Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 28
Starfsmenn í f jarskiptastöðvum varnarliðsins af almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum og ekki undir herlögum: FJOLDIUTLENDINGA SKATTFRJÁLS HÉR OG NÝTUR TOLLFRÍÐINDA — íslendingar gœtu allt eins unnið þessi störf Stór hópur útlendinga, jafnvel um 300 manns, vinnur hér á landi á vegum erlendra fyrirtækja, en nýtur þeirra forréttinda fram yfir aóra útlendinga hér aö þurfa ekki atvinnuleyfi og þeirra for- réttinda fram yfir þá og íslendinga að þurfa ekki aö greiða skatt til íslenzka rikisins og fa allar nauðsynjavörur, svo sem matvæli, föt' og bíla, toll- frjálsar. Menn þessir vinna við fjar- skiptastöðvar hersins, en önnur stöðin er nálægt Höfn Horna- firði og hin nálægt Sandgerði. Hingað til hefur verið litið svo á þessa menn að þeir séu að vinna einhver leynileg störf við stöðvarnar sem leiddi af sér að óeðlilegt væri að íslendingar ynnu þau. Það virðist hins vegar vera misskilningur því bandaríski herinn býður þessi störf út á almennum markaði í Banda- ríkjunum. Þarlend símafyrir- tæki gera svo tilboð í verkið og fær það fyrirtæki, sem hagstæðast býður, verkið. Síðan ræður viðkomandi fyrirtæki starfsmenn til þess og eru þeir ekki undir herlögum og fá þeir laun sín ekki greidd beint frá Bandaríkjastjórn, en það fa hinir tæplega 50 erlendu starfsmenn utan hersins, sem vinna fyrir hann á Keflavíkur- flugvelli. Páll Ásgeir Tryggvason, for- maður varnarmáladeildar utan- rikisráðuneytisins, vissi ekki hversu stór þessi hópur er, er blaðið leitaði til hans um nanari upnlvsingar, en taldi að í stöðvunum báðum ynnu nálægt 400 manns, bæði her- menn og fyrrnefndir menn. Vísaði hann til upplýsingafull- trúa hersins, en ekki náðist samband við hann fyrir helgi og hefur hann ekki svarað skilaboðum urn að hafa sam- band við blaðið. Páll Ásgeir sagði að vera þessara manna hér og fríðindi þeirra, féllu vísast undir ákveðna grein varnarsamnings og taldi hann æsiskrif að fjalla um þetta mál á prenti. Ekki vildi hann skjóta á neina tölu, þegar blaðið spurði hann hvort einhvern tímann hefði verið hugleitt hversu miklar tekjur ríkið hefði, væru þessir menn skattlagðir hér og tolla af gert að greiða neyzluvörum sínum. Þá vildi hann ekki tjá sig um hvort íslendingar gætu hugsan- lega unnið þessi störf, fyrst mennirnir eru valdir á al- mennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum en ekki úr hernum. Þá hefur blaðið það eftir ábyggilegum heimildum að umræddir menn séu utan bandarískra stéttarfélagá vegna veru sinnar hér og greiða hin erlendu fyrirtæki þeim laun undir taxta miðað við sömu störf í Bandaríkjunum, en starfsmennirnir ná þeim mismun upp og gott betur vegna þeirra forréttinda, sem þeir njóta hér. -G.S. STALU BIL UPPTÖKUHEIMILISINS — enduðu inni í húsagarði Þrír ungir piltar ásamt nokkrum stúlkum tóku í gær ófrjálsri hendi Volkswagen- rúgbrauð, sem er í eigu Upp- tökuheimilis ríkisins í Kópa- vogi. Öku þeir bifreiðinni smá- spöl og enduðu inni í húsagarði. Atburðurinn gerðist á sjötta tímanum í gær. Óku þau niður Kópavogsbraut í átt frá Upp- tökuheimilinu, þar sem hópur- inn er búsettur, og eftir um 3—400 m akstur enduðu þau inni í garðinum við hús nr. 12. Allmiklar skemmdir urðu á lóð- inni og grindverki sem um hana lykur, en bíllinn slapp til- tölulega óskemmdur. Að sögn Olafs Einarssonar, starfsmanns við Upptökuheim- ilið, er þetta í fyrsta skipti sem þessir krakkar lenda í verknaði sem slíkum. Mun hér vera um unglinga frá svonefndum vand- ræðaheimilum að ræða. Fundur var haldinn í gær um málið og reynt að sýna unglingunum fram á að lítið væri á aðgerðum þessum að græða. Þau verða ekki beitt neinum beinum refs- ingum öðrum en þeim, að ferða- frelsi beirra, sem annars er mjög mikið. verður takmarkað til muna, og sagðist Qlafur telja það eina þyngstu refsingu sem unnt væri að beita þau. Sem kunnugt er er Upptöku- heimilið einmitt sá staður sem afbrotaunglingar eru settir á, áður en þau ná lögaldri, en fyrrnefndir unglingar aldrinum 14—15 ára. voru JB Þarna stendur bifreið Upptökuheimilisins eftir akstur ungmennanna um Kópavogsgötur í gær, — en honum iauk inni í húsagarði. (DB-mynd Árni Páii). Milljón krónur laxinn — og betur þó Laxinn kostaði eina milljón og tvö hundruð þúsund krónur stykkið að meðaltali fyrir hóp bandarískra manna, sem tók á leigu tiltekið veiðisvæði í Laxá í Þingeyjarsýslu fyrir skömmu. Á svæði því. sem hér um ræðir, er heimilt að veiða með 7 stöngum. Heimildarmaður Dag- blaðsins kveður leigugjaldið fyrir 1 mánuð hafa verið 7.2 milljónir króna. en innifalið var allt uppihald og flutningur hópsins á veiðisvæðinu. Eftir- tekjan var heldur rýr, því að samtals fengust þarna 6 laxar allt tímabilið á þessu svæði. Laxá í Þingeyjarsýslu er ekki aðeins meðal fegurstu veiðiáa landsins, heldur og einhver hin fengsælasta. Þó telja kunnugir að þarna sé ekki auðtekinn lax nema fyrir listamenn í veiði- skapnum með glögga staðhátta- þekkingu. Má vera, að eitthvað hafi á skort um þessi atriði hjá útlendingunum. sem hér greinir frá, en ekki leggja allir upp úr miklu aflamagni. Meira þykir um vert hinn eina sanna anda laxveiðiíþróttarinnar. Hvað sem því líður. mun flestum þykja það dýr soðning, sem þarna veiddist, ef þannig er á málin liliö. BS HUNDADAGARENDA Hundadagar eru á enda í dag og er það gömul trú að þá muni verða breyting á veðurfarinu. Þegar Reykvíkingar risu úr rekkju í morgun virtist óvenju létt yfir á höfuðborgarsvæðinu og bjartsýnustu menn vonuðu að gamlar sagnir væru að rætast. DB hringdi i Pál Bergþórsson veður- fræðing og innti hann eftir þessu. „Jú, það eru gömul munnmæli að veðrið eigi að breytast þegar hundadagar enda,“ sagði Páll. ,,Ég sé nú ekki fram á, að það séu einhverjar breytingar i vændum. Það er alveg útilokað að einstakir dagar geti breytt einhverju um veðurfar. En það verður sæmilegasta veður hér i Reykjavík í dag, skúr- unum er að létta. Það er líka ljómandi veður austanlands. þar hefur létt vel til. en svolítið svalt þar. hiti var ekki nema 5 stig í frjálst, nháð dagblað MÁNUDAGUR 23. ÁGUST 1976. Fékk fíkni- efnasprautu í fyrsta sinn Allmiklu af sterkum lyfjum, ópíum og morfíni, var stolið úr bát í gærdag. M.b. Gunnsteinn heitir bát- urinn sem stolið var úr. Var hann í Slippnum í gær er hann fékk hina óvæntu heimsókn. Hirzlur og skápar í bátnum voru illa leikin eftir heimsóknina. Innbrotið var tilkynnt skömmu eftir hádegi á sunnudag. Síðar þann dag fundu lögreglumenn á Mið- borgarstöð mann illa á sig kominn vegna lyfjaneyzlu. Þar var á ferð „góð- kunningi" lögreglumanna og reyndist hann hafa verið viðriðinn innbrotið í m.b. Gunnstein. Hafði hann þó í f.vrsta skipti þennan dag fengið spraulu með sterku fíknilyfi. . Handtaka hans "leiddi til þess að fleiri menn sem aðild höfðu átt að inn- brotinu í m.b. Gunnstein í Slippnum, voru sóttir heim og handteknir. — ASt. ELDUR EYÐI- LEGGUR BÍL Eldur kom upp í Ford Cortina bifreið er henni yar ekið um Heiðargerði á sunnudaginn. Mikill eldur var í bifreiðinni og má hún heita ónýt eftir. Slökkviliðsmenn voru til kvaddir og réðu þeir niðurlögum eldsins, en þá hafði eldurinn leikið um bif- reiðina nokkuð lengi. Komst hann frá vélinni í framsæti bílsins og brunnu þau ásamt toppklæðningu og fleiru. Myndin sem Einar G. Einarsson tók fyrir Dagblaðið segir útfararsögu bílsins. -ASt. morgun á austanverðu landinu. Það verður hlýtt austanlands í dag, en skúrir vestanlands Það er — því miður engin veðurfarsbreyting komin lægð við Grænland og boðar hún suðaustanátt og rigningu í höfuðborginni. —A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.