Dagblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚLt 1976.
'
8
/■
Tuttugu dragnótabátor stunda
nú veiðar allt að Reykjanesi
Ákvörðun tekin í samráði við f iskif rœðinga vekur úlfúð á Suðurnesjum
,,Það er alvarlegt mál fyrir
alla færabáta að fá flota drag-
nótabáta inn á sín veiðisvæði,“
sagði Júlíus Árnason skipstjóri
í Keflavík i viðtali við blaðið.
Taldi Júlíus að Ölafsvíkurbátar
og fleiri væru í órétti við drag-
nótaveiðar við Hafnarleir og á
Sandvík við Reykjanes. Dag-
blaðið leitað' því upplýsinga
hjá ráðuneytinu.
„Dragnótasvæðin hafa verið
stækkuð frá þvf sem var I fyrra.
Á það bæði *dð um dragnóta-
svæði vestur af landinu og eins
svæði fyrir norðan og austan,“
sagði Þórður Ásgeirsson skrif-
stofustjóri sjávarútvegsráðu-
neytisins.
Er leyfi voru siðast veitt í
fyrra, var svæðið frá Horni að
Gálavíkurvita á Snæfellsnesi.
Nú er hins vegar heimilt að
stunda dragnótaveiðar sam-
kvæmt sérstöku leyfi ráðu-
neytisins í hverju tilfelli frá
Horni að Reykjanesaukavita,
sagði Þórður. Faxaflói er hins
vegar lokaður af linu sem hugs-
ast dregin frá Garðskagavita í
Malarrif. Breiðafjörður er
sömuleiðis lokaður innan línu,
sem hugsast dregin úr Selskeri
í Eyrarfjall.
Vestfirðirnir eru nú sem fyrr
lokaðir fyrir dragnótaveiðum.
Þórður taldi að báðir þeir
staðir, sem skipstjórinn frá
Keflavík nefndi, væru utan
þeirrar línu, sem heimilt væri
að fara að með dragnót.
Þórður sagði að nú hefðu 20
bátar fengið leýfi til dragnóta-
veiða á svæðinu vestur af land-
inu. Það voru allt bátar frá
Breiðafirði og af Barðaströnd.
Enginn Keflavíkurbátur væri
meðal þeirra, sem leyfi hafa til
dragnótaveiða.
Þórður sagði að svæðið
vestur af landinu hefði verið
stækkað ásamt svæðum til
dragnótaveiða fyrir norðan og
austan.
„Jafnframt," sagði hann,
„var ákveðið að stækka möskva
dragnótanna í 170 millimetra.
Með þeirri stækkun var talið
útilokað að annar fiskur en flat-
fiskur og allra stærsti þorskur
kæmi upp í dragnótina. Allur
annar fiskur fer í gegnum slíka
möskva. Til samanburðar má
geta þess að möskvi botnvarpa
er 135 millimetrar."
Þórður sagði að ákvörðun um
stækkun dragnótasvæðanna
hefði verið tekin í samráði við
Hafrannsóknastofnunina og
Fiskifélagið. —ASt.
15ára stúlka
brenndist
illaaf
maurasýru
Var flutt íflugvél suður
og er úr Irfshœttu
Það óhapp varð að bænum
Saurbæ skammt frá Blönduósi á
mánudaginn, að 15 ára stúlka úr
Kópavogi, Halla Sigurgeirsdóttir,
brenndist illa af maurasýru sem
yfir hana slettist. Stúlkan var
fyrst flutt í sjúkrahúsið að
Blönduósi en þaðan var hún flutt
í sjúkraflugvél til Reykjavíkur og
lögð inn á gjörgæzludeild Land-
spítalans.
Jón Sigurðsson læknir gaf Dag-
blaðinu þær upplýsingar í gær um
líðan stúlkunnar, að hún væri úr
allri lífshættu og væri nú á góðum
batavegi.
Slysið bar til með þeim hætti að
brúsi með maurasýru féll I
grennd við stað er stúlkan sat á.
Maurasýra er notuð við verkun
súrheys. Slettist úr brúsanum
aðallega yfir fætur hennar og
læri. Stúlkan fór úr buxum er
hún var í í snatri og náðist fljótt í
vatn. Maurasýrubruni er hins
vegar varhugaverður og var því
full ástæða til að flytja hana í
flugvél suður. í gjörgæzludeild-
inni hefur hún hlotið brunaað-
hlynningu og er sem fyrr segir á
góðum batavegi.
— ASt
Olympíumótið íHaifa:
Skáksambandið
sendir
afboð
Stjórn Skáksambands íslands
hefur samþykkt að skákmenn frá
tslandi taki ekki þátt í keppni á
Olympíuskákmótinu í Haifa í
tsrael.
Þetta mun verða tilkynnt FIDE
og Skáksambandi Israels, auk
þess sem stjórn SSÍ harmar þau
pólitísku átök, sem orðið hafa í
sambandi við mótið.
Meðal annarra hafa Rússar til-
kynnt, að þeir muni ekki taka þátt
í mótinu. Búizt er við, að fleiri
Austur-Evrópulönd fylgi fordæmi
þeirra.
Stjórn Skáksambands tslands
telur aðalástæðuna fyrir því að
senda afboð þá, að megintilgang-
ur sambandsins, sé að efla starf-
semina innanlands og vill því
ekki leggja í kostnaðarsamt ferða-
lag, með krappan fjárhag sam-
bandsins í huga.
íslenzktflug
til Þuslaraþorps:
ÞRJAR ORVAR,
BEINT í HJARTASTAÐ
Það er óhætt að fullyrða að
Flugleiðir beina örvum sínum
beint að hjarta Evrópu. Félagið
hefur nú hafið vikulegar
áætlunarferðir til Dilsseldorf I
Mið-Þýzkalandi. Þar með eru
örvarnar í áðurnefnt hjarta
orðnar þrjár, því félagið heldur
einnig uppi áætlunarferðum til
Frankfurt I Þýzkalandi og til
Lúxemburgar.
Yfirvöld i Þýzkalandi hafa
sýnt félaginu góða fyrirgreiðslu
á undanförnum árum og nú
síðast með veitingu þessa flug-
leyfis. Flugleiðir hafa
lendingarréttindi í Hamborg og
Frankfurt, en I raun réttri voru
réttindin upphaflega miðuð við
Hamborg og Díisseldorf. Leyfi
til lendinga I Diisseldorf voru
aldrei notuð, en óskað eftir að
fá Frankfurtarleyfi I stað þess,
enda er áframhaldsflug þaðan I
allar áttir eins og bezt verður á
kostið.
Á laugardaginn .var lenti
Gullfaxi, Boeing 727 þota
félagsins á flugvellinum í „gull-
borginni" Diisseldorf,
Þuslaraþorpi, eins og Laxness
hefur kallað borgina, þar sem
peningajöfrar sambandslýð-
veldisins hafa haslað sér völl
undanfarin ár í æ ríkara mæli.
Á flugvellinum voru mættir
fulltrúar samgöngumála í V-
Þýzkalandi ásamt flugvallar-
stjóra flugvallarins og aðstoðar-
flugvallarstjóra. Halldór E.
Sigurðsson samgönguráðherra
hafði brugðið sér yfir til
Dtisseldorf frá London, þar
sem hann var staddur, og tók
þátt I stuttu hófi í flugstöðvar-
byggingunni, þar sem þessum
áfanga var fagnað.
Halldór E. Sigurðsson
ávarpaði viðstadda nokkrum
orðum og lét i ljósi óskir um
enn meiri og víðtækari við-
skipti milli landanna, — benti
m.a. á að tslendingar hefðu
ærið nóg að hinu bezta lamba-
kjöti til að selja Þjóðverjum. Af
hálfu Þjóðverjanna ávarpaði
Heinz Trauturin flugvaiíar-
stjóri samkomuna og þakkaoi
ráðherra sérstaklega fyrir að
leggja ferðalag á sig milli landa
til að taka þátt í opnuninni.
Fyrst í stað mun aðeins ein
ferð verða farin I hverri viku og
aðeins fram á haustið. Að sögn
Sveins Sæmundssonar blaða-
fulltrúa, er þegar vel bókað í
þær fáu ferðir sem verða milli
þessara borga í sumar, bæði af
Þjóðverjum, sem eru á leið til
tslands, og eins Islendingum
sem ætla sér að kanna hin
fögru Rínarlönd. eða sækja
kaupstefnurnar miklu I
Diisseldorf og I Köln. Flug til
Frankfurt mun halda áfram
eins og verið hefur, einu sinni 1
viku. —JUP
Það var létt yfir mönnum á flugvallarhlaðinu. Hér heilsar Brynjólfur Ingólfsson upp á Jón
Sæmund Sigurjónsson hagfræðing, en hann starfar 1 Bonn.
Gullfaxi í fyrsta sinn á Dusseldorfflugvelli, — boðsgestir tygja sig til heimferðar. Þeirra á meðal er
ráðherra samgöngumála og ambassador ísiands í v-Þýzkalandi, Níels P. Sigurðsson, Gunna
Sigurðsson flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli og Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri, sem
allir vöru viðstaddir opnun nýju flugleiðarinnar (DB-myndir JBP)
— HP.