Dagblaðið - 31.07.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 31.07.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. — LAUGARDAGUR 31. JULl 1976 Það er gott að eignast góða vini. Hérna Iáta þær Oddný Magnúsdóttir og Oddrún Jóns- dóttir fara vel um sig. Haldið þið kannski að við getum ekki tekið til hendinni. Þau Simonía Arnþrúður Magnúsdóttir og Guðsteinn Jónsson halda sig við efnið. Nei, við erum bara vinir, við Gunna og sveitungar, segir Guðmundur Jónasson og býður okkur i nefið. Gunna heitir fullu nafni Guðrún Pálína Jónsdóttir. DB-myndir Árni Póll væru líka á öðrum sjúkrahús- um borgarinnar yrði hlutverk hjúkrunarkvenna tilbreyt- ingarikara. Ekki bara að hjúkra gömlu fólki heldur líka ungbörnum, þá yrði skiptingin réttlátari. Það mætti alls ekki útiloka gamla fólkið frá sjúkra- húsunum eins og nú er gert. ,,Já, það er spurt, hvað sjúKlingurinn sé gamall, áður en hann er tekinn inn,“ sagði Nanna. „Sjúkrahúsin eru full og þau vilja ekki verða innlyksa með gamalt fólk.“ Nú förum við Árni Páll á flakk milli húsanna í Ási. Fyrsta húsið sem við förum í er sjö manna bústaður. Tvö tveggja manna herbergi og þrjú eins manns. Þær Guðný Árna- dóttir úr Keflavík, 71 árs, og Guðlaug Jónsdóttir úr Vestur- Skaftafellssýslunni sitja í dag stofunni og rabba saman. Guð- laug sýnir okkur saumana sína. Hún hefur gert nokkuð af að sauma. Bjó í Reykjavík síðustu 20 árin og saumaði hjá Ander- sen og Lauth. I Ási er hún nú búin að vera í um þrjú ár, en Guðný aðeins stuttan tíma. Hún er slæm í annarri hendinni og getur þar af leiðandi lítið gert. Henni líkar vel í Ási. Betur en á elliheimilinu í Keflavík. Viljið þið í nefið? 1 næsta ,,Ási“ hittum við þau Guðmund Jónasson og hana Guðrúnu Pálínu Jónsdóttur. Guðmundur er í heimsókn hjá henni, þar sem þau eru sveit- ungar úr Rangárvallasýslu. Hann býður okkur og henni Gunnu í nefið. Enginn kunni að meta þetta. Við spyrjum hvort þau kunni ekki að meta annað í formi guðaveiga, Gunna segir, og slær sér á læri, að hún hafi nú einu sinni á sinum sokka- bandsárum smakkað ofurlítinn dreitil á balli sem hún fór á. Guðmundur er ekkert banginn við að segja okkur að ekki slægi hann hendi á móti því að fá svo sem einn lítinn til þess að væta kverkarnar með, og spyr um leið hvort undirritaður blaða- maður sé ekki kunnugur á Núpi í Fljótshlíðinni. Hann sé þessi lifandi ósköp líkur stúlku, sem þar var og hann þekkti vel. Jú, jú, þetta stemmir hjá Guð- mundi. Hann er að tala um systur mína og biður kærlega að heilsa henni. Guðmundur er 83 ára, að verða 84 ára og hún Gunna er orðin 85 ára. 83 ára og sér um útlána- starfsemi á bákum •í enn eitt húsið förum við. Þar er bókasafnið til húsa. Helga Kristjánsdóttir, kona Arnórs Sigurjónssonar ritstjóra og skólastjóra á Laugum stendur fyrir útlánastarfsem- inni. Hún er búin að vera fjögur ár í Ási og er 83 ára. Jú, það hafa allir gaman af lestri og þarna kennir margra grasa. „Þrúgur reiðinnar", bókin hans Steinbecks skipar þar heiðurs- sess eins og víða annars staðar. Matthildur Kristjánsdóttir, 78 ára,er ekki að fá lánaða bók hjá Helgu. Er bara að rabba við Frökcn Helga Einarsdóttir er ckkcrl að liafa f.vrir því að fara III Itc.vkjavikiir. Það cr svo goll vlðurvicri i Asl. A bókasafnið leggja margir leið sína. Hún Helga Kristjánsdóttir sér um það. í heimsókn hjá henni er hún Matthiidur Kristjáns- dóttir. Haldið þið ekki að maður geti enn haldið á nái. Hún sýnir það hún Guðlaug Jónsdóttir og Guðný Árnadóttir dáist að því. i; hana. „Blessuð verið þið,“ segir Helga. „Ég er bara alveg hissa á hvað lestraráhuginn er mikill." Það er hœgt að komast ýmislegt — á hœkjum Við heimsækjum Stefaníu Brynjólfsdóttur, sem situr með spelkur um annan fótinn og hækjur sér við hlið. Hún er 84 ára Maður hennar, Þórarinn Jónsson er anzi sprækur, þótt hann sé 89 ara. Þau bjuggu í Starmýri 1 Álftafirði eystra. Eiginlega er Stefanía undan- tekning frá reglunni, þvi að' allir eiga að geta komizt vel á milli húsa 1 Ási. Þegar Glsli heyrði hins vegar að þrátt fyrir bæklunina hefði hún stjórnað búi sínu með miklum skörungs- skap, runnu á hann tvær grímur. Hann þarf ekki að sjá eftir að hafa gert þessa undan- tekningu. Stefanía fer sinna ferða, prjónar þessi ósköp af útprjónuðum vettlingum með fíngerðu munstri og selur síðan. „Ég vildi að ég hefði slíka handlagni. Þú hlýtur að sjá vel, verður mér að orði. „Ekki lengur, en ég kann þetta arðið utanað,“ svaraði Stefanía. Þau híónin eru búin að vera að Ási í um fimm ár. 40. þús. fermetrar, á þeim á að byggja Við göngum niður á skrifstofu. Við sjáum gamlar og nýjar hugmyndir á teikningum hjá Gísla. „Við eigum mikið land hér, yfir 40 þús. fermetra, sem við eigum eftir að byggja á,“ sagði hann. Við höfum gefið út 23 visindarit um alls konar efni. Gufan og loftið i Hveragerði er ákaflega hollt. Það er engin tilviljun að hér hefur risið dvalarheimili aldraðra. Einir 35 vísindamenn hafa komið hingað að kynna sér starfsemina." Á leiðinni til að kveðja Líneyju hittum við Helgu Ein- arsdóttur frá Reykjavík, 74 ára. „Góðan daginn fröken Helga,“ segir Gísli. „Sömuleiðis for- stjóri,“ segir Helga. Hún lætur þess getið að i bæinn hafi hún ekkert að gera, maturinn í Ási sé orðinn svo góður. Það fer vel um þá sem undurbjuggu jarðveginn Við gætum séð 101 hlut í viðbót og sagt meira frá Ási. Við ætlum samt að láta staðar numið að sinni. En endum þó á því að keyra niður í neðri byggð með Gísla. Þar eru garðarnir, húsið hans Kristmanns og fleiri góðborgara, þar sem nú búa margir af þeim sem undirbjuggu jarðveginn fyrir okkur þessi yngri. Það fer vel um þá. Garðarnir eru fallegir i kring og þarna eru gróðurhús, þar sem ekki þarf að beygja lúið bak til þess að huga að plöntum. Gísli segir að ekki viti hann til þess að annars staðar á landinu séu svona gróðurhús. Þau eru f raun ósköp einföld. Þau eru bara ofurlítið niðurgrafin þannig að beðin cru hærri og maðurinn vinnur upp f.vrir sig i stað þess að bogra. —EVI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.