Dagblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JULÍ 1976. Dagskróin á 01. í dag Dagskrá leikanna í dag — fimmti keppnisdagur. Allir tímar sem gefnir eru upp eru GMT — Greenwich Mean Time. Það er sami tími og hér heima. 13.00 Körfuknattleikur: Meðal annars verður ieikur Júgó- slava, og ítala, sem sker úr um hvor þjóðin keppir um bronsið, leikur þeirra fer fram í kvöld. 13.30 Sund: Keppt verður í 100 metra baksundi kvenna, undan- rásum. Einnig í undanrásunum í 400 metra skriðsundi karla. 200 metra skriðsundi kvenna, undanrásum og 4x400 metra boðsundi karla, undanrásir Síðar í kvöld: 100 metra bak- sund kvenna, undanúrslit. 400 metra skriðsundi karla, úrslit. 100 metra flugsundi kvenna, úrslit og 200 metra skriðsund kvenna, úrslit. Að lokum verður úrslitasund 4x400 metra boðsund karla. 13.30 Sundknattleikur, þrír leik- ir. 14.00 Róðrarkeppnin. ' ■ s Annarstór- | sigur Frakka Frakkar tryggðu sér rétt í 8-liða úrsiit á Olympíuleikunum í Montreal í knattspyrnu. í gær- kvöld sigruðu Frakkar örugglega lið Guatemala 4-1. Þetta var annar stórsigur Frakka — áður höfðu þeir sígrað Mexíkó 4-1. Hvaða lið fylgir Frökkum úr b-riðli er óljóst. Öli iiðin eygja þar möguleika. Mexikó og ísrael gerðu jafntefli í gærkvöld 2-2. tsrael hefur því hlotið tvö stig en á eftir að leika við Frakka. Guatemala og Mexíkó hafa hlotið eitt stig hvor þjóð — og leika síðasta ieikinn saman. Því getur allt gerst í b-riðli. i d-riðii sigraði N-Kórea gest- gjafa Kanada 3-1 eftir að Kórea hafði haft yfir 1-0 í hálfleik. Kanadamenn jöfnuðu í byrjun síðari hálfleiks en leikni og snerpu Kóreumanna, sem komu svo á óvart í HM á Englandi ’66, réðu Kanadamenn ekki við. N- Kóreumenn skoruðu tvö síðustu mörk lciksins og tryggðu sér rétt í 8-liða úrslit ásamt Sovétmönnum. ☆ STAÐANí 2. DEILD Úrslit ieikja í 2. deild: Haukar — Þór 1—2 KA — Völsungur 1—4 Reynir — Selfoss 1—2 Staðan i 2. deild: ÍBV 10 8 2 0 32-9 18 Þór 11 6 4 1 22-11 16 Ármann 10 4 3 3 18-13 11 Völsungur 11 4 3 4 16-15 11 KA 11 4 3 4 21-22 11 ísafjörður 10 3 3 4 13-14 9 Haukar 10 3 2 5 18-20 8 Seifoss 11 2 2 7 18-32 6 Reynir 10 2 0 8 11-34 4 Rúmenska i hlaut gullv — Nadia Comaneci varð olympískur meí| Hlaut tvívegis 10 í œfingu og gœti unn NelliKim hlauteinr sæl meðal áhorfenda,“ sagði Sveinn ennfremur, þegar Dag- blaðið ræddi við hann i morgun. í gær var ný drottning krýnd af áhorfendum Olympíuleikanna — Nadía hin 14 ára frá Rúmeníu. Hún lagði hina 18 þúsund áhorf- endur í Forum-iþróttahöllinni í Montreal að fótum Sér. Hún er drottningin — hefur setzt í hásæti Tourishevu og Olgu Korbut. Drottning fimleikanna — drottn- ing 21. Olympíuleikanna. Tvi- vegis hlaut hún hæstu fáanlega einkunn í gær, þegar hún varð olympískur meistari i fjölþraut. Tvívegis 10 fyrir æfingar á tvislá og jafnvægisslá 9.85 fyrir stökk á hesti. í þeirri grein hlaut Nelli Kim, Sovétríkjunum, tíu og í gólf- æfingum hlaut Nadia 9.90 stig. I fjölþrautinni í gær hafði Kim forustuna í eftir tvær fyrstu greinarnar, stökkið og tvíslána, með 19.90, en Nadía var með 19.85. A jafnvægisslánni fékk Nadia 10 — en Kim ekki nema 9.70 og eftir það var sigur rúmensku stúlkunnar í höfn. Áhorfendur beinlínis réðu sér ekki af gleði. Ludmila og Olga féllu í skuggann — og á jafn- vægisslánni fékk Olga ekki nema 9.50, en það var hennar sterkasta grein áður. Ludmila var ákaflega jöfn eins og áður, einkunnir 9.95 USA KAF Nú stefnir allt í úrsiit Banda- rikjanna og Sovétríkjanna í körfuknattleiknum á Olympíu- leikunum í Montreal. Bæði liðin unnu mikilvæga sigra i gærkvöld — Bandaríkin sigruðu Júgóslavíu 112-93, Sovétmenn sigruðu Kanada 108-85. Bæði Júgósiavía og Kanada voru ósigruð fyrir leikina í gærkvöld. Bandaríkjamenn þurftu sannarlega að hafa fyrir sigri sinum gegn Júgóslövum, sem voru mun betri i fyrri hálfleik. Áttu Bandaríkjamenn í vök að verjast gegn hávöxnum — en þrefaldur USA-sigur í f lugsundinu Matt VogeL Bandaríkjunum, nauðrakaður eins og féiagi hans Mike Bruner, sem sigraði í 200 m flugsundinu á sunnudag, gerði sér lítið fyrir og stórbætti árangur sinn í úrslitum 100 m flugsundsins í Montreai í gær. Það nægði til sigurs — en elzta heimsmetið á metskránni, — metið, sem Mark Spitz setti á Olympíuleikunum í Munchen, stóðst átökin. Vogel synti á 54.35 sek. — en heimsmet og um leið olympíumet Spitz er 54.27 sek. Bandarísku sundmennirnir gerðu sér lítið fyrir og urðu í þremur fyrstu sætunum í 100 m flugsundinu í gær. Austur- Þjóðverjinn Roger Pyttel, sem átti bezta heimstímann fyrir ieik- ana, þoldi ekki taugaspennuna frekar en á sunnudag í úrslitum 200 m flugsundsins. Þá sá hann á eftir þremur Bandaríkjamönnum í mark og það sama skeði í gær. Meira að segja munaði sáralitlu að félagi hans, baksundsmeistar- inn mikli, Roland Matlhes, yrði á undan Pyttel. Aðeins tveimur hundruðustu úr sek. munaði á þeim í markinu — Matthes náði sínum bezta árangri á vegalengd- inni. Nýj olympíumeistarinn Vogel er 19 ára. Annar var Joe Bottom, 21 árs. og 3ji kappinn frægi, Gary Hall „gamli maðurinn" í banda- ríska liðinu, 24ra ára, en hann hlaut silfurverðlaun í fjórsundi á leikunum í Mexíkó 1968 (400 m) og Munchen 1972 (200 m). Eftir þessa grein hafa banda- rísku sundmennirnir sigrað í þeim sjö greinum karla, sem keppt hefur verið í — og stefna í að sigra í öllum 13. Urslit í 100 m flugsundinu urðu þessi. 1. Matt Vogel, USA, 54.35 2. J. Bottom, USA, 54.50 3. Gary Hall, USA, 54.65 4. R. Pyttel, A-Þýzkal. 55.09 5'R. Matthes, A-Þýzkal. 55.11 6. C. Evans, Kanada, 55.81 7. H. Hara, Japan, 56.34 8. N. Rogers, Ástralíu, 56.57 Bandarísku kapparnir bættu aliir tíma sína stórlega í úrslita- sundinu. ’ Finninn Heikki Hulkkonen, sem keppir í nútíma fimmtar- þraut á Olympíuleikunum fékk heldur betur flugferð, þegar hestur hann fell við eina hindrun- ina. Hún reyndist hestinum erfið — en annars voru uppi raddir um: það, að hindranirnar hefðu verið Mike Bruner, Bandaríkjunum, sem rakað hefur hvert einasta hár af iíkama sínum, varð sigurvegari i 200 m fiugsundinu í Montreal. A myndinni að ofan er hann nauðasköllóttur efstur á verðlauna- pallinum, en Steve Gregg til hægri og Robert Forrester urðu í öðru og þriðja sæti. í gær varð Bruner aftur olympískur meistari í 200 m skriðsundi — en það merkilega var, að enginn þessara kappa komst i bandaríska liðið í 100 m flugsundi. Þar áttu Bandaríkin einnig þrjá fyrstu menn í gær. „Það er stórkostlegt að fá tæki- færi til að sjá slíka keppni — það er ekki hægt að lýsa henni með orðum. Þessi litla, rúmenska stúlka, Nadia Comaneci, er frá- bær og reyndar hinar ailar líka,“ sagði Sveinn Björnsson, aðal- fararstjóri ísienzka olympiuhóps- ins, eftir að hafa horft á fimleika- keppnina í Montreal í gærkvöid. „En mér fannst dómararnir ósanngjarnir gagnvart Olgu Korbut. Hún átti að fá hærri stigatölu og er enn ákafiega vin- Bandaríska sveitin tvíbœtti heimsmetið — í4x200 m skriðsundi d Olympíuleikunum í gœr Bandaríska sveitin í 4x200 m boðsundi hafði gífurlega yfir- burði í úrslitasundinu í gærkvöld og setti glæsilegt heimsmet, 7:23.22 min. Bætti heimsmetstím- ann, sem sveitin setti fyrr um daginn í undanrásum, um 7.10 sek. — en í úrsiitasundinu um kvöldið komu tveir frægir kappar í sveitina, John Naper og Jim Montgomery, sem urðu í öðru og þriðja sæti i úrslitum 200 m skriðsundsins á eftir Bruce Furniss, í stað þeirra Tim Shaw og Doug Northway, sem synt höfðu í undanrásunum ásamt Furniss og Mike Bruner. Þá synti sveitin á 7:30.33 min. og náði langbezta tímanum. Þar með hlutu þeir Bruner, Furniss og Naper önnur gullverð- laun sín á leikunum — og hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Banda- ríska sveitin náði strax forustu, Bruner synti fyrsta sprett, og jók síðan forskotið nema hvað Naper náði ekki sínu bezta. Sovézka sveitin varð í öðru sæti og setti nýtt Evrópumet. Synti einnig langt undir gamla heims- metinu. I sveitinni syntu Raska- tov, Bogdanov.Kopliakov og Kry- lov. Brezka sveitin náði 3ja sæti eftir harða keppni við þá vestur- þýzku. Eftir keppnina var vestur- þýzka sveitin dæmd úr leik — en eftir nánari endurskoðun var þeim dómi hnekkt og sveitin hélt fjórða sætinu. Urslit í sundinu urðu þessi: 1. Bandaríkin 7:23.22 2. Sovétríkin 7:27.97 3. Bretland 7:32.11 4. Vestur-Þýzkaland 7:32.27 5. Austur-Þýzkaland 7:38.92 6. Holland 7:42.56 7. Svíþjóð 7:42.84 8. Ítalía 7:43.39 í sænsku sveitinni syntu Par Arvidson, Peter Pettersson, Anders Bellbring og Bengt Ging- sjö. Olympíumet Spvtzhélt!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.