Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 10
10 frjálst, úháð dagblað Uij'cfamli Da«blaðið hf. FramkværmJasljóri: Sveinn H. Kyjólfsson. Ritst jóri. Jónas Krist jánsson. Fréttasijóri: Jón Birjíir Pétursson. Hitstjórnarfulltrúi: Haukur Helj'ason. Aóstortarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. lþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Reykilal. Handrit Asjírimur Pálsson. Blartamenn: Anna Bjarnason. Ásj»eir Tómasson. Berjilind Asjjeiisdóttir. Bráyi Sij.Mirösson. Krna V Injíólfsdóttir. (lissur Sijjurrtsson. Hallur Hallsson. Heljji Pétursson. Jóhanna Birjjis- dóttir. Katrín Pálsdóttir. Kristin Lýrtsdóttir. Ólafur Jó:.>son. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir .Arni Páil Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björjívin Pálsson. Hayna Th. Sijju;,'snn (’ijaldkeri: Práinn Þorleifsson. Dreifinjjarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftarjjjald 1000 kr. á mánurti innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakirt. Ritsljórn Sirtumúla 12. simi 83322. aujjlýsinjjar. áskriftir ojj afjjreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setninjj ov umbrot: Dajjblartirt hf. ojj Steindórsprent hf.. Armúla 5. Mvnda-ojj pliitujjerrt: Hilmirhf.. Sírtumúla 12. Prentun: Arvakur hf.. Skeifunni 19. Tvœrþjóðir Tvær þjóðir búa í þessu landi. Önnur er neyzlufrek og hin neyzlugrönn. Báóar þessar þjóóir skipa fjölmennir hópar manna. En sennilega eru þeir þó fleiri, sem búa vió óhóf, heldur en þeir, sem eiga rétt til hnífs og skeiðar. Þessi skipting er ekki úr Karli Marx né öðrum fræðimönnum. Ef til vill er hér um að ræða séríslenzkt fyrirbrigði, sem menn geta séó með því að líta vandlega í kringum sig. Annars vegar er þjóöin, sem lætur sig ekkert skorta. Hún býr í glæsilegum íbúðum búnum dýrustu húsmunum. Hún á sumarbústaði og tvo bíla. Hún fer utan einu sinni eða tvisvar á ári til hvíldar og hressingar. Hún stundar lax- veiði, hestamennsku og aðra dýra leiki. Mjög mislitir hópar skipa þessa þjóó. Þar á meðal eru fjölskyldur, þar sem hjón og börn vinna gífurlega mikió. Þar eru fjölskyldur hátekjumanna, sem mesta hafa menntunina, ábyrgðina eða áhættuna, svo og fjölskyldur æðstu embættismanna. Þar eru fjölskyldur, sem fengið hafa mikinn arf eóa stóra happ- drættisvinninga. Þar eru fjölskyldur skatt- leysingja, sem stunda holubúskap í verzlun, iðnaði, þjónustu og útgerö og hafa aðstöðu til að ná stórum fúlgum undan ríkisvaldinu. Hins vegar er þjóðin, sem hefur varla ráð á heilsuspillandi húsnæði, nauðsynlegasta mat, svo og ýmsum gjöldum og álögum. Þessi þjóð getur ekki veitt sér neinn munaó og lifir aó öllu leyti lífi, sem er mjög ólíkt lífi hinnar þjóðarinnar. Þessi þjóð er líka sundurleit. Þar á meðal er margt eftirlaunafólk, sem dregur fram lífið að lokinni langri starfsæfi. Þar eru margir öryrkjar og sjúklingar, einnig drykkjusjúkl- ingar og auðnuleysingjar. Þar eru líka einstæðir foreldrar, einkum einstæðar mæður, stundum með stóra barnahópa, sem þær verða því sem næst einar aó halda uppi. Síðast en ekki sízt er þar mikill fjöldi láglaunafólks, sem vinnur fyrir lág taxtalaun og hefur litla yfir- vinnu. Margt fólk lifir á mörkum þessara skarplega aðskildu þjóða eða mitt á milli þeirra. Eigi að síóur er tvískiptingin, sem lýst er hér að ofan, nógu raunveruleg til þess, að unnt sé að tala um tvær þjóðir í sama landinu. Milli þessara þjóða þarf að brúa bilið og búa til eina þjóð. Ekki þó með óraunhæfum hug- myndum um, að allir hafi sömu tekjur. En bilið þarf að minnka, þótt það kosti samdrátt í óhófseyóslu annarrar þjóðarinnar. Engin einföld leið er til að þessu markmiði, heldur verður margt að fara saman. Sumpart getur hið opinbera dregið saman önnur segl sín en almannatryggingar og losað þannig fé til aukningar á einkaneyzlu verr stöddu þjóðarinnar. Sumpart getur hið opin- bera reynt að smíóa skattalög, sem ná til ríku skattleysingjanna án þess að koma niður á fólki, sem hefur miklar tekjur af eðlilegum ástæóum og borgar af þeim skatt. Hvort tveggja mundi hafa veruleg áhrif, auk þess sem aðrar leióir gætu komió til viðbótar. Baráttumaðurinn Harold Robins i dag og árið 1940 sem öryggisvörður við hús Trotskys. DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 23. AGÍJST 1»7B Þegar ísöxin féll: Baráttan fyrir opin- berri rannsókn ó morði Trotskys ^ Þrjátíu og sex ár eru liðin síðan Ramon Mereader, öðru nafni Jacques Monard, enn öðru nafni Frank Jacson, hjó isöxi í höfuð Leon Trotsky. Af- leiðingar morðsins á honum verður aldrei hægt að segja fyrir um að fullnustu og sífellt má deila um þær. Helztu stuðningsmenn Trotskys halda því fram að það hafi valdið þáttaskilum í heimsstyrjöldinni sfðari og seinkað verulega þeirri byltingu sem þeir biða enn þolinmóðir eftir. Þetta var fjórða ár Trotskys í útlegð i Mexico og fyrsta ár hans á hinu fræga heimili hans við Avenue Viena í úthverfum Mexicoborgar. Árið 1939 réði hann til sín ungan fylgismann sinn frá Bandaríkjunum, Harold Robins, 32ja ára gaml- an. Robins var einn af stofn- endum Trotskyhreyfingarinnar í Bandaríkjunum og hafði tekið þátt í „aaa.. sennilega 200“ bar- dögum við Stalínista. Hann var ráðinn sem öryggisvörður við hús Trotskys, sem var vel varið fyrir, og síðan varð hann yfir- maður öryggisvarðanna. Þeir tveir deildu ákaft um varnir hússins. Er Robins stækkaðí sjónopin á múrveggn- um, sem umlukti húsið, kallaði Trotsky hann fyrir sig og sagði hann vera hreinan skemmdar- verkamann. Stuttu síðar kom Robins að Trotsky þar sem liann var að fylla upp í götin að nýju og þá sagði hann Trotsky vera skemmdarverkamann. ,,Hann reifst við mig og ég reifst við hann.“ Án þess að mikið bæri á reifst Trotsky mikið við verðina og vildi ekki að leitað væri á gestum sínum. „Okkur fannst hann ekki sýna málinu nógu mikinn skilning," segir Robins. „En honurn fannst húsið vera orðið nægilega líkt fangelsi. Auk þess urðu múrarnir til þess að skyggja algjörlega á út- sýnið til hinna fögru fjalla er umkringja Mexicoborg. Hann reyndi allt til þess að dvölin yrði honum ekki eins og í fang- elsi. Robins var á verði er fvrsta tilraunin var gerð til þess að ráða Trotsky af dögum. Hópur Stalinista undir forystu Alfaro Siquerros brauzt inn i húsið og skaut úr vélbyssum inn í sveín- herbergi hans. Honum tókst að kofnast undan ósærður. Robins heldur því fram að það hafi bjargað Trotskv að hann vaknaði við fyrstu skotin. Sjálfur var hann nýlega geng- inn til náða. Hann vaknaði við skotin, leit út í garðinn og sá mexikanskan lögreglumann. Síðar kom í ljós að árásin hafði verið gerð með vitund lögregl- unnar. Samt lét forseti lands- ins, Cardenas, lögregluforingj- ann, Salazar, fara og biðja af- sökunar á þeim óþægindum er Trotsky kynni að hafa orðið fyrir. Robins heldur því ennfremur fram að árásin hafi verið gerð í því augnamiði að drepa Trotsky en leyfa vörðunum að halda lífi. Síðan, líkt og í Macbeth, hefðu þeir orðið að taka af- leiðingunum. „Allt leit þetta út eins og til þess að friða fólkið," segir Robins, sem sjálfur er nú 68 ára og verður mjög æstur er hann ræðir um málið — k’allar árásarmennina „hóruunga". Sjálfur segir hann einnig að Trotsky hafi áminnt hann um að nota ekki slíkt orðbragð. „Honum var mjög í mun að ná fáguðum tökum á ensku,“ segir hann. Robins var aftur við vörzlu þann 20. ágúst. Tveir aðrir verðir voru að koma fyrir aðvörunarbjöllu á þaki hússins vegna árásarinnar í maímánuði sama ár. Það var ekki í fyrsta skipti sem Mercader heimsótti Trotsky og þennan dag ætlaði hann að fá álit hans á stjórn- málaritgerð sem hann hafði í smíðum. Auk þess hafði hann komið margoft í húsið að næturlagi þvi ein vinnukvenna Trotskys var ástmey hans. Þrátt fyrir það að heitt var í veðri hafði Mercader hatt sinn á höfðinu og var i regnfrakka. Ekki var hirt um að leita á honum og hann fór rakleiðis inn í vinnuherbergi Trotskys. „Það næsta sem ég heyrði," segir Robins, „var þungt and- varp eða sársaukafull stuna. Ég hljóp inn í vinnuherbergið og sá Trotsky velta um með is- öxina í höfðinu. Konan hans, Natalya, sem lá í rauninn fár- sjúk fyrir dauðanum með krabbamein, stóð og barði hnef- unum í brjóst Mercader sem stóð eins og negldur við gólfið. Hann var með 45 kalibera skammbyssu í hendinni og hefði getað lokið þessu af. Það eina sem mér kom í hug var að ná byssunni. Eg sló hann niður, þreif b.vssuna og lamdi liann með henni. Eg man að ég hrópaði: „Ég ætla ekki að drepa þig. Ég ætla að berja sundur í þér hvert bein þannig að þú verðir að lifa sársaukafullu lífi allt til dauðadags." Svo lamdi ég hann og lamdi, hætti ekki fyrr en hann fór að hósta blóði. Þá hætti ég vegna þess að við þurftum á vitnisburði hans aó halda.“ Sú saga varð aldrei sögð að fullnustu. Trotsky lézt daginn eftir og Mercader neitaði að tala, en þegar hann loksins fékkst til þess var Htið á því að græða. Nú er yfirleitt álitið að GPU, leynilögregla Stalins, hafi séð fyrir Trotsky. En Trotskyistar eru enn að þrátta um þá sem unnu i hús- inu við þetta tækifæri. Robins segir sjálfur að hann hafi annan öryggisvörð, Joseph Hansen, sterklega grunaðan. Hansen, sem enn er á lífi I Bandaríkjunum, hefur staðfast- lega neitað öllum ásökunum. Hann hefur einnig neitað því að vera viðstaddur opinbera rannsókn á málinu sem Trotskyistar hafa reynt að beita sér fyrir. Og baráttan fyrir þeirri rann- sókn er orðið eitt af höfuðbar- áttumálum Robins. Hann hefur tekið drjúgan þátt í starfsemi Phanter-hreyfingarinnar í New York en þess á milli ferðast hann um og heldur fyrirlestra um málið í skólum og víðar. Flestir hafa litla trú á því að hann kunni að vinna málstað sínum fylgi, en brezk dagblöð, og þá einna helzt þau er styðja vinstrisinna, hafa sýnt málinu áhuga. Fyrir skömmu var hald- inn mikill fundur í London þar sem málefni þetta var kynnt og var leikkonan Vanessa Red- grave einn aðalræðumanna. Þar var ennfremur sýnd 40 mínútna kvikmynd um ævi Trotskys og má segja að áhuga almennings verði bezt lýst með orðum eins áhorfanda: ..Mvndin með Richard Burton var mun betri.“

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.