Dagblaðið - 31.07.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 31.07.1976, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. — LAUGARDAGUR 31. JULl 1976 Utvarp Sjónvarp Útvarpið ídag 13.30-17.30: Hvernig haga ökumenn sér á þjóðvegum? „Við stílum upp á verzlunar- mannahelgina, enda er þetta mesta ferðamannahelgi ársins. Umferðarráð verður með beint samband og miklar upplýsingar og þar verður Jón Múli til staðar.“ Þetta hefur hann Hjalti Jón Sveinsson að segja um Ut og suður, þáttinn sinn og hennar Ástu R. Jóhannesdótt- ur. Þau brugðu sér í Þórsmörk í vikunni og fáum við að heyra ýmislegt um það sem þar gerðist. Þau fóru með rútu með 60—70 þingeyskum kvenfélags- konum, sem voru kátar og sungu mikið. Ekki hafði þó nein þeirra tekið gítarinn með. Gott veður var í Þórsmörk þegar Ástu og Hjalta bar að garði, en þau komu með rign- inguna úr Reykjavík með sér. Um lei.ð og þau stigu út úr rútunni rigndi eins og hellt væri úr fötu, og fengu þau því óbllðari viðtökur en annars hefði verið. Mikið var af fólki í Þórsmörk og var ekki laust við að það kviði komu hinna ýmsu ferðalanga, sem leggja leið sina þangað um verzlunarmanna- helgina. Þá fóru þau til Patreks- fjarðar og Bíldudals, tóku trillukarla, sveitarstjóra og prest tali. Þau lentu á ættar- móti á Tálknafirði. Verið var að halda upp á 70 ára afmæli kirkjunnar í Stóra-Laugardal. Á annað hundrað ættmenni þeirra, sem byggðu kirkjuna, Útvarpið í kvöld kl. 21,35: „Kistan" Kímin og létt smásaga ,,Eg rakst á þessa sögu, Kistuna , í úrvali norskra smásagna og þótti gaman að henni,“ sagði Sigurjón Guðjóns- son þýðandi sögunnar. Höfundurinn Terje Stigen er Norðmaður og er talsvert kunnur í sínu heimalandi. í ritinu sem Sigurjón nefndi áðan er fyrsta sagan eftir Björnstjerne Bjrönson og teknir 20—30 höfundar allt fram til þeirra yngstu. Kistan er kimin og létt að mati Sigurjóns, þótt ekki séu kerlingin og karlinn í sögunni neitt sérlega skemmtileg sjálf. Hann þurrdrumbur og hún fúllynd. Þau eiga heima í Norður-Noregi og hefur karl- inn það að atvinnu að Ióna á sjónum. Kellu finnst hann heldur lítil aflakló. En svo — svo finnur karlinn kistu við ströndina og sagan snýst um það að þau ná í hana og dreymir stóra drauma um að fjársjóður sé í henni, sem muni breyta lífi þeirra. Sigurjón er fyrrverandi próf- astur í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd og hefur gert mikið af því að þýða smásögur og leikrit í seinni tið. —EVI í byrjun sjénvarpsórs „Næstkomandi miðvikudag byrjar nýr njósnamyndaflokkur í 6 þáttum eftir N.J. Crisp. Nefnist hann Hættuleg vitneskja,“ sagði Björn Baldursson dagskrárritari sjónvarpsins er við spurðum hann hvað væri á döfinni svona i upp- hafi sjónvarpsársins. „Snemma í ágúst munum við svo byrja að sýna framhalds- myndaflokk byggðan á sögunni Jane Eyre eftir Charlotte Bronté. Myndaflokkurinn er í sex þáttum og er hann frá BBC. Þetta er ábyggilega mjög vönduð mynd. Það má segja að þessir tveir þættir komi í staðinn fyrir þætt- ina um heimsstyrjöldina síðari og Á Suðurslóð sem við lukum við áður en sjónvarpið fór í frí. Um miðjan ágúst verður á dag- skránni fræðslumyndaflokkur í 6 þáttum, sem fenginn var frá sænska sjónvarpinu. Fjallar hann um vopn. Um svipað leyti verður sýndur brezkur fræðslumynda- flokkur í 4 þáttum um myndlist. Mikið verður um að vera í íþróttaþættinum, því við eigum efni frá Ólympíuleikunum sem tekur um 20 tíma í sýningu. Ekki munum við þó sýna það allt, því margt er frá keppnisgreinum sem við hér á íslandi þekkt- um frekar lítið til. Til dæmis fengum við nokkuð mikið um hnefaleika. Það eru Danir sem senda okkur allt efni frá Ólympíuleikunum. Nú á sunnu- daginn verður sjónvarpað frá Ólympíuleikunum bæði um dag- inn og kvöldið. Aðallega verður þá sýnt efni frá fimleika- og sund- keppninni. Á sunnudaginn byrjar svo nýr myndaflokkur fyrir börn. Fjallar hann um Hróa hött og kappa hans. 1. október hefst vetrardag- skráin, þá verðum við með meira af barnaefni." — KL Að vísu er ekki keppt á vatnaskíðum á Ólympíuleikunum en iþrótt er það núsamt. Mikið verður sýnt frá Ólympiuleikunum í sjónvarp- inu, á næstunni, þvi um 20 tíma efni e( til þaðan. Útvarp Laugardagur 31. júií 13.30 Út og suður. Asla R. Jóhannes- dóttir ok Hjalti Jón.Svt insson sjá um síódeKÍsþátt með blönduóu efni. (16.00 Fróttir. 16.15 Veóurfregnir). 17.30 „Birtan komur meö blessaö strít". Jón Hjartarson leikari flytur ferða- þanka frá Suóur-Kína; — síðari þátt- ur. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veóurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Fjaörafok. háttur i umsjá Sigmars B. Haukssonar. 20.00 Ópetatónlist: Þœttir úr „Rigólettó" eftirVe»dí.v Erna Berger. Nan Merri- man. Jan Peerce. Leonard Warren o.fl. syngja meó Robcrt Shaw-kórnum og RCA hljómsveitinni; Renato Cellini stjórnar. 20.45 Nokkur orö frá Nairobi. Séra Bern- harður Guómundsson flytur erindi í framhaldi af tveimur öðrum í vor. 21.15 Georgys Dixieband leikur lótt lög. 121.35 „Kistan". smásaga eftir Terje Stigen. Sigurjón Guöjónsson þýddi. Guðrún Þ. Stephensen leikkona les. 22.00 Fróttir. 22.15 Veóurfregnir. oanslög. 23.50 Fróttir, þ.á m. íþróttafróttir frá Montreal. Dagskrárlok. Sunnudagur 1. ógúst 8.00 Morgunandakt. Sóra Siguróur Páls- son vigslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fróttir. 8.15 Veóurfregnir. Lótt morgunlög. voru mætt, en 90% kirkjukórs- ins var fjarverandi svo að hver varð að syngja með sínu nefi. Farið var með flóabátnum Baldri frá Brjánslæk til Stykkishólms í brjáluðu veðri og komið við í Flatey. Flutt verður viðtal við eyjarskeggja og annað fólk. Þau Asta og Hjalti Jón brugðu sér líka í ferð með lög- reglu þessa lands út á þjóðveg- inn. Við ^fáúm þvi að heyra hvort ökúmenn hafa keyrt of hægt, of hratt eða hvernig ann- ars. Létt lög verða að sjálfsögðu leikin, enda ekki rétt að vera Þau Hjalti Jón Sveinsson og Ásta R. Jóhannesdóttir sjá um þáttinn Út og suður að venju. Vð heyrum m.a. hvernig 60—70 þingeyskar kvenfélagskonur skemmta sér i rútu á leið i Þórsmörk. DB-mynd Bjarnleifur alvarlega þenkjandi I langan tíma í senn um slíka helgi sem þessa. EVI Guðrún Stephensen leikkona mun lesa fyrir okkur smásöguna Kistuna í kvöid. 9.00 Fróttir. Útdráttur úr forustugrein- um dagblaóanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veður- fregnir). a. Trompetkonsert í D-dúr eftir Michael Haydn. Maurice André og kammerhljómsveit Jean-Francois Paillards leika. b. Tvö divertimento í F-dúr (K213 og K253) oftir Mo/.art. Blásarasveit Lundúna leikur; Jack Brymer stjórnar. c. Hornkonsert i E- dúr eftir Fránz Danzi. Hermann Bau- mann og Conserto Amsterdam hljóm- sveitin leika; Japp Schröder stjórnar. 11.00 Messa í Skálholtsdómkirkju. Hljóó- ritun frá Skálholtshátíð á sunnudag- inn .var. Biskup íslands, hcrra Sigur- björn Einarsson, og sóra Guómundur Oli Olafsson sóknarproslur þjöna fynr altari. Sóra Eiiikur J. Eiriksson próf astur prödikar. Skálholtskórinn syngur. Forsöngvarar: Ingvar l’órðar- son og Sigurður Erlondsson. Söng- stjóri: Haukur Guðlaugsson. Organ- loikari: (’.úmur Gylfason. Trompot- loikarar: Jón Sigurðsson og Sæbjörn Jónsson. Meðhjálpari : Björn Erlends- son bóndi i Skálholti. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. 13.00 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests lætur gamminn geisa í 90 mínútur. 14.30 Hvemig var vikan? Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 15.30 Embœttistaka forseta íslands. Útvarp frá athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. 16.45 Veðurfregnir. Fróttir. Tónleikar. 17.10 Bamatími: Guörún Bima Hannos- dóttir stjómar. Frá Færeyjum. Lesnar fa'royskar sagnir og þjóðsögur í þýðingu Pálma Hannessonar og Theó- dóru Tííprixfdson. syo «g ? .igan „Brúin og inýrin” oftir Jon's Pauli Hoinosen i þýðingu Jóns Bjarmans. Harkaliðið loikur og syngur. Losari moð stjórn- anda. Gunnar Stofánsson. 18.00 Stundarkom meö sópransöngknunni Jessy Norman sem syngur lög cftir Gustav Mahler. Tilk.vnningar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.