Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. ÁGUST 1976. Skíðalyf tan í Bláf jöllum: BROTNA MASTRIÐ FJARLÆGT OG LTFTAN NOTUÐ ÁN ÞESS Ekki verður lagt í það verk í haust eða vetur að flytja til aðra stóru skíðalyftu Reykja- vikurborgar í Bláfjöllum. Eins og Dagblaðið skýrði frá í sumar kom í ljós, er snjóskafla leysti, að eitt mastur lyftunnar var brotið. Lá það í sumar fallið fram af stöpli sinurn og verður nú tekið burt í bili. Ásgeir Eyjólfssn umsjónar- maður skíðalyftanna sagði í við- tali við DB í gær að vel væri hægt að nota lyftuna án þessa masturs. Þannig hefði lyftan verið notuð fyrsta veturinn sem hún var í Bláfjöllum. Asgeir sagði að augljóslega væri lyftan ranglega staðsett vegna þeirra snjóalaga sem ávallt mynduðust í brekku lyft- unnar. Mastrið sem brotnaði er þriðja neðsta mastur hennar. t slakka við það og neðan við það getur myndazt gífurlegur skafl. Var þessi skalft allt að 9 metrar í vetur sem leið. Er skaflinn hækkar verður mastrið hættu- legt þeim sem taka sér far með lyftunni. Verða þeir að smjúga undir arma mastursins sem heldur vfrunum. Síðastliðinn vetur var stundum gripið til þess ráðs að grafa göng þarna meðfram fyrir farþegana. Er snjóa tók að leysa í vor og skaflinn að skríða fram var þunginn svo mikill að mastrið hefur ekki þolað hann. Reynsla fyrsta vetrarins sýnir að vel má nota lyftuna með því að sleppa þessu mastri og þá hækkar vír lyftunnar í slakkanum. Þannig verður lyftan notuð í vetur, sagði Ásgeir. Hins vegar má með nokkrum tilkostnaði flytja hana alla. Yrði þá að flytja steyptar undirstöður allra mastranna og flytja möstrin síðan á þær. — ASt. Hálsimktin HEBA Auöbmkkit 53 sím'i 42360 Námskeiðin hef jast að nýju 6. sept. Dag- og kvöldtímar Leikfimi, sturtur, sauna, Ijós, sápa, shampoo og olíur innifalið í verðinu. Frítt kaffi Sérstök megrunarnámskeið 4 sinnum í viku. .. ,, , FLUGFÉLAG Verðlaun: Flugferð með / /y /\JDSi Frábœr árangur hefur náðst á þessum megrunarnámskeiðum _. M Ná geta konur, sem ekki geta stundað leikfimi, einnig komið í megrun í Nyjung: HEBU og notiðþjónustu okkar. Nuddá boðstólum fyrir þœr sem stunda leikfimi og staka nuddtíma og kára er hœgtað panta sérstaklega. Innritun er hafin. Uppl. í síma 42360. Pantaðir tímar óskast ítrekaðir Nýstárleg bók um plöntur „Plomur njóta ekki verðugrar athygli," segir höfundur bókar- innar Plönturíkið, Ian Tribe, í formála bókar sinnar. Bókin er júnibók bókaklúbbs Almenna bókafélagsins og er þýdd af Jóni O. Edwald lyfjafræðingi. í bókinni er yfirlit um plönturíkið allt frá liakteríum til blóma- plantna. Fjallað er uni nytsemi plantna og skaðsemi sumra þeirra. llöfundurinn, dr. Ian Tribe, er vísindamaður og kennari við háskólann í Liverpool. Bókin er 159 bls. og prýdd fjölda litm.vnda. Setningú annaðist Prentsmiðja G. Benediktssonar en prentun og band er unnið i Verona á Ítalíu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.