Dagblaðið - 23.08.1976, Page 16

Dagblaðið - 23.08.1976, Page 16
16 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 23. ÁGÚST 1976. róttir iþróttir Iþróttir þróttir Einum fleiri móttu leik- menn QPR þola slœmt tap! — QPR tapaði 0-4 fyrir Everton í fyrstu umferð f ísku 1. deildarinnar þrótt fyrir að þeir vœru einum fleirí mestan hluta leiksins Fyrsta umferð ensku knatt- spyrnunnar, sem lcikin var á laugardag bauð upp á ýmis óvænt úrslit. Úrslit sem heilla áhugamenn víðs vegar um hcim — ekki siður á Íslandi en annars staöar. Já, ekki verður annað sagt en ýmsir leikir hafi komið mjög á óvart cn þó eng- inn eins og leikur QPR og Everton á Loftus Road í Lundúnum. QPR — Everton 0—4 — ótrú- legt en satt og það sem gerir úrslit leiksins enn makalausari er, að David Jones hjá Everton var rekinn af leikvelli eftir aðeins 18. mínútur og þrátt fyrir að leikmenn QPR væru einum fleiri tókst þeim ekki að snúa leiknum sér í hag. Þegar Jones var rekinn af velli var staðan 1—0 fyrir Everton. Phil Parkes markverði QPR urðu á hroðaleg mistök. Mein- laus sending fyrir mark QPR og Parkes ætlaði að grípa knött- inn, en á óskiljanlegan hátt tókst honum að klúðra knettin- um yfir marklínuna og Everton náði forystu þegar á 7. mínútu. Síðan á 18. mínútu var David Jones rekinn af velli en þrátt fyrir það skoraði Everton næsta mark. Dýrasti leikmaður enskr- ar knattspyrnu, David Latch- ford, skoraði eftir þunga pressu Lundúnaliðsins. Flest gekk QPR í óhag — John Hollins misnotaði víta- spyrnu og í næsta upphlaupi Everton braut Hollins af sér í vítateig QPR og vítaspyrna var umsvifalaust dæmd. Mike Bernard skoraði örugglega, 0—3. Þannig var staðan í leikhléi 0—3. QPR sótti látlaust 1 síðari hálfleik en hinir 10 leikmenn Everton vörðust vel og áttu af og til hættulegar skyndisóknir. Og svo fór að Everton skoraði — David Latchford skoraði fyrir Everton og tryggði sigur liðsins frá Liverpool. Eins og menn vafalaust rekur minni til þá hafnaði QPR í öðru sæti síðastliðið vor en Everton um miðja deild. En snúum okkur að úrslitum á laugardag. Arsenal — Bristol City 0—1 Aston Vilia — West Ham 4—0 Ipswich — Tottenham 3—1 Leeds — WBA 2—2 Leicester — Man.City 2—2 Liverpool — Norwich 1—0 Man. Utd. — Birmingham 2—2 Middlesbro — Coventry 1—0 Newcastle — Derby- 2—2 QPR — Everton 0—4 Stóke Sunderland 0—0 2. deild: Blackburn — Bolton 3—1 Bristol Rov — Blackpool 1—4 Charlton — Cardiff 0—2 Fullham — Nott. Forest 2—2 Hereford — Hull 1—0 Luton — Sheff. Utd. 2—0 Notts Cour.ty — Millvall 1—2 Oldham — Plymouth 2—2 Orient — Chelsea 0—1 Soutnampton — Carlisle 1—2 Wolves — Burnley 0—0 Liðin er síðastliðið vor komu QPR og Manchester únited voru bæði í baráttunni um Engiandsbikarinn. Á laugardag varð QPR að þoia tap á Loftus Road — Manch. Utd. varð að sætta sig við jafntefii á Old Trafford. Þessi mynd er frá síðastiiðnu vori þegar liðin mættust á Loftus Road. Þá sigraði QPR 2-1 og hér skorar David Webb fyrir Lundúnaiiðið. Phil Parks urðu a slæm mistok a laugardag. upp úr 2. deild hófu hið nýja keppnistímabil mjög vel. Öll léku á útivelli og Bristol City, sem ekki hefur átt sæti í 1. deild í 65 ár hóf keppnistima- bilið með sannkölluðum glæsi- brag. City hélt til Lundúna og heimsótti Highbury, þar sem rúmlega 40 þúsund áhorf- endur voru saman komnir. Mikil eftirvænting ríkti á áhorfendapöllunum. Eftir mögur ár hafði Arsenal bætzt góður liðsauki, Maleolm MacDonald frá Newcastle og hann átti að sjá um mörkin fyrir hið fræga lið. En hvílik vonbrigði! Bristol City var mun betra liðið og sótti meira. — Að vísu byrjaði Arsenal betur en fljótlega náði Bristol City undirtökunum og MacDonald sást ekki í leiknum. Ceoff Merrick leikntaðurinn, sem Arsenal vildi kaupa siðast- liðinn vetur hafði MacDonald alveg í vasanum. Jafnt var í leikhléi 0—0, en á 65. mínútu kom sigurmarkið. Tom Ritchie en í hann, ásamt Merrick bauð Arsenal 250 þús- und pund átti góða sendingu beint á kollinn á Paul Cheesley, sem skallaði örugglega framhjá Jimmy Rimmer. Raunar kom Rimmer í veg fyrir stærra tap Arsenal með ágætri markvörzlu og virðist því erfiður vetur framundan hjá hinu fræga Lundúnaliði. WBA hélt til Yorskhire og heimsótti Leeds á Elland Road. WBA náði forystu þegar á 6. mínútu þegar Alister Brown skoraði. Vörn Leeds átti mjög í vök að verjast i fyrri hálfleik, þar átti ekki sizt ágætur leikur Johnny Giles fyrrum leik- manns Leeds, nú framkvæmda- stjóri WBA hlut að máli. Giles ityggði upp sóknarlotur WBA og frábærar sendingar hans komu hvað eftir annað vörn Leeds í ltobba. Enda fór svo að WBA jók forystuna á 44. minútu. Ciles átti ágæta sendingu á Tony Brown og hann skoraði, staðan í leikhléi 0—2. Svo virtist sem Leeds vaknaði af hinum væra svefni í síðari hálfleik og sóttu leik- menn Yorskhireliðsins mun meir. En vörn WBA var traust fyrir — og virtist stefna í öruggan sigur WBA. Tvö mörk á siðustu fimm mínútunum færðu Leeds stig. Á 85. minútu skoraði Carl Harris og á síðustu minútunni jafnaði Alan Clarke fyrir Leeds 2—2. Þriðja liðið sem kom upp úr 2. deild — Sunderland náði í dýrmætt stig þegar liðið ferð- aðist til Stoke upon Trent Jafn- tefli varð 0—0, gegn Stoke City. Meistararnir frá siðastliðnu vori, Liverpool fengu Norwich í heimsókn. Á síðasta keppnis- tímabili vann Norwich mjög óvænt á Anfield Road en á laugardag söttu leikmenn Liverpool látlaust þó upp- skeran yrði ekki nema eitt mark. Kevin Keegan tók horn- spyrnu á 55 mín. og Steve Heighway skoraði af stuttu færi. Fleiri urðu rnörkin ekki — leikmenn Norwich pökkuðu vörnina. A Old Trafford var að venju fullur völlur — 60 þúsund áhorfendur sáu Manchester United aðeins ná jafntefli gegn Birmingham 2—2. Archie Styles, sem á síðasta keppnistimabili var rekinn af leikvelli cinmitt á Old Trafford skoraði fyrsta mark leiksins á 15. minútu með góðu skoti af 20 metra færi. En United svaraði með tveimur mörkum á. 10 mínútum. Fyrst jafnaði Steve Coppel á 19. mínútu og Stuart Pearson bætti við öðru marki á 29. mínútu. Leikmenn Birmingham voru ekki á þeim buxunum að gefast upp — Kenny Burns jafnaði fyrir Birmingham rétt fyrir leikhlé. Manchester United sótti lát- laust 1 síðari hálfleik en ekki tókst að brióta niður sterkan varnarntúr Birmingham. Þó virtist sem Pearson hefði skoraði þegar hann átti hörku- skot i slá — knötturinn fór niður og virtist vera innan við marklínuna en dómarinn veifaði leikinn áfram. — Birmingham fór með dýrmætt stig heim. Newcastle United fékk Derby í heimsókn og fengu leikmenn Newcastle sann- kallaða draumabyrjun þegar Ray Hudson skoraði á 7. mínútu. David Nish jafnaði á 15. mínútu og Charlie George náði forystu fyrir Derby á 50. minútu en Tommy Craig jafnaði fyrir Newcastíe úr víti. Charlie George var rekinn af leikvelli eftir að hafa rifizt við dómarann, jafntefli 2—2. Ipswich fékk Tottenham i heimsókn og hafði Lundúnalið- ið forystu í leikhléi 1—0. Chris Jones skoraði mark Tottenham á 41. mínútu. Mike Lambert jafnaði fyrir Ipswich og í lokin skoruðu leikmenn Ipswich tvö mörk. Fyrst Keith Bertchin og síðan Lambert aftur. Middles- bro fékk Coventry í heim- sókn. Tony McAndrew skoraði mark leiksins á 53. mínútu og Middlesbro tók bæði stigin. Tæplega 40 þúsund áhorfendur sáu Aston Villa vinna stórsigur á West Ham. Eftir marklausan fyrri hálfleik opnuðust allar flóðgáttir West Ham. Andy Gray skoraði tvö mörk og Ray Graydon tvö, en Graydon leyfði sér þann munað að misnota vítaspyrnu. 1 2. deild fóru Dýrlingarnii- frá Southampton illa af stað, töpuðu fyrir Carlisle 1—2 á heimavelli. Bill Rafferty skoraði bæði mörk Carlisle en Peter Osgood svaraði fyrir Southampton. George Best, sem væntanlega mun leika með Fullham í vetur, var á Craven Cottage, leikvelli Fullham á laugardag þegar Fullham og Nottingham Forest skyldu jöfn 2—2. —h.halls.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.