Dagblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLA'ÐIÐ — FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1976 Líbanon: Bardagar blossa upp þrátt fyrir friðargœzlus veitir — aukning í flota Rússa og Bandaríkjamanna á Miðjarðarhafi Svo virðist sem bardagar hafi blossað upp að nýju í Líbanon þrátt fyrir samþykktir Samtaka Arabalanda þess efnis, að senda þangað sameiginlegar friðárgæzlusveitir. Að sögn talsmanns Frelsis- samtaka Palestínumanna, PLO, hófu Sýrlendingar stórskota- liðsárás á höfuðborgina, Beirút seint í gærkvöldi. Ekki er ennþá vitað um manntjón. Þá munu brynvarðar her- deildir vera í sókn að borginni frá norðurhéruðum landsins og hafa flóttamannabúðir við Borja-Al-Barajnoh orðið fyrir árásum í nótt. Bandaríkjamenn hafa nú gengið í lið með Sovétmönnum og aðvarað aðrar þjóðir við að skipta sér of mikið af innan- ríkismálum Líbana. Sameigin- legar friðargæzlusveitir Araba héldu inn í landið í nótt, en Bandaríkjamenn hafa sagt, að slíkt sé þakkarvert, svo lengi sem tryggt sé að þar sé um friðargæzlu en ekki áframhald- andi styrjöld að ræða. Sovétmenn létu það boð út ganga í gær, að réttast væri að reyna að binda enda á styrjöld- ina i Líbanon eins fijótt og auðið yrði og koma á vopnahléi. Styrjöldin hefur nú staðið yfir í 14 mánuði og talið er, að um 20 þúsund manns hafi látið lífið f þeim átökum. Þá segir í fréttum frá frétta- stofunni Tass að augljóst sé að styrjöldin sé ekki lengur innan- ríkismál Líbana. Burtséð frá friðargæzlusveitum Araba er þar taíið, að Sovétmenn eigi við það tilboð Frakka að senda her- lið til landsins og aukin umsvif bandaríska flotans á Miðjarðar- hafi. í fréttum frá París segir, að töluverð aukning hafi einnig orðið í Miðjarðarhafsflota Sovétmanna, — þar væru nú 76 herskip af ýmsum gerðum, — á móti 32 he'rskipum Banda- ríkjamanna, þar af tveim flug- móðurskipum. » Þrátt fyrir friðargæzlusveitlr hafa bardagar blossað upp að nýju í Beirút og víðar i Líbanon. I ||*| I:1 Iff r ^ Austur-Þjóðverjar reyna að stela tundurskeyti frá Dönum Austur-þýzki flotinn gerði til- rauri til þess að stela einu æfingartundurskeyti danska flotans á Finnska flóanum í gær. í átökum á opnu hafi tókst dönskum sjómönnum að ná eig- urn sinum aftur, að sögn tals- manns' flotans. Hefur utanríkisráðuneytið danska borið fram mótmæli vegna þessara atburða við austur-þýzka sendiráðið i Kaup- mannahöfn. Tundurskeytabátur frá austur-þýzka flotanum renndi sér að öðru tundurskeyti af tveimur, sem skotið hafði verið frá dönskum kafbáti, á meðan danskur bátur var önnum kaf- inn við að ná hinu. Tókst skip- verjum austur-þýzka bátsins að festa línu í skeytinu og voru að reyna að hífa það um borð, er sá danski kom að. Brugðu þeir hart við og komu línu í hinn enda tundurskeytisins, en þeir austur-þýzku létu sér ekki segjast. Varð áhöfn danska bátsins að mjaka honum milli tundur- skeytisins og austur-þýzka bátsins áður en þeir slepptu skeytinu. Atburður þessi átti sér stað undan Borgundarhólmi, en þar hafa umsvif Austur- Evrópuþjóða aukizt til muna að undanförnu. Hafa NATO-menn í Danmörku og víðar af þessu þungar áhyggjur. Að sögn talsmanns danska flotans var tundurskeyti þetta af eldri vestur-þýzkri gerð, en í því voru þó ný miðunartæki, sem Austur-Þjóðverjunum hefði þótt fengur í að komast yfir. A meðan á atburðum þessum stóð, munu allir aðilar hafa haldið ró sinni, en talsmaður- inn kallaði aðgerðir Austur- Þjóðverjanna „barnalegar“ Austur-Kvrópuþjöðir hafa stóraukið umsvif sín á Finnska flóanum að undanförnu rússneska hermenn á æfingum við strendur Pöllands. FÓTBOLTAUÐIÐ í FANGELSI — drápu bílasala klúbbnum til þess að halda upp á að einum hafði fæðzt sonur. Lögreglustjórinn í brasilíska smábænum Teresína hefur hneppt allt fótaboltalið staðarins í fangelsi og ákært það fyrir að hafa tekið bílasala úr bænum af lífi án dóms og laga eftir átök í næturklúbbi. Sölumaðurinn var barinn og sparkaður til dauða af liðsmönnum knattspyrnu- liðsins, sem fyrir skömmu komst í fyrsta sæti í deildar- keppni héraðsins. Sölumaður- inn hafði unnið það til saka að skjóta og særa einn liðsmann- anna þar sem hann var að lumbra á vændiskonu í nætur- klúbbnum. Knattspyrnuliðið, sem um síðir var allt handtekið af lög- reglunni, en það var í nætur- Erlendar fréttir REUTER Bolivía: Tugir þúsunda í verkfalli Að sögn talsmanns ríkis- stjórnar Bolivíu, hófu um sjö þúsund námumenn verkfall í gær til þess að mótmæla því, að her landsins liefur hernumið allar tinnámur. Segir í fréttum frá Bolivíu, að allir námumenn herteknu svæðanna hafi yfirgefið vinnu- siaúi sina. Htri mcnn iiéiúu iii námasvæðanna og tóku þær herskildi i gær, stuttu áður en herforingjastjórnin í Boliviu lýsti yfir að herlög hefðu tekið gildi. Var það gert í ljósi þess sem stjórnin nefnir „stórkost- legt samsæri um að kollsteypa efnahag landsins". Leiðtogar námumanna og stúdenta hafa verið handtekn- ir. Atök þessi hafa sprottið upp vegna þess, að verkafólki og námsmönnum þykir ríkis- stiórnin ekki hafa sýnt hinum látna herforingja Torres nægi lega virðingu. Lík Torres var aciit iu dui iviu 11 a nigcnuuu, þar sem hann var ráðinn af dögum nú fyrir skömmu. Törres hafði verið landflótta í nokkur ár, eftir misheppnaða tilraun til þess að koma á vinstri stjórn í landinu og voru verkamenn og stúdentar helztu stuðningsmenn hans.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.