Dagblaðið - 31.07.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 31.07.1976, Blaðsíða 2
DACBLAÐIÖ. — LAU(;aRDAGUR 31. JÚLl 1976 ' .......... Það er einkcnnilegt með alla okkar frídaga, mismunandi víðtæka, að þeir hnappast á fyrstu átta mánuði ársins, en síðan kemur eyða að kalla fram að jólum nema hvað einhverjir taka sér frí fyrsta desember. En hvenær sem þessir frídagar koma eiga þeir sér oftast einhverja tradisjón sem fjöldi fólks bregður varla út af, þótt ansi margir séu í rauninni orðnir hundleiðir á henni Þessi helgi framlengist um einn frídag, sem upphaflega er kenndur við verslunarmenn, þótt þeir séu löngu hættir að sitja einir að þeirri köku rétt eins og verkamenn eiga ekki lengur sinn fyrsta maí út af fyrir sig. Þetta gerir helgina nokkuð langa, enda hefur tradisjónin gert sína kröfu til hennar. Tradisjón verslunarmanna- helgarinnar er eins og allir vita mikið flandur og ferðalög, annað hvort súpa menn rykið hver undan annars bíl eða þá þeir ausa vegarforinni hver yfir annan í meira mæli en nokkra aðra helgi ársins. Menn keppast við það undir drep að ferðbúast alla vikuna á undan og kannski lengur, ærast svo um landið frá föstudagskvöldi og fram á mánudagskvöld en koma þá heim kúguppgefnir og eru alla vikuna að ná úr sér ferðaþreytunni. Og það er nærri þvi sama hvert mönnum dettur í hug að þeysast, alltaf hefur einhverjum öðrum dottið sami staður í hug svo víða má kalla að skapast hafi eins konar borgir utan borga. Vegkantasjoppur og hvers kyns greiðasölur og þjónustu- fyrirtæki búa sig undir þessa vertíð af mikilli alúð því nú verður mikið að gera að selja pulsur,gos og Ispinna og guð má vita hvað því einkenni á þessum þeysingi er mikið mammonsblót, sem kemur í vasa verta e* sjoppukaup- manna. Og ýmiskonar félaga- samtök hafa fyrir löngu séð, að við svo búið má ekki standa og eitthvað af öllu þessu krónu- flóði verði að ganga til félags- mála. I þvi skyni eru auglýstar samkomur hér og þar á fallegunt stöðum, þar sem ætlast er til að fólk komi og borgi sig inn og búi svo í tjald- borgum af því það er orðið svo leitt á borgarlífi. Þetta er svo sem i góðu meint, því sagt er að þarna sé þó líf útilegufólksins skipulagt og því séð fyrir ein- hverri afþreyingu heldur en að láta það hópast einhvers staðar í ringulreið og hafa ekkert að gera annað en vera hvert öðru til ama. Og allir auglýsa sina samkomu áfengislausa og þar er harðbannað að fá sér svo mikið sem sérrílögg úr eigin flösku á eftir blómkáls- súpunni frá Maggf. Svo fer náttúrlega sem fer, ENGIN BLEKKING ER EINS SÆT OG SJÁLFSBLEKKING Í — þess vegna f lykkjast menn ó útihátíðir og halda að þeir séu að skemmta sér að ölóðir asnar stela senunni á þessum stöðum og gera mönnum lífið framúrskarandi leitt þó að þeir séu kannski miklu færri en þeir, sem drekka bara kók og appelsín, í sterkasta lagi íslenskt pilsner- vatn. Og þetta kemur náttúr- lega af sjálfu sér. t fyrsta lagi segir almenningsálitið að það sé ekki hægtað skemmta sér og slappa af án þess að fá sér neðan i því (og það meira að segja dálitið hátt upp eftir), og i öðru lagi hlýtur að vera því meira sport að drekka sig fullan, sem meiri viðbúnaður er hafður til að koma í veg fyrir það. Ef ég heyrði einhvers staðar auglýsingu þess eðlis að meðferð áfengis væri fullkom- lega heimil og að þeir sem vilja drekka sig fulla séu sérstaklega velkomnir í einhvern skóginn hugsa ég að ég færi einna helst þangað, því mér þykir útifylli- rísamkomur öldungis- óþolandi og þar sem ekki er bann er ekki hægt að brjóta það og því ekkert spennandi við að drekka. En það er að líkum, að þar sem fólki er hnappað saman til að vera hvað ofan í öðru verður svo leiðinlegt að vera, að setja verður saman dagskrá til þess að hafa ofan af fyrir fólk- inu. Að langmestu leyti eru þetta atriði sem fólkið á bara að horfa á og hlusta á, standandi eða sitjandi og mænandi á móti skemmtileg- heitunum eins og það væri heima við imbakassann. Það er miklu minna um það, að fólkinu sé hjálpað að skemmta sér sjálft, þótt ef til vill kunni að vera til einhver lítilsháttar viðleitni í þá átt. Því það þykir ekkert afbragð að skemmta sér sjálfur, nei, allt beinist að því Háaloftið i að láta skemmta sér. Og venju- lega eru þessi „skemmtiatriði“ flutt uppi á einhvers konar palli með samkeppni við vind og vatnsveður um hljóð- nemann, auk þess svo langt í burtu að ómögulegt er nema fyrir þá sem næst troðast að sjá andlitsbrettur skemmtandans, og þeir eru færri en hinir, sem nenna að einbeita sér að því að njóta þess sem fram er reitt og efna þá fremur til enn aukinn- ar samkeppni við það ef þeir eru nógu fullir, annars láta þeir sér bara leiðast. Og fyrir afnotin af öllu þessu borgar hver maður par þúsund krónur, þvi enginn skemmti- kraftur gefur sig fram og skemmtir af hugsjón — nema þá peningahugsjón — sem varla er von. Ofan á þetta bætist svo hvað það er spennandi að vita hve mörg umferðarslysin verða, þvi eins og alþjóð ætti að vera orðið ljóst kunna ekki nærri allir ökumenn að keyra og sumir sem kunna að keyra gleyma allri ábyrgðartilfinningu þegar þeir finna kraftinn sem þeir eiga að stjórna. Aðrir eru svo fullir af ábyrgðartilfinningu að þeir stjórna hraðanum fyrir aðra og halda þeim niðri þangað til spennan í þeim er komin að sprengipunkti og þá fer allt að geta gerst. Kunningi minn sem mikið ekur um þjóð- vegina sagði í gærkvöldi að verstu ökumenn sem hann vissi um væru þeir sem aka á R og G númerum með ökubeltin spennt og full ljós um há- bjartan dag. Gjarnan eru þessir menn á Volvo eða Saab sem þeir trúa að séu öðrum bílum öruggari ef einhver skyldi keyra á þá. Þeim hefur verið kennt að hætta sé á því að missa stjórn á bílnum ef ekið sé út í lausamöl og þess vegna víkja þeir aldrei, ekki fyrir bílum sem þeir mæta og þaðan af síður fyrir bílum sem vilja fara fram úr. Þeir ætla ekki að stuðla að fantakeyrslu með því að hleypa bílum fram úr. Og svo verða slysin, stundum minni háttar, stundum meiri háttar. Og fólkið situr á útisam- komunum og telur sér trú um það, dáleitt og sefjað, að það sé að skemmta sér. Því engin blekking er eins sæt og áhrifarík og sjálfs- blekking. J/h\[ 7ÍU ík,7ivv - Eiríkur koparhaus KRUMMABER RÓSBERG G. SNÆDAL SKRIFAR Z/K Það er upphaf þessa máls að bóndi sá er Ölafur nefndist bjó á Fjarðarhorni í Kollafirði. Hann átti þá jörð hálfa og komst bærilega af. Hann var auknefndur og kallaður koparhaus, sennilega af andlits- falli og litarhætti. Nú bar svo við sem titt er með hjónunt, að kona Ólafs bónda verður barnshafandi. Einhverju sinni um meðgöngu- tímann dreymir hana að til hennar komi fornmaður sem átli að vera heygður þar skammt frá bænum. Haug- búinn segist heita Brynjólfur og vilji nú vitja nafns hjá henni. Segir að hún muni fæða sveinbarn og ef hún geri þessa bön sína, þá megi hún vitja fjársjóðs er sé fólginn í þúfu einni uppi á Miðhjalla þar fyrir ofan b;einn. en ef hún þver- skallist við málaleitan sinni muni sonurinn verða auðnu- leysingi og athlægi manna. Ilverf ur siðan á braut. í iyllingu tímans ól konan svo sveinbarn og vildi hún skíra það Brynjólf en Ölafur bóndi hennar aftók það með öllu, réði síðan nafni sveinsins og hlaut hann nafnið Eiríkur. Hann ólst upp með foreldrum sínum og dafnaði vel til líkamans. Hitt þótti fljótlega koma í ljós að sálin yrði þar eftirbátur, og rættist umsögn draummannsins að því leyti, að Eiríkur var nánast fíf 1, vann flest verk með striti en fá af viti og var fyrir það skopaður alla ævi af þeim sem samferða honum urðu á lífshlaupinu. Eiríkur varð tröll að vexti og allur hinn ferlegasti, stór- skoririn í andliti og beinamikill, með stórt nef og lið á, fölleitur og húðin mjög strengd og gljáandi, stóreygur og opin- mynntur, hálslangur og útlima- langur. Eftir þessu var búningur hans allur. Hann var venjulegast í grárri úlpu, síðri, með mórauða prjónahettu á höfði og hufði barðastóran hatt þar ofan á. Hann var venjulega rór í skapi, en reiddist illa og heiftarlega ef út af bar. Hann var líka kallaður koparhaus. Eiríkur átti ekki systkini er upp kæmust og hlaut því að taka allan arf eftir foreldra sína. Þannig varð hann eigandi að hálfu Fjarðarhorni eftir þeirra dag. Þessi jarðeign hans varð yfirvöldum hrepps og sýslu mikið áhyggjuefni, þar eð Eiríkur var ekki maður til að sitja jarðarpartinn sem bóndi og heldur ekki að gæta fengins fjár, að þeirra mati. Nokkuð var Eiríkur kopar- haus áleitinn við konur og eru sagðar af honum ýmsar sögur þar að lútandi, en hann bauð þeim stúlkum jafnan að gefa þeim Fjarðarhorn létu þær að vilja hans. Aldrei tókst honum þó að versla þannig, hvort sem til hefur komið tregða þeirra eða vanefndir af hans hálfu. Loks kom þar að hreppstjór- inn þöttist fá samþykki Eiríks fyrir þvi að jarðarhlutinn yrði eign breppsins og var það költ- uð gjöf Eiríks til fæðingar- 'sveitar. Sýslumaðurinn í Strandasýslu staðfesti þetta gjafabréf og fékk Eirikur ekki að gert þótt hann teldi sig aldrei hafa samþykkt gjöfina eða bréfið. — En það er margt bréfið. — Því var heitið i gjafa- bréfinu að Eiríkur fengi allar leigur eftir jörðina á meðan hann lifði, en á þvi urðu víst vanefndir, a.m.k. taldi hann svo vera og vildi aldrei vera til altaris af þeim sökum. — Þaö er ekki til nokkurs skapaðs hlutar fyrir mig, sagði hann. því eitraður ormur liggur unt hjartað á mér síðan hrepp- stjórinn og sýslumaðurinn tóku af mér umráð eigna minna. Eiríkur var alla tið laus í vistum og mest á ferðalögum um Stranda- Húnavatns- og Dalasýslur. Líkamsburðir hans komi. þannig i góðar þarfir, likt og úlfaldans á eyði- mörkinni. Eiríkur var notaður til áburðar yfir fjallvegi og tor- leiðir, ýmist til að létta af hestum eða burðaminni mönnum. Hann var trúr yfir því sem hann tók að sér og þótti skjótur í förum. Bar hann oft þungar b.vrðar, 100 til 150 pund. á bakinu og fór létt með. Hann mun þó ætíð hafa haft litið kaup fyrir löng hlaup. eins og venja var um slíka menn og þvílíka. Eirikur koparhaus var fædd- ur nálægt 1780 og dó 1838. Banamein hans var æxli (senni- lega krabbamein) sent hann fékk á hálsinn og var álitið að það ka>mi undan snæri því. sem hann bar í byrðar sínar langa a>vi. f — “ Seinna verða sagðar nokkrar sögur af Eiriki koparhaus. —

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.