Dagblaðið - 03.06.1976, Page 23

Dagblaðið - 03.06.1976, Page 23
DACHI.AÐItí — FIMMTUDAGUR 3. JÚJVl 1976. fI 23 Útvarp Sjónvarp Útvarpkl. 19,35: — Óperan Rigoletto 25 ára upptaka á óperunni „Rigoletto" flutt í útvarpinu í kvöld Óperan „Rigoletto” eftir Giuseppe Verdi veröur flutt í útvarpinu í kvöld kl. 19.35. Upptakan var gerð í Þjóðleik- húsinu árið 1951 er óperan var frumflutt þar fyrir nákvæm- lega 25 árum. Sungið verður á frummálinu. Margir af beztu söngvurum Islands fóru með hlutverkin í óperunni, að öðru leyti en þvl að Else Miihl söng hlutverk Gildu. Stefán íslandi fór með hlutverk hertogans, Guðmund- ur Jónsson með hlutverk Rigolettos, Kristinn Hallsson Sparafucile og Guðmunda Ellasdóttir Magdalenu. Leik- stjóri var Simon Edwardsen frá Kgl. óperunni í Stokkhólmi. Hljómsveitarstjóri var dr. Victor Urbancic, félagar úrFóst- bræðrum sungu með. Rigoletto var sýnd 29 sinnum í Þjóðleikhúsinu árið 1951. Cperan var frumflutt I Feneyjum árið 1851 svo hún er 125 ára gömul i ár, en alltaf síung. Óperan segir frá hertoganum af Mantúa, sem er kvennabósi mikill og hirðfífl hans, Rigo- letto, sem aðstoðar hann við öll uppátæki þar að lútandi. Her- toginn lítur Gildu, dóttur Rigo- lettos hýru auga. Hirðmenn hertogans ræna Gildu og halda Óperan var frumflutt í Þjóðleikhúsinu árið 1951 og fór þá Stefán Islandi með hlutverk hertogans frá Mantúa, en Eise Miihl með hlutverk Gildu. Hér sjást þau í hiutverkum sínum. að hún sé greifafrú nokkur sem hertoginn hafði átt vingott við. Síðan segir frá viðskiptum Rigolettos og hertogans en Rigoletto er ekkert of hrifinn af því að láta dóttur sínar í hendurnar á hertoganum og hyggur á hefndir. Hann ræður til sín leigumorðingja, Spara- fucile að nafni, til að drepa hertogann. Gilda, sem nú er orðin ástfangin í hertoganum klæðist karlmannsfötum og ákveður að bjarga honum. Svo hefndinni er vísað heim til föðurhúsanna. Höfundurinn Giuseppe Verdi fæddist í Re Roncole árið 1813 og samdi alls 28 óperur. Hann lézt I Milano árið 1901. — KL Gilda (Eise Miihl) og faðir hennar Rigoletto sem leikinn var af .Guðmundi Jónssyni. I ^ Utvarp Fimmtudagur 3* # * . jum 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Á frívaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.30 Miðdegissagan: „Myndin af Dorian Gray" eftir Oscar Wilde. Valdimar Lárusson les þýðingu Sigurðar Einars- sonar (7). 15.00 Miðdegistónleikar. Kammersveit Emils Seilers leikur Konsert í B-dúr fyrir þrjú óbó, þrjár fiðlur og sembal eftir Georg Philipp Telemann. Daniel Barenboim, Pinchas Zukerman og Jacqueline du Pré leika Tríó í B-dúr fyrir píanó, fiðlu og selló „Erkiher- togatríóið” op. 97 eftir Ludwig van Beethoven. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.40 Litli bamatíminn. Sigrún Björns- dóttirsérumtímann. 17.00 Tónleikar. 17.30 „Eitthvaö að lifa fyrir" eftir Victor E. Frankl. Hólmfríður Gunnarsdóttir les þýðingu sína á bók eftir austurriskan geðlækni (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fróttaauki. Tilkvnningar. 19.35 óperuflutningur Þjóöleikhússins: Aldarfjórðungsafmœli. Óperan „Rígó- lettó" eftir Giuseppe Verdi. Hljóðritun var gerð á sviði Þjóðleikhússins árið 1951. Flytjendur: Else MUhl, Stefán Islandi, Guðmundur Jónsson, Guð- munda Elíasdóttir, Kristinn Hallsson o.fl. ásamt félögum úr karlakórnum Fóstbræðrum og Sinfóniuhljómsveit- inni. Leikstjóri: Simon Edwardsen. Stjórnandi: Dr. Victor Urbancic. Þor- steinn Hannesson ræðir við Stefán Islandi, Guðmund Jónsson og Jón Þórarinsson — og kynnir óperuna. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sé svarti senuþjófur", œvisaga Haralds mam S Bjömssonar. Höfundurinn, Njörður P. Njarðvík, lýkur lestrinum (28). 22.40 Kvöldtónleikar: Þœttir úr klassiskum verkum. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 4» / # • juni 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugreinar dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbœn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Einar Björgvin heldur áfram sögu sinni „Palla, Ingu og krökkunum í Vík” (3). Tilkynning- ar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bœndur kl. 10.05. Tón- leikar. Morguntónleikar kl. 11.00: Ida Haendel og Alfred Holecek leika Sónötu í g-moll fyrir fiðlu og píanó „Djöflatrillusónötuna” eftir Tartini / John Williams leikur Gítarsónötu í A-dúr eftir Paganini / Augustin Azievas leikur á píanó.Tilbrigði eftir Brahm6 um stef eftir Paganini. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Myndin af Dorian Gray" eftir Oscar Wilde. Sigurður Einarsson þýddi. Valdwnar Lárusson les (8). 15.00 Miðdegistónleikar. Margot Rödin syngur lög eftir Hugo Alfvén, Jan Eyron leikur á píanó. Sigurd Rascher og Fllharmoníusveitin i Múnchen leika Konsert fyrir saxófón og hljóm- mmmmammmmmmammtBammammmmmam sveit eftir Erland von Koch; Stig Westerberg stjórnar. 15.45 Lesin dagskra nœstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dag;skrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mél. Guðni Kolbeinsson flytur þáttinn. 19.40 Myndlist é listahétíð í Reykjavík. Þóra Kristjánsdóttir flytur síðari kynningarþátt sinn. 20.00 Karíakór isafjaröar syngur nokkur lög. Stjórnandi: Ragnar H. Ragnar. 20.15 „Charies", smasaga eftir Shiriey Jackson. Asmundur Jónsson þýddi. Mar- grét Helga Jóhannsdóttir leikkona les. 20.30 Frá listahétíð: Beint útvarp fré Hé- skolabíói. Sinfóníuhljómsveit Islands leikur. Stjórnandi: Paul Douglas Freeman. Einleikari: Unnur María Ingólfsdóttir. a. „Flower shower” eftir Atla Heimi Sveinsson. b. Forleikur að þriðja þætti óperunnar „Lohengrin" eftir Richard Wagner. c. Fiðlukonsert í e-moll op. 64 eftir Felix Mendelssohn Bartholdy. 21.30 Útvarpssagan: „Síöasta freistingin" eftir Nikos Kazantzakis. Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (35). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Staða kirkjunnar í íslenzku þjóð- félagi. Haraldur Ólafsson lektor flytur erindi. 20.55 Afangar. Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jónssonar ogc.uðna Rúnars Agnarssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.