Dagblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 4
4
.... ____________DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLl 1976.
„ÚRGANGUR ÚR SMUROLÍUSKIL-
VINDUM MARGFALT MEIRIEN
110 C\l A DTAI íl — sagðiíbréfitil
v V I VLIU Siglmgamálastofnunarmnarfyrirhálfuári
Ellefu skip brenndu svart-
olíu fyrir tilstilli Svartolíu-
nefndar, að því er segir í svar-
bréfi nefndarinnar við fyrir-
spurnum Siglingamálastofn-
unarinnar. Eru þetta 10
japanskir skuttogarar og skut-
togarinn Naifi, en í hann var þó
komið kerfi fyrir tilurð Svart-
olíunefndar. Skip þessi eru eitt
í Reykjavík, eitt á Vestfjörðum,
þrjú á Norðurlandi, fimm á
Austfjörðum og eitt í Vest-
mannaeyjum.
Þetta svarbréf nefndarinnar
er ritað 14. janúar 1976. I því
segir ennfremur að heildar-
svartolíunotkun miðað við árs-
neyzlu séætluð 12800 tonn. Sori
úr olíuskilvindum Narfa er ca
2,5 kg á sólarhring, en olíu-
notkun hans er um 2600 — 2700
kíló á sólarhring. Nefndin telur
að olíusoranum sé sennilega
alltaf dælt 1 hafið.
I athugasemdum við þessi
svör nefndarinnar er Siglinga-
málastofnun bent á að fleiri
skip en þessi noti svartolíu,
eins og t.d. skip Eimskipa-
félagsins og Sambandsins, en
nefndin hefur engin afskipti
haft af þeim skipum.
Nefndin hefur upplýsingar
sínar um olíusora í Narfa frá
Helga Guðmundssyni yfirvél-
stjóra á Narfa og hefur hann
vegið sorann nokkuð oft. Upp-
lýsir hann nefndina ennfremur
um að sori sé talsvert meiri
þegar olía er tekin erlendis.
Síðan segir: „Svartolíunefnd
Nll FAST LIKA SNYRTI-
VÖRUR í BAZAR
er ljóst að fullkomin óhæfa er
að úrgangi, eins og hér er um
að ræða sé dælt í sjóinn. Hins
vegar telur hún ekki, að það sé
innan hennar verkahrings að
hafa afskipti af slíku, enda er
þetta fyrirbæri ekki tengt
svartoíiu sérstakl. Urgangur
úr smurolíuskilvindum er t.d.
margfalt meiri en úr svartolíu.
Um ýmiss konar annan oliuúr-
gang er að ræða.
I þessu sambandi er rétt að
benda á, að ef og þegar'vél-
Istjórar reyna að losna við olíu-
úrgang í landi, þá reynist það
miklum vandkvæðum bundið.
Enginn aðili tekur við slíku og
enginn virðist vita hvar megi
losa sig við hann. Þessu atriði
þyrfti að bæta úr, svo að vél-
stjórar þurfi ekki að vera í vafa
um hvar og hvernig hægt sé að
losna við úrgangsolíu í landi.
Benda má á að sennilega er
hægt að nýta þennan úrgang til
kyndingar í verksmiðjum.
Svartolíunefnd hefur áhuga
á að stuðla að bættum háttum
um þessi atriði og þætti fengur
að fá frá yður upplýsingar um,
hvernig ætlast er til að úrgangi
sé komiö fyrir kattarnef.
Nefndin myndi þá beita áhrif-
um sínum að því að úr óhæf-
unni verði bætt, að svo miklu
leyti, sem í hennar valdi
stendur" segir í bréfi nefndar-
innar til Siglingamálastofn-
unarinnar fyrir hálfu ári.
— ASt.
Sfarfsmennirnir
greiða hráef nið
— og geta fengið málsverðinn á „góðu verði'
,.Um það eru ákvæði í kjara-
samningum starfsmanna ríkisins,
sem fyrst komu til framkvæmda
árið 1973 að ríkið skuli sjá starfs-
mönnum sínum á föstum
vinnustöðum fyrir mat og kaffi
gegn greiðslu matarefnis-
kostnaðar," sagði Höskuldur
Jónsson ráðuneytisstjóri í samtali
við DB.
„Borið hefur á þvi að gætt hafi
talsverðar óánægju á smærri
vinnustöðum. þar sem ekki er
luegl uð koma þvi við að r.eka
mötuneyti: f.vrir starfsfOlkið. "
sagði Höskuldur.
— Hvað kostar málsverðurinn í
mötuneytunum sem rekin eru á
vegum ríkisins?
„Mér er ekki kunnugt um það
nema hér í Arnarhvoli. Hægt er
að kaupa matarkort með tuttugu
miðum og kosta þau 4300 kr, og
hafa gert það lengi. Ef keypt ér
einstök máltíð kostar fiskmáltíð
kr. 300 og kjötmáltíð kr. 500 og er
það lalið nærri kostnaðarverði."
— A.Bj.
Hvað kostar oð — lágmarkið
m ###% erlOþúsund
vera ofsa „sœt ? kfýnu.r__________________________________
Þegar blm. DB var að skoða
,,nýju“ snyrtivörúrnar hjá
Fanney í Bazar hafði Fanney
sjálf orð á því hve dýrar þær
væru. Okkur fannst fróðlegt að
fá vitneskju um hvað það
kostaði fyrir tvítúga stúlku sem
ætti hreinlega engar sijyrti-
vörur að fá sér nauðsynlegustu
,,línuna“ í merkinu Harriet
Hubbard Ayer. Utkoman var
þessi:
Hreinsunarkrem........790.-
Andlitsvatn...........595,-
Næturkrem ...........1295.-
Dagkrem ..............1295,-
Vítamínbættur
andlitsfarði (make).....1390,-
Naglalakk ................490,-
Varalitur ............... 890,-
Augnskuggi...............780.-
Mascari..................995.-
Mascara hreinsari........995,-
Samtals 9.515.-
Þetta er sem sé það, sem er
,,nauðsynlegt“ fyrir tvítuga
stúlku ef hún ætlar að vera
reglulega flott máluð. Það er
nefnilega ekki nóg að kaupa
bara ntálninguna. Það verður
einnig að kaupa efnin til að
hreinsa hana í burtu. Fanney
hafði sérstakt orð á því hve
henni fyndist algengt að ungar
stúlkur væru ekki nægilega
passasamar með að hreinsa
málninguna nægilega vel í
burtu.
En ef viðskiptavinurinn er
„eldri' dama, getur hún búizt
við að reikningurinn verði
hærri en getur um hér að'ofan,
þá koma til alls kyns krem sem
nauðsynleg eru til að fjarlægja
hrukkur, — svokölluð kráku-
fótarkrem!
A.Bj.
Rauða fjöðrin bœtir
tannlœkningarað-
stöðu vangefinna
Flestir muna eflaust eftir
landssöfnuninni „Rauða
fjöðrin", sem fram fór í apríl sl.
á vegum Lionshreyfingarinnar
á íslandi og í tilefni aldarfjórð-
ungsafmælis hennar, sem er á
þessu ári.
Söfnunarfé nam samtals
rúmum sextán milljónum
króna og var því varið til
styrktar vangefnum. Á 21.
umdæmisþingi hreyfingar-
innar var formanni Styrktar-
félags vangefinna, Magnúsi
Kristinssyni, afhent gjafabréf
fyrir upphæðinni og hljóðaði
bréfið þannig:
„Lionshreyfingin á Islandi
hefur ákveðið að gefa Styrktar-
félagi vangefinna, tannlækn-
ingatæki til að sinna þörfum
vangefinna fyrir tannlækn-
ingar. Skal tækjum þessum
komið fyrir í Reykjavík, á
Akureyri, Egilsstöðum og að
Skálatúni. Tæki þessi hafa
verið pöntuð og verða afhent til
eignar og rekstrar, er þau koma
til landsins.“
Þar með hafa landsbúar allir
sýnt hvers þeir eru megnugir
er þeir taka höndum saman til
að styrkja lítilmagnann.
Lionshreyfingin vill þakka
fyrir veitta aðstoð þeirra sem
keyptu rauðu fjöðrina.
A myndinni sést Jósef H. Þor-
geirsson fjölumdæmisstjóri af-
henda Magnúsi Kristinssyni
gjafabréfið. A m.vndinni eru
einnig, talið frá vinstri, Þórður
Gunnarsson fv. umdæmisstjóri
og Þorvaldur Þorsteinsson fv.
umdæmisstjóri.
Fanny fór til Parísar til þess að kynnast nýju snyrtivörunum af
eigin raúh og mælir eindregið með þeim. DB-mynd Bjarnleifur.
Um gjörvallan heim eru
þúsundir karla og kvenna, sem
vinna upp mismunandi fegr-
unarlyf fyrir konur. Þetta
hefur tiðkast frá upphafi vega.
Til eru sagnir um fornar konur
eins og Kleópötru og hennar
stallsystur, sem kunnu góð skil
á slíkum lyfjum.
Hingað til lands er flutt
ógrynni af erlendum snyrti-
vörum. Einmitt þessa dagana er
að bætast „nýtt“ merki í hóp
þeirra sem fyrir eru. Það er
merkið Harriet Hubbard Ayer,
sem er fransk/bandarískt og
hefur verið á heimsmarkaðin-
um í 100 ár.
Það eru þau hjónin Fanny
Halldórsdóttir og Valdimar
Jóhannsson fyrrum frétta-
stjóri, sem eiga tízkuverzlan-
irnar Fanny og Bazar, er flytja
inn þessar snyrtivörur. Verða
þær á boðstólnum í Bazar og
tveim öðrum snyrtivöruverzl-
unum.
Harriet Hubbard Ayer er þó
ekki með öllu óþekkt hér á
landi, því að snyrtistofa
Jóhönnu Valdimarsdóttur, sem
áður var í Vestmannaeyjum og
er nú á Akureyri, hefur notað
þetta merki á snyrtistofu sinni.
Övenjumikið úrval er af
litum og tegundum í þessu
merki, t.d. eru tuttugu litir af
varalit og naglalakki og átta
litir í augnskuggunum.
Tízkuverzlunin Fanny var
stofnuð árið 1971 og Bazar
vorið 1973. 1 verzlununum
vinna alls átta manns, tvær af-
greiðslustúlkur í hvorri verzl-
un, tvær saumakonur og þau
hjónin.
— A.Bj.