Dagblaðið - 24.06.1976, Page 2

Dagblaðið - 24.06.1976, Page 2
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1976. i Einn af fyrstu áskrifendum Dagblaðsins skrifar: Mig langar til að beina þeirri fyrirspurn til yfirvalda í Garðabæ hvort fyrirhugað sé að gera einhverja bragarbót á Vífilsstaðaveginum í sumar. Hann er nú hálfilla haldinn af holum eins og fyrri daginn og virðist ekkert hafa að segja þótt fyllt sé upp í þær. Einnig er vegargreyið ali mishæðótt eins og algengt er um malbikaðar götur sem komnar eru til ára sinna. Þá þætti mér vænt um að vita hvort Hofsstaðabrautin verður malbikuð á næstunni. Það virðist vera sérdeilis erfitt verkefni að jafna þannig úr henni að hún sé ekki ein stór hola með ótölulegum fjölda lít- illa hola í. Þá sýnist mér rykið frá Hofsstaðabraut fara veru- lega í taugarnar á íbúum við götuna því að vart líður sú stund að þeir séu ekki að vökva götuna til að halda görðum sínum hreinum. « Lesanda blaðsins finnst Vifilstaðavegurinn æði holóttur og ósléttur. Ut og suður eoa upp niður Haraldur Teitsson hringdi: Hvers eigum við vesalings út- varpshlustendur að gjalda að steypt skuli yfir okkur annarri eins endemis þvælu og þessum nýja laugardagsþætti, „Út og suður," sem frekar ætti að kalla „Upp og niður," aðallega niður þó? Aldrei held ég að önnur eins „þáttleysa" hafi borizt til eyrna okkar. Það fer ekki alltaf belur þá breytt er, mælti ein- hver spekingur á sínum tíma. Og það sannast óneitanlega í þessu tilfelli. Við erum langt frá því að vera leið á þáttunum hans Jóns B. Gunnlaugssonar eða annarra álika manna, sem stytt hafa okkur stundirnar í gegnum árin. En þetta, fjórar klukkustundir, með velþegnum hléum þó, af hiksti og hósta, óviðunandi málleysu og svo þessum þögnum sem alltaf koma inn á milli en eru þó líklega skemmtilegasti liður- inn. Stjórnendurnir eru auð- sjáanlega viðvaningar i fram- setningu talaðs máls og kemur jæja og já, ,já þar í annarri hverri setningu. Kyrr má nú slá á léttara hjal en að það verði |>annig að hluslcndur sit.ji hálf- og tárfellandi af meðaumkun yfir misheppnuðum „skrýtlum" og innskotum stjórnenda. Og svo senda þau ökumönnum tóninn á þann hátt að ætla mætti að hér væru komnar fóstrur á vegum Umferðarráðs með um- ferðarfræðslu fyrir börn undir skólaaldri. Ja, hvílík ósköp. Það þarf meira en viljann til að setja fram síðdegisdagskrá sem þessa svo að vel megi fara. Hvernig er með eftirlit útvarps- ráðs með dagskráratriðum? Sat það með lokuð eyru þegar reynsluhljóðritun var gerð, eða var hún kannski alls ekki gerð? Vonandi megum við vænta þess að þessu verði kippt út hið bráðasta og eitthvað frambæri- legt sett okkur til upplyftingar í staðinn. Sljórnendur þáttarins „Út og suður," Asta R. Jóhannesdóttir og H.jalti Sveinsson. Hríngiðí síma 83322 milli kl. 13 og 15 eða skrífíð Að ganga um gðtur í stolinni flík - kápa týndistíStapa Kristjana Eyvindsdóttir, Háa- leiti 7,Keflavík, skrifar: Ég brá mér á dansleik í Stapa, Njarðvík, laugardags- kvöldið 12. júní. Eins og vænta má var ég í kápu sem ég lét geyma fyrir mig í fatahenginu. Þar var allt í lagi með það og þegar ballið var búið sótti ég kápuna. Ég yfirgaf danshúsið ekki strax og lagði frá mér káp- una smástund. En er ég hugðist « Kristjana sendi okkur mynd af kápunni sinni. Við vonum svo að einhver kannist við hana og hún komist til skila. halda heim var enga kápu að finna, hvergi i húsinu. Ég fór daginn eftir að athuga málið betur en sama svarið, engin kápa. Hér er ekki um það að ræða að tekin hafi verið kápa í misgripum, því engin önnur kápa var og er í húsinu. Að fyrirfinnast skuli þær manneskjur sem eru svo óheiðarlegar að fara á ball til þess eins að krækja sér í fatnað af öðru fólki. Já, mikið á það þá bágt. Þessi kápa var gjöf til mín erlendis frá og mér vitandi er ekki til hér á landi önnur eins. Eg hef ekki efni á því að fara út í búð og kaupa aðra kápu. Ef einhver getur verið svo vinsam- legur að geta gefið mér vís- bendingar um það, hvar kápan er niður komin, er það auðvitað vel þegið. Hver sem hefur káp- una mína undir höndum núna ætti að sjá sóma sinn i að skila henni. Eg skil ekki að nokkur maður geti gengið um götu i stolinni flik. Þetta er fínriffluð Ijósbrún flauelskápa. Hún er hálfsið með stórum kraga og hnýttu belti, einhneppt. Hvernig ó að segja upp Morgunbloðinu? Ungur sjálfstæðismaður hringdi: Er möguleiki á því að þið Dagblaðsmenn getið sagt mér, hvernig ég á að segja upp Morgunblaðinu? Ég hef ítrekað reynt að segja því upp, — finnst blaðið hafa sett mikið ofan að undanförnu og lítið vera annað en fréttatilkynn- ingar og ræður einhverra gæðinga innan flokksins svipað og Tíminn, sem ég sé nú samt lítið af skiljanlegum ástæðum. Nú getur verið að ég sé ein- hvers staðar á skrá yfir trygga stuðningsmenn flokksins og það er kannski þess vegna sem þeir senda mér blaðið þó ég hafi sagt því upp. Mér finnst ég samt ekki þurfa að kaupa dag- blað sem mér þykir leiðinlegt en ég skal fúslega gera það, ef þeir bæta ráð sitt. Jón Gunnarsson, á afgreiðslu Morgunblaðsins: Ég held að það sé nú ósköp einfalt mál, — bara að segja til nafns og heimilisfangs. Það er auðvitað alrangt, að hér sé farið eftir einhverjum flokksfélaga- skrám. Raddir lesenda V

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.