Dagblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JULl 1976. Sex ungir auðmenn frömdu barnaránið Erlendar fréttir n Til þess að gera eitthvað spennandi" Samkvæmt upplýsingum skóla- barnanna og bílstjóra skóla- bílsins gæti ránið hafa farið fram eitthvað í þessa áttina. Lögreglan í San Ffansico hefur umkringt landareignir tveggja auðugra fjölskyldna í úthverfi borgarinnar. eftir að grunur hefur fallið á a.m.k. sex unga menn úr fjölskyldun- um um að hafa rænt börnunum 26 úr þorpinu Chowchilla um síðustu helgi. Wood-fjölskyldan, sem á aðra landareignina, er umkringd hefur verið, á einnig námuna, þar sem börnin voru höfð í haldi. Engar handtökur hafa farið fram, þar eð lögreglu- mennirnir hafa enn ekki fengið handtökuskipun, en þeir fengu heimild til húsrannsóknar og leituðu 1 meira en 15 húsum, sem eru á landareigninni. Hafa þeir tekið með sér ýmis sönnunargögn, m.a. dráttarvél, sem talin er hafa verið notuð við að draga skóiabílinn niður f gil það, þar sem hann fannst. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í morgun að ísl. tíma í San Fransico, sagði lögreglustjórninn, að sennilega yrðu mennirnir handteknir á morgun, og að eini augljósi til- gangurinn með ráninu hefði verið „svolítið gaman". 2. Sértilboð Akrasmjörlíki 129,- stk. 3. Sértilboð Ora baunir 1/1 dós 178.- 4. Sértilboð Ritz kex 122.- pr. pk. i 'REUTER D KYRRTIS-AFRIKU - IBILI Greinileg breyting á hugarfari dómsmálaráðherra S-Afríku, James Kruger, virðist ætla að binda enda á óeirðir i landinu a.m.k. í bili. Á fundi með leiðtog- um blökkumanna í gær lofaði hann að skólar skyldu opnaðir að nýju, en hann hafði fyrirskipað að þeim skyldi haldið lokuðum, þar eð hann ætlaði að óeirðir kynnu að brjótast út að nýju er nýtt skólaár hefst. Hefur þessi ákvörðun hans hins vegar haft þveröfug áhrif. Oeirðirnar hafa brotizt út vegna þess að hann lét loka skólunum. Hefur því kyrrð færzt yfir, en eftir óeirðirnar í gær og í fyrra- dag liggja tveir menn l valnum og yfir 20 eru særðir. IdiAmin: ERBÚINNAÐ GRENNSLAST FYRIRUM BLOCHÚTUM ALLT Idi Amin Ugandaforseti sagði 1 útvarpsræðu I gær í Kampala að frú Dóra Bloch, 73 ára gömul kona sem saknað hefur verið frá því að atburðirnir gerðust á Entebbe-flugvelli, hefði verið meðal þeirra 47 farþega, sem veitt var frelsi ogflogiðmeð til Parísar. Er þetta alveg ný skýring á högum gömlu konunnar, sem talin er hafa horfið sporlaust af sjúkrahúsi í Kampala, þar sem hún var til meðferðar vegna sjúk- leika í hálsi. „Ég er mjög forvitinn að vita, hvar frú Bloch er,“ sagði Amin við sendiherra Frakka í Kampala. „Ég er búinn að spyrja eftir henni út um allt.“ H Þessi stúlka gæti verið af kúbönskum uppruna, en við teljum okkur vita með vissu, að jólasveinar séu fáir á Kúbu. JOLAHALDIER LOKIÐ Á KÚBU 5. Sértilboð Libby's tómatsósa 143.-fl. íbúar á Kúbu héldu jólin hátíðleg fyrir skömmu og öll börn fengu þá „eitthvað fallegt", eins og stendur í kvæðinu. Stjórn Fidels Castró flutti sem kunnugt er jólin fram á mitt sumar, þar eð annars færiof mikill tími í jólahald, þegar mest er að gera við sykurreyruppskeruna. I stað jólanna kemur „Dagur barnanna" og hann ber upp á mitt sumarfrí skólabarna. Ríkisstjórnin gaf börnunum „jólagjöf" — nýjar sumarbúðir í Tagagua, um 380 km austur af Havanna. Castró vígði búðirnar sjálfur. Skömmtun á leikföngum vegna „jólanna“ hófst fyrir hálfum mánuði og lauk í fyrri viku. Hvert barn undir 13 ára aldri á rétt á því að fá í mesta lagi þrjú leikföng. Eins og flestar munaðarvörur á Kúbu eru leikföng tiltölulega dýr en þar er engin verðbólga, svo verðið hefur staðið í stað frá þvi í fyrra. KJÖT & FISKUR SELJABRAUT 54 SÍMI 74200-74201 H F 2 PRESTAR SUNDUR- SKOTNIR JI/IEÐ HENDUR BUNDNAR Á BAK AFTUR Lík tveggja franskra presta hafa fundizt um 100 kílómetra frá bænurn La Rioja í norðvestur- hluta Argentínu. Líkin voru sundurskorin og báðir höfðu prestarnir hendurnar bundnar fyrir aftan bak. Franska sendiráðið í Buenos Aires sagði i gær, að því miður væri lítið vitað um þessa presta nema að þeir hafi heitið Jose Rogelio og Carlos de Dios Muriat. Talið er að þeir hafi starfað meðal fátækra smábænda í héraðinu, þar sem þeir fundust myrtir. Yfirvöld í Argentínu telja að aftökusveit hægrimanna í Argentínu hafi staðið að þessum morðum, en engar óyggjandi sannanir eru fyrir því.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.