Dagblaðið - 31.07.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 31.07.1976, Blaðsíða 13
— D.U'C.AKDACUR :tl. JULl 1976 Börnin hafa ekki irerið hamingjusöm vona brosmild á Þótt Charlie Chaplin hafi fengið þrjár kynslóðir til þess að veltast um af hlátri hefur honum ekki tekizt að kenna börnum sínum leyndar- dóminn við að höndla lífsham- ingjuna Sjálfur er hann fjórkvæntur. Síðasta og núverandi kona hans er Oona og hafa þau eignazt níu börn saman. Það hefur gengið á ýmsu með hjónabönd barna hans. Dóttir hans, Josefína, 27 ára, er að skilja Við mann sinn, 38 ára gamlan grískan milljónamæring, Nieholas Sistovaris. Hún hitti hann fyrst þegar hún var aðeins tólf ára gömul, en varð ekki ástfangin af honum fyrr en löngu seinna. Þau giftu sig i kyrrþey árið 1969 og eiga son- inn Charlie, sem hejtir í höfuðið áafasinum. Victoria, 25 ára, stakk af með franska leikaranum Jean- Baptiste Thierry þvert á móti vilja föður síns. Fjórum mánuðum seinna eignuðust þau dótturina Aureliu og þá fyrir- gaf Chaplin dóttur sinni. Michael, sonur Chaplins, stakk einnig af frá föður sínum fyrir tólf árum og kvæntist leik- konunni Patrice Johns sem var sex árum eldri en hann. Þau eignuðust saman tvö börn en skildu árið 1969. Michael er núna kvæntur svartri stúlku, Patricia Beauduviðr. Geraldine, dóttirin sem orðin er 32 ára, hagar sér heldur ekki samkvæmt óskum föður síns. Hún býr með hinum 44 ára spánska kvikmyndaleikstjóra Carlos Saura, sem enn er kvæntur annarri konu. Þau eiga saman eitt barn. Paul Newman í hlutverki Hversu margar kvikmyndir sk.vldu hafa verið framleiddar um þjóðsagnapersónuna William F. Cody, sem betur er þekktur sem Buffalo Bill? Það er erfitt að segja um, en svo mikið er víst, að enn er verið að. Sú nýjasta er á leiðinni og það er enginn annar en Paul Newman sem leikur þar hinn þekkta veiðimann. Heiti myndarinnar er „Buffalo Bill og Indíánarnir". Stjórnandi kvikmyndarinn- ar, Robert Altmann, er viss um að megnið af þeim sögum sem um Buffalo Bill ganga eru upp- spuni. ,.Eg reyni að halda mig sem næst sannleikanum,“ segir hann. Mótleikari Newmans í þessari mynd er Geraldine Chaplin, sem fer með hlutverk Annie Oakley. mmmemsm ■ RBBHHHH f Ég skipti ekki ágóðanum af þessu asvintýri með neinum. En ekki áður en þú ert dauðurl Það hefurðu fyrir^ mótþróa við handtöku.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.