Dagblaðið - 11.06.1976, Qupperneq 8
Gróska í
íslenzkum
kvikmynda-
iðnaði:
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGTTR 11. JÚNÍ 197fi
TVÆR KVIKMYNDIR
TEKNAR f SUMAR
Um þessar mundir er unniö
að gerö að minnsta kosti
tveggja kvikmynda hér á landi.
Sjónvarpið gerir einn þátt af
níu í myndaflokki, sem
Noregur, Danmörk og Svíþjóð
taka einnig þátt í. Flokkur
þessi nefnist Projekt 44 og
fjaílar um styrjaldarárið 1944
frá sjónarhóli barns. Hin
myndin er gerð af Reyni Odds-
syni kvikmyndagerðarmanni og
nefnist Morðgáta.
Dagblaðið leitaði í vikunni
upplýsinga um gerð þessara
mynda.
Myndataka Projekt 44
hefst eftir viku.
„Kvikmyndataka Projekt 44
hefst í næstu viku,“ sagði Jón
Þórarinsson tónskáld og
yfirmaður Lista- og
skemmtideildar sjónvarpsins í
samtali við DB. „Þátturinn
verður um hálftíma langur og
verður tekinn til sýninga með
öllum flokkum næsta vetur.“
— Hvar verður myndin tekin?
V
„Hún verður að miklum
hluta tekin í stúdíói
sjónvarpsins. Einnig verða
nokkrar útimyndatökur, en ég
kæri mig ekki um að gefa upp
hvar þær fara fram til þess að
alls konar fólk flykkist ekki að
og trufli kvikmyndatökuna.“
— Kosta íslendingar sjálfir að
öllu leyti gerð þessa þáttar?
„Já, að öllu leyti,“ svaraði
Jón. „Við fáum hins vegar hina
þættina átta til sýningar hjá
okkur ókeypis. Þessi mynda-
fiokkur verður sýndur á öllum
Norðurlöndunum í vetur nema
i Finnlandi, sem var ekki með
að þessu sinni."
— Hve mikið kostar gerð
islenzka þáttarins?
„Það vil ég ekkert segja um.“
— En segðu mér þá, hverjir
verða helztu leikararnir?
„Þnð eru allmargir sem
þarna koma fram. Aðal-
leikararnir hafa vitanlega verið
valdir, en ég sé ekki að
lesendur séu neinu bættari þó
að þeir fái að vita hverjir það
eru.“
— Er það þá einnig leyndarmál
Hjallfískur h/f
Sef brotaharðfisk
og mylsnu nœstu daga.
Opið frá kl. 8 - 6,
laugardaga 1 - 5
Hjallfískur h/f
Hafnarbraut 6 — Kópavogi.
0%
'i'
Reynir Oddsson, sá með gleraugun, stjórnar töku myndar sinnar. Leyndardómur mikill hvílir yfir
allri tökunni. Meðal leikara ma sjáþau Guðrúnu Asmundsdóttur og Steindór Hjörleifsson.
komizt er hún komin í fullan
gang á ný. I þessari viku voru
tekin upp atriði í veitinga-
húsinu Klúbbnum, þar á meðal
af dansleik i diskótekinu þar.
Blaðamaður DB fór fram á að
fá að vera viðstaddur er
Klúbbatriðin voru tekin upp.
Því var algjörlega synjað á
þeirri forsendu að engar
upplýsingar um myndina
mættu berast til blaða til að
forðast umtal. Einnig vildi
framleiðandinn, Reynir Odds-
son, forðast að verða fyrir á-
troðningi forvitinna borgara
við töku myndarinnar.
Dagblaðinu tókst að fá þær
fregnir eftir óopinberum
leiðum að Morðgáta fjallaði í
stuttu máli um salernispappírs-
innflytjanda, sem væri í þann
veginn að gera samning við
ríkið um að selja því allan þann
pappír, sem stofnanir þess
þurfa á að halda. I veizlu, sem
innflytjandinn heldur fulltrúa
ríkisins til heiðurs, lendir allt í
háalofti og gestir yfirgefa sam-
kvæmið í fússi.
Er gestirnir eru farnir tekur
maðurinn sig til og slær
eiginkonu sína í rot. Stuttu
síðar kemur dóttir hans heim af
dansleik og gerir maðurinn sér
þá lítið fyrir og reynir að
nauðga henni. Er hann er
kominn ofan á dótturina,
raknar eiginkonan úr rotinu, og
sér aðfarir manns síns. Hún
gerir sér lítið fyrir, naér I
heljarmikla búrbreddu og
stingur henni i bakið á
manninum.
Að þessum verknaði loknum
taka kónan.og dóttirin líkið og
aka því út í hraun. Myndinni
lýkur síðan er þær aka heim á
leið eftir að hafa komið
manninum fyrir í gjótu. —
Margt fleira fléttast inn I
söguþráðinn, sem ekki er hægt
að geta hér.
Reynir Oddsson er höfundur
handritsins, framleiðandi, kvik-
myndatökumaður og leikstjóri.
Aðstoðarleikstjóri er Hörður
Torfason.Með aðalhlutverkin
fara Steindór Hjörleifsson,
Guðrún Ásmundsdóttir og ung
stúlka, sem heimildarmaður
DB vissi ekki nafn á.
-AT-
hver verður leikstjóri
þáttarins?
„Nei. Leikstjórinn er Agúst
Guðmundsson og höfundur
handrits Stefán Júlíusson."
Við þetta fróðlega spjall við
Jón Þórarinsson yfirmann LSD
sjónvarpsins má því bæta, að
handrit Stefáns Júlíussonar
fjallar um tvö systkini og líf
þeirra í lok seinni heims-
styrjaldarinnar. Þar kemur
einnig við sögu móðir
barnanna, amma, nokkrir
hermenn og fjöldi almennra
borgara.
Dagblaðið hefur fregnað að
Hafnarfjörður hafi orðið fyrir
valinu til útimyndatöku. Mörg
húsanna í gamla bænum þar
munu henta vel til myndatöku,
þar sem þau eru svo til óbreytt
frá stríðsárum.
Morðgáta —
hressileg hasarmynd
Kvikmyndun Morðgátu hófst
síðastliðið sumar. I vetur lá
starfsemin að mestu leyti niðri,
en eftir því sem næst verður
Áður vor það geirfugl og Skarðsbók:
Nú fara sektirnar til
menningar- og mannúðarmóla
Frægt var, þegar peningum
úr sjóði, sem safnaðist við inn-
heimtu sekta af „gúmmítékk-
um", var varið til að kaupa geir-
fugl og Skarðsbók. Nú hefur
ekki lengi frétzt um slikt. Hvað
er nú gert við peningana?
„Þeim er varið til að styrkja
menningar- og mannúðarstarf-
semi.“ sagði Guðmundur Hjart-
arson bankastjóri i viðtali við
Dagblaöið. Hann sagði, að hlut-
v.erk sjóðs þessa væri mjög
þröngt afmarkað og skyldi fé úr
honum varið til framan-
greindra málefna.
Sem dæmi um menningar-
starfsemi, sem hefði verið
styrkt, nefndi hann Hið ís-
lenzka bókmenntafélag og
bókasafn á Bessastöðum. Þá
hefur fé verið varið til hjálpar-
félaga, svo sem Öryrkjabanda-
lagsins og Rauða krossins. Fé
hefur einnig farið til hjóna-
garða, að sögn Björns Tryggva-
sonar aðstoðarbankastjóra.
Björn sagði, að sektir hefðu
verið innheimtar í sjóð þennan
síðan 1964. Að meðaltali væri
sektargjaldið um ellefu pró-
sent.
Stjórn sjóðsins skipa þrír
bankastjórar Seðlabankans.
auk bankastjóranna Helga
Bergs og Stefáns Hilmarssonar
frá viðskiptabönkunum.
Guðmundur Hjartarson
sagði, að nú væri í athugun,
hvað yrði um sjóðinn, eftir að
Reiknistofa bankanna fer að fá
„gúmmítékkana" samdægurs
frá bönkunum. Allt sem að
þessu lyti væri í athugun.
Stjórnin kemur saman einu
sinni eða tvisvar á ári til að
úthluta úr sjóðnum.
Ekki höfðu Guðmundur og
Björn svar á reiðum höndum
um það hversu miklar fjár-
hæðir kæmu í sjóðinn á
ákveðnu tímabili. en þær færu
stöðugt vaxandi.
— HH