Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1976 — fremur þýðingarmiklu stjðrn- málalegu útspili. Er búðirnar voru við lýði gat enginn Arabi látið undir höfuð leggjast að ljá málinu eyra. Yfirherforingi hersveita vinstri manna í Líbanon, Kamal Junblatt, hefur fyrirskipað „algjört stríð". Hvað þeir munu græða á því er hins vegar óljóst vegna þess að hersveitum hægrimanna hefur vaxið fiskur um hrygg og nú, er þeir hafa „hreinsað til“ á víglínunni, munu þeir snúa bardagaaðferð sinni upp í stanzlausa sókn. Enda þótt Tel Al-Zaatar hafi reynzt þeim erfiðar munu Sýr- lendingar koma þeim til hjálpar, þvi þeir eru staðsettir um landið þvert og endilangt. Borgarastyrjöldin í Libanon er því orðin spurning um líf eða dauða fyrir hersveitir Arafats og hreyfinguna í heild. Sjálfir hafa þeir lýst yfir því að þeir muni berjast til síðasta manns sameiginlegt nema nafnið. Aftur á móti nota írsk stjórn- völd sér glæpaverk Provisional armsins til að réttlæta aðgerðir sínar gegn Official arminum. Eins og Nolan segir þá er„Pro- visional armurinn hægri sinn- aður þjóðernissinnahópur sem notar ofbeldi í ríkum mæli gegn öllum sem berjast gegn þeim og verkamenn eru þar ekki undanskildir. Þessi ofbeld- isstefna þeirra hefur verið notuð gegn okkur af rikisvald- inu og margir okkar manna sitja nú í fangelsum þess vegna.“ Það er þess vegna meira en lítið furðulegt að fréttastofur skuli segja frá atburðum á ír- landi eins og þær viti ekki um klofninginn í Sinn Fein. Þar er örugglega ekki við upplýsinga- skort að sakast, því allar meiri- háttar fréttastofur hafa frétta- menn á írlandi núna. Og það vekur einnig furðu mína að það sé sífellt hamrað á því að þarna séu átök kaþól- ikka og mótmælenda. Átökin á írlandi eru pólitískt mál og eiga rót sina að rekja til nýlendu- stefnu breta. Það jaðrar við Kjallarinn Guðbrandur Magnússon sögufölsun að reyna að breiða yfir þetta. Fyrir skömmu voru hand- teknir í írska lýðveldinu átta meðlimir Special .Air Services, SAS, sem fóru gráir fyrir járn- Um yfir landamærin frá N- trlandi til lýðveldisins. SAS, sem kallað er úrvalslið’ breska hersins, var nýlega sent opin- berlega til Irlands, þrátt fyrir að almennt sé vitað að þar hafa þeir verið starfandi mjög lengi. Þetta er þrautþjálfaður hópur giæpamanna sem hafa verið notaðir af bresku heimsvalda- stefnunni víða um heim til hryðjuverkastarfsemi. Ástæðan fyrir þeim yfirgangi, að vaða yfir landamærin óboðnir, er í orði kveðnu að athuga það sem viðkemur hryðjuverkamönn- um, en er í raun að hræða íbúa landamærabæjanna sem eiga sér langa sögu í að aðstoða sam- landa sína í norðri. Því var það vel við hæfi að írska lýðveldis- stjórnin dró þá fyrir rétt vegna hryðiuverka þeirra. Aðgerðir bresku hermannanna eru samt- dæmi um hryðjuverkastarf- semi. Þeir sem stunda sprengjutilræði og morð, s.s. Provisional, þrífast aðeins í skugga breska hernámsins. Astandið hjá Official Sinn Fein er núna þannig „að við erum ofsóttir af stjórnvöldum en spurningin er bara sú, hvort það sama verði sagt um banda- menn þeirra. Og kristnir hægri menn hafa látið kné fylgja kviði eftir sigurinn við Tel Al-Zaatar. Nú spyrja þeir: „Er bardögunum í Líbanon lokið?“ Nú, fremur en nokkru sinni áður, hafa Palestínumenn gert sér það ljóstT að ef einhverju verður fórnað til þess að reyna að koma á friði í Líbanon, verða það þeir og málstaður þeirra. Og það sem Yasser Arafat og félagar hans i PLO- samtökunum hljóta nú að vera að velta fyrir sér er hvort þeir eigi að hætta stuðningi við Palestínumennina í Líbanon, sem haft gæti það eitt í för með sér að fleiri búðir eins og Tel Al-Zaatar yrðu reistar, eða hvort hægt verður að ganga til samninga við Sýrlendinga og veikja þannig stöðu kristinna manna. Þegar allt kemur til alls er meira í húfi en aðeins friður í Líbanon: Friður í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs verður aðeins ef um semst í Líbanon. Enda þótt þátttaka Palestínu- manna í borgarastyrjöldinni hafi verið þeim nauðsynleg hafa þeir einnig orðið að greiða hana dýru verði. Þeir hafa it Með falli Tel Al-Zaatar rann upp úrslitastund Palestinu- manna í styrjöldinni í Líbanon. og Provisional arminum, og höfum við því vopnaðan her Official IRA. Það er nauðsyn- legt bæði vegna þess að við verðum að verja okkur gegn ofsóknum og einnig verðum við að vera viðbúnir fasískri þróun í landinu, en eins og áður er sagt, þá hefur Provisional arm- urinn rutt veginn fyrir þvi,“ eins og Nolan sagði. í mars 1975 var hér á ferð- inni formaður Official Sinn Fein og sagði hann meðal annars á blaðamannafundi: „Stjórn írska lýðveldisins er ekkert annað en leppstjórn breta, og það er greinilegt að bretar eiga stóran þátt í að við- halda vopnuðu baráttunni á ír- landi. Það er ekkert annað en ein aðferð þeirra til að koma í veg fyrir pólitíska lausn á írska vandamálinu, því slík lausn innifæli ábyggilega að írar myndu krefjast sjálfstæðis, jafnt pólitísks sem efnahags- legs, og því sparka bretum, jafnt. hermönnum sem fjár- málamönnum, út úr landinu." Þetta er í raun og veru það sama og írska þjóðhetjan James Connolly sagði þegar árið 1897: 11 misst yfirhöndina í deilunum og verið sakaðir um yfirgang 1 annarra manna landi enda þótt hver sá, sem búið hefur 1 Beirút, hefði getað séð að þeir voru þeir einu sem komu í veg fyrir að múhameðsmenn gæfust upp fyrir kristnum mönnum. Og þeir hafa tapað öllu því trausti sem þeir höfðu áunnið sér fyrir borgara- styrjöldina. Sérstaklega fyrir Palestínu- menn og fyrir alla Arabíhefur ísrael farið með sigur af hólmi í borgarastyrjöldinni. Engan þarf að undra þótt ísraelsmenn harðneiti að ræða við Palestínu- menn á meðan þeir geta bent á að þeir séu önnum kafnir við að leggja Líbanon í rústir. Og ennþá augljósari er klofningur- inn innan hreyfinga er höfð eru í huga viðbrögð PLO við bylt- ingartilraun bræðra þeirra á vesturbakka Jórdan. Þá voru þeir svo önnum kafnir við að berjast innbyrðis að þeir gátu ekki komið fólkinu til hjálpar og ísraelsmenn brutu tilraun- ina á bak aftur af mikilli hörku. Hættumerkið hefur því hljómað yfir höfðum Palestínu- skæruliða. Til viðbótar mega þeir gera sér grein fyrir því að þeir eru nú umkringdir i heimi Araba sem býr við meira stjórn- málalegt öngþveiti en var á tímum kalda stríðs Nassers Egyptalandsforseta. Hafa þeir því gripið til þess ráðs að reyna að útskýra ástandið með orðunum: „Óvinur óvinar míns er vinur minn.“ Sú skýring er þó varla tæmandi og verður þróun næstu mánaða að skera þar úr. „Ef þið látið enska herinn fara á morgun og dragið græna fánann að húni á Dýflinarkast- ala, án þess að tryggja sósíalískt skipulag lýðveldisins, þá verða fórnir ykkar tilgangslausar, England mun stjórna ykkur áfram. Það mun stjórna ykkur með auðmagni sínu, landeign- um og fjármálamönnum, í gegnum verslunarkerfið og aðrar stofnanir sem þeir hafa komið fyrir í landinu." Það er mikill misskilningur að sú barátta sem á sér stað á írlandi sé einungis í N-trlandi, baráttan er um allt landið. Aftur á móti er baráttan vopnuð á N-trlandi þar sem breska hernámsliðið er. Ég vona að íslenskir fjölmiðlar beri gæfu til að segja frá at- burðunum á írlandi eftir þeim upplýsingum sem þeir hafa um ástandið þar, en éti ekki blóð- hráar villandi fréttir frá er- lendum fréttastofnunum. Frændur okkar á írlandi eiga rétt á þvi að fréttaflutningur þaðan sé réttur. Guðbrandur Magnússon prentari, Akureyri. -J það fri sem þeir eru taldir hafa umfram aðra ríkisstarfsmenn, þ.e. tvo mánuði. Geta má þess að þetta sumarfrí er vegna barnanna en er ekki ákvörðun kennara. Það er því fjarri lagi að meta það til launa. Sam- kvæmt úrskurði kjaranefndar er hér aðeins um einn mánuð að ræða þar sem kennurum er ætlað að verja 160 stundum yfir sumarið til undirbúnings fyrir næsta ár. Það hefur komið mjög ber- lega í ljós síðustu árin að körlum fækkar jafnt og þétt í stéttinni. Nú mun láta nærri að konur skipi um 80% kennslu- starfa í barnask. í Reykjavík. Hvað segir þetta? Fyrst og fremst það, að starfið er lág- launastarf. Karlar sætta sig ekki við þau laun sem greidd eru og eins og annars staðar er útkoman sú að konur fylla þá skarðið. í þessum orðum felst enginn dómur um að konur séu síður hæfar til kennslustarfa heldur aðeins bent á þá stað- reynd að láglaunastörf eru yfir- leitt unnin af konum. Frá upp- eldislegu sjónarmiði verður að teljast óæskilegt að annað kyn- ið sinni barninu nær eingöngu svo að segja frá fæðingu til fermingar (móðir heima eða vöggustofa kona, dagheimili kona, leikskóli kona, forskóli kona, barnaskóli kona). Hitt er ekki síður óæskilegt að skóli Kjallarinn Kóri Arnórsson verði að ráða karlmenn bara kynsins vegna en eigi engan kost á því að velja úr. En ríkis- valdið hefur ekki áhyggjur af þessu, hefur kannski aldrei haft áhyggjur af uppeldis- málum þjóðarinnar. Með því að setja undirbúningsmenntun kennara viðunandi mark telja skólavfirvöldin sig sleppa vel og skella skollaeyrum við því þó fáir einir skili sér til kennslústarfa, þeirra sem sér- menntun hafa hlotið. Um þetta ber úrskurður kjaranefndar glöggt vitni. Þar hafa barnakennarar ekki hreyfst í flokkaröðinni að marki því meginþorri barna- kennara eða 70,6% verða með laun í B 12 (21 lfl.) eða þar fyrir neðan en það svarar því að meðalárslaun barnakennara verði miðað við almennu launa- hækkunina frá 1. mars, kr. 1.104 þús. Eiga menn von á því að slík kjör séu hvetjandi eða freisti hæfileikamanna sem margra kosta eiga völ? Rétt er að geta þess, að kjara- nefnd lækkaði kennsluskyldu kennara 1.—6. bekkjar um eina kennslustund frá 1. des. ’76 og skal hún eftir það vera 33 kennslustundir á viku. Þvf má skjóta hér inn 1 að kennslu- skylda hafði verið nær óbreytt í áratugi en almenn dagvinna hafði á sama tíma styst úr 60 stundum í 40. Laun skólastjóra eru sér kapítuli, en launahlutfall þeirra hefur farið stöðugt versnandi ár frá ári. Skóla- stjórar hafa um langa hríð skipst niður i átta launaflokka eftir stærð skóla. Um 1960 þurfti skólastjóri að hafa yfir að segja 20 kennurum til þess að komast í efsta flokk skóla- stjóra. Nú þarf hann tvöfalt lk:;. eóa yfir 40 sem þýðir yfir 900 nem. Síðan 1970 hafa skólastjórar raðast þannig í þessa umrædda 8 flokka (en þeir eru í launaflokkaskalanum nú B 15 til B 22, gamla kerfið 24.-B3) fyrir 1970 1972 1974 1976 t lægstu fl. 1—2 23% 34% 59% 56% 3—4 38% 22% 21% 28% 5—6 23% 19% 11% 7% t hæstu fl. 7—8 16% 16% 9% 9% Hundraðshluti 1976 er ekki alveg nákvæmur þvf ekki er hægt að reikna hann út fyrr en nemendafjöldi liggur endan- lega fyrir. Hann getur þvf breyst litillega innbyrðis. Hér sést greinilega tilhneiging ríkisvaldsins til að fækka skþla- stjórunum í efri flokkunum og er það gert með því að auka stöðugt nemendafjöldann sem standa á bak við hvern launa- flokk. Þannig þurfti samkv. samningi 1974 571 stig (þ.e. nem.) til þess að komast f 28. lfl. en nú þarf 580 stig fyrir sama flokk. Hlutfall skóla- stjóralauna í heildarflokkakerf- inu hefur líka versnað þar sem lægsti flokkur skólastjóra er nú sá sami og kennarar geta komist f (eftir 30 ára starf) en áður var skólastjóri yfirleitt tveimur lfl. hærri enkennari. Meira skal ekki fjallað um þetta að sinni. Á hinu skal vak- in athygli að þetta varðar ekki aðeins þá sem þessum störfum gegna, þ.e. kennara og skóla- stjóra. Hér eiga ekki sfður hags- muna að gæta nemendur og for- eldrar þeirra. Það er stefnt f mjög illt efni ef áfram heldur sem horfir að skólarnir verði rúnir hæfustu starfskröftum eins og kjarakúgunin hlýtur að hafa í för með sér. Og vel á minnst. Hvers eiga börn f dreif- býlinu að gjalda í þeim fjöl- mörgu skólum þar sem kenn- aramenntað fólk fæst ekki til starfa? Ég sagði að ríkisvaldið hefði ekki sjáanlega miklar áhyggjur af þróun þessara mála. Eða hver kannast ekki við þetta feg- ins andvarp yfirstjórnar skóla- málanna á hverju hausti? Okkur hefur tekist að manna skólana. Kári Arnórsson skólasfjóri. /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.