Dagblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1976 „Finnst þér þú eiga þetta skilið fyrir þessa djöfulsins ósvífni - ÚT" — voru lokaorð Arnar Hðskuldssonar rannsóknardómara við Ijósmyndara Dagblaðsins Blaðamaður Dagblaðsins, Berglind Ásgeirsdóttir, og Ijósmyndari blaðsins, Árni Póll Jóhannsson, voru tekin höndum í mötuneyti ríkisstarfsmanna að Borgartúni 7 í hódeginu í gœr. Voru þau að störfum þarna þeirra erinda að taka mynd og reyna að nó tali af Karl Schiitz, hinum þýzka rannsóknarmanni, sem er hér til aðstoðar við rannsókn sakamóla. Berglind segir sjólf fró þessum atburði fró sínum bœjardyrum, en hér ó eftir fer frósögn Árna Póls. „Viltu koma hérna,“ skipaði Örn Höskuldsson, sakadómari, um leið og hann ýtti við mér og virtist hann mjög æstúr. Ég var þá staddur um hádegisbilið í mötuneyti nokkurra ríkis- stofnana á efstu hæð Borgar- túns 7. „Hvað er að ske?“ spurði ég sakadómarann, sem reyndar hafði ekki kynnt sig. „Komdu með mér hérna inn í Sakadóm,“ sagði dómarinn. Þarna frammi í holinu greip ég um stigahandriðið og spurði hvers vegna verið væri að handtaka mig. Svörin voru stutt og einföld eða með öðrum orðum engin, en mér var ýtt áfram inn á gang og inn í húsa- kynni tæknideildar, sem eru á sömu hæð og mötuneytið. Þarna voru þá komnir 4 eða 5 lögreglumenn. Þegar inn var komið var mér sagt að setjast. Var ég nú fyrst spurður hvað ég væri að gera þarna og frá hvaða blaði ég væri. Ég kvaðst hafa verið að taka mynd af kunningja mínum og væri frá Dagblaðinu. Saka- dómarinn kvaðst vel vita, hvað ég.væri að gera þarna. Mér var nú skipað að taka filmuna úr ljósmyndavél minni, og var það Örn Höskuldsson sem gaf þessa skipun, og fylgdi hann henni eftir með handahreyfingu sem ekki var skilin öðruvisi en að rifa ætti filmuna úr vélinni. Einhver lögreglumannanna, sem þarna voru, benti á að ekki ætti að skemma filmuna. eða eitthvað í þá áttina. „Þetta er skipun. Takið þið af honum filmuna og filmur- sem hann kann að vera með,“ sagði þá sakadómarinn, Örn Höskuldsson. Fór hann við svo búið út úr herberginu. Lögreglumennirnir báðu mig að afhenda sér filmuna. Því neitaði ég. Þeir kváðust gefa mér kost á því að leggja ljósmyndavélina á borðið og taka filmuna úr henni, svo að vélin skemmdist ekki. „Þetta væri dýrt tæki,“ sögðu þeir,. Ég sagði þeim að ég afhenti ekki ljósmyndavélina, en bað um að fá að hringja í lög- fræðing minn. „Ekki að svo komnu máli.“ var svarað Nú kom Örn Höskuldsson inn og með honum tveir menn. Hann skipaði þeim að taka myndavélina af mér og allar filmur, sem ég hefði á mér. Ég spurði þá, hvort þeir myndu beita valdi til að ná vélinni og filmunum mínum. „Já, já,“ svöruðu lögreglu- mennirnir. Enn neitaði ég að afhenda ljósmyndavélina. Lögreglumennirnir ráðlögðu mér að veita ekki mótspyrnu, — en ég var með ljósmynda- vélina í ól um hálsinn. Ánnar lögreglumannanna sem komið hafði með Erni Höskuldssyni, tók nú vélina, sem slóst lítillega í andlit mitt. „Æ, fyrirgefðu", sagði lögreglumaðurinn. Ég rétti þeim nú tvær áteknar filmur, sem ég var með í jakkavasanum. Þessu næst var ég þuklaður, en frekari leit var ekki gerð á mér. Bauðst ég nú til að hjálpa við að taka filmuna úr vélinni til þess að hún skemmdist ekki. Var það þegið. Stuttu síðar kom inn maður, sem tók við filmunum til fram- köllunar. Sagði hann, að ég mætti koma kl. 13.30 eða um hálfri, kluk.kustundu eftir að þetta gerðist, og var mér nú afhent ljósmyndavélin. Mér skildist að nú mætti ég fara, en þá bar að örn Höskuldssan, sem hafði farið út úr herberginu meðan á þessu stóð. „Ætli við sleppum þér ekki í þetta skipti, en ef þú reynir þetta aftur, þá heftyðu verra af,“ sagði dómarinn. „Fæ ég ekki filmurnar aftur, þar eru meðal annars myndir i kjallaragrein, sem Dagblaðið þarf aðfá?“ spurði ég. „Finnst þér þú eiga þetta skilið fyrir þessa djöfulsins ósvífni — UT,“ .sagði Örn Höskuldsson sakadómari. Rúmum hálftíma síðar voru tvær filmur afhentar, en þeirri sem var í vélinni, var haldið örn Höskuldsson dómari. —„Þetta er skipun. Takið af honum filmuna og filmur sem hann kann að vera með.“ fyrir mér og er haldið enn. Á henni eru myndir af Karl Schútz. Mér finnst rétt að það komi fram, að lögreglumenn þeir, er þarna komu við sögu, sýndu mér fyllstu kurteisi utan þ^ss sem að framan greinir um þessa einstæðu viðureign blaðamannsins og mín, er við vorum að störfum okkar. Frásögn Berglindar Ásgeirsdóttur bloðamanns: í STOFUFANGELSIRANNSÓKNAR- LÖGREGLUNNAR í KLUKKUSTUND í gær var ég ásamt ljósmyndara DB handtekin að fyrirskipan Sakadóms. Vorum við stödd að Borgartúni 7 er þessi atburður gerðist. Höfðum við lagt leið okkar í matsal hússins, en þar snæða meðal annars starfsmenn rann- sóknarlögreglu og Sakadóms. Höfðu Dagblaðsmenn ígert sér vonir um að líta augum þann fræga mann, Schútz, og festa hann á filmu ef unnt væri. Settumst við Árni Páll ljósmyndari að snæðingi og biðum þess að lög- reglumaðurinn frægi birtist. Von bráðar kom hann inn í salinn ásamt einum af saka- dómurunum. Ljósmyndarinn fór nú á stjá og stillti sér upp fyrir framan næsta borð við Schútz og smellti af nokkrum myndum. Ég fylgdist með þessu, en sat áfram við borðið og drakk mitt kaffi. Ástæðan fyrir því að Árni Páll fór ekki alveg að þýzka lög- reglumanninum, var sú að hann vildi ekki ónáða hann meira en þörf krefði. Ljósmyndarinn handtekinn Þegar ljósmyndarinn hafði tekið nægju stna af myndum og ætlaði að fara að ganga frá vélinni kom til hans hár og mikilúðlegur maður. Virtist mér svo sem hann væri að fara fram á að Árni Páll kæmi með sér. Fór ljósmyndarinn síðan með honum og sá ég ekki meira til Árna niður í Borgartúni. Blaðamaðurinn hafði heimsótt Borgartún 7 í því skyni að reyna að fá viðtal við Schútz, en ætlaði að bíða þar til hann hefði lokið málsverðinum. En þegar ég sá að ljósmyndarinn virtist eKki ætla að losna strax ákvað ég að fara á stúfana. Lagði ég leið mína þessu næst í húsakynni rannsóknar- lögreglunnar. Hvergi bólaði á ljósmyndaranum og snéri ég þvi brátt aftur inn í ganginn framan við matsalinn. Heyrði ég þá mikla háreysti úr eldhús- inu. Var þar nokkur hópur manna að spjalla við starfs- stúlkur eldhússins. Sá ég að þarna var staddur maður sá er hafði haft Árna Pál á brott með sér. Lá manninum hátt rómur og virtist hann mjög æstur. Tönnlaðist hann á því að hann yrði að ná filmunni. Ég er handtekin Snéri ég nú aftur inn á gang þann sem rannsóknarlög- reglumenn fara um inn í skrif- stofur sínar. Var ég enn að svipast um eftir ljósmyndaranum, þegar einhver óeinkennisklæddur maður vindur sér að mér og biður mig að koma með sér inn á skrifstofu. Sagði hann að ekki væri ætlunin að yfirheyra mig, heldur ætti ég að bíða þarna. Kvaðst lögreglumaðurinn vita, að ég væri blaðamaður og hefði verið í fylgd með ljós- myndaranum, sem verið væri að yfirheyra. Ég brást illa við því að eiga að dvelja þarna ófrjáls ferða minna og renndi grun í að þarna væri um eins konar handtöku að ræða. Öskaði ég því eftir að fá að fara til að ganga úr skugga um hvort ég ætti að heita frjáls. Lögreglumaðurinn svaraði því ii! að ég mætti okki fara. Þá krafðist ég þess að fá að hrinpja en því var einnig synj- að Ég spurði nú rannsóknar- lögreglumanninn aftur og aftur hvernig stæði á því að ég mætti ekki fara og hvað ég hefði brotið af mér. Benti ég á að það eina sem ég hefði aðhafzt í mat- salnum væri að snæða eins og aðrir. Svaraði lög- reglumaðurinn því einu til að honum hefði aðeins verið falið að líta eftir því að ég færi ekki og sjá þannig til þess að ég hefði ekkert samband við umheiminn. Ég ítrekaði þá enn á ný að ég vildi fá að hafa samband út fyrir rannsóknar- lögregluna, ef ég ætti að vera þarna í haldi. Rannsóknarlög- reglumaðurinn svaraði því þá til: „Ég get farið með þig hérna út á svalirnar svo þú fáir samband við umheiminn.“ Alger óvissa Þegar ég spurði lög- reglumanninn hvað ætti að gera við mig, svaraði hann sífellt að sér hefði aðeins verið falið að sjá um að ég yfirgæfi ekki staðinn. Sagðist hann biða frekari fyrirmæla. Hins vegar sagði hann að hér væri ekki um yfir- heyrslu að ræða, hann þyrfti ekki að svara mér neinu. Sagðist ég vera mjög óánægð með það að fá enga skýringu á frelsissviptingu minni. Þá sagði rannsóknarlögreglumaðurinn að ég þyrfti ekki að spyrja að neinu, ég mætti líka allteins þegja. Ég var orðin nokkuð uggandi um að úr dvöl minni færi að lengjast hjá rannsóknarlög- reglunni og jafnvel að um tímabundna frelsissviptingu yrði að ræða. Þótti mér það óskiljanlegt að blaðamenn gengur ekki lengur frjálsir ferða sinna i starfi sínu. Örn Höskuldsson veit hvað hann aerir Rannsóknarlögreglumaðurinn viðurkenndi að sá sem hefði farið með Ijósmyndarann á brott væri Örn Höskuldsson. Þegar ég dró í efa að saka- dómarinn væri þarna að fara löglega að, sagði hann að Örn Væri vel menntaður maður. Kvaðst lögreglumaðurinn ekki trúa þvi að hann væri að gera nokkuð það sem ekki væri í samræmi við lagabókstafinn. Ég spurði rannsóknarlög- reglumanninn að því, hvers vegna ljósmyndarinn hefði verið tekinn. Rannsóknarlög- reglumaðurinn svaraði þá: „Við viljum ekki að það sé verið að -mynda hjá okkur.“ Ég benti honum á að það hefði ekkert verið myniiað hjá „þeim.“ Myndirnar hefðu verið teknar inni I matsal er væri rekinn af þeim opinberu stofnunum sem eru til húsa að Borgartúni 7. Gat hann enga frekari skýringu gefið á því hvers vegna ekki mætti mynda. Hann spurði mig jafnframt hvort ég hefði einhverjar filmur á mér. Ég svaraði því neitandi og tók hann svar mitt trúanlegt, allavega leitaði hann ekki hjá mér. Laus eftir klukkutíma Ég.var sifellt að krefjast þess að fá að hafa símasamband út fyrir rannsóknarlögreglu- deildina. Eftir að hafa setið inni á skrifstofunni i um það bil einn klukkutíma kvaðst ég verða að hringja,. Ég hefði lofáð deginum áður að hringja um þetta leyti og ég yrði að standa við það. Rannsóknarlögreglumaður- inn hafði bá samband við einhvern yfirboðara sinn. Sá Halldór Sigurðsson rann- sóknarlögreglumaður, fanga gæzlugæzlumaður Berglindar. hinn sami hefur vlst gefið leyfi fyrir því að ég væri laus. Greinilegt var að vörður minn hafði fyrirmæli um að sleppa mér ekki fyrr en það væri talið óhætt að mati fyrirsvarsmanna þarna á staðnum. Þeir höfðu hins vegar ekkert látið í sér heyra þrátt fyrir að ljós- myndaranum hefði verið sleppt fyrir drjúgri stundu. Sýnir þetta glögglega hversu farið er með mál þótt saklausir eigi í hlut. Þeir eru látnir biða þess að einhver af yfirmönnunum láti frá sér heyra, og í þessu tilfelli hefði mátt láta mig fara töluvert fyrr. Hefði rann- sóknarlögreglumanninn ekki farið að lengja eftir að heyra úrskurð sér æðri manna hefði dvöl min sjálfsagt orðið lengri þarna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.