Dagblaðið - 31.07.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 31.07.1976, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. — LAUGARDAGUR 31. JULl 1976 17 Hvað segja stjörnurnar? i ii Spáin gildir fyrír mánudaginn 2. ágúst. Vatnsberinn (21. jan. —19. febr.): Fjármálin þarfnast mikillar athugunar og þú munt freistast til að kaupa eitthvað sem þú hefur alls ekki efni á. Viljasty: kur þinn ætti þó að forða vandræðum. Fiskamir (20. febr. —20. marz): Þú ert mjög þolinmóður, en gættu þess að fólk taki það ekki sem veikleikamerki. Einhver nákominn þér mun hjálpa til að efna loforð. Yngri persóna þarfnast nærgætinnar meðhöndlunar Hrúturínn (21. marz— 20. apríl): Tækifæri til að hitta einhvern sem þú hefur lengi dáð, ætti að gefast síðar f dag. Bréf gæti flutt þér markverðar fréttir. Nautið (21. apríl—21. maí): Góðverk sem þú gerðir fyrir löngu ætti nú að bera ávöxt Það hvílir mikið á þér og gott væri að þiggja dálitla hjálp. Tvíburamir (22. maí— 21. júní): Ef náinn vinur trúir þér fyrir leyndarmáli, þá ráðlegðu honum að leita sér sér- fræðilegrar aðstoðar. Bréf ætti að gefa svar við ráðgátu sem lengi hefur velt fyrir þér. Krabbinn (22. júni— 23. júlí):Þó morgun> i.nn verði fullur óhyggjuefna. þá ætti siðdegið að bæta það upp með hjálp og samvinnu þinna nánustu. þetta er heppilegur tinú til að hyggja að fjármálunum. Ljónið (24. júlí — 23. ágúst): Vinur gæti leitað ráða hjá þér vegna persónulegs bréfs. Vertu óspar á ráðlegging-. arnar. AStarmálin eru frekar dauf þessa stundina í flestum tilfellum og vinir og kunningjar virðast mjög uppteknir. Meyjan (24. ágúst — 23. sapt.): Sinntu þeim málum sem þú hefur slegið á frest um nokkurn tíma. Góðar fréttir af meðlim úr fjölskyldunni ættu að berast. Einhver af gagnstæðu kyni sýnir þér mikinn áhuga um þessar mundir. Vogin (24. sapt.—23. okt.): Vertu ekki of eyðslugjarn á sjálfan þig. Þú ættir að eiga einhvern varasjóð. Þú munt sýna kænsku l ákveðnu máli. Sporðdreginn (24. okt.—22. nóv.): Þetta er góður dagur fyrir flest það sem tengt er fjármunum. Þeir sem eru með hugleiðingar og vangaveltur ættu að eiga hagstæð- an dag og áhætta getur stundum haft góðar afleiðingar. Bogmaðurínn (23. nóv.—20. des.): Övenjulegt fyrir- komulag í félagslífinú er Iíklegt og það gæti komið þér mjög óþægilega á óvart. Sérstakt ferðalag er ekki ólík- legt og breytingar verða á vanalegri dagskipan. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Vinur þinn mun hvetja þig til að nota sköpunargáfuna betur. Ástarsamband er að komast á alvarlegt stig og þú þarft að hugsa þig vel um áður en ákvörðun er tekin. Afmælisbam dagsins: Það verða vonbrigði í byrjun ársins og frekar lítil rómantík. Skyndilega mun allt breytast til hins betra og þú gætir þurft að velja milli ástarinnar og annarra áhugamála. Félagslífið er fjörlegt. Neskirkja Guðsþjónusta kl. II. árdegis. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Hallgrímskirkja Messa kl. 11. Séra Hagnar Fjalar Lárusson. Landspítalinn Mossu kl. 10 árdt-KÍs. Sfra Kacnar Kialar Lárusson. Kópavogskirkja (’.urtsþjftnusla kl. 11 árdenis.Súra ÞnrherKUr Kristjánsson. Dómkirkjan Messa kl. 11. Séra Óskar J. Þorláksson, dóm- prófastur. Hjólprœðisherinn kl. 11. Helgunarsamkoma kl. 16 Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 20.J0. P'agnaðarsamkoma fyrir lautinant Egil Jordaan og frú. Fjölbreyttur söngur og vitnisburður. Allir velkomnir. Fíladelfía Allar samkomur hér í Reykjavík flytjast til mótsins að Kirkjulækjarkoti í Fljótshlfð um þessa helgi. Tilky nrtingar Frá samtökum asma- og ofnæmissjúklinga: Skrifstofan i Suðurgötu 10 er opin alla fimmtudaga kl. 5-7, slmi 22153. Þeir foreldrar sem ætla að taka þátt í fræðslunámskeiðinu, sem halda á fyrir foreldra barna með asma- og aðra öndunarfærasjúkdóma f Reykholti 7. ágúst. vinsamiegast hafið samband við skrif- stofuna sem fyrst eða f símum 53510 og 83785. Sumarnámskeiðanefnd Háskóla íslands Mánudaginn 26. júli hófst við Háskóla tslands fimm vikna sumarnámskeið í fslenzku máli og bókmenntum. Námskeið þetta er liður í norrænu samstarfi um kennslu norðurlandam^a f hverju einstöku landi. Hliðstæð námskeið eru haldin f ár í' Danmörku. Finnlandi, Noregi og Svfþjóð. Auk beinnar kennslu verða fluttir 10 fyrir- lestrar um ýmis efni við námskeiðið, ferðazt um söguslóðir og farnar stuttar kynnisferðir um Reykjavík og næsta nágrenni. Laugardagskvöld opið til kl. 2. — sunnudags- kvöld opið til kl. 1 — mánudagskvöld opið til kl. 1. Röfiull: Laugardagur — Stuðlatrfó. Sunnu- dagur — lokáð. Mánudagur — Stuðlatríó. Sími 15327. Klúbburinn: Laugardagur — Circus og Lena. Sunnudagur — Lena og diskótek. Mánu- dagur — Paradís og diskótek. Simi 35275. Hótel Saga: Laugardagur, sunnudagur, mánu- dagur: Hljómsveit Árna ísleifs. Sími 20221. Hótel Borg: Laugardagur, sunnudagur, mánu- dagur: Haukur Morthens og hljómsveit. Sfmi 11440. Skiphóll: Laugardagur. sunnudagur. mánu- dagur: Hljómsveit Gunnlaugs Pálssonar. Simi 52502. Sigtún: Laugardagur, — Pónik og Einar. Sunnudagur — Drekar leika gömlu dansana. Glæsibær: Laugardagur, sunnudagur, mánu- dagur: — Stormar. Sími 86220. ÓAal: Diskótek. Simi 11322. Cesar: Diskótek. Sfmi 83722. Tónabær: Lokað um helgina. Hvað segja stjörnurnár Spáin gildir fyrír þriAjudaginn 3. ágúst. Vatnsborínn(21.jan—19. feb.): Astarlffið er stormasamt í augnablikinu og makar lfklegir til að vera kröfuharðir. Þú munt vera ákafur til að ljúka þreytandi verkefni. Skyndilegt boðætti að þiggja Fiskamir(20. feb.—20. marz): Þú gætir ákveðið að breyta svolftið til frá hinni reglubundnu afþreyingu f kvöld. örlítið’fmyndunarafl hressir upp á tilveruna. Hrúturínn (21. marz—20. april): Gættu að minni háttar óhöppum ef þú ert á ferðalagi. Ef þér berst óvanalegt boð, þá leitaðu nánari upplýsinga áður en þú gefur svar. Það gæti verið minna spennandi en virðist við fyrstu athugun. Nautifi (21. april—21. mai): Einhverjir vinir þfnir hlægja e.t.v. að hugmyndum þinum um lög og reglu. En sá hlær bezt sem sfðast hlær og það gæti einmitt orðið þitt að gera það er fjármálin ber á góma. Tvíburamir (22. mai—21. júní): Eitthvað kemur upp sem seinkar fyrirætlunum þfnum töluvert. Vingjarnlegt boð frá samstarfsmanni þinum ætti þó að koma þér á réttan kjöl. Þetta er góður dagur til félagslegra framkvæmda. Krabbinn (22. júní—23. júlf): Einhver sem ber hag þinn fyrir brjósti mun ræða við þig f þína þágu. Ef þú fylgir ekki ráðleggingum sem þér eru gefnar gætirðu iðrast þess síðar. Ljónið (24. júlí—23. ágúst): Einhver sem er þér mjög náinn mun angra þig töluvert. Reyndu aé hafa stjórn á skapi þfnu og meðhöndla málið með rólegri skynsemi. Þetta er gott kvöld til að komast f burtu frá hversdags- legum störfum og kringumstæðum. Meyjan (24. ágúst—23. sapt.): Einhver áætlun gæti farið úr skorðum en árangurinn vekur bara hlátur. Bréf gæti borizt og innihaldið vakið hjá þér söknuð eftir gömlu góðu dögunum. Góð hugmynd vekur aðdáun annarra. Vogin (24. sept.—23. okt): Þú virðist vera öðrum til mikillar hjálpar I augnablikinu. Reyndu að hætta að hafa áhyggjur af áliti annarra. Mannorð þitt er í góðu lagi núna. SporAdrekinn (24. ok«------22. nóv.): Það ætti að vera yndislegt og hlýlegt andrúmslon a heimilmu f augnablikinu. Ástin veldur vandræðum og þetta er ekki bezti tfminn til að taka mikilvægar ákvaraðnir. Vinur gæti reynt einhverja samkeppni við þig. BogmaAur (23. nóv.—20. des): Þú verður pirraður* þangað til þú lýkur ákveðnu verki. Bezt bæri að steypa sér í það af fullum krafti því illu er bezt af lokið. Kvöldið ætti að verða skemmtilegt. Steingoitin (21. des,—20. jan): Erfiður dagur er framundan fyrir flesta í þessu merki, en að lokum ættu þeir að vera ánægðir með árangurinn. Einhver nákominn þér mun taka vel undir uppástungu um tilbreytingu. Afmælisbam dagsins: Fjármálin eru ekki f of góðu lagi f byrjun ársins. Sfðar ætti gott tækifæri að verða á vegi þínum. Það kostar mikla vinnu en er samt vel þess virði. Vinátta þróast skyndilega f ástarsamband, en það mun að öllum líkindum ekki endast lengi MIKLAR FRAMKVÆMDIR Á M I |CTS IDI JS | “ ver® erleggja varanlegtslitlagá flU) I ImL^^I^Siy I götur. Framkvœmdiruppá200milljónir Sýning á tússteikningum í Eden í í Hveragerði Laugardaginn 3Í. júíi hefst sýning á töSs- teikningum eftir Hreggvið Hermannsson i Eden í Hveragerði. Á sýningunni eru fimm tfu myndir með blönduðu efni, sem allar eru til sölu. Sýningin stendur til 8. ágúst. Farfugladeild Reykjavíkur Laugardagur 31. júlí kl. 9. Þórsmiirk, verð kr. 4500. Nánari upplýsingar á skrifslofunni, Laufásvegi 41. simi 24950. Útivistarferðir Sumarleyfi í ágúst: 1. Ódáðahraun, jeppaforö. 2. Austurland. 3. Vestfirzku alpamir. 4. Þeistareykir Náttfaravikur. 5. Ingjaldssandurr Fjalleskagi. I/ ilið upplýsinga. IJlivisl. 1-i‘kjarg. 6 sinii 14606 „Þetta eru framkvæmdir upp á um 200 milljónir,“ sagöi Bergur Sigurbjörnsson, framkvæmda- stjóri Sambands Sveitarfélags í Austurlandskjördæmi. Nú í sumar verður unnið að því að leggja varanlegt slitlag á götur á þéttbýlisstöðum austanlands. „1 vor fengu þéttbýlissveitirnar úthlutað úr sjóði þjóðvega 1 þétt- býli. Alþingi sér um úthlutun úr þeim sjóði. Othlutunin nemur 38 milljónum króna sem verja á til lagningu varanlegs slitlags á göt- ur á Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Egilsstöð- um, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirðí, Breiðdalsvík, Djúpavogi og Vopnafirði. Allir þessir staðir fengu svo lán úr Lánasjóði sveitarfélaga. Enn- fremur kaupir Byggðasjóður skuldabréf vegna gatnagerðar- gjalda af sveitarfélögunum. Sveitarfélögin leggja síðan fram að minnsta kosti 25% af heildarkostnaði. Byrjað var á framkvæmdum á Neskaupsstað, en þar var lagt malbik. Nú er því verki lokið og verið er að setja upp blöndunarvélarnar á Reyðar- firði. Ætlunin er að blanda efni fyrir alla staðina sem eftir eru á Reyðarfirði. Eina efnið sem nothæft er hér á Austurlandi er tekið úr Héraðs- söndum, sem eru í 30 km fjarlægð frá Egilsstöðum. Vegalengdin til Reyðarfjarðar er um 70 km. Frá Reyðarfirði verður síðan blandaða efnið flutt með skipi á hina firðina. Með þessu tekst að Fundur flugmálastjóra Evrópu er haldinn á Islandi í ár. Þennan fund sækja fulltrúar um 20 Evrópulanda, en fundurinn er haldinn hér sérstaklega vegna 25 ára afmælis skipulagðra flugmála hér á landi. fá verkið framkvæmt á ódýran hátt heldur en Norðmenn buðu. Olíumöl hf. sér um blöndunina, en Miðfell um útlagninguna. Miðfell leigir vélarnar sem þeir nota við verkið af Austurfel! hf., sem er fyrirtæki hér fyrir austan en það keypti aftur vélarnar sem Norðmenn höfðu notað við út- lagninguna 1973. Yfirleitt verður hér um að ræða slitlag á götur sem ekki hefur verið lagt á áður. Verulegar endurbætur verða siðan gerðar á aðalgötum Neskaupstaðar, Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar. Norska fyrirtækið sá um lagningu slitlags þessara gatna. Umferðin reyndist of mikil fyrir olíumölina og eyðilagðist hún þess vegna. Nokkuð mikil atvinna skapast fyrir bílstjóra hér á Austurlandi, en það eru tiltölulega fáir menn sem starfa við sjálfa útlagn- inguna." Fundurinn hefst á mánuú inn klukkan 9 og stendur til fó- dags. A fundinum mæta fullti allra aðildarlanda i Evrópu ltalíu undanskilinni. K0LBEINN PALSS0N HÆTTIR HJÁ ÆSKULÝÐSRÁÐI Starf fulltrúa framkvæmda- stjóra Æskulýðsráðs Reykja- víkur hefur verið auglýst laust til umsóknar. Kolbeinn Páls- son, sem gengt hefur starfinu um nærri tveggja ára skeið, verður skrifstofustjöri P'lug- leiða á Keflavíkurflugvelli frá 1. september. Samkvæmt u|)plýsingum, sem biaðið fékk á skrifstofu ÆK i gær, hefur komið í ljós töluveröur áhugi f.vrir starfi fulltrúans og umsóknir þegar farnar að berast. Umsóknar- frestur er til 15. ágúst. Starf fulltrúa framkvæmda- stjóra ÆR er að stórum hluta fólgið í fjárhagsáætlanagerá og framkvæmd hennar, auk fram- kvæmda við uppbyggingu æskulýðsstarfsins i borginni. Hverfamiðstöðvar hafa á undanförnum árum verið sett- ar á laggirnar í Breiðholti og Bústaðahverfi, en næst á dag- skrá er hverfamiðstöð í Árbæjarhverfi. —ÖV. —KL Flugmálastjórar funda hér —ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.