Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 7
DACBLAÐIÐ. MAN’T.'DAGUR 23. AGUST 1976. 7 Erlendar fréttir REUTER Geimför: Luna 24 komin frá tunglinu með grjótið? Ömönnuð sovézk eldflaug er væntanleg til jarðar í dag með jarðvegssýni frá tunglinu. Sovézkar fréttastöðvar hafa hins vegar ekkert sagt um málið og ekki er vitað, hvernig ferð flaugarinnar til jarðar hefur gengið. Er flauginni var skotið á loft frá tunglinu sl. fimmtudag, tilkynntu sovézk yfirvöld, að hún mvndi lenda ,,22 ágúst 1976“. En i gærkvöldi lauk sjónvarpið útsendingum sínum án þess að minnast á eldflaugina og aðrir fjölmiðlar hafaverið þögulir semgröfin. Með flauginni tii jarðar eru jarðvegssýni og grjót, sem vísindastöð Luna-24 boraði eftir niður á allt að tveggja metra dýpi á stað á tunglinu, sem nefndur hefur verið Vandræðahaf. Kórea: Afsökunarbeiðni N-Kóreu ekki tekin til greina — bandarísk herskip og flugvélar inn ílandhelgina Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær, að þangað hefði borizt orðsending, þar sem segir, að Kim Il-Sung foseti Norður-Kóreu, harmi mjög dráp tveggja bandarískra liðs- foringja nú fyrir helgina, en að kveðjum þessum hafi verið hafnað af Ford forseta, sem segir, að hérlið allt verði að vera áfram t viðbragðsstöðu, vegna aukinnar spennu í Kóreu. Segja talsmenn foretans, að Kim Il-Sung hafi ekki í bréfi sínu beðizt afsökunar á morðum liðsforingjanna, sem urðu í bardaga vegna þess, að Bandaríkjamennirnir hugðust höggva niður tré, sem þeir sögðu hindra útsýni sitt yfir einskismannslandið á landa- mærunum. Segir ennfremur í bréfinu, að Bandaríkjamenn hafi oftsinnis áður gert sig seka um slíkt athæfi áður. Sagði tals- maður forsetans, að bréfið sýndi, að Kóreumenn „viður- kenndu verknaðinn að hluta“, en ekki væri hægt að taka það sem fulla afsökunarbeiðni, þar eð í því séu bornar þungar sakir á Bandaríkjamenn. Forseti Suður-Kóreu, Park Chung-Hee, hefur boðað til annars fundar í öryggismála- ráði landsins á tveim dögum, þar sem hin vaxandi spenna í landinu er rædd. Flugmóðurskipið Midway, sem er 51 þúsund tonn að stærð, er nú komið inn fyrir landhelgi Kóreu í fylgd með eldflaugaskipi og fjórum smærri freigátum. Að sögn sjónvarpsstöðvar í Japan mátti sjá sovézk herskip sigla í hum- átt á eftir skipunum, þegar þau fóru fram hjá Japan. Um 40 flugvélar voru tilbúnar til flug- taks á þilfari flugmóðurskips- ins. Enn er ekki vitað, hvert flot- inn mun stefna, en fylgzt er náið með aðgerðum hans í aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna, sem gegnt hafa friðargæzlu- hlutverki í Kóreu. Ford forseti hefur áður for- dæmt morðin, en forsetaefni demókrata, Jimmy Carter, sagði í gær, að Bandaríkjamenn „verða að sýna nógu mikla hörku, til þess að þetta gerist hvergi annars staðar í heimin- um“ og sagði hann atburðinn vera „augijóslega morð með köldu blóði“. Mafían í Bandaríkjunum: Jimmy Hoffa var kyrktur — íkjallara íbúðarhúss íDetroit, segir Newsweek ConnaBy hafnar kostaboði Fords Bandaríski verkalýðsleiðtoginn Jimmy Hoffa, sem saknað hefur verið í rúmlega eitt át, var kyrkt- ur og morðið undirbúið af leigu- morðingjum, að því er bandaríska fréttaritið Newsweek hefur eftir rannsóknarlögreglumönnum í dag. weresjlMMY HOFFfl Call (313) 962-7297 Jimmy Hoffa verkalýðsleiðtogi; Var hann kvrktur? „Morðið var skipulagt og fram- kvæmt af utanaðkomandi leigu- morðingjum,“ segir Newsweek i grein um málið. Blaðið hefur einnig eftir háttsettum embættis- manni í dómsmálaráðuneytinu: „Það varð ekkert slys í sambandi við hvarf Hoffa." „Sambandslögreglan (FBI) hefur nú upplýsingar um að honum hafi verið rænt og hann fluttur í kjallara einkaheimilis ör- skammt frá veitingahúsinu, þar sem hann sást síðast á lífi. Þar var hann kyrktur," segir Newsweek. Blaðið bætir því við, að rann- sóknarlögreglan hafi ekki hugmynd um hvar líkið sé niður- komið. Segir einnig, að þrír meintir Mafíubófar frá New Jersey hafi verið yfirheyrðir af lögreglunni í Pontiac í Michigan í fyrravetur, grunaðir um að vera valdir að hvarfi Hoffa. Þeim var sleppt án þess að ákæra væri lögð fram á hendur þeim. „Við erum engan veginn búnir að tala við þá pilta,“ hefur blaðið eftir starfsmanni lögreglunnar. Fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna, John Connally, á að sögn Times að hafa afþakk- að boð Fords forseta unt að verða formaður alríkisnefndar Repúblikanaflokksins. Að sögn þeirra, er næst Connally standa, á hann að hafa sagt, að of seint væri að skipu- leggja kosningabaráttu flokksins þannig, að hægt verði að vinna sigur gegn Jimmy Carter. Á Conally, sem eitt sinn var ríkisstjóri í Texas, að hafa sagt, .að hann sæi enga möguleika á því að Ford sigraði Carter og að hann vildi ekki láta kenna sér um það eftir á. Connally með Ford forseta: „Ég vil ekki taka á mig skellinn vegna ósigurs forsetans." Guadeloupe: AUKIN GOSHÆTTA EFTIR 11MÍNÚTNA SKJÁLFTA — vaxandi jarðskjúlftatíðni þykir benda til þess, að gosið sé skammt undan Snarpur jarðskjálftakippur, sem stóð í ellefu minútur, skók eyna Guadeloupe í Karíbahafi í gærkvöld. Vísindamenn hafa varað við þvi, að eldfjallið Soufriere gæti sprungið á hverri stundu. Styrk hugsan- legs goss hefur verið líkt við nokkrar kjarnorkusprengjur, eða 30 megatonn. Frá því á laugardagskvöld og þar til um hádegi í gter mældust 122 jarðskjálftakippir á eynni. Tíðni jarðskjálftanna fer vaxandi. Ellefu mínútna skjálftinn í gær var ltinn harðasti, sem mælzt hefur síðan 8. júlí. Af og til í gærdag spýtti eldfjallið frá sér grjóti og öskuskýjum. Yfirvöld höfðu þó í hyggju í morgun að leyfa nokkrum íbúanna, sem fluttir voru á brott, að snúa heim í nokkrar klukkustundir í dag til að sækja eigur sínar. Rúmlega sjötíu þúsund manns voru fluttir á brott frá eynni í síðustu viku. Vondu veðri er spáð á eynni — sem heyrir undir Frakka — í dag, enda var um tíma í gær búizt við að hvirfilbvlur færi þar yfir. Hvirfilbylurinn — sem kallaður er Emmy — breytti siðan um stefnu. Snarpur jarðskjálftakippur varð á Guadaloupe í gær og jók enn á ótta manna um að Soufriere-eldfjallið kynni að springa í loft upp innan skamins. Hér ntá sjá Iest herflutningabifreiða flytja fólk frá heimilum sínum í fjallshlíðinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.