Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.06.1976, Qupperneq 10

Dagblaðið - 24.06.1976, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 24. JUNÍ 1976. MMBUBa frjálst, úháð daghlad rU-U l iiiuli I ':i. li I I'i ;ni;k' .unul I'Mmi - Svrmn l< Kyjólfsson. Kilstjóri: .lónas Kristjánsson. I’ruttastioii .1**11 Kiruir IVónrsson. Kitstjórnarfnlltrúi: Ilaukur Hclj*as»n. Aóstortarfrótta- s! jori A111 Sicinarsson. I|>rói11r llallur Simonarson. Ilonnun: Jöhannus Koykilal. Handrit Asurinuir I'álsson. Klartaincun: Anna Kjarna.sou. Asc.cir Tóinasson. BcrjJiiul Asucirsdóltir. Hra^i Siuurrtsson. Krna \’ Inyólfsdótiir. (IisSur Siyurrtsson. llallur llallsson. Ilcli’i Pótursson. Jóhanna Bir^is- dóttir. Katrin l'alsdóttir. Kristin Lýrtsdóttir. Olafur Oniar Valdimarsson. Ljösmvndir: Arni l’áll .lóhannsson. Bjarnlcifur Bjarnlcil n. Björi;vin Pálsson. Ka^nar Th. Siuurrtsson (Ijaldkcri: Bráinn I’orlcifsson. I)rcifin«arstjön: Már K.M. Halldórsson. Askriftarujald 1000 kr. á mánurti innanlands. I lausasölu 50 kr. cinfakTrt. Kitst jórn Sirtumúla 12. sími S2U22. auglýsim>ar. áskriftir »« af^rcirtsla Þvcrholti 2. sími 27022. Sctninu »fi umbrot: Dauhlartirt hf. o« Stcindórsprcnt hf.. Armúla 5. Mynda-»u pl()tu«crrt: Ililmir hf . Sírtumúla 12. Frcntun: Arvakur hf . Skcifunni 19. 100.000 stjórnartonn Ríkisstjórnin hefur gert sig seka um mesta ábyrgðarleysi stjórnvalda á síðustu áratugum ís- landssögunnar. Eftir því sem sjávarútvegsráðherra segir ætlar hún ekki að gera neitt róttækt til að stöðva hina hrikalegu ofveiði á þorski, sem stunduð hefur verið á þessu ári. Fyrir áramót var í fullri alvöru talað um, að annaðhvort þyrfti að leggja nokkrum hluta flotans eða hætta þorskveiðum á miðju þessu ári ef takast ætti að láta þorskstofninn rétta við á næstu fimm árum. Hinir fróðustu menn töldu, að fara yrði fyrri leiðina til að forðast hina síðari. Bak við þessar skoðanir stóðu upplýsingar hinnar svonefndu svörtu skýrslu . Þar kom fram, að þorskstofninn mundi ekki þola nema 230 þúsund tonna veiði á þessu ári. Sú tala gildir enn, því að tilraunir stjórnvalda til að búa til nýjar tölur hafa farið út um þúfur. Ríkisstjórnin varð að athlægi, þegar hún lét reikna út tölur, sem bentu til þess, að afli næstu ára yrði því meiri sem meira væri veitt í ár. Hér í Dagblaðinu og víðar var strax bent á rökvilluna í þessum falstölum. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hafa verið veidd um 200 þúsund tonn af þeim 230þúsund tonnum, sem svarta skýrslan telur, að veiða megi á öllu árinu. íslendingar hafa veitt um 160 þúsund tonn og útlendingar um 40 þúsund tonn. Búast má við, að útlendingar veiði önnur 40 þúsund tonn síðari sjö mánuði ársins og þar af veiði Bretar einir 35 þúsund tonn. Morgun- blaðið telur að vísu, að afli þeirra verði ekki nema 25 þúsund tonn og ríkisstjórnin telur, að hann verði 30 þúsund tonn, meðan stjórnarand- staðan talar um allt að 50 þúsund tonn. 35 þúsund tonn virðast því skynsamleg spá, að því er Breta varðar, og aðrar þjóðir munu veiða um 5 þúsund tonn. Þar með er þegar ljóst, að ársveiðin fer 10 þúsund tonn yfir markið, þótt íslendingar dragi ekki þorsk úr sjó, það sem eftir er ársins. í nýútkominni skýrslu Þjóðhagsstofnunar um þjóðarbúskapinn er spáð 20 þúsund tonna veiði útlendinga síðari sjö mánuði ársins. Þessi tala er greinilega um helmingi of lág og sýnir bara, hve lítið er að marka tölur Þjóðhagsstofn- unarinnar. Spár hennar endurspegla aðeins í tölum hina alkunnu óskhyggju ríkisstjórnar- innar. Þjóðhagsstofnunin spáir því, að íslendingar muni að óbreyttu veiða einir um 250 þúsund tonn af þorski, þaó eru 90 þúsund tonn umfram þau 160 þúsund tonn, sem þegarhafa veriö veidd. Þetta er mjög íhaldssöm spá í ljósi þess, að ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að stöðva rányrkjuna og virðist ekkert ætla að gera. Ef þessi spá er samt tekin gild og bætt við hana þeim 80 þúsund tonnum, sem útlendingar munu alls veiða á árinu, verður heildarþorsk- veiði ársins um 330 þúsund tonn. Það er heilum 100 þúsund tonnum meira en ráðlagt hefur verið. Svo virðist sem ríkisstjórnin láti sér þetta í léttu rúmi liggja, enda er henni fátt verr gefið en að gæta þjóðarhags. Þessi gífurlega veiði mun valda síminnkandi afla á næstu árum og líklega leiða hrun yfir þjóðina. Öll þessi 100 þúsund umframtonn eru á ábyrgð ríkis- stjórnarinnar. MINNING GARCIA L0RCA LIFIR ENN — fjörutíu órum eftir að þetta merka skáld var tekið af líf i á Spáni Yfir dyrum hússins, sem hann fœddist er nýmálað spjald sem á eru letraðar „kvalastun- ur hans sem íbúar þorps- ins finna ennþá með sér“. Hellulögð gatan, þar sem hann ólst upp, heitir nú í höfuó hans, og allar leiðir inn í heima- þorp hans, Fuente Vaqueros, í nágrenni Granada á suður- strönd Spánar, minna rækilega á það að þarna fæddist hann, Garcia Lorca. Hann var tekinn af lífi I Granada á fyrsta mánuði spænsku borgarastyrjaldar- innar 1936—39 af öfgafullum hægrisinnum. Allar tilraunir yfirvalda til að græða sárið, sem aftaka hans olli, hafa mistekizt. Þær hafa ekki gert annað en að vekja upp hápóli- tískt orðastríð. Opinber viðurkenning kemur of seint Sú barátta snýst nú orðið um grundvallarágreining vinstri- sinnaðrar stjórnarandstöðu á Spáni og stjórnarinnar sem þjóðin fékk í erfðir eftir Franco gamla hershöfðingja. Það er ekki langt síðan borgarstjórinn í Granada fór í fyrsta skipti í heimsókn til fæðingarstaðar Garcia Lorca. Það var fyrsta opinbera viður- kenningin á því að ljóð- og leik- skáldið mikla væri viðurkennt sem einn mesti skáldjöfur Spánar á þessari öld. Tilfinn- ingarnar, sem hann vakti með skáldskap sínum, voru bylting- unni mikil stoð. En athöfnin, þegar borgar- stjórinn kom í heimsókn, var fordæmd og sniðgengin af lif- andi ættingjum og stjórnarand- stöðuhópum í örbirgðinni í Andalúsíu þar sem hún væri sorglegur skrípaleikur. „Spjaldið fyrir ofan dyrnar lýsir þeim missi sem fólk hér hefur fundið fyrir. 1 fjörutíu ár hafa yfirvöld ekki orðið vör við þennan missi, eftir öllu að dæma,“ segir frændi skáldsins, Manolo, kaupsýslumaður í Madríd. Hann dvaldi sem barn í útlegð í New York þar sem skáldið bjó einnig um tima fyrir borgarastyrjöldina. „Við munum alltaf vera and- snúin öllum tilraunum stjórnar, sem ekki hefur verið kjörin og er ekki fulltrúi fólks- ins í landinu, til að eigna sér eða sýna frænda mínum lotn- ingu og virðingu," segir Manolo. Píslarvottur lýðveldissinna Garcia Lorca var 38 ára gamall þegar hann var tekinn af lífi ásamt mörgum öðrum frjálslyndum 'og vinstri mönn- um. Það var í miklum hreinsun- um hægrisinna þegar uppreisn hersins breiddist óðfluga út um suðurhluta Spánar í júli og ágúst 1936. Dauði hans hefur allar götur síðan verið Franco- stjórninni til mestu skammar. Eftir dauða sinn varð Garcia Lorca píslarvottur lýðveldis- sinna. Þjóðlegur skáldskapur hans hafði alllaf höfðað ser staklega til minnihlutahópa eins og til dæmis sigauna og hinna fátækustu en hafði ekki bein afskipti af spænskum stjórnmálum á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Það kom því ekki á óvart að minning' Gareia Lorca yrði til þess, fjörutíu árum síðar. að endurvekja lýðveldisandann i brjóstr margra þegar hópur skálda og listamanna í Granada kom saman til að votla minningu hans virðingu sína aðeins tíu dögum eftir heim- sókn borgarstjórans á dögun- Ljóðakver og Rauða kverið Þúsundir vinstrisinna með flögg og veifur komu saman f friðsældinni í Fuente Vaque- ros, sem ekki hafði upplifað annað eins sfðan í borgara- styrjöldinni, til að heiðra minn- ingu skáldsins f hálftima hátfðahöldum. Borðar og spjöld með kröfum um „sakaruppgjöf,“ „frelsi" og „sósialisma strax“ voru jafn- áberandi og rit hans sem ekki hafa fengizt á Spáni i mörg ár. Skammt frá torginu, þar sem hátíðahöldin fóru fram, var ungt par sem seldiRauða kverið Maos. Upplestur úr ljóðum Lorca var truflaður hvað eftir annað af háværirm hrópum fólksins: „Sameinuð þjóðin verður aldrei sigruð!" Síðar flutti mannfjöldinn sig um set til háskólans i Granada þar sem leiðtogar sameinaðrar stjórnarandstöðu í Andalúsíu fluttu hvassyrtar ræður um „baráttuna gegn núverandi ógnarstjórn." „Minning hans er mikilvœg þegar ný barátta er hafin" Pólitískur tilgangur þessara hátiðahalda var augljós. Einn fremsti baráttumaður frelsis- sinna f hópi menntafólks, kvik- myndaleikkonan Lola Gaos, út- skýrir þennan pólitiska tilgang: „Það er ekki of seint að endurvekja minningu hans nú, þegar við hefjum nýja baráttu fyrir frelsi okkar,“ segir hún. „Hann hefði sjálfur viljað hafa það svona. Hann var einn hinn frægasti sem lét lifið fyrír hendi Francoismans. Sem slíkt tákn er Garcia Lorca mjög mikilvægur i þeirri viðleitni að þjappa saman öllum Spánverj- um, sem viljá' lýðræði I landi okkar.“ Það fer ekkert á milli mála að leiðtogar stjórnarandstöð- unnar i Granada telja að minn- ing hans hafi einmitt gert það. Þeir spá þvf að f jöldi samkunda af svipuðu tagi, þar sem fólk sýni andstöðu sfna við stjórn- völd f landinu, muni fylgja 1 þessum landshluta, sem nú á við sérstaka erfiðleika að striða vegna minnkandi ferðamanna- straums og versnandi afkomu bændastéttarinnar. Einn þátttakenda í minn- ingarhátíðinni um Garcia Lorca var íklæddur skyrtubol sem á var letrað: „Hver drap Marilyn Monroe?" Hvað verður um minningu hans? Hver drap Garcia Lorca er ekki lengur spurning dagsins. Hún er aftur á móti hver það verður sem nær stjórn á minn- ingu hans — í hvaða stjórn- málatilgangi sem það er. En fjölskylda skáldsins hefur enn ekki fengið svör við þvf, hvers vegna hann lét lífið, og hún krefst undanbragðalausra svara stjórnvalda. „Francoistarnir myrtu hann tvisvar — fyrst með þvi að taka hann af lifi og síðan með þvi að

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.