Dagblaðið - 11.08.1976, Side 7

Dagblaðið - 11.08.1976, Side 7
7 DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1976 Erlendar fréttir REUTER Afvopnun í Genf: Vilja banna hljóð- bylgju- morðtól Sovétmenn hafa hvatt Vesturveldin til þess að hefja samninga um bann við gjör- eyðingarvopnum, sem eytt gætu heilu kynstofnum manna, valdið ófrjósemi og skemmt innri líffæri með hljóðbylgjum. Langur listi yfir um 30 slík vopn, sem til eru í heiminum, var lagður fram á afvopnunar- ráðstefnunni í Genf af fulltrúa Sovétríkjanna, Viktor Likachev. V-Þýzkaland: Hljóðrítuð samtöl við hinnvonda i Haldin illum anda: úr kvikmyndinni Exorcist. Lögreglan i Aschaffenburg.í Vestur-Þýzkalandi, sem rann- sakar dauða 23 ára gamallar stúlkur er þar lézt á meðan verið var að reka djöfulinn úr líkamá hennar, hlustar nú á segulbandsupptökúr, sem gerðar voru meðan presturinn reyndi að flæma hinn vonda í burtu. Saksóknarinn í hérað- inu íhugar nú hvort ekki beri að stefna prestinum fyrir m'anndráp af gáleysi. Stúlkan hét Annelise Michel og stundaði guðfræðinám. Hún lézt úr næringarskorti í síðasta mánuði. Að sögn yfirvalda voru það rómversk-kaþólskir foreldrar stúlkunnar, sem vildu láta reka djöfulinn úr líkama hennar og fengu söknarprestinn til þess. Hann tók allar tilraunir sína.r, sem stóðu í ellefu mánuði, upp á segulband. Stríðsmenn hægrisinnaðra kristinna manna, Þjóðfrelsisflokksins, brjóta niður dyr í úthverfi Beirút á laugardaginn. Bardagar fara harðnandi, enda getur vont lengi versnað. Síðasta sólsetríð yfír Tel-AI Zaatar búðirnar falli innan 48klst. Herstjórar herja kristinna hægri manna, sem setið hafa um flóttamannabúðirnar Tel-Al Zaatar í austurhluta Beirút, segja, að þeir muni leggja þær undir sig innan 48 klukku- stunda. Segja herstjórarnir, að flótta- mannabúðirnar, sem eru nánast eina merki hinna áður öflugu sveita Palestínumanna í Líbanon, muni falla í dag eða á morgun, þrátt fyrir öfluga bar- áttu varnarsveita þeirra gegn stórskotaliði og leyniskyttum hægri manna. Búðirnar, sem eitt sinn hýstu um 30 þúsund palestínska flóttamenn og líbanska múham- eðstrúarmenn, hafa verið í stöð- ugu skotmáli stórskotaliðs undanfarna 50 daga. Að sögn þeirra, sem til sjá, virðist eins og árásin, sem hófst í gærkvöldi, sé síðasta tilraunin til þess að leggja búðirnar í rústir, enda þótt Palestínu- menn hafi gert tilraun til þess að veita viðnám í síðustu ör- væntingarfullu tilraununum. Enn er ekki vitað, hversu margir hafast enn við i búðun- um og hversu margir þeirra, sem þar eru, geta barizt. Árás hægri manna felst í miklum stórskotaliðsárásum á búðirnar og um leið reyna leyniskyttur að komast í húsa- rústir í búðunum, þar sem Palestínumenn hafa orðið að hörfa. Þó hafa þeir svarað árás- inni eftir megni og m.a. var herstöð hægri manna í stöðugu skotmáli frá stöðvum Palestínu- manna fyrir, utan höfuðborg- ina. Töluverður fjöldi fólks, mest konur og börn og gamálmenni, hefur flúið úr búðunum og gefizt upp fyrir hægri mönnum, en talið er, að þar hafi að mestu verið um líbanska múhameðs- trúarmenn að ræða. Hafði sú staðreynd, að þeim var leyft að flýja, vakið vonir manna víða um heim um, að sættir mættu takast og að hægri menn ætluðu sér að leyfa al- mennum borgurum að koma sér út úr búðunum áður en þeir létu til skarar skríða. Hafa hægri menn sagt, að þeir muni fara með fanga sína í samræmi við samþykktir Genfarsáttmálans og að þeir muni ábyrgjast líf þeirra, er gefast upp. Þeir vilja ennfremur leyfa Alþjóða Rauða krossinum að flytja alla þá almennu borgara sem þess óska á brott, en sem kunnugt er hætti Rauði krossinn við allar slíkar tilraun- ir, eftir að skotið hafði verið á bílalest þeirra. El Salvador/Hondóras: Aðeins skammur vermir? Eviahaf: „ÁSTANDIÐ HÆTTULEGT" segja Críkkir og biðja Öryggisráð SÞ að taka málið til meðferðar Grikkir hafa beðið um skyndi- fund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna þess, sem þeir Karamanlis, forsætisráóherra Grikklands. kalla ítrekaðan átroðning Tyrkja í grískri landhelgi. Sagði í skeyti grísku stjórnarinnar til SÞ, að ástandið væri orðið ,,mjög hættu- legt“. Talið er að Öryggisráðið — sem fimmtán ríki eiga sæti í — komi saman til að ræða málið á morgun. Griska stjórnin hefur einnig beðið Alþjóðadómstólinn í Haag að setja lögbann á frekari olíuleit Tyrkja í Eyjahafi, þar sem talið er víst að mikla oliu sé að finna. Grikkir telja oliuleitarsvæðið hluta af landgrunni sínu. Tyrkneska stjórnin vísar öllum mótmælum Grikkja á bug sem ..tilhæfulausum fullyrðingum". Mið-Ameríkuríkin Honduras og E1 Salvador hafa lýst þvi yfir, að þau vilji hætta öllum skærum sín á milli og flytja heim lið sín frá landamærum ríkjanna, þar sem þau hafa staðið grá fyrir járnum í nokkrar vikur. Hins vegar gleymdist að ganga frá ákveðnu samkomulagi um landamæri ríkjanna og er talið, að hér sé aðeins um skammgóðan vermi að ræða. Leiðtogar herafla beggja landanna flugu heimleiðis frá Managua, höfuðborg Nicara- gua, í gær eftir tveggja daga viðræður um afvopnun sín á milli. Er vonazt til þess, að ríkin komist að samkomulagi, sem komið gæti í veg fyrir landamæraskærur af því tagi, sem urðu 17. júlí sl. og héldu áfram í nokkrar vikur. Að sögn heimildarmanna er aðallega deilt um það, hvaðan flytja eigi herlið ríkjanna. Önnur ríki Mið-Ameríku hafa hvatt til þess, að samkomulag náist, til þess að hægt verði að snúa sér að uppbyggingu efna- hagssambands ríkjanna allra. Spinola handtekinn við heimkomuna í gœr Antomo ae Spínóla. fyrrum forseti Portúgals var handtek- inn og fluttur til herfangelsis er hann kom til landsins í gau- eftir 17 mánaða útlegð. Handtökuskipun her- foringjans var dagsett í marz- mánuði á síðasta ári. Hann flúði land eftir að honum hafði verið gefið ao sök að hafa staðið fyrir b.vltingartilraun hægri sinn- aðra herforingja. En vegna' þess að ríkisstjórnin nýja vill reyna að sameina þjóðina, telja fréttamenn, aö Spinola verði gefnar upp sakir og að hann ver.ði frjáls ferða sinna innan skamms.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.