Dagblaðið - 24.06.1976, Blaðsíða 7
DACiBLAÐlÐ — FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1976.
7
Kommúnistar ítreka
kröfur sínar um
þátttöku í stjórn
ítalskir kommúnistar, sem eru í
sigurvímu eftir mesta kosninga-
sigur sinn eftir lok siðari heims-
styrjaldarinnar, ítrekuðu i gær
kröfur sínar um þátttöku í nýrri
ríkisstjórn.
Hómversk-kaþólsku kristilegu
demókratarnir, sem enn eru
fjölmennastir i ítölskum stjórn-
málum, höfnuðu þessum kröfum
kommúnista ákveðið.
Flaminio Piccoli, formaður
þingflokks kristilegra demókrata
í neðri deild þingsins, sagði í
viðtali við fréttamenn í gærkvöld,
að hann gæti engan veginn
hugsað sér að flokkur hans myndi
fallast á þátttöku kommúnista í
ríkisstjórn.
Enrico Berlinguer, formaður
kommúnistaflokksins, hefur sagt
úrslit kosninganna „staðfesta þá
sannfæringu okkar, að engin leið
sé út úr núverandi ógöngum án
tilstyrks kommúnista.“
Erlendar
fréttir
REUTER
Nýr yfirmaður CIA:
Alorð á vegum CIA
eru ekki útilokuð
Henry Knoche, sem Ford
Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt
til að gegna stöðu næstæðsta yfir-
manns leyniþjónustunnar CIA,
sagði í Washington í gær að hann
vildi ekki útiloka þann möguleika
að morðum yrði beitt í framtíðar-
aðgerðum CIA.
Knoche kom fyrir nj'ja leyni-
þjónustunefnd öldungadeildar
þingsins, sem þarf að staðfesta
skipun hans í embættið. Demó-
kratinn Robert Morgan spurði
Knoche hvort hann teldi það
„nokkurn tíma" geta verið við-
eigandi fyrir bandarísk stjórn-
völd að taka þátt í eða beita sér
fyrir morðum á friðartímum.
Knoche sagðist hafa fyrirvara á
orðinu „nokkurn tima,“ en kvaðst
áskilja sér rétt til að telja, að sú
staða gæti komið upp að rétt-
lætanlegt væri að ræða möguleik-
ana á slíku. Það væri þó ekki á
friðartímum.
Talið er víst að nefndin mæli
með skipun hans í embættið.
Kjörsókn á Ítalíu í kosningunum var afbragðsgóð, þrátt fyrir gott
helgarveður: Sumir komu beint úr sólbaðinu á ströndinni, eins og
Oretta Casadei, sem hér sést greiða atkvæði í Riccione. Engin
endanleg niðurstaða er þó fengin um stjórnarmyndun í landinu, eins
og kannski mátti búast við, og kommúnistar halda fast við kröfur
sínar um að fá aðild að henni, vegna fylgisaukningar í kosningunum.
Forn
höfuðborg
Inkanna
kemur í
leitirnar
Könnunarleiðangur frá Perú
heldur því fram að hann hafi
fundið hina týndu borg Inkanna,
Vilcabamba, i frumskóginum,
austur af borginni Cuzco. Vil-
cabamba var síðasta höfuðborg
Indíánaþjóðflokks þessa.
Einn könnuðanna, Carlos
Durand.segir. að þeir hafi fundið
borgina, sem Indíánarnir flúðu
undan herjum Spánverja á 16.
öld, 6. júní sl. Hafi hún verið
hulin frumskógar,gróðri og sé af
flatarmáli rúmlega 15
ferkílómetrar.
Svo virðist sem borgin, sem
Spánverjar nefndu borg full-
komnunar, hafi verið ósnert
allan þann tima, bætti Durand
við.
Könnunarleiðangurinn fann
borgina með hjálp sagnfræðirita,
þar sem stuðzt var við frásagnir
Spánverja af tilraunum til þess að
leggja hana undir sig.
Óljós árangur eftir
einn fund í skóginum
Fundi Henry Kissingers,
utanríkisráðherra Bandaríkj-
Kissinger hefur vakið athygli á
„hugmyndum mínum um gang
mála í S-Afríku“.
anna og John Vorsters forsætis-
ráðherra S-Afríku lýkur í
Grafenau i V-Þýzkalandi i dag,
—það eina sem enn hefur gerzt
er að Kissinger hefur varað for-
sætisráðherrann við því að
stefna hans í kynþáttamálum
geti valdið borgarastyrjöld í
landinu og um leið aukið enn á
spennuna í öðrunt löndum
Afríku.
Að loknum fyrri hluta
fundar þeirra í gær sagði
Kissinger við fréttamenn, að
viðræðurnar hefðu verið „skap-
ahdi og viðskiptalegar," en
undirstrikaði að enginn mark-
verður árangur hefði náðst.
í viðræðum við fréttamenn í
gærkvöld kom fram, að þeir
tveir „hefðu lagt niður fyrir sér
ástandið í S-Afríku, út frá
sjónarhóli hvors annars."
Sagðist Kissinger hafa
ymprað á því við Vorster,
„hvaða stefnu hann teldi, að
taka bæri“ i málefnum S-
Afríku.
Á fundinum í dag, sem er
seinni fundur þeirra, er búizt
við því, að þeir reyni að leggja
fram einhverjar tillögur um
lausn kynþáttadeilunnar í
Ródesíu og þá sérstaklega að
re.vna að koma aftur á
viðræðum milli fulltrúa
stjórnar Ians Smiths og frelsis-
hre.vfinga blökkumanna.
Eftir fundinn mun Vorster
halda til Bonn, þar sem hann
mun eiga viðræður við kanslara
V-Þýzkalands, Helmudt
Schmidt en Kissinger fer tiL
herflugvallar í nágrenni
Munchenar, þar sem hann
ræðir við utanríkisráðherra V-
Þýzkalands, Hans-Dietrich
Genscher.
Vorster: Hefur kynnt sjónar-
mið sín en enginn veit hvers
hann er megnugur einn og sér.