Dagblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 11
11
Ungur skæruliði í skógivöxnu
fjalllendi Kúbu fyrir bylting-
una sem batt endi á einræðis-
stjórn Batista.
Einkalíf Castros er einnig vel
varið leyndarmál. Hann er þó
sagður sofa mjög litið og vinna
að næturlagi eins og hann var
vanur. Opinberir gestir s Kúbu
hafa f.engið simhringingu um
miðnætti þar sem þeir hafa
verð varaðir við því að forsætis-
ráðherrann væri á leið i heim-
sókn.
Á 25. flokksþingi Sovézka kommúnistaflokksins í Moskvu i febrúar.
A bak við hann sjást þeir sem dyggast hafa stutt Castro og
kúbönsku byitinguna: sovézku ieiðtogarnir.
Fidei á yngri árum (myndin til vinstri er tekin 1958) og nú. Því er
ekki að neita að á gömiu myndinni virðist hann helzt vera Holly-
wood-playboy.
Úr svarta bílnum
frá Bréznev í
gamla, opna jeppann
Jarðrækt og nautgriparækt
eiga enn hug Castros i frístund-
um hans. Honum þykir gaman
að fara með gesti sína til Valles
de Picadura þar sem eldri
bróðir hans, Ramon, rekur
nautgriparæktarbú. Þar stígur
Fidel út úr svörtu einkabif-
reiðinni sinni, sem Leonid
Bréznev gaf honum, og ekur
sjálfur um í opnum jeppa-
garmi.
Castro er sagður jafn blátt
áfram í framkomu og hann var
alltaf. í opinberum veizlum á
hann oft til að spjalla við gesti
sína, og þá oft erlenda frétta- og
blaðamenn.
Slikt spjall er yfirleitt ekki
annað en skrýtlur. En eftir
andartak getur hann orðið graf-
alvarlegur og spurt útlæga
kommúnistaforingja frá Suour-
Ameríku um land þeirra og
hióð.
Tylltu sér ó tó
til að kyssa Fidel
En það getur haft erfiðleika í
för með sér að blandast gestun-
um um of. Ekki alls fyrir löngu
gerðist það í sendiráðsveizlu í
Havana að dr. Castro áttaði sig
allt í einu á því að hann var
einn í miðjum hópi ljóshærðra
stúlkna í þröngum bolum. Þær
stóðu á tám og reyndu að kyssa
hann — skandinaviskir sjálf-
boðaliðar. Það tók fimmtán
mínútur og alla krafta lifvarða
hans að losa foringjann og
koma honum í skjól.
Það kemur mönnum á óvart
hversu mjúk og hás rödd hans
er. Þessi rödd virðist ekki bein-
línis eiga við manninn sem
vanur er að flytja þrumandi
ræður fyrir framan hundruð
þúsunda landa sinna og bar-
áttufélaga.
Áhrifamikill rœðustíll
Áður fyrr flutti hann margra
klukkutíma iangar ræður en nú
eru þær sjaldnast lengri en 90
mínútur. Ræðurnar virðast oft
vera fluttur blaðalaust en eru í
rauninni rækilega undirbúnar.
Aðeins nokkrum klukkustund-
um eftir að hann hefur flutt
einhverja ræðuna eru aðal-
atriði hennar komin prentuð á
veggspjöld meðfram vegum og
á húsveggi.
En þrátt fyrir árin, sem liðið
hafa, margvíslega efnahags-
örðugleika og heldur klénan
efnahag alþýðu er Fidel — eins
og meira að segja blöðin kalia
hann — alltaf jafn dáður i landi
sínu.
Hvert sem hann fer er hann
jafnskjótt umsetinn hópi fðlks
sem sækir i að komast nærri
honum. Hann notar alltaf slík
tækifæri til að spjalla við fólkið
og ræða vandamál þess augliti
til auglitis.
„Menn deyja,
flokkurinn er
ódauðlegur"
En þrátt fyrir vinsældir hans
er ekki ein' einasta stytta af
Castro á allri Kúbu og engin
gata ber nafn hans. Það var
ekki fyrr en i ár að afmælis-
dagur hans var haldinn hátíð-
legur og þá var ekki hægt að
komast hjá því þar sem Rússar
veittu honum orðu októberbylt-
ingarinnar í tilefni fimmtugsaf-
mælisins.
A Kúbu bera götur og v^rk-
smiðjur nafn hinna látnu: José
Marti „postuli" sjálfstæðisins
frá Spáni, Camilo Cienfuegos,
„hinn ógleymanlegi" baráttu-
félagi, Ernesto „Che“ Guevara,
„skæruliðahetjan mikla“.
Það fer hinsvegar ekkert á
milli mála, að völd Castros i
flokki og ríkisstjórn eru óskert
og óskoruð.
Hann dreifir þó völdum
smám saman til stærri hóps
fólks því hann hefur gert sér
ljóst að hann getur ekki fylgzt
með öllu sjálfur og að dauði
hans gæti orðið kúbönsku bylt-
ingunni að fjörtjóni.
„Menn deyja, flokkurinn er
ódauðlegur," sagði hann fyrir
nokkrum árum þegar hann hóf
mikla baráttu fyrir aukningu
félagafjölda í verkamanna-
flokknum og endurskipulagn-
ingu þjóðarbúsins alls.
Sú endurskipulagning náði
hámarki á fyrsta flokksþinginu
í desember þar sem sósialisk
stjórnarskrá var samþykkt. í
október næstkomandi verða
fyrstu bæjar- og sveitarstjórna-
kosningar síðan 1959.
Óheillataf I hjá Sakadómi Reykjavíkur
Þann 27 apríl sl. sendum við.
Huukur Guðmundsson ríkissak-
sóknara eftirfarandi bréf:
„I dagblaðinu Tímanum þann
14. þ.m. birtist nafnlaus grein,
sem auðkennd var stöfunum
S.P. undir heitinu „Dýrlingur
og James Bond tslands." I grein
þessari erum við undirritaðir
sakaðir um margs konar brot í
opinberu starfi, er varða við
almenn hegningarlög. Með því
að hér er um slíkar sakargiftir
að ræða, sem fram eru bornar í
útbreiddum fjölmiðli, teljum
við okkur knúða til þess að fara
þess á leit við yður hr. ríkis-
saksóknari, að þér Iátið fram
fara eins fljótt og auðið er opin-
bera rannsókn á réttmæti um-
ræddra sakargifta í okkar garð.
Hjálagt fylgir ofangreint dag-
blað með grein þessari og eru
þar undirstrikaðar þær sakar-
giftir, sem við teljum sérstaka
ástæðu til að rannsaka."
Við höfðum vonast til að
ríkissaksóknarinn myndi
ótilkvaddur fyrirskipa slíka
rannsókn, en þegar við höfðum
beðið í hálfan mánuð eftir
aðgerðum hans, skrifuðum við
honum framangreint bréf.
Það er eindregið álit mitt,
m.a. þar sem engar uiji-
kvartanir höfðu borist frá
brotamönnum í svonefndu
„spíramáli," hvorki við
endurteknar lögreglurann-
sóknir né dómsrannsókn
varðandi starfsaðferðir okkar,
að engin þörf hefði verið að
kalla þá fyrir dóm sem vitni.
Eðlilegast hefði verið að leita
fyrst álits setudómarans í
málinu, síðan að fá vitneskju
um bréfritara Tímans og
heimildarmenn lians. I bréfi
ríkissaksóknara til yfirsaka-
dómarans er hvorki getið um að
hafá samband við setudómara
málsins né leita heimildar-
manna dagblaðsins Tímans.
t bréfi ríkissaksóknara frá
10. maí sl. til yfirsakadómara
segir m.a. orðrétt.
„1. Rannsakað verði ætlað
brot ábyrgðarmanns dag-
blaðsins Tímans gegn 108. gr.
alm. hegningarlaga nr. 19,1940,
sbr, 16. gr. og 15. gr. 2. mgr.
laga nr. 57, 1956 um prentrétt.
2. Rannsökuð verði sannindi
eða ósannindi þeirra
aðdróttana, sem fram koma í
fyrrgreindri blaðagrein, og
varðað gætu deildarstj. og
rannsóknarlögr.m. refsiábyrgð
samkvæmt 131. gr.
hegningárlaga ef sönnuð væru.
3. t þessu skyni verði kvaddir
fyrir dóm bæði sökunautar og
vitni, sem þeir tveir félagar
tóku skýrslur af í nokkrum
smyglmálum svo og vottar við
töku skýrslnanna. Verði menn
þessir yfirheyrðir um orð og
aðferð svo og um hegðun og
háttsemi þeirra félaga við töku
skýrslnanna. (Síðan eru málin
tilgreind með nöfnum þeirra,
sem viðriðnir voru umrædd
smyglmál, Innskot greinarh.)
4. Rannsakað verði hvort
deildarstj. og rannsóknar-
lögr.m. hafi við rannsókn mála
tekið sér opinbert vald, er þeir
ekki hafa og þannig gerst brot-
legir gegn 116. gr.
hegningarlaganna eða misnotað
stöðu sína og hallað réttindum
einstakra manna á þann veg að
varði 139. gr. sömu laga. I því
skyni verði m.a. rannsökuð sér-
staklega starfsstaða og starfs-
svið deildarstj. svo og kannaðar
rannsóknarheimildir hans og
félaga hans í hverju því .um-
dæmi. sem þeir hafa verk
unnið. Lögð verði fram em-
bættisvottorð hér um og
erindisbréf . ef til eru.“
Tilvitnun lýkur.
Það sem vekur hvað mesta
athygli varðandi þá rannsókn,
sem nú fer fram hjá Sakadómi
Reykjavikur á starfsaðferðum
(o.fl.) okkar Hauks Guðmunds-
sonar er eftirfarandi:
Þau vitni (dæmdir
brotamenn), sem nú bera á
okkur ósannar sakir varðandi
rannsöknaraðferðir, hegðun og
háttsemi hefðu átt að kæra
okkur strax meðan lögreglu- og
dómsrannsókn stóð yfir, ef þeir
töldu sig hafá orðið fyrir ólög-
mætum aðgerðum af okkar
Kjallarinn
Kristján Pétursson
hendi, gnda segir orðrétt í 38.
gr. laga um meðferð opinberra
mála: „Nú telur maður sig sæta
ólögmætum harðræðum af
hendi lögreglumanns og á hann
þá rétt á því að koma fyrir
yfirmann lögreglumannsins svo
fljótt sem kostur er og bera
fram kvörtun fvrir honum.“
Það mál sem hér um ræðir
kom fyrst upp í Byrjun jan.
1975, eins og kunnugt er, en þá
framkvæmdum við Haukur
Guðmundsson og Rúnar Sig-
urðsson frumrannsókn í
málinu. Enginn umkvörtun
barst þá frá þessum brota-
mönnum. Síðan tók Sakadómur
Reykjavíkur við rannsókn þess-
ara sömu aðila og enn komu
engar umkvartanir fram um
harðræði eða ólögmætar að-
gerðir af okkar hálfu. 1 apríl og
maí sama ár er enn framhaldið
lögreglurannsókn sömu aðila,
sem við Haukur og Rúnar fram-
kvæmdum. Þegar hér var
komið sögu hafði verið
skipaður sérstakur setudómari
í málinu, Ásgeir Friðjónsson.
Einnig við þessa lögreglu- og
dómsrannsókn bárust engar
umkvartanir frá þessum
brotamönnum. né neinar
athugasemdir við störf okkar.
Eftir að dómsrannsókn lauk var
málið sent tií ríkissaksóknara
til umsagnar eins og venja er
til. Ríkissaksóknari gerði engar
athugasemdir hvorki við lög-
reglu- eða dómsrannsókn
málsins, en hann mun hafa haft
málið til méðferðar í ca eitt ár.
Það er ekki fyrr en dag-
blaðið Tíminn fer að birta fjöl-
margar níðgreinar um okkur
Hauk Guðmundsson, að nokkrir
brotamenn í umræddu máli
telja sinn vitjunartíma kominn,
og þann 14. apríl á sl. ári birti
umrætt blað eina
svívirðilegustu og hatrömustu
níðgrein, sem sést hefur á
prenti um áraskeið. Nú hefur
verið upplýst og staðfest fyrir
dómi af ritstjóra Tímans,
Þórarni Þórarinssyni, að
höfundur níðgreinarinnar sé
bróðir tveggja sakamanna í
málinu, sem smygluðu og
dreifðu miklu magni af spíritus
og áfengi. Umrædda níðgrein
birti Tíminn nafnlausa og ber
því ritstj. fulla ábyrgð á henni.
Samkvæmt beiðni
ríkissaksóknarans fól hann
Halldóri Þorbjörnssyni yfir-
sakadómara að kalla alla brota-
menn í svonefndu ,,spíramáli“
fyrir dóm sem vitni varðandi
rannsóknaraðferðir' svo og
kanna hegðun og háttsemi
okkar Hauks við skýrslutökur.
Þeirri rannsókn er nú
væntanlega að ljúka hjá
yfirsakadómaranum. Ljóst er
nú að allstór hópur brotamanna
í umræddu máli hefur borið
fyrir dómi upplognar sakir á
hendur okkur, sem eru margar
hverjar mjög alvarlegs eðlis.
Ég tel óhjákvæmilegt annað
en rannsakað verði nú þegar
hvaða ástæður liggja því til
grundvallar að umræddir
brotamenn skuli nú fyrst einu
og hálfu ári eftir að frumrann-
sókn fór fram kæra okkur
Hauk. Rétt er þó að hafa í huga
að ríkissaksóknari veitti þeim
þar mikilvæga aðstoð eins og
áðurgreind bréf hans til yfir-
^akadómara bera með sér. Þá
tel ég ennfremur rétt að rann-
sakað verði sérstaklega hvort
einhverjir aðrir aðilar en
umræddir brotamenn hafi lagt
á ráðin um framburð þeirra og
hvort einhverjum loforðum eða
fyrirheitum um fyrirgreiðslu
eða beinlínis mútum hefur
verið beitt.
Svo virðist sem dagblaðið
Tíminn hafi með umræddri
níðgrein átt fyrsta leikinn í þvi
óheillatafli sem nú er leikið til
þrautar bjá Sakadómi Reykja-
víkur samkvæmt fyrirmælum
ríkissaksóknara.
Það fordæmi sem pessi mais
meðferð ríkissaksóknara gefur
hefur þá alvarlegu hættu í föi
með sér að löggæzlumenn
muni hugsa sig um tvisvar i
framtíðinni hvort þeir geti
tekið þá áhættu sem fylgir því
að upplýsa sakamál, þar sem
margir aðilar eru viðriðnir. Það
hlýtur að verða hverjum lög-
gæzlumanni hrollvekja að
hugsa til þess að brotamenn
geti hópum saman í sama máli
borið vitni gegn þeim löngu
eftir afgreiðslu mála fyrir
dómi. Ástandið í þessum efnum
var þó nógu slæmt fyrir þar
sem löggæzlumenn hafa oft á
undanförnum árum orðið að
halda að sér höndum varðandí
uppljóstrun stærri sakamála
vegna þess öryggisleysis sem
þeir búa við af hálfu yfirmanna
dómsvaldsins.
Það virðist löngu kominn
tími til að dómsmálaráðhr. láti
öll þessi mál til sín taka og losi
sig við þær óheillakrákur sem
virðast hafa varðað veginn
hingað til. Allar yfirbreiðslur
dómsyfirvalda eru löngu gat-
slitnar, enda sér • almenningur
nú orðið hvers konar vesæld og
smán undir býr. Á meðan
meiriháttar sakamenn geta
stjórnað ýmsum forustu-
mönnum stjórnmála og fjár-
mála þá þarf enginn að vænta
lækningar í náinni framtíð.
Vissulega er sú mynd, sem hér
er lýst að framan.-ógnvekjandi,
en reynsla undanfarinna ára og
nú síðustu mánuðina hefur
staðfest að hún er sönn.
Kristján Pétursson. deildarst