur þreytt augun.
Þetta eru kommandör Ab-
dullah, kommandör Bobby,
kommandör Jerry, kommandör
Abdur og nokkrir aðrir.
A leið til skæruliðanna í Tuburan. Bæjarstjórinn er fremstur með
riffiiinn sinn.