Dagblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 9
9 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. AGUST 1976 — / \ Stjórnar- formaður Laxór- virkjunar: -* Laxá verður virkjuð f rekar í framtíðinni — Viðhorfin munu breytast og orkuþörfin vaxa „Þaö eru engin ný söguleg sannindi að viðhorf manna breytist, ekki bara hér, heldur um allan heim. Fyrir nökkrum árum var t.d. talið sjálfsagt að virkjun fallvatna gengi fyrir öðrum sjónarmiðum, sem síðan breyttist þannig að náttúru- verndarsjónarmið hafa verið látin ganga fyrir virkjunar- sjónarmiðum í sumum tilvik- um.' Þó býst ég fastlega við að þegar frá líður komist menn niður á fæturna i þessum málum, menn muni í vaxandi mæli sjá þarfirnar fyrir nýtingu náttúruauðæfa og finna einhvern meðalveg milli nýtingar- og náttúruverndar- sjónarmiða,“ sagði Valur Arn- þórsson, stjórnarformaður Lax- árvirkjunar í viðtali við DB í gær. Tilefni viðtalsins við Val var, að í útvarpsþætti fyrir skömmu sagðist hann þess fullviss að Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu yrði virkjuð frekar í fram- tíðinni, nýir menn og ný Á þessari mynd sjást nokkrar stúlknanna sem ritað hafa menntamáiaráðherra bréf. en myndina tók Bjarnleifur í gær- morgun er stúikurnar komu með bréfið upp á ritstjórn DB. Á að svikja 30 stúlkur með nœga einkunn um skólavisi? Erfitt að komast til náms í hjúkrun, þar sem mikill skortur er á f ólki „Við erum að vonum mjög sárar yfir þessum viðbrögðum sem við fáum frá skólastjórn Hjúkrunarskólans. Við vonum bara að ráðherra taki athuga- semdir okkar til greina og geri eitthvað í málinu." Það er Ragn- heiður Ragnarsdóttir sem þessi orð mælir, en hún ásamt bekkjar- systrum sínum úr 6. bekk Lindar- götuskólans og fleiri stallsystrum, hefur sent menntamálaráðherra, Vilhjálmi Hjálmarssyni, bréf vegna svika, sem þær telja sig hafa orðið fyrir af hálfu Hjúkr- unarskólans. Inntak bréfsins er á þessa leið: „Þrátt f.vrir að við undirritaðar höfum lokið tilskildu námi og einkunn, sem krafizt er til inn- töku í Hjúkrunarskóla íslands, hefur okkur verið synjað um inn- göngu i skólann á þeim forsend- um að ekki sé nægilegt kennara- lið fyrir hendi. Leitum vér því aðstoðar menntayfirvalda. Eftir að hafa fengið synjun fvrir ári síðan, er við höfðum lokið 5. bekkjarnámi, var okkur heitið skólavist að ári, ef við héldum áfram og næðum einkunninni 6.50 úr 6. bekk. Þetta tókst hjá okkur og lögðum við enn á ný inn umsókn, sem aftur var hafnað. Við höfum lagt í mikinn kostnað og bætt heilu ári við okkur í námi til þess eins að komast í skólann, en erum síðan sviknar. Hvað eigum við að gera? Halda áfram i 7. bekk til þess eins að fá aðra synjun? Því skorum við á yður mennta-. málaráðherra að ráða þegar í stað bót á þessum vanda, sem tryggi okkur örugga leið inn í Hjúkr- unarskólann." Undir þetta bréf rita 17 stúlkur og höfðu þær reynt að ná sam- bandi við ráðherra og biðja um viðtal. Hann var ekki í bænum á þeim tíma sem til hans var leitað, en brá skjótt við er hann frétti af málinu og hafði samband við stúlkurnar. Mun hann hafa gefið þeim loforð um nánari athugun á málinu og hyggjast þær heim- sækja hann í ráðuneytið við fyrsta tækifæri. Þess má geta að 30 stúlkur eru á biðlista um nám í Hjúkrunar- skólanum i vetur, en ekki eru likur á að nein þeirra komist að. Sá biðlisti sem nú er til staðar fyrir veturinn. mun ekki ganga beint til næsta árs, heldur fellur hann niður þegar skólinn hefur verið fullskipaður og verður nýr listi gerður f.vrir næstu innritun JB viðhorf ættu eftir að koma fram. Valur var að því spurður hvort hann ætti við einhverja sérstaka menn í þessu tilviki og sagði hann það siður en svo vera, þessi orð sín væru al- menns eðlis og t.d. benti hann ekki á neina tímasetningu varðandi hugsanlegt áframhald virkjunar í Laxá. Hins vegar kæmi fyrr eða síðar að þeirri spurningu hvort láta ætti einstök fallvötn óvirkj- uð vegna hagsmuna tiltölulega fárra manna, eða hvort þau yrðu virkjuð í þágu þjóðar- heildarinnar. Sjálfur liti hann svo á að í framtíðinni yrði að nýta allar auðlindir landsins. Að mati Vals hafa náttúru- verndarhugsjónir hérlendis gengið út í öfgar í sumum til- vikum og taldi hann það hugsanlega stafa af harkaleg- um aðgerðum náttúruverndar- manna erlendis, sem væru að berjast við margfalt meiri mengun og náttúruspillingu en um er að ræða hérlendis. Séð eftir dalverpinu sem færi i kaf ef efri stiflan væri hækkuð um 20 metra. Neðar er gijúfur er einnig færi í kaf. Einkum er það hraun sem myndi ienda undir vatni lítið af ræktanlegu landi og nær ekkert óræktað. Nánar til tekið myndi lónið ná upp að brúnni sem liggur heim að veiðiheimili Ármanna og bæja þar ofar, en neðan þeirrar brúar er engin byggð. DB-mynd Friðgeir Axfjörð. Varðandi Laxárvirkjun sagði nann að lengi hafi verið uppi sterkar raddir meðal margra Þingeyinga að virkja Laxá eitt- hvað frekar og það væri regin misskilningur að líta svo á að frekari virkjun væri eitthvert einkamál Akureyringa. Á Akureyri og í Þingeyjarsýslu væru hópar sem vildu frekari virkjun, en á báðum stöðum væru einnig hópar, sem legðust gegn því. Loks sagði hann að frekari virkjun Laxár væri Norðlend- ingum ekkert heilagt mál, ekki skipti máli hvaðan nægileg og trygg orka fengist á hagkvæmu verði. — G.S. OTRULEGA HAGST V SOGAVÍGI 188 - SÍMI 37210

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.