Dagblaðið - 23.08.1976, Síða 11

Dagblaðið - 23.08.1976, Síða 11
 DACBLAÐIÐ. MAXUDACUli 23. AGUST 1976. r 11 \ Gegn skerðingu verkfallsréttarins Eftir helmings skeröingu á kaupmætti daglauna verka- fólks frá því í febrúarsamning- unum ’74, eftir aö kreppu auð- valdsþjóðfélagsins hefur verið velt svo rækilega yfir á axlir • verkalýðsins, að bruðl auð- valdsins og fjármálasukk er nú í hámarki, á nú að láta kné fylgja kviði og leggja til atlögu gegn rétti verkalýðsins til vinnustöðvunar. Já, fyrst hægt var að rýra kaupmátt launa um helming án teljandi mótspyrnu, því þá ekki að láta reyna á, hvort ekki sé hægt að svipta verkalýðinn verkfallsréttinum. Leyniplagg Seint í vetur er leið lét ríkis- stjórnin frá sér fara frumvarp að nýrri vinnulöggjöf, eða eins og það heitir: „Frumvarp til laga um stéttarfélög og vinnu- deilur”. Félagsmálaráðuneytið sendi þetta frumv. til forystu ASÍ og atvinnurekendasam- bandsins. Á frumvarpsuppkast- inu var stimpillinn „trúnaðar- mál“. Trúnaðurinn hefur verið haldinn af þessum aðilum, og kemur það engum á óvart hvað varðar atvinnurekendur, þar sem frumvarpið er þeirra hags- munir. Hins vegar sætir þessi trúnaður furðu, hvað snertir ASÍ, þar sem hér er vegið að verkafólki. Nánar um þögn ASÍ síðar. Fljótlega tók að kvisast um innihald þessa plaggs, en einu aðilarnir, sem sinnt hafa því að vekja athygli á innihaldinu og hvetja til baráttu gegn því eru pólitískir smáhópar á vinstri kantinum, sem gefa út blöð, sem hafa tiltölulega litla út- breiðslu (þess má geta, að út- varpsráð bannaði nýverið lestur úr leiðurum þessara blaða). Önnur blöð en þessi hafa þagað. Ekki er því þó til að dreifa,. að þau hafi þetta plagg ekki til umráða nú, eða geti hæglega komist yfir það. í síðasta tölublaði Néista, mál- gagns Fylkingarinnar, eru birtar orðréttar margar greinar úr plagginu, pg þar að auki lýsir Neisti sig reiðubúinn til að láta hverjum, sem hafa vill.í té afrit af leyniplagginu í heild, en Neisti komst nýlega yfir ein- tak af frumvarpinu. Frumvarp til laga í þessum greinarstúfi mínum eru ekki tök á að birta langar klausur úr frumvarpinu. Eg vil þó benda á nokkur atriði, sem eru einkennandi fyrir plaggið. I fyrsta lagi er í frumvarpinu kveðið á um, hvernig verkalýðs- félög skuli fjalla um kröfugerð og verkfallsboðun og gengur frumvarpið þannig þvert á sjálfstæði verkalýðsfélaganna. 1 öðru lagi eru þarna fjöl- mörg ákvæði, sem gefa sátta- semjara ríkisvaldsins og félags- málaráðherra rétt til að fresta í allt að 60 daga ákveðnum vinnustöðvunum og banna aðrar algerlega. Þannig má samúðarvinnustöðvun ekki hefjast fyrr en 14 sólarhringum eftir að sú vinnustöðvun hófst, sem stuðningi er lýst við. Þetta ákvæði er auðvitað sett í þeirri von.að búið sé að kæfa vinnu- stöðvun eins aðila áður en annað verkafólk getur veitt raunhæfa aðstoð. Félagsmála- ráðherra er heimilt að fresta í allt að 2 mánuði vinnustöðvun, sem tekur til 100 félagsbund- inna launþega. Þetta þýðir t.d. að verkafólki i langflestum fyrirtækjum landsins væri í raun bannað með lögum að svara ákveðinni árás atvinnu- rekandans með verkfalli. Þá er vinnustöðvun t.d. algerlega óheimil, ef tilgangur hennar er „að þvinga stjórnvöld til að framkvæma aðgerðir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma..." Þetta akvæði er sett til að reyna að koma í veg fyrir, að verkfólk hindri framkv. kjaraskerðingarlaga eins og t.d. laga um afnám um- saminna verðlagsbóta. En af slíkri lagasetningu hefur verka- fólk bitra reynslu. Mörg fleiri frestunar- og bannákvæði eru þarna. í þriðja lagi eru í frum- varpinu mörg háskaleg ákvæði um framkvæmd samningavið- ræðna og aukinn rétt sáttasemj- ara ríkisvaldsins til að troða í gegn svonefndum miðlunartil- lögum. Hægt er að banna, að skýrt sé frá því, sem gerist á samningafundum. Þetta er aug- ljóslega gert til að hindra að hinn almenni verkamaður viti nokkuð hvað er í bígerð, en slíkt er auðvitað besta ráðið til að gera hann óvirkan og ómeð- vitaðan í baráttunni. Eftir að búið er með slíku leynimakki að gera margt verkafólk ómeð- vitað og óvirkt í baráttunni, getur sáttasemjari krafist þess, að miðlunartillaga hans sé borin upp í verkalýðsfélaginu og skoðast hún þá m.a. sam- þykkt ef færri en 25 prósent félagsmanna taka þátt í at- kvæðagreiðslunni, jafnvel þótt hver einasti þeirra væri á móti. Þannig gæti allt að 1000 manna fundur i Dagsbrún ekki fellt slíka miðlunartillögu, þótt allir greiddu atkvæði gegn. Þetta getur sáttasemjari leikið trekk í trekk með sömu miðlunartil- löguna. Ef sáttasemjara tekst nú ekki að koma miðlunartil- lögu í gegn með þessu móti á hann enn ráð. Hann getur skellt saman atkvæðagreiðslum í mörgum félögum. Ef Dags- brúnarmenn t.d. væru mjög virkiri að fella miðlunartillögu og mættu allir vígreifir í hverja atkvæðagreiðslu. þá getur sáttasemjari bara tekið önnur félög inn í atkvæðatalninguna. þar sem áhuginn væri minni, og fengið þannig út, að Dags- brúnarmenn yrðu neyddir til að hætta vinnustöðvun, vegna þess eins, að áhuginn til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni væri lítill í hinum félögunum. Eg vona, að það sem hér er talið, nægi sem hvatning til að menn kynni sér betur hið nýja frumvarp rikisstjórnarinnar um vinnumálalöggjöfina. Þetta frumvarp er í heild sinni árás á verkfallsréttinn, á vérka- lýðsstéttina, og þessari árás verður verkafólk að hrinda. Verkfallsrétturinn Frá upphafi verkalýðs- stéttarinnar hefur grund- völlurinn að sérhverjum sigri verkalýðsins falist í yfirráðum yfir eigin vinnuafli, formlegum sjálfsákvörðunarrétti um það hvort hann selur þetta vinnuafl eða eljki, Að vísu hefur verka- maðurinn alltaf neyðst til að selja vinnuafl sitt fyrr eða síðar, jafnvel þótt söluverðið hafi löngum verið lágt, hann var neyddur til þess til að geta skrimt. Með vaxandi samtaka- mætti hefur verkalýðnum þó tekist að gera þennan formlega rétt sinn að hinu þýðingar- mesta baráttutæki, sem nægt hefur til að greiða auðvaldinu þung högg í vörn og sökn Þar sem verkalýðurinn hefur náð lengst, hefur hann beitt þessu vopni sinu út frá því sjónar- miði, að geta veitt andstæðipgi sínum sem þyngst högg og óvæntust með sem minnstum fórnum fyrir sig sjálfan. Slík bardagaaðferð krefst stöðugrar virkrar þátttöku og árvekni sérhvers verkamanns, virkrar þátttöku, sem byggist á nákvæmri þekkingu á stöðu baráttunnar á hverju augna- bliki. Gegn þessu öllu beinist Kjallarinn Ragnar Stefónsson frumvarpið nýja um vinnu- málalöggjöf. Vissulega býr verka- lýðsstéttin í dag við vinnulög- gjöf, sem beinist gegn baráttu hennar. Vissulega má barátta verkalýðsstéttarinnar aldrei takmarkast af neinum slíkum lagasetningum.Markmið allrar verkalýðsbaráttu er ekki bara að takmarka arðránið heldur að afnema það. Markmið frelsis- baráttu verkalýðsins er ekki bara formleg yfirráð, heldur raunveruleg yfirráð yfir afli handa sinna og anda. Slíkum markmiðum verður ekki náð nema með því að kollvarpa auðvaldsskipulaginu, og þar með sérhverjum þeim lögum, sem ríkisvaldið hefur sett til höfuðs verkalyðnum. En hvað sem þessu líður, þá er hitt víst, að leyfi verkalýðsstéttin, að þessi nýja vinnulöggjöf taki gildi, þá er hún að færa stöðu sína áratugi aftur í tímann, gera að engu fórnfúsa baráttu fjölda verkafólks um langa hríð. Þögn forystunnar En hvers vegna hefur ASl forystan ekki blásið til hatrammrar baráttu gegn þessari árás auðvaldsins, hvers vegna afhjúpar hún ekki frammi fyrir umbjóðendum sínum, hvað hér er á seyði? Hví lætur hún binda sig af trúnaðarmálsstimpli ríkis- valdsins, þegar ríkisvaldið leggur á þennan hátt til atlögu við verkalýðinn? Hvernig sem við eða ASÍ forystan svara þessum spurningum þá er hitt víst, að forystan lætur ríkisvaldið liasla sér baráttu- grundvöll með því að samþykkja að leyna plagginu fyrir verkalýðnum. Styrkur verkalýðsins í átökum við auðvaldið felst nefnilega i virkni mikils fjölda í baráttu og stefnumótun, og slík fjöldavirkni byggist á þekkingu á því máli sem tekist er á um. Hér er ég einmitt kominn að einni af grundvallarorsökum fjölmargra ósigra verkalýðssamtakanna í átökum við auðvaldið í seinni tíð. Verkalýðnum er haldið óvirk- um og ómeðvituðum um það sem er að ske, foringjarnir verða eins og hverjir aðrir fjar- lægir máttvana guðir, í mesta lagi færir um einhver hrossa- kaup á sinu háa plani. Síðast, þegar allt er um garð gengið birtast þeir á himin- hvelfingunni, segjandi: „Verkalýðurinn gat ekki meira, vildi ekki meira.” í sjálfu sér gat ver'ið eitthvað til í þessu hjá þeim. En þeir foringjar sjálfir geta ekki firrt sig ábyrgð á getuleysinu, því þeir tóku þátt í því, meðvitað eða ómeðvitað, að slæva virkni stéttarinnar. Það er einmitt þetta sem ástæða er til að óttast. að gæti gerst nú við árás ríkisvaldsins á verkfallsréttinn. Það er þetta sem gerir nauðsynlegt frumkvæði neðan frá nú þegar til skipulagningar baráttu gegn hinu nýja vinnumálafrumvarpi íslensku burgeisastéttarinnar. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur' / Aukum gróðann — meiri verðbólgu Varla finnst sá maður í þessu verðbólguþjóðfélagi okkar sem er svo skyni skroppinn að hafa ekki vit á því að taka eins mikil lán og framast er mögulegt. Er nú svo komið að það er meiri hagnaður af því að láta verð- bólguna vinna fyrir sig en vera að strita sjálfur í sveita sins andlits. Hjá flestum kemur hagnaðurinn af verðbólgunni fram i eignatilfærslum. Verð- bólgan síðastliðin tvö ár hefur verið um og yfir 50% hvort ár og vart að treysta því að hún verði umtalsvert minni í ár þótt hagspekingar geri ráð fyrir því á veikum forsendum. Við þessar aðferðir verða allir fjárfestingarreikningar tóm vitieysa ef notaðar eru viðurkenndar hagfræðilegar aðferðir sem. okkur eru kenndar í skólum, svo sem: Payoff núgildis reikningar, innri-rentu eða annúitets- aðferðir. Við getum í raun fengið þá útkomu sem okkur sýnist út úr slíkum dæmum. allt eftir því hvaða vaxtafót við notum til viðmiðunar. Sá sem fjárfestir verður að reikna verðbólguna inn í dæmið, annars er voðinn vís. v— Til að sýna hvernig m.vnda megi sér nokkra hugmynd um hver sé raunverulegur hagnaður af fjárfestingu er rétt að taka hér eitt lítið dæmi: Maður, sem tekur milljón króna lán með 18% vöxtum til eins árs, kaupir hlut sem heldur verðgildi sínu — það er hækkar með verðlaginu — t.d. hluta í húseign. Verðbólgan er 50%. Eftir eitt ár þarf hann að greiða kr. 1.180.000, þ.e. lánið að viðbætt- um vöxtúm. Verðgildi hverrar milljónar lækkar niður í 1/1,5 á ári við 50% verðbólgu. Þetta hefur i för með sér að 1.180.000 verða að verðgildi 786.000 ef laun hækka jafn mikið og verð- lag, en það hafa þau einmitt gert allt frá árinu 1957. Sé borið saman verðgildi þess sem fengið er að láni, kr. ein milljón, og verðgildi þess sem greitt er ári síðar, kr. 786.000. sést að hagnaðurinn verður 214.000 kr. eða 21,4%. Sá sem tekur lán í verðbólgu- báli eins og nú geisar er því verðlaunaður með því að fá greidda 20—30% vexti með lán- inu. Skyldi þvi engan furða þótt lánsfjárhungur ríki hér á landi. Öll kurl eru ekki komin til grafar þótt búið sé að reikna út hagnaðinn af negatífum vöxt- um bankans. Eftir er að taka tillit til skattanna. Vaxtagreiðslur af einni millj- ón verða eins og áður segir 180.000 kr. Framtaldar tekjur til tekjuskatts lækka því um 180.000 og miðað við hæsta skattaflokk. 40% skatt. lækka þá skattar um kr. 72.000 að 'minnsta kostt Þetta er einnig beinn hagnaður og ber því að reikna hann inn í dæmið. Raunverulegt verðgildi eignarinnar sem keypt var er auðvitað áfram ein milljón, en í krónum talið er það 1,5 millj- ónir. Beinn heildarhagnaður er því 286.000 kr. eða 28,6%, að viðbættu því að verðgildi eignarinnar, sem keypt var, helzt óbreytt. Með því að greiða milljón króna lánið að ári liðnu með því að taka nýtt lán að upphæð 1.180.000 með sömu vöxtum og skilmálum og fyrra lánið má leika sama leikinn á ný. Eftir nokkur ár er eignatilfærslan fullkomnuð án þess að ein króna sé raunverulega greidd af þeim sem fjárfestir. Kjallarinn Reynir Hugason Með þvi að taka nógu rnikil lán getur maður sýnt lágar tekjur á skattframtali. Hagnað- urinn er augljós og því um að gera að auka skuldasöfnunina ár frá ári. Atvinnurekandinn hefur sama hag af verðbólgunni og einstaklingurinn í þjóðfélag- inu. Verðbólgan hjálpar honum að eignast atvinnutækin á mun skemmri tíma en eðlilegt getur talizt. Bókhaldslegur hagnaður af atvinnufyrirtæki er ekki tal- inn vera eftirsóknarverður hlutur hér á landi. Atvinnurek- andi, er skilaði bókhaldslegum hagnaði af rekstri sínum, væri talinn fremur vitgrannur og lít- ill peningamaður. Flestum er sennilega ljóst að áíramhaldandi verðbólga stefnir þjóðarbúinu í gjaldþrot. Þar sem íslendingar eru miklir einstaklingshyggjumenn og hugsa fyrst um eigin hag áður en þeir hugsa um þjóðarhag þá hefur enginn raunverulegan áhuga á að stöðva verðbólguna, einfaldlega vegna þess að það kemur mönnum sjálfum illa. Mikil og vaxandi verðbólga er það hjarta sem slær í brjósti þjóðarlíkamans, og einstakl- ingshyggjan er sá lífsandi sem honum er í brjóst blásinn. Tökunt því höndum saman, mögnum verðbólguna og aukum gróðann unz yfir lýkur! Re.vnir Hugason verkfræðingur ✓

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.