Dagblaðið - 10.07.1976, Page 3

Dagblaðið - 10.07.1976, Page 3
DAC.BLAÐIÐ — LAUGARDACUR 10. JULÍ 1976. Raddir lesenda Bíðum eftír svari frá Kópavogsbœ — segia krakkarnir í unglinga- vinnunni Halldóra Ólafsdóttir hringdi: Ég er ein úr hópi þeirra unglinga, sem vinna í unglinga- vinnunni í Kópavogi. Eins og flestum er kunnugt tókum við okkur til og mótmæltum þeim kjörum, sem við eigum við að búa. Okkur er greitt smánar- kaup, tuttugu þúsund krónur á mánuði. Við þurfum að standa úti í hvernig veðri sem er og við höfum enga aðstöðu þar sem við getum boröað nestið okkar. Við marséruðum sem sagt til ráðamanna bæjarins og vildum fá leiðréttingu mála okkar. Við áttum að fá svar 7. júlí. Við mættum á tilsettum tíma og biðum eftir því hverju forráða- mennirnir svöruðu okkur. En, viti menn, þeir gátu ekki gefið okkur neitt svar. Sögðu að þeir yrðu að fá frest og það um óákveðinn tíma. Þeir ætla að halda okkur á þessu kaupi sem lengst og auðvitað hagnast þeir á því að þurfa ekki að borga okkur hærra kaup á meðan. í sumum hópunum hafa næstum allir sagt upp og eru hættir að vinna í mótmæla- skyni. Hópur sem í voru 15 stúlkur hefur nú leystst upp og nú eru aðeins 3 eftir. Mér finnst þetta ekki hægt að fara svona með okkur. Þeir hljóta að geta gefið okkur svar, það ætti varla að vera þeim ofviða. Unglingarnir marséruðu til yfirvaldsins í Kópavogi. Fró Vellinum streyma eiturlyf og alls konar munir Við œttum oð krefjast skaðobóto Helgi skrifar: Fyrir ekki löngu töldu menn sjálfum sér trú um.að bandaríski herinn á íslandi væri hér til að verja okkur. Við legðum til land okkar i staðinn fyrir þessa vörn. Þannig tækj- um við einnig þátt í vörnum fyrir vestræna menningu. Þegar maður gáir betur að og tekur tillit til fenginnar reynslu þá virðist þetta ekki vera að öllu leyti rétt. Hvað vörnum okkar viðkemur þá hlýtur að vera ofarlega í huga aðgerðarleysi Bandaríkja- manna þegar Englendingar beittu okkur ofbeldi og árásum. Svo við snúum okkur að vestrænni menningu þá er ljóst að stór hluti þeirra manna, sem þykjast vera að vernda vestræna menningu, eru alls ekki vestrænir menn. Hér er um að ræða hálf siðaða villi- menn í hermannabúningum, sem koma frá sjúkum þjóð- félögum sem eru menguð allra þjóða kvikindum. Öllum þorra íslendinga er nú orðið ljóst að vera hersins á Islandi er fyrst'og fremst í þágu Bandaríkjanna sjálfra. Þetta er staðreyndin allt frá stríðsárun- um. Bandaríkin skulda okkur fýrir aðstöðuna allan þennan tíma. Það er því ljóst að þeim hefur verið leyft að vera hér frítt. Eins kemur eðlilega til mála að fara fram á skaðabætur fyrir það sem þjóð og einstakl- ingar hafa orðið fyrir af völdum hersetunnar, t.d. vegna fíknilyfjadreifingarinnar frá Veílinum og alls konar hluta pem streyma þaðan út. Hvers konar fréttamennska er þetfa eiginlega? Leifur Vilhjálmsson, Vest- mannaeyjum, hringdi: Mikið finnst mér hryllilega ósmekklegt að birta frétt eins og eitt blaðið gerði í sambandi við dauða Guðjóns Atla. Þar segír að hann hafi hlotið 40 dóma fyrir brot til ársins 1960. Hvers konar fréttamennska er þetta svo ósmekklegt að ég get ekki orða bundizt. Er aldrei hugsað um aðstandendur fólks? Maðurinn hefur að likindum hlotið sinn dóm og það er í öllum tilfellum nóg. Þetta eru orðin 16 ár síðan hann hlaut sinn síðasta dóm og hvers vegna í ósköpunum er verið að grafa þetta upp? Eru örlög þessa manns ekki nógu slæm, þó ekki sé farið að tíunda allt hans líf daginn eftir að hann lézt ? Það má vera að blaðið hafi sel/.t örlítið betur fyi ir bragðið, en með svona áframhaldi held ég að það lapi. þegar á heildina er litið. Sigurgeir Sigmundsson 8 ára: Nei, helzt ekki. Ég hef farið til Mallorka og þar var ekki hægt að gera næstum eins mikið og hér heima hjá mér. Margrét Sigmundsdóttir 5 ára:. Já, ég hef verið í útlöndum og þar voru páfagaukar sem gátu hjólað á bandi og verið I bllaleik. Spurning dagsins Vildirþú eiga heimaíútlöndum? Helga Vala Gunnarsdóttir 4 ára: Það er einn strákur sem ég þekki, hann átti heima I útlöndum. Eg veit ekki hvort honum fannst gaman. Kannski vildi ég eiga, heima þar. Haildóra Einarsdóttir 7 ára: Nei, ég er viss um að það er ekkert skemmtilegt þar. Guðrún Bryndís Hafsteinsdóttir 7 ára: Já, ég vildi sko eiga lieima þar sem sól er. Þá væri ég brún. Annars vildi ég ekki eiga heima á Tenerife, þar var ekki nógu mikil sól. Olafur Sverrisson 11 ára: Nei, alls ekki. Þar er svo mikil mengun. Eg hef aldrei farið til útlanda. en mig langar mest til Israel. þeir eru svo ofsa klárir þar.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.