Dagblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDACIUH 19. AGÚST 1976 n að tryggjaséríslandsmeistaratitilinníkvöld m möguleika sínu ó íslandsmeistaratitli opnum Fram á Lausardalsleikvanginum. Nú standa liðin í svipuðum sporum — enn berjast þessi gamalgrónu lið um íslandsbikarinn. En lítum á stöðuna fyrir leik Fram ■og Vals í kvöld: Valur 14 9 4 1 42-13 22 Fram 14 9 3 2 26-15 21 Akranes 14 7 4 3 22-17 18 Breiðablik 14 7 2 5 18-18 16 Víkingur 13 6 2 5 17-17 14 Keflavík 14 5 2 7 19-21 12 KR 14 3 5 6 20-21 11 FH 13 1 4 8 8-26 6 Þróttur 14 1 2 11 10-34 4 Spurningin í kvöld er ef til vill öðru fremur. Hvernig tekst hinni marksæknu framlínu Vals gegn sterkri vörn Fram? Nýlega léku liðin i bikarnum — Valur sigraði 2-1. Ingi Björn Albertsson öðrum fremur sá um sigur Vals — hann skoraði bæði mörk liðs síns. En hann naut líka aðstoðar félaga sinna úr fram- línunni, þeirra Hermanns Gunn- arssonar og Guðmundar Þor- björnssonar. Guðmundur átti mjög góða sendingu á Inga sem komst í gegn og skoraði fyrra mark Vals. Hermann átti frábæra sendingu á Inga og aftur komst Ingi í gegn, en var þá brugðið og vítaspyrna dæmd, en úr henni skoraði Ingi. Vörn Fram hefur undanfarin ár verið hin sterkasta í 1. deild. Liðið varð fyrir miklu áfalli þegar það missti Martein Geirsson í atvinnu- mennsku til Belgíu. En Sigurbergur Sigsteinsson hefur komið ágætlega frá leikjum liðsins og fylit upp í Marteins. Kristinn Jörundsson, hinn marksækni miðherji Fram hefur í undanförnum leikjum verið skotskónum fyrir lið sitt og nú hefur hann skorað 9 mörk. Hvernig tekst honum upp í kvöld? Tekst honum að snúa leiknum Fram í vil? Já, það eru margar spurningar sem verður svar- að í kvöld. Valsmenn hafa hafið áheitaher- ferð. Það er, mönnum gefst kostur á að heita á Val, vinni liðið íslands- mótið i ár. Tekið verður á móti áheitum í bíl við inngang Laugardals- leikvangs frá kl. 18 í kvöld. Valur i kvöld þa geta menn greitt áheitið í bílnum eftir leikinn, annars í heimili Vals við Hlíðarenda. ð KSÍ að sakast keppni þessi skyldi haldin gagn- kvæmt, og talið var útilokað að Fær- eyjar gætu staðið fyrir svo umfangs- miklu móti. í þriðja lagi þar sem Færeyingar væru ekki aðilar að UEFA .eða FIFA (alþjóðasamtökum knattspyrnusambanda) og lands- leikir við þá féngjust ekki viður- kenndir, en mjög er upp úr því lagt i slíkum alþjóðakeppnum. 2. Að fengnum þessum við- brögðum, kom annað tveggja til greina fyrir KSÍ — að draga okkur út úr keppninni eða sætta okkur við þessa afstöðu og lúta þeim reglum, sem við höfum sjálfir samþykkt um fyrirkomulag og þátttakendur. Ef KSI hefði hins vegar hætt við framkvæmd mótsins og dregið sig út úr keppninni, hefði það einfaldlega þýtt það, að keppnin hefði verið háð annars staðar í ár og framvegis án okkar þátttöku og Færeyinga. Það var mat bæði KSÍ og iþróttasambands Færeyja, að slík ákvörðun þjónaði hvorki íþróttalegum hagsmunum islendinga né Færeyinga. 3. Ákvörðunin um nefnt drengja- mót var tekin á sameiginlegum fundi fimm norrænna knattspyrnusam- banda, sem haldinn er árlega. Færey- ingar hafa ekki átt aðild að því sam- starfi og aldrei eftir því sótt. Engu að síður bauð KSÍ fulltrúa Færeyja til að sitja slikan fund, þegar hann var haldinn hér á landi í fyrra. 4. Færeyingar hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu (UEFA) og Alþjóðasambandinu (FIFA) en hafa enn ekki verið samþykktir. Öþarft ætti að vera að taka fram, að íslend- ingar hafa ávallt stutt umsókn Færeyja og munu gera það áfram. KSÍ mun hins vegar ekki segja sig úr þessum samtökum eða hætta við þátt- töku i alþjóðakeppni í mótmælaskyni f.h. Færeyinga. 5. Knattspyrnusamband Íslands er ekki aðeins eina íþróttasambandið hér á landi, heldur á öllum Norður- löndum, sem heldur uppi reglulegum samskiptum við Færeyinga. Nú nokkur undanfarin ár, hafa verið leiknir árlega bæði A-landsleikir og unglingalandsleikir til skiptis í Færeyjum og á íslandi. Nú hafa drengjalandsleikir bætzt við. Það eru örgustu öfugmæli, þegar því er haldið fram, að KSÍ hafi Færeyingum tillitsleysi eða lítils- virðingu. Samskiptin á knattspyrnu- sviðinu hafa verið mikil og góð, og það er ekki við KSÍ að sakast ef aðrar þjóðir vilja ekki taka upp þau sainskipti. f.h. stjórnar KSI Ellert B. Sehram form. li Fram og Vals. Þá sigraði Valur 2-1 — en þarna gnæfir Asgeir Elíasson, hinn iðmundsson úr Val. Jón Pétursson fylgist með álengdar. DB-mynd Bjarnleifjir. Uppgjörið stendur milli Hauka og ÍR I— ía-riðli þar sem ÍR mœtir jafntefli. Ólafur Einarsson brákaðist á hendi á sinni fyrstu œfingu með Víking I Islandsmótið í handknattleik utanhúss hélt áfram í gærkvöld og voru þá leiknir þrír leikir. Það sem helzt bar tiltíðindavar sigur 2. deildarliðsins Ármanns gegn Þrótti 22-18 en annars urðu úrálit eins og búizt var við — Víkingur sigraði HK og Haukar — Gróttu 21-16. Snúum okkur að fyrsla leik kvöldsins, sem var Víkingur — HK. Austurbæjarliðið sigraði örugglega 27-16 en þrátt fyrir ellefu marka sigur þá gekk Víkingum illa að hrista af Sér 2. deildarlið Kópavogs framan af. En hægt og bítandi þó — aldrei fór á rnilli mála að Íslands- meistararnir utanhúss voru mun sterkari. Staðan í hálfleik var 12-7 og í síðari hálfleik jóst munurinn sífellt. Viggó Sigurðsson og Þorbergur Aðalsteinsson voru markhæstir Víkinga með 8 mörk hvor. Hins vegar sást Ólafur Einarsson með hönd i gipsi á mótinu — en hann hafði þá brákað hægri höndina á sinni fyrstu æfingu með sínum nýju félögum í Víkingi en meiðslin voru ekki al- varlegri en það að Ölafur losnar við gipsið eftir 10 daga. Nú er eins og í fyrri leikjum HK í mótinu var hinn kornungi leikmaður HK, Stefán Halldórs- son, markhæstur, nú skoraði hann 6 mörk. Ármann og Þróttur léku að leik islandsmeistaranna og 2. deildar- liðsins loknum. Leikurinn var allan tímann jafn, og sást oft skemmtilegt spil til liðanna. Staðan í hálfleik var 11-9, Ármanni í vil og tókst hinum ungu leikmönnum Ármanns að halda forystunni og gott betur, þegar upp var staðið skildu fjögur mörk, 22-18. Friðrik Jóhannsson og Hörður Harðarsson voru markhæstir Ármenninga með 5 mörk hvor. Bjarni Jónsson og Kristján Friðriksson skoruðu 6 mörk hvor fyrir Þrótt. Haukar unnu öruggan sigur á vængbrotnu liði Gróttu, en þar vantaði fjórða máttarstólpa frá í fyrra, en stórleikur Árna Indriðasonar gat ekki komið í veg fyrir sigur Hafnarfjarðarliðsins 21-16 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13-8 Haukum í vil. Jón Hauksson skoraði 10 mörk fyrir Hauka í rigningunni en það sama gerði Árni Indriðason.fyrir Gróttu, 10 mörk. Staðan í a-riðli er nú: ÍR Haukar Víkingur Grótta HK 3 3 0 0 60-48 6 3 2 0 1 61-47 4 3 2 0 1 63-54 4 3 1 0 2 48-55 2 4 0 0 4 63-91 0 I b-riðli bítast FH og Valur en staðan er: Valur 3 3 0 0 69-38 6 FH 3 3 0 0 79-56 6 Ármann 4 1 1 2 66-84 3 KR 4 0 2 2 79-92 2 Þróttur 4 0 1 3 73-96 1 Markhæsti leikmaður mótsins er Sigurgeir Marteinsson úr Haukum með 23 mörk en Stefán Halldórsson úr HK hefur skorað 22 mörk. ■ ' u'i’ii (riiín l' Jón KarlsSon hefur verió liði sínu drjúgur. Hér skorar Jón í leik Vals gegn KR á útimótinu í hanuknattleik. DB-mynd Bjarnleifur. Oruggur sigur Boit — Kenyabúinn sem ekki f ékk að keppa í Montreal átti ekki í vandrœðum með silfurhafann frá Montreal Mike Boit frá Kenya sigraði silfurhafann í 800 metra hlaupi frá Montreal, Ivon Van Damme, á vegalengdinni í Zurich í gær- kvöld. Boit átti aldrei í vand- ræðum með Belgann og sigraði á ágætum tíma — 1.43.90. Það vakti ntikla athygli að Boit skuli hafa tekið þátt í mótinu þar sem Ný- Sjálendingar tóku einnig þátt — að vísu ekki í sömu grein. John Walker sigraði í 1500 metra hlaupinu og var aldrei í vandræðum með Thomas Wessinghage, sem reyndi að komast upp að honum á beinu brautinni. Tími Walker var 3:37.80. Diek Quax frá Nýja-Sjálandi I átti ekki i vandræðum með að sigra Carlos Lopez frá Portúgal — | silfurhafann í greininni i Montreal. Quax fékk tímann 13:24.07 en Lopez 13:25.52. Hunt varð fjórði í Austurríki John Watson, 30 ára gamall Iri sigraði í Grand Prix kappakstrinum í Zeltweg í Austurríki og skaut þar með Bretanum James Hunt aftur f.vrir sig — en hann hafnaði aðeins í f jórða sæti. Þetta var fyrsti sigur VVatson í Grand Prix keppni en hann ekur bandarískuni Pcnzka híl. Eftir sigurinn lofaði Watson að raka sig — hann hafði heitið að raka sig ekki f.vrr en sigur i Grand Prix keppni ynnist. Nicki Lauda fylgdist með keppninni úr rúmi sínu i sjúkrahúsi í sjónvarpi. Hann var yfir sig ánægður að Hunt skyldi ekki hafa unnið — heldur enn í vonina um sigur um heimsbikarinn. Þar hefur Lauda 11 stiga forystu — 58 stig gegn 47 stigum Ilunt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.