Dagblaðið - 11.06.1976, Page 14
14
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 11. JÚNl 197«
Kýtt Dínamít:
AFTUR AF STAÐ EFTIR
MÁNAÐAR TAFIR-3E.
NÝTT DÍNAMlT: Frá vinstri
Ragnar Sigurðsson, Ingvi
iteinn, Sigurjón Skúlason,
Rúnar Þórisson, Jóhann Þóris-
son og Herbert Guðmundsson.
Ljósm.: L.As.
„Við erum nú loksins að
komast af stað eftir meira en
mánaðar tafir,“ sagði Herbert
Guðmundsson söngvari hljóm-
sveitarinnar Dínamits, eða Nýs
Dínamíts eins og hún nefnist
nú.
„Þessar tafir orsökuðust
aðallega af því að Nikki
Róberts gekk í Paradís. Þegar
við vorum að komast i gang
aftur eftir það, sprakk hljóð-
himnan í Svavari trommu-
leikara, svo að við urðum að
fara að leita okkur að nýjum
manni.“
Nýju mennirnir í Dínamiti
eru þeir Ingvi Steinn píanó-
leikari og Sigurjón Skúlason
fyrrverandi trommari með
Mánum. Einnig hefur verið
skipt um bassaleikara. Guðjón
Guðjónsson er hættur og
kominn til Akureyrar, en í hans
stað er kominn Jóhann Þóris-
son, sem síðast lék með Dögg.
Við spurðum Herbert um
ástæðuna fyrir þessum bassa-
leikaraskiptum.
„Okkur fannst alltaf að
Guðjón passaði ekki fyllilega
inn í hljómsveitina, þó að hann
sé ágætis hljóðfæraleikari. Þar
sem okkur bauðst betri maður
þá tókum við hann, eins og svo
oft vill verða í þessum bransa."
Herbert hefur orðið fyrirall-
miklum óhöppum með Dínainít
síðan hann stofnaði hljómsveit-
ina. Hann var spurður að því,
hvort hann væri ekki orðinn
leiður á öllum skakkaföllunum.
„Ef ég væri ekki bjartsýnn
að eðlisfari væri ég löngu búinn
að selja öll tækin mín og farinn
að lifa eins óg venjulegur
maður. Ég ætla samt að reyna
betur og vona að nú sé Dína-
mítið loksins orðið sú hljóm-
sveit, sem ég beið eftir að hún
yrði.“
Dínamít ieikur i fyrsta skipti
eftir breytingar í Tónabæ í
kvöld. Annað kvöld kemur hún
fram ásamt Paradís í Festi í
Grindavík. —AT—
«
Þannig skipuð átti Dínumít að
verða i sumar. Daginn eftir að
þessi mynd var tekin var Nikka
Róberts boðið í Paradis. Síðar
breyttist hljómsveitin meira,
þannig að nú eru aðeins tveir af
þessum mönnum eftir, — þeir
Herbert og Rúnar Þórisson.
DB-mynd: R.Th.S.
Sigrún Harðardóttir
á nýrri plötu
Fyrir nokkru kom í verzlanir
fyrsta sólóplata Sigrúnar
Harðardóttur BA. Platan
nefnist Shadow Lady. Útgef-
andi er Júdas hf.
Sigrún hefur samið bæði lög
og texta á plötunni. Undirleik
annast hljómsveitin Júdas,
ásamt Gunnari Þórðarsyni,
Ragnari Sigurjónssyni, Rúnari
Georgssyni, Eggert Þorleifssyni
flautuleikara og Valgeiri
Skagfjörð. Spilverk þjóðanna
annast röddun í nokkrum lög-
um.
Á þessari plötu eru samtals gerði fransarinn Robert C.
ellefu lög. Hönnun albúms Guillemette. — AT —
„Kátir voru karlar"
fjórir Oddf ellowar á plötu
Fjórir góðborgarar frá Akra-
nesi, þeir Helgi Júlíusson,
Hörður Pálsson, Sigurður R.
Guðmundsson og Sigurður
Ólafsson, hafa nýlega sungið
inn á LP-plötu. Kvartett þessi
nefnir sig Skagakvartettinn og
platan heitir Kátir voru karlar.
SG hljómplötur gefa út.
Á þessari plötu syngur
Skagakvartettinn tóif lög, létt
dægurlög með hnittnum text-
um.eins og segir á plötualbúm
inu.
Skagakvartettinn er orðinr.
nokkuð gamall eða 9 ára. Þeir
félagarnir starfa allir í
Oddfellowreglunni á Akranesi
og upphaf starfsemi þeirra var
það, að þeir skemmtu á árshátíð
reglunnar. Síðan hafa þeir
skemmt víða og meðal annars í
útvarpi og sjónvarpi.
SK AOAIt VAWTETTUfN
kátír voru karlar
Plata þeirra er tekin upp í
Tóntækni. Upptökumaður var
Sigurður Árnason, en Ölafur
Gaukur sá um útsetningar og
hljóðblöndun ásamt Sigurði.
— AT —
SÓLÓPLATA JÓHANNS
HELGASONAR KOMIN ÚT
Hljómplötuútgáfa Svavars
Gests, SG-hljómplötur, hefur
nú á nýjan leik hafið útgáfu á
hinni æðri poppmúsík, ef svo
mætti að orði komast. Fyrsta
platan er með Jóhanni Helga-
syni — Jóa í Change — og
nefnist Ég gleymi þér aldrei.
Á þessari plötu Jóhanns
koma fram fjöldamargir valin-
kunnir tónlistarmenn. Jóhann
sér sjálfur um allan gitarleik og
leikur einnig á bassa í nokkrum
lögum. t hinum lögunum leikur
Sigurður Árnason á bassa.
Trommuleikararnir eru þrir,
Alfreð Alfreðsson, Sigurður
Karlsson og Ásgeir Öskarsson.
Hljómborðsleikurinn er í hönd-
um Jakobs Magnússonar, Árna
ísleifs og Péturs kapteins
Kristjánssonar. Þá þenur
Grettir Björnsson harmoníku i
einu lagi.
Allstór lúðrasveit kemur
fram á Ég gleymi þér aldrei.
Blásararnir eru Rúnar Georgs-
son, Kristinn Sigmarsson,
Kristinn Svavarsson, Björn R.
Einarsson og Bjarni Guð-
mundsson túbuleikari. Jóhann
Helgason sér sjálfur um allan
söng á plötunni og útsetur hana
einnig, nema hvað hann naut
aðstoðar Kristins Sigmarssonar
í útsetningum fyrir blásturs-
hljóðfærin.
Á Ég gleymi þér aldrei eru
tíu lög, öll eftir
Jóhann. Upptakan fór fram í
Tóntækni, en pressun og
skurður í Soundtek í New York.
Upptökumaður í Tóntækni var
Sigurður Árnason og hann og
Jóhann sáu um hljóðblöndun.
— ÁT —