Dagblaðið - 11.08.1976, Page 8
DACBLAtílÐ MIÐVIKUDALUK 11. ÁGUST 1976
8
Systurnar voru broshýarar, það
var greinilega ágætt að þessu
var lokið
DB-mynd Bjarnleifur
íslenzk fjölskylda í heimsókn hér:
Upplagt að láta ferma
þœr stóru og skíra
þœr litlu í leiðinni
- sagði
móðirin
að lokinni
ensk-
íslenzkri
athöfn í
Árbœjar-
kirkju
Þegar Halldór S. Gröndal hafði skírt og fermt fór fram altarisganga.
Halldór talaði ensku svo að stúlkurnar væru alveg vissar um hvað
fram fór.
„Við höfum ekki komið heim
í 6 ár og þegar við loks
komumst þá fannst okkur upp-
lagt að láta ferma stúlkurnar og
skíra þær lítlu í leiðinni," sagði
Erna Ármannsdóttir. Hún og
maður hennar, Pálmar
Þórðarson, búa í Pennsylvaníu
1 Bandaríkjunum. Pálmar er út-
breiðslustjóri hjá Iceland Pro-
ducts 1 Harrisburg, en þar hafa
þau búið í 14 ár.
Árbæjarkirkja var þétt setin
skyldfólki enda er ekki á
hverjum degi, sem athöfn sem
þessi fer fram. Anna Þóra og
Ingibjörg Jóna eru betur vígar
á ensku svo að Halldór S.
Gröndal fermdi þær upp á
nokkuð sérstakan máta. Hann
talaði ensku svo að stúlkurnar
væru nú alveg vissar á því hvað
færi fram.
Helea Kristín oe Lovísa
Hildur voru dálítið spozkar á
svipinn meðan á skírnar-
athöfninni stóð og höfðu greini-
lega gaman af henni.
„Það er mjög algengt að fólk
komi heim til að láta ferma og
skíra enda miklu skemmtilegra
vegna þess að hér eru jú allir
ættingjarnir," sagði Erna að
lokinni þessari sérstæðu athöfn
í Árbæjarkirkju.
—KP
Fjölskyldan ásamt Halldóri S. Gröndal að lokinni athöfninni fyrir utan Árbæjarkirkjuna.
Takkasímar „gœtu verið ó leiðinni":
RÍKIÐ TEKUR 106%
„Það eru til nokkur tæki en
takkasímar verða alltaf að vera
dýrari þvi þeir eru einfaldlega
dýrari í innkaupi,” sagði Jón
Skúlason póst- og simamáia-
stjóri í viðtali við Dagblaðið,
um innflutning á ýmsum tækni-
nýjungum, sem algengar eru
orðnar erlendis en eiga víst
langt í land hérlendis. „Um-
boðsmenn Siemens og L.M.
Eriksson í Svíþjóð eru Jóhann
Rönning og hins vegar Smith og
Norland. Við pöntum annars
yfirleitt beint, enda veitir ekki
af að halda kostnaði í lágmarki
þegar ríkið tekur 106% í tolla
og önnur gjöld. Þar er komin
ein aðalástæðan fyrir því
hversu mönnum finnst þetta
dýrt.“
Sagði Jón þaó rétt vera að
takkasímar væru orðnir
nokkuð algengir erlendis, en af
framangreindum ástæðum
taldi hann ólíklegt að þeir
myndu verða fluttir hingað að
einhverju marki og ef svo yrði,
yrðu þeir töluvert dýrari. Við-
skipti við Bandarikjamenn á
þessu sviði taldi hann óhag-
kvæm vegfia þess hversu út-
breiddar Siemens og L.M.
Erikssón gerðirnar væru hér óg
eins að bandarísku tækin væru
töluvert dýrari.
„Svíþjóð er sennilega ódýrast
Norðurlandanna hvað varðar
stmann," sagði Jón ennfremur.
„Þar kostar þriggja mínútna
samtal um 50 km vegalengd
sem svarar 25 krónum ísl„ hjá
Norðmönnum kostar svipað
samtal 90 krónur en um 30
krónur hér heima. Innanbæjar
kostar þriggja mínútna samtál
20 krónur í Osló, um 7.50 hér í
Reykjavík og um 7 krónur í
Stokkhólmi."
Þá nefndi Jón dæmi um að
ársgjaldið fyrir síma í Noregi
væri sem svarar 19.300 fsl.
krónum en hér á landi væri
gjaldið 11.600. Þar til viðbótar
kæmu 300 símtöl, sem væru
innifalin í verðinu. í Noregi
væru hins vegar engin simtöl
innifalin og ef þeim væri bætt
við yrði ársgjaldið komið upp í
rúmlega 25 þúsund krónur.
„Svíþjóð er þó enn langlægst,
með tæpar 6.700 krónur í árs-
gjald," sagði Jón Skúlason að
lokum.
— HP.
KAKKALAKKA
VARTÍ
LAGARF0SSI
Hreinsun f ór f ram í gœrkvöldi og mun
ekki tefja skipið
I gærkvöldi voru gerðar
ráðstafanir til að eyða skor-
kvikindum, m.a. kakkalökkum,
sem orðið hafði vart í Lagar-
fossi í síðustu ferð skipsins.
Kom skipið hingað á sunnudag
og fulltrúar embættis
borgarlæknis skoðuðu aðstæð
ur á mánudag.
Þórhallur Halldórsson hjá
Heilbrigðiseftirlitinu staðfesti
þessa frétt í viðtali við DB i
gær. Þórhallur sagði að fyrir-
tækið hefði brugðizt vel við og
samkvæmt fyrirmælum hefðu
verið gerðar ráðstafanir til út-
rýmingar skórkvikindanna i
gærkvöldi. Ekki kvað Þórhallur
ásta'ðu tii að a'tla að skipið
tefðist af þessum sökum.
DB átti og tal við Gunnar örn
Haraldsson sem var skipstjóri í
síðustu för Lagarfoss. Var
ferðin alilöng og viðkoma höfð í
mörgum höfnum.
Gunnar kvaðst ætla að þetta
hefði byrjað í Þýzkalandi, en er
á leið hafi meira verið gert úr
útbrotum, sem tveir skips-
manna — og þó aðallega einn
— hefðu fengið, svo og úr
aðstæðum í skipinu. Fulltrúar
borgarlæknis hefðu lítið fundið
við skoðun í skipinu.
Gunnar Örn kvaðst sjálfur
ætla að útbrot skipsmanna
stöfuðu af biti moskítóflugna
en menn væru mjög
mismunandi næmir fyrir þeini
og þeim útbrotum sem af þeint
gætu stafað. Kvað hann engar
tafir verða á ferðum skipsins af
þessum sökum. —ASt.