Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.07.1976, Qupperneq 15

Dagblaðið - 10.07.1976, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ — LAUC.ARDAdUK 10. JULl 1976. Eins og &omið hefur fram í fréttum hafa gífurlegir hitar verið í Vestur-Evrópu undan-. farnar vikur. Þurrkarnir eru enn ekki farnir að hafa úrslita- áhrif, en ef úrkomu er ekki að vænta innan skamms, má búast við því að öll uppskera, hverju nafni sem hún nefnist, muni eyðileggjast. Fjöldi fólks hefur látið lífið, annað hvort úr sólsting eða hjartaslagi, og þá er það algengt að fólk hreinlega missi meðvitund í bílum sínum, sér- staklega ef . umferðartafir verða á hraðbrautum. Hins vegar er kannski hægt að sjá einhverjar ljósari hliðar á þessu öllu saman. Allar úti- hátíðir hefur verið hægt að halda án þess að óttast úrkomu en þá hefur þótt vissara að hafa eitthvað við höndina til þess að svala þorstanum. Þessi mynd er tekin á popptónleikum í Danmörku, en eins og kunnugt er fara þar- lendir ekki langt án þess að hafa bjórinn innan seilingar. Búizt við langri dvöl í Saljut 5 Geimfararnir rússnesku. Boris Volynov og Vitalij Zjolobov, hafa nú komið sér fyrir í geimstöðinni og búast má við að þeir muni dvelja þar iangdvölum. Eins er búizt við því að þeir féiagar fái brátt heimsókn og mun þá verða í fyrsta sinn gerð tilraun með þrjú geimskip úti í himingeimnum. Hódegisverður í Beirút myndir og einhvern veginn dettur okkur, sem búum svo langt frá öllu sem stríð nefnist. í hug, að fólk þurfi eða hafi varla tíma til þess að snæða mitt í öllum þessum ólátum. Hér má sjá venjulega húsmóður undirbúa hádegis- verðinn ásamt syni sínum. Her- sveitir kristinna manna hafa þótt vel búnar vopnum og nú hefur baráttan snúizt þeim í hag. Hins vegar er landið að leggjast i rústir og eflaust mun langur tími liða þar til varan- legur friður kemst á. Borgarastyrjöldin í Líbanon hefur tekið á sig margar ERLEND MYNDSJÁ 15 Tveirflugvéla rœningjanna? Baader Meinhof skæruliða- samtökin teygja arma sína greinilega víða um heim og eiga sér stuðningsmenn meðal róttækra byltingarsinna . Þessi tvö ungmenni, Wilfred Boese og Gabriele Kroecher, hafa verið nefnd í sambandi við flugránið á Entebbe- flugvellinum og er þeirra nú ákaft leitað af lögreglunni í V1 Þýzkalandi, sem um þessar mundir hefur nóg á sinni könnu, þar eð fjöldi hermdar- verkamanna ganga þar nú lausir. ssm HRÓP, SKOTHVELUR OG SÍÐAN BJÖRGUN Á ENTEBBE Þannig hugsar teiknarinn sér er hermenn Israels réðust þar og hermanna Uganda. Þeir að viðbrögðin huli verið í til inngöngu til þess að bjarga komu um miðja nótt er flestir gömlu flugstöðvarbyggingunni gíslunum úr höndum skæruliða voru sofandi og voru horfnir eftir nákvæmlega 36 mínútur með alla gíslana nema þá þrjá sem létu lífið. Sjö af skæru- liðunum féllu og líklega einir tuttugu hermenn frá Uganda.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.