Dagblaðið - 11.06.1976, Side 7

Dagblaðið - 11.06.1976, Side 7
DAGHLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1976 7 Kynlífshneykslið í Washington: WAYNE HAYS FLUTTUR MfÐ- VITUNDARLAUS Á SJÚKRAHÚS Þingmaðurinn Wayne Hays, aðalmaðurinn í kynlffs- hneyksli því er nú tröllríður Washington, hefur verið lagður inn á spítala eftir að hann tók of stóran skammt af svefntöfl- um í gær. Svefnpillur þessar hefur þing- maðurinn orðið að taka í þó nokkurn tíma vegna maga- kveisu sem hefur þjáð hann í nokkur ár. Enn er auðvitað ekki vitað, hvort þingmaðurinn tók þennan stóra skammt af ásettu ráði eða af vangá. Eiginkona þingmannsins kom að honum meðvitundarlausum í gærmorg- un og var hann fluttur í skyndi á sjúkrahús. Hann hefur enn ekki komið til meðvitundar, en iæknar segja, að hjartsláttur hans sé eðlilegur og hann sé ekki í lífshættu. Hinn áhrifamikli formaður stjórnunarnefndar fulltrúa- deildar þingsins hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðið ungfrú Elisabet Ray sem einka- ritara sinn fyrir 14 þúsund doll- ara á ári, en í stað einka- ritarastarfa segist ungfrúin hafa verið höfð að leiksoppi. Þessu h'etur Hays staðfastlega neitað, en þó viðurkennir hann að hafa staðið í ástarsambandi við ungfrúna. Hinn áhrifamikli þingmaður Wa.vne Hays er enn i dái eftir að háfa tekið inn of stóran skammt af svefnpilium. Elisabet Ray hefur nú gefið út bók um ævintýri sin i Washing- ton. FYRSTA RÚSSNtSK-AMíRÍSKA KVIKMYNDIN FRUMSÝND Eyrsta kvikmyndin, sem Rússar og Bandaríkjamenn hafa gert í sameiningu, „The Bluebird", var frumsýnd í Moskvu í gærkvöld fyrir boðs- gesti í kvikmyndahúsi verka- manna þar í borg. Bandaríkjamaðurinn George Cukor, sem leikstýrði mynd- inni, leikkonan Cecily Tyson og rússneska leikkonan Margarita Terekhova voru viðstödd frum- sýninguna, en flestir leikendur, þar á meðal Elisabet Taylor, Jane Fonda og ballettdansarinn Nadezhda Pavlova, voru fjar- verandi. Myndin er byggð á ævintýri eftir belgíska rithöfundinn Maurice Maeterlinck og var tekin í Leningrad fyrir sovézka kvikmyndafyrirtækið Lenfilm og 20th Century Fox félagið ameríska. Hefur myndinni þegar verið dreift um Banda- ríkin. Tæknileg vandamál töfðu framkvæmdir og töluverðai breytingar voru gerðar á hlut- verkaskrá og stjórnendum meðan á tökunni stóð. Heimurinn hefur áður orðið vitni að hryðjuverkum Palestinumanna. Arið 1972 létu 11 íþróttamenn frá ísrael lífið á Olympíuleikunum, eftir að þeir höfðu verið gíslar skæruliða. ÍSRAítSMlNN ÓTTAST HERMD- ARVERK PAIESTÍNUMANNA Israelsmenn óttast nú mjög að Palestínuskæruliðar muni vinna hermdarverk í ísrael, eða einhvers staðar þar sem tsraels- menn eiga hagsmuna að gæta, til þess að vekja athygli á stríði því, sem þeir eiga í í Líbanon. „Palestínumenn eru að berjast við Sýrlendinga um stjórnmálalegt líf sitt svo og tilverurétt," segir talsmaður israelska varnamálaráðueytis- ins. „Ef Sýrlendingar vinna sigur i Líbanon, munu Palestínu- menn missa þann stað einan í Mið-Austurlöndum, þar sem þeir hafa notið hvað mests frelsis að undanförnu, vegna tiltölulegá veikrar stjórnar í Líhanon." „Af biturri reynslu vitum við, að í hvert skipti, sem Palestínumönnum finnst sem halli verulega undan fæti, reyna þeir að vinna hermdar- verk til þess að vekja athygli á málstað sínum og vinna traust í heimi Araba," sagði talsmaður- inn. „Við óttumst að slíkt kunni að gerast i náinni fraintíð.“ ALLT ÍFÓKUS HJÁ OKKUR NOTIÐ fílmuna í ferðalagið FÓkuS, Lœkjargötu 6b, sími 15555 Auglýsing Af marggefnu tilefni vekur heilbrigðismálaráð athygli á því, að samkvæmt ákvæðum 39. 2. gr. heilbrigðisreglu- gerðar er bannað að hleypa hundum, köttum eða öðrunf dýrum inn í matvöruverzlanir, veitingastofur eða önnur fyrírtæki, þar sem framleiðsla eða dreifing matvæla fer fram. Leyfishafar ofangreindra fyrirtækja bera ábyrgð á a£ fyrirmælum þessum sé framfylgt. fReykjavík, 10. júní 1976, Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar Tónlist T ónmenntarkennarar Skólastjóri óskast að Tónlistarskóla A-Húnvetninga, Blönduósi nk. haust. Vinsamlegast talið við Jón Sigurðsson í síma 41404 eða Jónas Tryggvason í síma 95-4180. Útboð Stjórnir húsfélaganna Dúfnahólum 2, 4 og 6 óska eftir tilboðum í fullnaðarfrágang lóða við Dúfnahóla 2, 4 og 6. (Jtboðsgögn verða afhent á verkfræðistofunni Hönnun hf. Höfðabakka 9 gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað og verða þau opnuð þar ki. 11 miðvikudaginn 23. júni 1976. i|A B|j|||| ■ | Höfðabakki 9 Reykjavik nUNNUN Sími 84311 Skrifstofustarf Ríkisstofnun óskar eftir að ráða starfsmann ul skýrslugerðar, vélritunar og atmennra skrifstofustarfa. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og f.vrri störf leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 20. þ.m. merktar „530“.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.