Dagblaðið - 24.08.1976, Side 24

Dagblaðið - 24.08.1976, Side 24
r Rannsókn ó skipa- kaupum erlendis: ,,Það er ekkert frekar að frétta af þessu, málið er enn í athugun og verið að tína saman brotin," sagði Sigurður Jóhannsson, forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabank- Lögreglan í Haf narfirði: FJÖLGAÐ UM TVO ÞEGAR FÆKKA ÁTTIUM EINN „Ákvörðun hafði verið tekin um það af fjárveitinganefnd að fækka um einn mann í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglu. En það var bætt við einum manni sam- kvæmt leyfi frá dómsmálaráðu- neytinu," sagði Hjalti Zóphanías- son í dómsmálaráðuneyti. Hann bætti því við að þarna hefði lögregluliðið verið orðið fjöl- mennara en heimilt væri í lögum en ráðuneyti leyfðu oft slíkar við- bótarráðningar í skamman tíma. Aðspurður svaraði hann því til að þessi ákveðni maður hefði reyndar ekki verið ráðinn til skamms tíma. Einum af lögreglumönnunum í Hafnarfirði var veitt lausn frá starfi en áður hafði maður verið fenginn til að leysa hann af í fríi. Sá maður starfar ennþá í lögregl- unni þrátt fyrir að tilmæli hafi komið um það að fækkað yrði um einn. Yfirlögregluþjónninn í Hafnar- firði kannaðist ekki við að bætt hefði verið við manni í vetur. En sá maður, sem fyrst var um rætt, tók til starfa sem sumar- afleysingamaður í fyrrasumar. Hann var síðan ráðinn i fyrra- haust og sendur í lögregluskól- ann, og það án þess að auglýst hefði verið lögregluþjónsstaða. Þess má geta að umdæmi Hafnarfjarðarlögreglu er mjög víðfeðmt. Hún sér um Hafnar- fjörð, Garðabæ, Seltjarnarnes- kaupstað, Mosfellssveit, Bessa- staðahrepp og Kjalarnes og Kjós. Nú starfa 30 manns í lögreglu- liði Hafnarfjarðar og auk þess 3 sumarmenn. Hefur fjárlaga- og hagsýslustofnun nú gert tillögur um að fjölgað verði liðinu. En það eru allavega komnir 2 lögreglu- nrenn í liðið umfram það sem fjár- veitinganefnd ætlaðist til að væru í lögregluliðinu. —BÁ „VERIÐ AÐ TÍNA SAMAN BROTIN" * — segir Seðlabankinn áns, í samtali við DB um at- Grjótjötni. Dagblaðið hefur Jóhannsson vildi ekkert tjá sig hugun bankans á skipakaupum fyrir satt að bankinn hafi óskað um það en sagði að „ekkert Islendinga erlendis frá. eftir upplýsingum erlendis frá frekar“ leiki grunur á að Sú athugun var sett í gang um að minnsta kosti fimmtán gjaldeyrislöggjöfin hefði verið eftir að upp komst um misferlið skip — þ.e. kaupverð þeirra og brotin við kaup skipanna til við kaupin á sanddæluskipinu greiðslukjör. Sigurður landsins. _ÓV. Tjaldstœðið ekki lengur boðlegt sem slíkt: LÍKIST FREMUR STÖDU- VATNI _ „Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að tjalda á tjald- stæðinu í Reykjavik eftir svona tíðarfar," sagði Úlfar Jacobsen, sá kunni fjallagarpur, í viðtali við DB í morgun. „Það er eiginlega ekki hægt að kalla tjaldstæðið því nafni því það er segir Úlfar Jacobsen orðið að smástöðuvatni, — þar eru engin ræsi og allt á floti. Tveim síðustu ferðamanna- hópunum, sem við höfum tekið á móti höfum við komið fyrir í gistingu í húsum og greiddi ferðaskrifstofan sjálf þann aukakostnað sem af því varð. Um síðustu helgi var lagt af stað í tvær síðustu ferðirnar sem verða farnar á .okk'ar vegum í sumar. Aukning var mikil á ferða- mannastraumi í sumar. 30. júlí í sumar vorum við búnir að flytja jafnmarga og allt sumrið í fyrra eða um 800 manns. I fyrra varð aukningin um 40% og allt útlit er fyrir að í sumar verði aftur aukning um 40- 45%,“ sagði Úlfar Jacobsen. A.Bj Hér er ferðamannahópur frá Ulfari Jacobsen kominn úr einni af Safariferðum og setur morgunverðarborðið.(DB-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson). upp frfálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1976 VII. Reykjavíkur. skákmótið sett í dag: 50ára aldursmunur á elzta og yngsta Borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir ísleifur Gunnarsson, leikur fyrsta leikinn í skák Frið- riks Ólafssonar stórmeistara þegar Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra hefur sett 7. alþjóðaskákmót Reykjavíkur í dag kl. 17. Þátttakendur í þessu móti eru 16, þar af 7 stórmeistarar og 2 alþjóðlegir meistarar. Erlendu þátttakendurnir eru 8 og spannar aldursnjunur þátttakenda yfir hálfa öld. Einna þekktastur þátt- takenda er Argentinumaðurinn Najdorf, 66 ára gamall, én yngstur er Margeir Péturssón, sem er aðeins 16 ára að aldri. Mótið fer fram í góðum húsa- kynnum, í Hagaskóla í Reykjavík, og verða tefldar 15 umferðir. Mótið er í 9. styrkleikaflokki á alþjóðamælikvarða. Yfirdómari mótsins er Guðmundur Arnlaugsson, en skákstjórar þeir Jóhann Þórir Jónsson og Jón Þ. Þór og þeim tii aðstoðar Jón Úlfljótsson. — BS — Flugmólastjóraþingið: Engar fjármálasamþykktir gerðar í Flugráði Eftir því sem blaðið Kemst næst voru engar fjármálasam- þykktir gerðar í Flugráði varð- andi þing evrópskra flugmála- stjóra hérlendis fyrir stuttu, en blaðið rakti sl. laugardag nokkur kostnaðarsöm atriði samfara þvl, Sem fátíð eða óþekkt eru hér í tengslum við aðrar ráðstefnur. Flugráð fór fram á fjárveitingu upp á tæpan milljarð króna fyrir þetta ár, en ríkið skar hana niður um a.m.k. 70 prósent, eða niður í um 250 milljónir. Lítur því út fyrir að eitt eða fleiri ráðuneyti standi fjárhags- lega að baki þingsins og þess má geta að eitt dagblaðanna skýrði frá því fyrir skömmu að kostnað við þingió hafi borið á góma á ríkisstjórnarfundi. — G.S. Otter flugvél í f lugtaki f rá Hofi í Önundarfirði: HÆDARSTÝRIN BILUÐU í MIÐJU FLUGTAKINU — f lugmennirnir náðu að stöðva vélina á brautinni Er Otter-flugvél frá Vængjum hf. var i flugtaki á flugvellinum á Hofi í Önundar- firði fyrir um hálfum mánuði fundu flugmennirnir skyndi- lega að hæðarstýri vélarinnar virkuðu ekki en án þeirra hefst vélin ekki á loft. Brugðust þeir skjótt við og stöðvuðu flug- vélina áður en'hún fór fram af hrautinni og tilkynntu svo strax um bilunina. Við skoðun kom i ljós að vír frá stýrum flugmannanna aftur í hæðarstýrin hafði ta'iv.t í sundur og slitnað. Er loftferða- eftirlitinu varð ljós þessi bilun voru hinir tveir Otterarnir, sem hér eru til, einnig stöðvaðir þegar í stað og gengið örugg- lega úr skugga um að sams konar tæring væri ekki á ferð- inni í þeim. Að sögn Grétars Oskarssonar, verkfræðings hjá flugmála- stjórn, slitnaði vírinn nákvæm- lega á þeim stað þar sem verst er að komast að til að kanna hann. Sendi Flugmálastofn- unin þegar skeyti til Banda- rikjanna og Kanada um þessa bilun en margar sams konar vélar eru í notkun þar. Grétar sagði að átak a þenn- an vir væri mest í flugtaki og því mesta hættan á að hann shtnaði við þær aðstæður. Eng- um vildihann um þetta kenna að syo stöddu en sagði að við athugaiur á hinum tveim vélun- um. önnur er í eigu Norður- flugs og hin í eigu Vængja, hefði ekkert athugavert komið í ljós og hefði fljótlega verið gert við þá sem bilaði. — G.S. Geir Gunnarsson alþingismaður um vaxandi hluta hins opinbera af „kökunni": •• „NEIKVÆTT TV0 SÍÐUSTU ÁRIN" „Síðustu tvö árin hefur þróunin orðið sú við afgreiðslu fjárlaga að dregið hefur úr fjárfestingu en reksturinn aukizt. Þetta hef ég talið neikvætt," sagði Geir Gunnars- son alþingismaður sem á sæti í fjárveitinganefnd fyrir Alþýðu- bandalagið, um þá þróun að skatttekjur hins opinbera hafa jafnt og þétt orðið hærra hlutfall af þjóðar- framleiðslunni. „Áður en menn fordæma þessa þróun alveg verða þeir að athuga hvorl þetta er bara útþensla í rekstrarliðum eða uppbygging ogúrbætur. Menn þurfa að athuga hvort um uppbyggingu úti á landi hefur verið aö ræða, metra fé til trygginga og sjúkrahúsa og svo framvegis. í talsvert mörgu hefur verið um slíka uppbyggingu að ræða. Þá sveiflast þetta hlutfall til, einnig eftir framleiðslunni, þannig að það er tiltölulega hærra þegar vesældarár eru,“ sagði Geir. Hann nefndi vega- áætlun sem dæmi um að þróun síðustu tveggja ára hefði verið neikvæð og dregið úr fjár- festingu þannig að raungildi vegaframlaga hefði minnkað um tuttugu prósent hvort árið, enda hefði vegasjóður verið orðinn gjaldþrota. -HH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.