Dagblaðið - 31.07.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 31.07.1976, Blaðsíða 24
[ Krgfin: Borqnir án árangurs) Vjf{ri|J|l í febrúar draumórar? frjáJst, úháð dagblað ' AyGARDAGUR31. JÚLfl976 Borun fjóröu holunnar viö Kröflu er nú lokið og hefur enn ekki komið í ljós nýtanleg gufa, en aö sögn Rögnvaldar Finn- bogason hjá Jarðborunum á aö ljúka við aö fóðra hana á næst- unni. Er það gert til að koma í veg fyrir að hún hrynji saman. Sagði Rögnvaldur að smáæðar niður holuna hefðu fyllzt á meðan á borun stóð og gerði hann sér vonir um að einhver virkjanleg gufa kynni að vera þarna. Kvaðst hann sannfærður um að nýtanleg gufa væri á Kröflusvæðinu. Eins og stend- ur er verið að hitamæla holuna til að ganga úr skugga um gufu. Borað hefur verið niður á 200 metra dýpi og verður ekki farið dýpra. „Gufa ætti að vera komin í ljós ef hún leynist i þessari holu,“ sagði Þorleifur Einars- son jarðfræðingur. Hann benti á að fóðrunin og það að holunni væri leyft að blása breyttu engu með það. Sagði Þorleifur að það tíðkaðist um allan heim að holur væru látnar blása um eitt ár áður en farið væri að nýta þær. Er þetta gert til að ganga úr skugga um hvort um varanlega gufu sé að ræða. Rögnvaldur telur hins vegar að slíkt eigi ekki að þurfa að seinka framkvæmdum, það taki aðeins stuttan tíma fyrir holuna að jafna sig. Gífurlega mikið virðist liggja á því að hefja virkjun og er reiknað með að báðar vélasam- stæðurnar verði komnar i gang um áramótin, hvernig sem allri gufu líður. Þurfa 5—6 virkar holur Gufu þarf úr 5—6 fullvirkum holum til að unnt sé að keyra báðar vélasamstæðurnar. í dag lítur hins vegar heldur illa út með að takist að fá þær holur innan 5—6 mánaða. Þær þrjár holur sem boraðar voru í fyrra reyndust ónot- hæfar. Sérfræðingum hefur ekki tekizt að útskýra hvað olli því að þær skemmdust. Nú reynist fjórða holan vera orku- snauð eða orkulítil. Bor númer tvö hefur nú verið fenginn til að þrautreyna það hvort ekki sé hægt að ná upp gufu. Þorleifur Einarsson benti á að þessar misheppnuðu boranir hækkuðu gífurlega kostnaðinn við Kröflumannvirkin. Hver hola kostaði um það bil 75 millj- ónir. Myndi kostnaðaráætlun sem er upp á tæpa 8 milljarða verða orðin alltof lág. Fjárhœttuspil Þorleifur sagði að glapræði hefði verið að fara út i fram- kvæmdir áður en séð var hvort gufa væri fyrir hendi. Þetta væru þveröfug vinnubrögð miðað við það sem tíðkaðist al- mennt. Allt útlit væri einnig fyrir því að tímasetning Kröflu myndi ekki standast. Og þar mætti ekki gleyma jarðhrær- ingunum, sem verið hafa á Kröílusvæðinu og eru enn. Kröflusvœði rís — hœttumerki Þorieifur sagði að það væri skoðun margra jarðfræðinga að eitthvað væri á seyði þegar land sem sigið hefði tæki að rísa á nýjan leik. í jarðhræring- um í vetur bólgnaði Kröflu- svæðið fyrir gos og seig síðan um VA metra, en nú hefur það risið um 75 sentimetra. Þá munu kippirnir vera að aukast og hættan virðist alls ekki um garð gengin. Benti Þorleifur á það að svo virtist sem viðvaranir jarðfræðinga hefðu engin áhrif. Óðagot Þorleifur sagði að þurft hefði 2ja ára rannsóknir áður en unnt væri að segja hvort þarna væri hagkvæmt að virkja. Hér hefði hins vegar verið farið öfugt að hlutunum. Byrjað hefði verið á því að kaupa véla- -samstæður, stöðvarhús og turnar verið reistir. Og enn væri ekki vitað hvort virkjan- lega gufu væri að finna. —BA Fer fjölgandi á Keflavíkurvelli?: „Það getur verið nokkrum hermönnum fleira" — segír í tilkynningu f rá utanríkisráðuneytinu Frá því í aprilbyrjun í fyrra hefur islenzkum starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli fjölgað ,um 249. í fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu segir að þeir hafi verið 694 hinn 1. apríl 1975 en 942 1. júlí 1976. Mismunurinn er áðurnefnd tala 249. Hvort í þeirri tölu sé eitthvað um sumar- fólk er leysi fastráðna af í sumar- leyfum segir ekkert. 1 til- kynningunni er því statt og stöðugt haldið fram að Islend- ingar hafi verið ráðnir í 249 ný störf. Tafla fylgir um breytinguna á áðurnefndu tímatali. Af henni kemur í ljós að verkamönnum hefur fjölgað mest eða um 83 á tímabilinu,. Næsthæst í fjölgun- inni er skrifstofu- og verzlunar- fólk. Því hefur fjölgað um 51 síðan 1. apríl 1975. Iðnaðar- mönnum hefur fjölgað um 38 til 1. júli sl. miðað við 1. apríl í fyrra og í slökkviliðinu hefur fjölgað um 20 á sama tíma og um sömu aukningu er að ræða í Navy Exchange og meðal ferðaskrif- stofufólks (Af hvaða ástæðum sem þeir hópar eru samanteknir í fréttatilkynningunni). I tilkynningunni segir og: „Auk þess sem föstum starfsmönnum ■ varnarliðsins sjálfs hefur fjölgað verulega fara einnig fram mjög auknar framkvæmdir á vegum þess samkvæmt samkomulaginu (frá 22. okt,1974). Þannig hefur starfsmönnum tslenzkraaðalverk- taka, sem annast nýbyggingar fjiilgað úr 249 í 610 á umræddu tímabili eða aukning um 361.“ Fullyrl er i fréttatilkynningu utanrikisráðuneytisins að her- miinnutn á vi'llinum fari fiekkandi. Tekið er þö fram að mannaskipti fari fram yfirsumar- mánuðina og er sagt m.a. að meðan á skiptunum slandi geti verið „nokkrum liermöntmm fleira á eiiislaka vinnustiiðum varnarliösins.” — ASl. Kapparnir tveir sem réðust í að kaupa stórskemmt farartæki í miðri á. GJÖREYÐILAGÐIST VIÐ BJÖRGUNARTIL RAUNIR TRAKTORSGRÖFU Jepparæksni hefur nú litið dagsins ljós eftir að hafa marað í kafi i 15 daga. Ekki má þó skilja þetta sem svo að jeppinn hafi verið svona illa útlítandi fyrir ,,sundið.“ Svo illa tókst til við björgunartilraunir að þetta verður ekki bíll á nýjan leik. Fólkið sem í bifreiðinni var yfirgaf hana í miðri Jökulgils- kvislinni 13. júlí. Síðar frétti það að gerðar hefðu verið björgunar- tilraunir með traktorsgröfu, sem það bað um. Það var svo ekki fyrr en á mið- vikudaginn að tókst að ná bílnum og kom þá fyrst í ljós hversu gjöreyðilagður hann var. Björgunarsveitin Ingólfur í Reykjavík gerði varnargarð fyrir ofan jeppann og breytti þannig . rennsli árinnar. Rann aðalvatns- flaumurinn framhjá. Að loknum 5 tíma greftri með litlu ýtublaði var hægt að strengja víra i jeppann en hann mun ekki að sjá á götum bæjarins 1 framtíðinni. Tveir menn skelltu sér í það að kaupa hann meðan jeppinn var enn í ánni. Kaupverð var 10 þúsund krónur og mun láta nærri að þeir fái dekkin fyrir þetta. Þetta sýnir vel hversu varlega verður að fara í björgunarað- gerðum. —BA Rannsókn Grjotjötuns- mólsins ö lokastigi „Við höfðum ástæðu til að athuga málið og aðstöðu til að afla nauðsynlegra upplýsinga," svaraði Björn Tryggvason aðstoðarseðlabankastjóri spurningu DB um hver hefði verið kveikja rannsóknarinnar á kaupum Sandskips h.f. á sand- dæluskipinu Grjótjötni til landsins. „Þegar frumathugun Seðlabankans var lokið sendum við með bréfi ríkissaksóknara ítarlegar upplýsingar um málið 28. maí og þaðan fór það rakleiðis í Sakadóm,“ sagði Björn enn fremur. „Rannsókn þar er nú um það bil að ljúka, að ég held, og slðan fer það aftur til saksóknara, sem tekur ákvörðun um ákæru og málshöfðun." Eins og fram hefur komið hafa tveir menn, hæstaréttarlög- mennirnir Knútur Brunn og Þorfinnur Egilsson, sem önnuðust skipakaupin fyrir hönd og með fullu umboði stjórnar Sandskips hf. játað að hafa gefið upp falskt kaupverð á Grjótjötni, 2.8 milljónir norskra króna i stað 2.4, og fengið þannig aukna gjald- eyrisyfirfærslu. Sú spurning hefur vaknað hvort Sandskip hf„ sem keypti Grjótjötun til landsins haustið 1974, hafi einnig verið að tryggja sér aukna lánafyrir- greiðslu með því að gefa upp falskt verð. Helgi Bergs banka- stjóri Landsbankans hefur í viðtali við Vísi neitað því að svo hafi verið. DB tókst ekki að ná í Helga í gær til að spyrjast fyrir um hvort einstakir hluthafar — eða jafnvel aðrir hlutaðeigandi — hafi þá fengið lán til kaupanna. Þessum spurningum hefur síðan • tengzt nafn Kristins Finnboga- sonar, varaformanns bankaráðs Landsbankans, sem kom verulega nálægt rekstri Grjótjötuns og kom með skipinu til landsins er það var keypt frá Noregi. Sagt var ítarlega frá þvi 1 grein í blaðinu 11. maí sl. Blaðið reyndi árangurslaust I gær að ná í Einar Olgeirsson formann bankaráðs Lands- bankans og Kristin Finnbogason til að spyrja þá hvort bankaráðið hygðist ræða málið eða taka af- stöðu til þess. Sakadómsrannsóknin á Grjót- jötunsmálinu er í höndum Erlu Jónsdóttur fulltrúa sakadómara en tilraunir til að ná tali af henni í gær voru árangurslausar. —ÓV RAFMAGN FRA SIG- ÖLDU INÓVEMBER Guðbrandsson, herrar mínir, - yfirlýsing frá Björgun hf. vegna Grjótjötunsmálsins Allt útlit er nú fyrir að raf- magn frá Sigöldu komi á mark- aðinn í nóvember eins og síð- ustu áætlanir gerðu ráð fyrir. I Sigöldu vinna nú um 600 menn á vegum júgóslavnesku verk- takanna og um 100 að auki við niðursetningu véla og við eftir- lit. llalldór Júliusson verksljóri tjáði DB í simtali að við störf væri nú einvalalið starfsmanna. Færi það oft svo við stórverk sem í Sigöldu að góður kjarni starfsmanna ynni þar lengst. Verst væri að þegar þessi kjarni starfsmanna hefði náð verulegri samhæfingu, yrði verkið því miður búið. Lítil sem engin vetrarvinna verður við Sigöldu, að minnsta kosti miðað við það sem verið hefur. —ASt Blaðinu barst í gær svohljóðandi yfirlýsing frá Björgun hf., en það á og rekur m.a. sanddæluskipin Sandey I og Sandey II: „Að gefnu tilefni viljum .við undirstrika. að Grjótjötunsævin- týrið svonefnda er okkur með öllu óviðkomandi. Við höfurn hvorki átt aðild að né nein samskipti við fvrirtækin Sandskip h/f eða Námuna h/f. Þvert á móti var yfirlýstur tilgangur þeirra. sem að þessum fyrirtækjum standa, að keppa við okkur, og hefði sannar- lega verið ánægjulegt. ef þeir hefðu getað aflað byggingarefnis á sambærilegu verði við það, sem við höfunt selt okkar efni á. Þá viljum við taka fram. að nafn framkvæmdastjóra okkar er Kristinn Guðbrandsson, og að sjálfsögðu hefur hann hvergi komið na'rri framangreindu a'vintýri. Björgun h/f”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.