Dagblaðið - 24.06.1976, Qupperneq 3
DACBLADlt) - KIMMTllDAíilIK 24. JÚNÍ 1976.
N
3
GREIÐSLAN TYNDISTI
KERFINU
— gilda ekki sömu reglur hjá bönkum
um innlegg og úttekt?
Skúli Skúlason Kópavogi
hringdi:
Þegar ég ætlaði að nota
simann minn þann 22. júní var
hann ekki nothæfur. Mér
þóttu þetta mikil undur, ekki
gat það verið að búið vieri að
loka vegna þess að ég hafði
greitt reikning minn 15. júní.
Reikningurinn var greiddur í
gíró í Otvegsbankanum í Kópa-
vogi.
Eg fór því á stúfana og athug-
aði hverju þetta símaleysi
sætti. Jú, símanum hafði verið
lokað vegna þess að greiðsla
hafði ekki verið innt af hendi,
sögðu þeir. Ég lagði því leið
mína i Útvegsbankann og
spjallaði við þá þar. Þar fékk ég
þau svör að þar lægju ekki upp-
hæðir ncma í mesta lagi dag-
langt. Þar sem ei er iangt frá
bankanum og út i pósthúsið lá
leiðin þangað næst. Þar var
mér sagt að þetta gæti ekki
staðizt. þeir hefðu ekki fengið
neitt frá bankanum. Sem sagt,
greiðslan hafði týnzt í kerfinu
margumtalaða.
Mér finnst þetta nú dálítið
hart, að greiða simareikninga
og svo týnist allt í kerfinu og
enginn kannast við neitt. Allir
vísa hver á annan. Þetta kostar
mikla og óþarfa fyrirhöfn fyrir
fólk sem á alls ekki að eiga sér
stað. Ef svona gírógreiðslur
týnast og komast ekki til skila
eða þá ef bankarnir nota sér
þessa peninga í veltu. þá finnst
mér þetta missá marks.
Bankarnir eru ekki seinir á'
sér, ef peningar eru teknir út
hjá þeim, og því á sama regla að
gilda ef um innlegg er að ræða.
-Póstur og simi innheimtir nú greiðslur með gíró-seðlum en það er miður ef þær týnast i kerfinu.
Listin ekki bora í Reykjavík
— Litli leikklúbburinn ú Bfldudal
Jón Kr. Ólafsson skrifar:
.. t grænum Edensgarði
gerðist saga sú“, var upphaf að
dægurlagatexta sem Guðbergur
Auðunsson söng á sínum tíma.
En á Bíldudal gerðist hins
vegar sá atburður að Litli leik-
klúbburinn á Isafirði kom fyrir
stuttu og sýndi söngleik eftir
Hafliða Magnússon, sem er
Þessi m.vnd er frá heimabæ
Litla leikklúbbsins, ísafirði.
einn af okkar beztu listamönn-
um. Hann teiknar, semur og
málar af sannri list.
í litlum byggðarlögum eins
og hér, er fleira til en slor og
grútur með allri virðingu fyrir
því. Mér finnst sjálfum að það
þurfi að koma fram í fjölmiðl-
um þegar svona hlutir gerast
þvi hér úti á landsbyggðinni
eru líka listamenn eins og á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. En
það er heldur ekki legið á liði
sínu að tala um það sem þar
gerist, í okkar yndislegu borg.
Sabína hlaut góða dóma hér,
eftir því sem ég bezt veit. Vona'
ég, að svo megi verða í framtíð-
inni.
Veldur garðaúðunin fleirum
skaða en skordýrunum?
Haukur Bent Guðjónsson
hringdi:
Ég er búsettur uppi í
Árbæjarhverfi þar sem fuglalíf
hefur verið mjög fjölbreytt og
skemmtilegt á sumrin. Á ég þar
sérstaklega við skógarþrestina
sem vekja okkur á hverjum
morgni með söng sínum svo að
það er bókstaflega unun að
vakna. Nú er sá tími þegar
úðun garða stendur einna hæst
og hefur þá svo brugðið við að
fuglarnir flýj*a á brott eða
jafnvel deyja.
Nú langar mig til að vita hvort
ekki sé til einhver önnur leið til
varnar gegn skordýrum, sem
ekki kemur þannig niður á
fuglunum.
Dagblaðið sneri sér til
Náttúrufræðistofnunarinnar
með þessa fyrirspurn, en þar
voru fáir til svara. Þó benti
einn góður maður okkur á að
mjög mismunandi væri hversu
sterk þessi skordýraeitur væru.
Sum þeirra gætu reynzt fuglum
hættuleg, en önnur ættu að
vera þeim algerlega skaðlaus.
Þetta er eflaust vandamál
sem kemur víða upp í hús-
görðuin og væri gaman ef
náttúrufræðingar og aörir þeir
er vit hafa á, létu í sér heyra
hér í lesendadálkunum i þessu
sambandi.
Er þessi fallegi og skcmmtilegi fugl, skógarþrösturinn, líka fórnarlamb skordýravarnanna?
✓
Spurning
dagsins
Hver heldurðu
að verði
nœsti forseti
Bandaríkjanna?
Kristinn Arnason nemi: Það
verðurFord. Eg er viss um að
Bandarlkjamenn breyta ekki til.
Hann hefur einnig staðið sig svo
vel í starfinu.
Ömar Elisson vélstjóri: Reagan,
ég er alveg viss um að hann
vinnur Ford hefur líka gengið
illa í forkosningunum.
Sigrún Ó. Boysen ritari: Ég held
nú að Ford fari með sigur af
hólmi. Hann hefur líka staðið vel
i sínu stykki.
Gísli Guðmundsson verzlunar-
maður: Ætli Carter vinni ekki.
Hann hefur alla vega staðið sig
mjög vel í forkosningunum og
hefur fjöldann allan af fulltrúum
að baki sér.
Stefán Gissurarson, vinnur hjá
Sjóvá: Þeir skipta ekki um for-
seta þetta árið, það er ég alveg
viss um. Forsetinn mun heita
Ford næstu árin.
Jófríður Leifsdóttir, vinnur á
Hvanneyri: Ætli þeir skipti
nokkuð, ég held að það verði Ford
sem sigrar í ár.