Dagblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 14
14
DACBI.AÐH). FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1976.
d
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
þróttir
I
Tvœr austur-
þýzkarurðu í
fyrstu sœtum
Tvær austur þýzkar stúlkur
urðu fyrstar í úrslitum 100 m
baksundsins í gær. Ulrika
Richter, sem setti nýtt
olympískt met í undanúrslit-
um, sigraði á 1:01,83 mín. og
bætti þvi enn oiympíumetið.
Hins vegar var tími hennar
aðeins lakari, en þegar hún
setti heimsmet á austur-þýzka
meistaramótinu í Berlín fyrir
mánuði. Þá synti hún á 1:01.51
mín., þegar austur-þýzku
stúlkurnar bókstaflega endur-
rituðu heimsmetaskrána.
Ulrika er 17 ára og hafði
forustu allt sundið — varð
næstum tveimur sek. á undan
Birgit Treiber í mark, sem er
16 ára. Kanadíska stúlkan
Nancy Garapick, sem er aðeins
14 ára, hlaut bronsverðlaunin
— en þekktasla baksundskona
Austur-Þýzkaiands hér áður
fyrr, Antje Stille, varð aðeins
sjöunda. Hollenzka stúlkan
Enith Brigitha, sem hlaut
bronsverðlaun i 100 m skrið-
sundi, hafði unnið sér rétt í
úrslitasundið, en var óánægð
með árangur sinn og hætti við
þátttöku. Diane Edelijn, Hol-
landi, tók sæti hennar, og varð
í siðasta sætinu.
Urslit i sundinu urðu þessi:
1. U. Bichter,
A-Þýzkaland, 1:01.83
2. B. Treiber,
A-Þýzkaiand, 1:03.41
3. N. Garapick, Kanada, 1:03.71
4. W. Hogg, Kanada, 1:03.93
5. C. Gibson, Kanada. 1:05.16
6. N.Stavko. Sovét, 1:05.19
7. A. Stiile,
A-Þýzkaland, 1:05.30
8. S. Edelijn, Holiand, 1:05.53
Flugkapteinn-
inn bandaríski
hefur forustu
Heimsmeistarinn í
dýfingum á f jaðrabretti,
Bandaríkjamaðurinn Phil
Boggs, sem er kapteinn í
bandaríska fiughernum, náði
öruggri forustu í dýfinga-
keppni í gær. Boggs, sem er 26
ára og varð heimsmeistari
bæði 1973 og 1975, hlaut þá
621.51 stig — næstum fjörutiu
stigum á undan landa sínum
Robert Cragg — en olympíu-
meistarinn frá Munchen 1972,
ítalinn Klaus Dibiasi, er í
fimmta sæti. Hann var annar
fyrir lokaæfinguna í gær, en
mistókst þá herfilega og féll
niður í f jórða sætið.
Atta beztu dýfingamennirn-
ir í gær komust í úrslita-
keppnina, sem háð verður í
dag — og staðan fyrir hana er
þannig:
1. P. Boggs, USA, 621.51
2. R. Cragg, USA, 582.99
3. F. Hoffmann, A-Þýzk. 573.00
4. K. Dibiasi, Ítaliu, 572.82
5. A. Kosenkov, Sovét, 557.52
6. C. Giron, Mexikó, 547.14
7. F. Cagnotto, Ílalíu, 542.31
8. G. Louganis, l'SA, 530.85
Kappinn frægi, Mark Spitz, sem hlaut sjö gullverðlaun i sundkeppninni á Olympiuleikunum í Munchen
1972, er í Montreal sem fréttamaður bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC. Olympiumetin hans hafa
fallið eitt af öðru — nema eitt sem stóðst öll átök í gær — metið í 100 m flugsundi 54.27 sek., sem
jafnframt er eina heimsmetið, sem tilheyrir nú Spitz. Myndin að ofan er tekin af Mark Spitz við vinnu
sína í Montreal.
Tékkarenní
fyrsta sœti
Tékkar hafa enn forustu í
nútíma fimmtarþraut eftir
keppnina í fjórðu greininni í gær
— sundi. Síðasta greinin —
hlaup — er í dag. í sundkeppn-
inni í gær hafði bandaríska
sveitin yfirburði og komst upp i
fjórða sæti. Er rétt á eftir Ung-
verjalandi og Póllandi og hefur
möguleika til að komast upp fyrir
þessi lönd í dag. Hins vegar
virðist forusta Tékka örugg. í
sundinu hlaut bandaríska sveitin
3768 stig. Kanada kom næst með
3716 og síðan Póliand með 3544.
Tékkar urðu í áttunda sæti með
3400 stig.
Auslur-þýzka ein-
okunin var rofinl
— Þrjór sovézkar stúlkur fyrstar í 200 m bringusundi
og þar var sett nýtt heimsmet
Eftir þessar fjórar greinar er
staða efstu landa þannig.
1. Tékkósióvakía 12145
2. Ungverjaland 11831
3. PóIIand 11758
4. Bandaríkin 11739
5. Bretland 11608
6. Ítalía 11548
Finnar eru í 8. sæti með 11421
stig og Svíar níunda 11394.
Einokun austur-þýzku stúlkn-
anna í sundkeppninni á Olympíu-
leikunum var loks rofin í gær —
og það heldur betur, því þrjár
sovézkar stúlkur voru í öllum
verðlaunasætunum i 200 m
bringusundi. Marina Koshevaia,
sem er 16 ára, sigraði á nýjum
heimsmetstíma, 2:33.35 sek. og
kom langfyrst í mark.
Þessi úrslit — ekki þó með
fyrsta sætið — komu talsvert á
óvart og að allar þrjár austur-
þýzku stúlkurnar í úrslitunum
skyldu verða á eftir þeim sovézku.
Aðeins þrjár þjóðir áttu keppend-
ur í úrslitasundinu, Sovétríkin,
Austur-Þýzkaland og Bretland.
Sigurvegarinn, Marina Koshe-
vaia, sem hafði sett nýtt olymp-
ískt met í undanrásum, synti
glæsilega og bætti heimsmetið
mjög. Það var 2:34.99 mín. og átti
Karla Linke það. Sett á Evrópu-
meistaramótinu i Vínarborg fyrir
tveimur árum. í gær varð Linke
aðeins í fimmta sæti.
1 öðru sæti varð Marina
Iruchenia, sem einnig er 16 ára,
og hin 22ja ára Rusanova þriðja.
En þær réðu ekkert við sigurveg-
arann, sem tók forustu í sundinu
eftir rúma 100 metra. 1 fyrsta
skipti urðu austur-þýzku stúlk-
urnar án verðlauna. Carola
Nitschke, sem er 14 ára og yngsti
keppandi Austur-Þýzkalands á
leikunum, var langt frá sínu
bezta. Hún á heimsmetið í 100 m
bringusundi og átti bezta heims-
tímann í 200 m í ár þar til i gær.
Hún hafði forustu eftir fyrstu 50
metrana, en síðan tók brezka
stúlkan, hin 19 ára Margarethe
Kelly, forustuna og hélt henni við
næsta snúning, 100 m. En þá kom
nýi heimsmethafinn með sinn
mikla lokasprett. Heimsmeistar-
inn, Hannelore Anke var sjöunda
á síðasta snúning, en tókst að
vinna sig upp í fjórða sæti og
ógnaði sovézku stúlkunni i
þriðja sætinu þá.
Urslit urðu þessi:
1. M. Koshevaia, Sovét 2:33.35
2. M. Iurchenia, Sovét 2:36.08
3. L. Rusanova, Sovét 2:36.22
4. H. Anke, A-Þýzkal. 2:36.49
5. M. Linke, A-Þýzkal. 2:36.97
6. C. Nitschke, A-Þvzkal. 2:38.27
7. M. Kelly, Bretlandi 2:38.37
8. D. Rudd, Bretlandi 2:39.01
1 einstaklingskeppni i fimmtar-
þrautinni náði Tékkinn Jan
Bartu forustu eftir sundkeppn-
ina, en Pavel Lednev, Sovétríkj-
unum, sem haft hefur forustu frá
upphafi féll niður í annað sætið.
Staðan er þessi.
1. Jan Bartu, Tékk. 4304
2. P. Lednev, Sovét, 4242
3. D. Masala, ftaliu, 4232
4. J. Fitzgerald, USA, 4220
5. Peciak, Póliand, 4202
6. J. Steffensen, Danm. 4068
Hélt upp
rítugs-
afmœlið með sigri!
— Pólverjisigurvegariílyftingum
Zbigniew Kaczmarek, Póllandi,
hélt upp á þritugsafmæli sitt í
gær með því að vinna gullverð-
laun á Olympíuieikunum. Það var
í léttvigt i lyftingum — og hann
setti nýtt olympískt met. Lyfti
307.5 kílóum samtals.
Pólverjinn sýndi mikla hæfni
eftir slæma byrjun. Honum mis-
tókst í fvrstu tilraun við 130 kg í
snörun, en tókst að snara þessum
þunga í næstu tilraun. í þeirri
þriðju snaraði hann 135 kg og var
þá jafn Pyotr Korol, Sovétríkjun-
um, og Daniel Senet, Frakklandi.
1 jafnhöttun skiptust menn á
um forustuna nokkrum sinnum,
en aðalkeppnin var þó milli
Kaczmarek og Korol. En mögu-
leikar þess sovézka á gullinu fóru.
þegar honum mistókst að
jafnhatta 170 kg sem hann
byrjaði á. Pólverjinn byrjaði hins
vegar á 167.5 kg og fór létt með
það. Korol tókst að jafnhatta
þessa þyngd í annarri tilraun, en
hafði eytt þýðingarmikilli tilraun.
Þegar svo Pólverjinn jafnhattaði
172.5 kg Karol revndi við
mistókst. Pólverjinn var þar með
orðinn meistari — og átti eina
tilraun eftir. Honum mistókst þá
við 175 kg.
Urslit urðu þessi:
1. Z. Kaczmarek, Póll. 307.5
2. P. Korol, Sovét 305.0
3. D. Senet, Frakkl. 300.0
4. K. Czarnecki, Póll. 295.0
5. G. Ambrass, A-Þýzkal. 295.0
6. Y. Shimaya, Japan 292.5
7. R. Urrutia, Kúbu 292.5
8. W. Schraut, V-Þýzkal. 290.0
9. R. Chavigny, Frakkl. 285.0
10. K. Welch, Bretlandi 282.5
999