Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGUST 1976 — 2 FYLLIRÍ í FJÖLMIÐLUM RÍKISINS a öldum Ijósvakans um hverja helgi SÍKgi flug skrifar: Mikiö lifandis skelfingar óskop er ég orðinn leiður á þessum fréttum í sjónvarpi og útvarpi um, hve margir hafi gist fangageymslur lögreglunn- ar þessa eða hina nóttina vegna ölvunar. Ríkisútvarpið er ríkisfyrir- tæki eins og nafnið bendir til, og mér finnst það ekki ná nokk- hafa atburðir síðustu tveggja ára fært okkur heim sanninn um. Við erum að komast á sama stig og Bandaríkjamenn komust á, þá er þeir settu á áfengisbann hjá sér, sællar minningar, er ógnaröld bannár- anna dundi yfir bandarísku þjóðina. Að sjálfsögðu hafa menn ávallt reynt að smygla áfengi til landsins og tekizt það, en ég held að hér hafi verið um óverulegt magn að ræða, aðal- lega til nota í afmælisveizlum o^þ.h. þar til nú, að skipuleg smyglstarfsemi að erlendri fyrirmynd hefur haldið hér innreið sína. Nú er ekki verið að smygla inn áfengi i smáskömmtum, nei nú hefur verið smyglað inn áfengi til landsins sem nemur máske hundruðum milljóna króna að verðmæti, og ekki skirrzt við, þó einhverja mjög alvarlega glæpi hafi þurft að drýgja til þess að ná settu marki. Fyrir nokkrum árum síðan voru svo til engin UR flutt til landsins eftir eðlilegum leiðum, þeim var smyglað til landsins. Þegar svo veruleg tollalækkun var framkvæmd á þessari vörutegund tók fyrir svo til allt smygl á úrum til landsins, því ekki borgaði sig að taka þá áhættu sem smyglinu var samfara, hagnaðurinn var Of lítill. Hvað þá með áfengið? — og bjórinn má gjarnan fylgja með. Mér datt þetta (svona) í hug. Siggi flug 7877-8083 urri átt, að ríkið skuli selja mönnum allt þetta áfengi á þessu heldur en ekki dýra verði, og tilkynna svo í eigin fjölmiðlum hve margir hafi drukkið þetta ríkisáfengi og orðið ölvaðir af. Ríkissjóður fær drjúgar tekjur af áfengissölunni og getur ekki án þessara tekna verið, en því þarf að útvarpa áfengisneyzlu landsmanna á öldum ljósvakans um hverja helgi og oftar ef tilefni þykir vera til? Ég held að við íslend- ingar séum algerlega í sér- flokki hvað þetta snertir, og ég held að þetta sé afar slæm land- kynning. Éinhverjir þingmenn báru fram tillögu á síðasta alþingi um að hver borgari skyldi hafa einhvers konar innkaupaskír- teini til áfengiskaupa og að óheimilt skyldi vera að selja mönnum áfengi nema gegn þessum skírteinum. Skyldi síðan skrásetja í verzlunum áfengiseinkasölunnar öll áfengiskaup manna á viðskipta- réikning, til þess að hægt væri að fylgjast með því hve mikið áfengi hver maður keypti (notaöi). Þvílík endemis vitleysa! Hvað vakir fyrir þessum al- þingismönnum, ætla þeir frekar en orðið er að herða enn ríkisafskipti af lífi fólksins í landinu, sem þegar eru orðin æriö nóg? Svona ráðstafanir leysa ekki áfengisvandamálið, sem því miður er orðið all skuggalegt. Islenzka ríkið hirðir óeðlilega mikið fé af seldu áfengi, þannig að það er miki! ábatavon að smygla áfengi til landsins. Það Samloka með skinku og tréflís Þennan ófögnuð var komið með upp á ritstjórn Dagblaðs- ins fyrir skömmu og tók Ragnar Th. myndina. Til frekari skýringar skal þess getið að þetta er samloka með skinku, framleidd í Brauð- bæ, og innan í samlokunni var að finna kolsvarta tréflís. Ekki beint lystaukandi. eða hvað? En sl.vs geta alltaf komið fyrir og við skulum vona að svo hafi verið í þessu tilfelli, en lágmarkskrafa á hendur mal- vöruframleiðendum er að þeir hafi þann hreinlætisaðbúnað og eftirlit sem þörf er á til að hægt sé að fvrirb.vggja slíkt. t F.vllirí landsmanna er tíundað um of í ríkisf jölmiðlunum. DB-m.vnd Ragnar Th. Hringið í síma 83322 millikl. 13 og 15 Raddir lesenda JÓHANNA BIRGISDÓTTIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.