Dagblaðið - 10.07.1976, Page 6

Dagblaðið - 10.07.1976, Page 6
() uaíjblaðh) — lau(;ardaí;uk 10. julI 1976. Friðrik Ólafsson í samtali við DB: „NÝJA AFBRIGDIÐ MITT VERÐUR EKKI LANGLÍFT" Fyrstu verðloun um 300 þús. ísl. krónur ,,Það verður engu spáð um þetta mót ennþá því það er svo stutt á veg komið,“ sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari í símtali við Dagblaðið í gær. „Ef maður heldur svona áfram — ég á þá við okkur Guðmund báða, ættum við báðir að lenda ofarlega í röðinni." „1 fyrstu umferðinni náði ég vinningi gegn Donner,“ sagði Friðrik. ,,Ég hafði allan tímann betri stöðu. 1 næstu umferð hafði ég svart gegn Szabo frá Ungverjalandi. Ég stóð betur í þeirri skák, var kominn peði yfir. Á móti átti hann sóknar- möguleika og þá notfærði hann til að þráskáka og þannig að þvinga fram jafntefli. 1 3. umferðinni á fimmtu- dagskvöldið tefldi ég með hvítu gegn Ligterink frá Hollandi. Upp kom Sikileyjarvörn. I 5. leik beitti ég nýjung sem er mitt hugarfóstur. Það reyndist ekki vel. Skákin leystist upp og bauð ekki upp á frekari mögu- leika. Eg held þetta nýja af- brigði mitt verði ekki langlíft," sagði Friðrik. Og Friðrik hélt áfram: „Guðmundur vann Böhm i 1. umferð. Skákin var róleg en undiraldan þung. Loks náði Guðmundur algjörum yfir- burðum. í 2. umferð mætti hann Miles. Þar gerðist ekkert sér- stakt og skákin varð dautt jafn- tefli. Það sama gerðist i 3. umf. er hann mætti Ree. Skákin stefndi frá byrjun í jafntefli." Á IBM-mótinu tefla 11 stór- meistarar og 5 alþjóðlegir meistarar. Fyrstu verðlaun eru um 300.000 ísl. kr„ en átta efstu fá verðlaun. Friðrik kvað óvar- legt að kveða upp dóma um getu einstakra skákmanna svo snemma móls. „Kortsnoj virtist ekki taka mótið með neinu áhlaupi. Hann teflir „upp og niður,“ fær oft slæmar stöður en sleppur oftast vel frá þeim. Þetta er hans vani. Miles er nýbakaður stór- meistari og kann að vera lík- legúr til alls. Donner er afar misjafn. Annaðhvort skrapar hann botninn eða er í efstu sætunum. Millivegur er ekki til hjá honum. Af Hollendingunum lízt mér bezt á Ligterink. Hann er um tvítugt en hefur gott auga og ég spái að þar sé mesta efni Hol- lendinga á ferð Töfluröðin á IBM-mótinu er þessi: 1. Ree Hollandi, 2. Farago Ung- verjal., 3. Guðmundur, 4. Langeweg Hollandi, 5. Kurajica Júgósl., 6. Friðrik, 7. Gipslis Sovét, 8. Ivkov Júgóslavíu, 9. verimirovic Júgóslaviu, 10. Sachs Ungverjal., 11. Donner Hollandi, 12. Szabo Ungverjal., 13. Ligterink Hollandi, 14. Böhm Hollandi, 15. Miles Eng- lafldi, 16. Kortsnoj Sovét. Staðan í mótinu er nú: 1—7. Friðrik, Guðmundur, Kurajica, Ligterink, Miles, Farago og Kortsnoj, allir með 2 vinninga, 8.—11. Gipslis, Verimirovic, Szabo og Ivkov 1'á vinning, 12.—15. Böhm, Sachs, Ree og Donner 1 vinning hver og 16. Langeweg 0 —ASt. „Iðjuleysi er minn versti óvinur" — segir Gunnar Bjornoson, listamoður með meiru „Ég hef aldrei átt bágt, þrátt fyrir alla mína rúmlegu og það hef ég fengið frá móður minni, sem ein ól okkur upp níu systkin- in og hefur alla tíða verið mikil starfskona. Jafnvel enn þann dag í dag býr hún til hin fegurstu eingirnissjöl þó komin sé á níræðisaldur.” Sá sem þessi orð mælir er Gunnar Bjarnason, „alt mulig mand“ eins og kalla mætti hann. Gunnar heldur um þessar mundir sýningu að Þrastarlundi, en sá staður stendur einmitt i landi öndverðarness, þar sem Gunnar ólst upp. Á sýningunni eru vatns- litamyndir, olíumálverk, listaverk úr járnteinum, að ógleymdum sól- um búnum til úr hóffjöðrum, sem að sögn Gunnars lýsa undur- fallega í allar áttir, þegar birta fellur á þær. Sýningin mun standa til 16. júlí nk. Er hann lá á Landspítalan- um fékk hann með aðstoð Snorra Hallgrímssonar fyrrv. yfirlæknis útbúna málaragrind á hjólum, sem síðan var sett yfir rúm hans og þar málaði hann flestar vatns- litamynda sinn. Gunnar hefur fengizt við margs konar handa- vinnu. tióknað og hnýtt teppi o.fl. Undanfarin tvö ár hefur hann venð vistmaður að Reykjalundi og í sameiginlegu svefn- og vinnu- herbergi sínu hefur hann ekki setið aðgerðarlaus. 1 dag er Gunnar 52 ára gamall, hress og bjartsýnn á tilveruna þrátt fyrir stóra uppskurði og lörnun sem hann á að baki og hafa skilið eftir sig ýmis óþægindi. Og hann hyggst halda áfram af full- um krafti við listiðn sína enda á hann hæfileikana ekki langt að sækja, þar sem í ætt hans má finna ýmis þekkt nöfn á því sviði, svo sem Jóhannes Kjarval, Sigurjón Ölafsson og fleiri. —jb ‘Þarna stendur Gunnar með eina af sólum sínum sem útbúnar eru úr hóffjöðrum. Rallið — dýrt gaman fyrirmarga Fíatbifreið sigurvegara rally- bifreiðakeppninnar 1975 er nú komin á verkstæði eftir að hún ók út af í keppninni í ár. Vegna þessa var bíllinn úr leik þar eð hann missti oliu og gat þvi engan veginn haldið áfram. Réttingarkostnaðurinn á bif- reiðinni mun nema hátt á annað hundruð þús. krónum. Eigend- ur rally-bifreiðanna munu hafa haft 75.000 króna sjálfsáhættu en mismuninn borga tryggingafélög. Að sögn framkvæmdastjóra FlB, sem stóð fyrir rallinu, hefur félagið engar tölur yfir við- gerðarkostnað á bifreiðum vegna skemmda, en öruggt má telja að ýmsir hafa þurft að létta pyngj- una verulega eftir keppnina. - AT Bíll sigurvegarans frá 1975 er nú á verkstæði. Réttingin á honum og aðrar viðgerðir kosta hátt á annað hundrað þúsund krónur, að minnsta kosti. DB-mynd Arni Páll. SUNDLAUG 0G ÍÞRÓTTASALUR verða í nýja sjúkrahúsinu ú ísafirði Tveir aðilar gerðu tilboð í að reisa og gera fokhelda heilsu- gæzlustöð og sjúkrahús á tsa- firði. Tilboð byggingarfélagsins Armannsfells í Reykjavík var 297.599.223 kr. og Kubbs hf. á ísafirði 332.240.962 kr. Viðræður eru hafnar við Ármannsfell, en verkinu skal lokið 15. des. 1978. Þessar upplýsingar fengum við hjá Innkaupastofnun ríkis- ins, sem bauð verkið út. Við ræddum við Harald Helgason arkitekt hjá teikni- stofu Jes Einars Þorsteins- sonar, en þeir tveir gerðu teikn- ingar að spítalanum. Sagði hann að gert væri ráð fyrir þvi að í byggingunni yrði unnt að hafa alhliða heilsugæzlu, heil- brigðiseftirlit, lækningarann- sóknir, lækningar og endur- hæfingarstarf. Dvalarheimili aldraðra ætti að rísa þarna rétt hjá og yrði sameiginleg aðstaða fyrir hvort tveggja í þvottahúsi, eldhúsi og í endurhæfingu, 1 sambandi við endurhæfingu verður í sjúkrahúsinu bæði sundlaug og íþróttasalur sem er óvíða til á landinu. „Öll aðstaða fyrir starfsfólk verður mjög góð og búningsher- bergi mjög fullkomin," sagði Haraldur. Grunnflötur hússins verður 1940 fermetrar, en það verður þrjár hæðir plús fjórða hæð, sem verður minni að grunn- fleti. Alls verða þetta 6180 fer- metrar, en 28 þús, rúmmetrar. A efstu hæðinni verur bóka- safn og sex gistiherbergi fyrir aðstandendur sjúklinga, sem ekki eru búsettir á Isafirði. Þau mætti einnig nota fyrir kandi- data og sérfræðinga. Heildar- fjöldi sjúklinga getur orðið 56. „Enginn vegur er að segja til um hvenær húsið verður til- búið, en um leið og ei'nhver hluti þess verður tilbúinn verður hann tekinn i notkun, því að þörfih er mikil fyrir sjúkrahús úti á landi,“ sagði Örn Bjarnason hjá heilbrigðis- ráðuneytinu. Hann er læknir og hefur haft með þetta nýja sjúkrahús að gera. Hann sagði að það þyrfti sannarlega að bæta aðstöðuna fyrir heilsu- gæzlu ísafjarðar og nágrennis, en nýi spitalinn verður einnig sjúkrahús Vestfirðinga ásamt sjúkrahúsinu á Patreksfirði. „Gamla sjúkrahúsið á tsa- firði, sem Vilmundur Jónsson fyrrverandi landlæknir lét reisa, var byggt með miklum myndarbrag, og hefur rúm fyrir um 40 sjúklinga,“ sagði Örn, „en það var haldið upp á 50 ára afmæli hússins í fyrra. Aðal gallinn á þessum gömlu spítölum er að ekkert rými er fyrir aukin tæki og rannsókna- útbúnað." Gerð hefur verið mjög nákvæm athugun á stækkunar- möguleikum en ekki hefur þótt fært að byggja við það. Auk þess er svæðið 1 kringum spítal- ann þröngt og annað meira, — það er friðlýst. Þannig háttar til, að neðan við sjúkrahúsið er dálitill hóll, rúst landnema- bæjarins Eyrar við Skutuls- fjörð (nú ísafjörður). Kaup- staðurinn keypti prestssetrið, sem stóð þarna, 20. júní 1871. Skömmu síðar var það rifið. Sumir bæjarstjórnarmenn vildu ekki að sjúkrahúsið yrði b.vggt á hólnum, ef ske kynni að einhver vildi leita þarna forn- minja. Þjóðminjavörður frið- lýsti síðan staðinn. Á bæjar- hólnum stendur nú minnis- merki sjómanna. —F.VI

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.