Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. AGtST 1976. 19 Þau hjálpa þeim að komast að niður stöðu í torskildum málum segir þekktur barnasálfrœðingur, Bettelheim Bettelheim heldur þvi fram aö foreldrar eigi að segja börnum sínum ævintýri. Þarna er hann með dóttur sína þegar hún var lftil, hann sagði henni mörg ævin- týri. Hún er núna 33 ára gömul og sjálf móðir sem segir ævintýri. ætlaði að steikja þau í. Það væri auðvitað ágætt ef enginn okkar bæri óttablandnar tilfinningar í brjósti, en við gerum það öll og börnin mest af öllum. Flestar barnabækur sem skrifaðar eru í dag eru hund- leiðinlegar. Þessar bækur eru alltof einhliða að dómi Bettelheim, þær fjalla einungis um gott fólk og góð börn. Barnið veit alltof vel að það er ýmislegt fleira en gott sem bærist með öllum, bæði börnum og fullorðnum. Nútímabarnabækur hjálpa börnum ekki til þess að komast til botns í baráttu hins góða og hins illa. Gömlu ævintýrin höfðu nærri þvi undantekningarlaust einhverja vonda perónu sem fékk makleg málagjöld. 1 ævintýrinu um Mjallhvít fékk vonda stjúp- móðirinn makleg málagjöld þegar hún varð að dansa á glóandi kolum, þar til hún datt niður dauð. Þeir sem eru góðir í ævin- týrinu fá alltaf verðskulduð laun. Að dómi Bettelheim er myndskreyting ævintýra ekki 'æskileg. Myndirnar sýna ímyndunarafl listamannsins, segir hann. Barnið hefur kannski ímyndað sér hlutina allt öðruvísi. Og myndirnar hefta ímyndunar- afl barnsins. Bettelheim hefur sagt að ævintýri H.C. Andersens séu ákaflega falleg en þau hafa ekki gengið munn fram af munni gegnum aldirnar og þvi hafi þau ekki sama gildi og gömlu ævin- týrin. Ævintýri Andersens eru að dómi Bettelheim mjög per- sónubundin og þá í nánum tengslum við H.C. Andersen sjálfan og frekar mæðulegan per- sónuleika hans. Tekur hann sem dæmi ævin- týrið um litlu stúlkuna með eld- spýturnarað þegar litia stúlkan deyr .i lok sögunnar tekur barnið þaó nærri sér. Börn hafa nóg af slíkum raunum í kringum sig dag- lega. Bettelheim telur að hann hafi sjálfur orðið fyrir miklum áhrifum af ævintýrum Móðir hans sagði honum ævintýri og hann segist einnig hafa lesið þau. „Þegar ég var í stríðsfanga- búðum nasista hugleiddi ég grundvallarboðskap ævin- týranna. Þú þarft að lifa alls kyns hræðilega atburði en ef þú hefur það af er þér borgið og þetta verður aðeins lífsreynsla sem getur orðið þér til góðs,“ segir Bettelheim. Bettelheim er á móti myndskreytingu ævintýra. Þessi fallega mynd er af Hans og Grétu er í nýlegri íslenzkri útgáfu Grimmsævintýra. En það er ekki víst að barnið hafi hugsað sér systkinin á þennan hátt. BORGARH ÚSGÖGN VIKTORIA RÚBIN HORN Úrval af áklœðum Lítið inn, það borgar sig BORGARHÚSGÖGN Grensásvegi UM Sími 8-59-44 SAFIR SAVOY U tsölustaðir: Reykjavík: Borgarhúsgögn og JL húsið ísafjörður: Húsgagnav. ísafjarðar Akureyri: ÖrkinhansNóa Húsavík: Hlynursf. Neskaupstaður: Húsgagnaverzlun Höskulds Stefánssonar Selfoss: Kjörhúsgögn Keflavík: Bústoð

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.