Dagblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. AGUST 1976 3 Tékkar, sem týnast í kerfínu Spurning dagsins — lögum um orlofsfé verður að breyta Jón Sveinsson, Norðurvangi 11 skrifar: Einhvern tíma á árinu 1975 fékk ég senda ávisun frá Pósti og s'íma sem var aó upphæð rýmar 4.000 krónur. Þessi upphæð var viðbót við orlof mitt. Nú varð það þannig að þessi ávísun fór með öðrum skjölum mínum á vísan stað. Ég ætlaði að fara með hana við tækifæri og fá hana útleysta. En svo gleymdi ég henni og hún kom í leitirnar fyrir skömmu. Þá ætlaði ég að fá hana útleysta ásamt öðrum ávísunum frá Pósti og síma. Þegar ég kom með þessa umræddu ávísun og ætlaði að fá hana greidda fór ég að reka mig all harkalega á ýmsa fárán- lega veggi. í fyrsta lagi stendur á þessari ávísun að hún gildi til potrím^- ***&*&» ■ ■:■■■ .. ÚÍ-WÍÓ* -.wWÓi ,*♦**<.?«>4* 14,-WP* \ i*~»**w* Þórhallur skrifar: ■ í ágætum útvarpsþætti, fimmtudaginn 12. ágúst, sem heitir í sjónmáii, var fjallað um hugtakið gagnrýni og var m.a. bent á nauðsyn gagnrýninnar í lýðræðisþjóðfélagi. Það vakti sérstaka athygli mína þegar bent var á þá staðreynd að kaupmenn gagnrýna ekki vörur hvers annars. Hvað veldur þessari þögn kaup- mannanna um vörur og vöru- tegundir keppinautanna? Mín skýring á þessu hátterni er sú að hér sé samtryggingin í algleymingi. Oft hefur verið talað um samtryggingu stjórnmálaflokkanna. Þessi samtrygging kaupmanna er ekki hótinu skárri. Ekki er síður nauðsynlegt fyrir kaupandann að vita um kosti og galla vörutegundar heldur en kjósandann um kosti og galla stjórnmálastefnu eða framkvæmda. í raun og veru er það hátterni kaupmanna, að gera ekki annað en að lofsyngja þá vörutegund sem þeir eru með á boðstólum, sambærilegt við aðgerðir einræðisstjórna. Þar sem slíkar stjórnir eru við lýði tíðka stjórnmálamenn nákvæmlega sömu vinnubrögð. Þeir lofsyngja eigin gerðir en gagnrýna aldrei hver annan. Neytendur í lýðræðisþjóðfélagi eiga kröfu á því að kaupmenn gagnrýni vörut^gundir hver hjá öðrum. Auðvitað verður sú gagnrýni að vera málefnaleg og styðjast við rök. Eg er hræddur um að taki kaupmenn ekki sjálfviljugir upp þessa starfsaðferð fari illa fyrir þeim. Sagan hefur sýnt að fyrr eða seinna rís múgurinn upp gegn einræðisherrunum og neytendur munu gera slíkt hið sama gegn kaupmönnum hverfi þeir ekki frá starfsaðferðum einræðisherranna. 30.4 1975. Þrátt fyrir þetta voru þessir peningar til og hlutu að vera í vörzlu Póst- gíróþjónustunnar. Ég hélt því að ég fengi mína peninga greidda þrátt fyrir þetta. Jú, það hefði verið hægt, var mér tjáð, en ég kom of seint til að fá ávísunina endurnýjaða. Ég hafði samband við félags- málaráðuneytið og þar fékk ég þær upplýsingar að þessir peningar mínir gengju til lífeyrissjóðs þess sem ég væri í. Gott og vel^en þegar ég fór að athuga málið, þá voru þess hvergi merki að þessi peningasending hefði nokkurn- tíma komið frá Póstgíróþjónustunni og í minn lífeyrsissjóð. Svona vinnubrögð nnnst mer nokkuð einkennileg. Hvað er gert ef viðkomandi er ekki í neinum lifeyrsissjóði? Hver á þá þessa peninga? Týnist þetta bara í kerfinu og hver eignast þesa peninga þá, þegar upp- hæðin fer ekki í lífeyrissjóð? Þessum lögum verður að breyta, það er ekki hægt að taka fé af fólki á þennan hátt. Raddir lesenda Hríngið ísíma 83322 millikl. 13 og 15 ' Svo mjúk og teygjanleg að flesta fœtur VERÐ AÐEINS taugavegí 69 símí16SbU Miébæiarmarkadí — sími 19494 Póstsendum Telurðu líkur á gosi við Kröflu bróðlega? Oskar Magnússon framreiðslumaður: Ég get alls ekki sagt um það. Það verður bara að bíða og sjá hvað setur. Jón Einarsson frá Akranesi: Já, það eru allar líkur til þess að sögn jarðfræðinga. Eftir gömlum sögum að dæma þá má einnig búast við gosi. Helgi Vilhjálmsson vélgæzlumaður: Það er náttúrulega ekki gott að segja. Landið er i sífelldri breytingu þarna svo maður ætti að vera við öllu búinn. \ Þorgeir Þorgeirsson dúklagning- armaður: Eftir fréttum að dæma gæti svo farið. Það ætti að stöðva framkæmdir á meðan ástandið er svona. Jóhann Lárusson, Hellissandi: Það finnst mér afar ólíklegt. Mér finnst að þarna eigi að halda áfram því starfi sem hafið er. Magnús Guðjónssoh: Við búum á landi sem alltaf geta komið gos. Það gæti komið þarna eins og frá öðrum eldstöðvum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.