Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. AGÚST 1976 — 3 Loksins: w \ Ein BREF MED ÞAKKLÆTI EFTIR ALLAR SKAMMIRNAR R-41574 skrifar: Um daginn lentum við tvær vinkonur, sem erum algjörlega ósjálfbjarga gagnvart duttlungum blikkbeljunnar, í smávægilegum vandræðum í umferðinni í miðbænum. Þannig var, að við komum akandi vestur Skúlagötu og ætluðum rakleitt suður Lækjar- götu, er það óhapp gerðist á mótum Hafnarstrætis og Lækjargötu, að bíllinn drepur á sér. Hann neitaði algjörlega, þrátt fyrir árangurslausar bænir og tilraunir, að fara aftur í gang og töfðum við umferðina þarna dágóða stund. Flestir sem á eítir komu voru afskaplega fúlir og önugir út af þessu, og sem farþegi í bílnum reyndi ég að fara út og vísa umferðinni framhjá. Sá ég þá allt í einu tvo unga menn í Cortínubifreið, sem brostu ákaf lega breitt, og hugsaði ég að sjá'lfsögu hið versta til þeirra fyrir að hlæja að atburði sem þessum. En viti menn, þeir snarast allt i einu út úr bif- reiðinni, koma til okkar og bjóða aðstoð sína, sem vita- skuld var vel þegin. Ég ætla hér ekki að tíunda hvað þeir gerðu, en þeir yfirgáfu ekki bifreiðina fyrr en allt var komið í lag, eftir „miklar ýtingar og kaplastart." Með þessum línum vildi ég fyrst og fremst koma á framfæri þakklæti okkar til þessara pilta og hvetja aðra ökumenn til að taka þá til fyrir- myndar. Þegar breytt var yfir í hægri umferð árið 1968 mátti sjá á hverju götuhorni skilti, sem á stóð: Brosið i umferðinni. Mér þykir ólíklegt að þessir ungu menn sem þarna veittu okkur aðstoð sina hafi verið komnir með ökuieyfi á þeim tíma, en þeir slógu sko alla eldri og reyndari ökumenn út í þessu tilviki. SLÓÐA- SKAPUR SÍMA- MANNA Vegfarandi hringdi: Að undanförnu hefur Lands- síminn verið að láta grafa á gatnamótum Skildinganess og Bauganess. Framkvæmdirnar hófust fyrir tveimur vikum. Var þá grafin hola og síðan fyllt upp í. Nú um viku seinna er aftur farið að grafa og þá ná- kvæmlega á sama stað. Upp- gröfturinn hefur ekki verið fjarlægður enda stendur holan þarna gínandi við vegfarend- um. Ég tel að þarna sé um klukkutíma vinnu að ræða, það er að segja að loka holunni.og kann því illa við þennan slóða- skap. Þarna virðist eiga að hafa „opna holu“þar til þeim þóknast ‘að láta vinna við hana. Eg fæ jkki skilið þessa töf sem er ibúunum einungis til ama, Og mér sýnist að nægilega margir starfsmenn vinni hjá Pósti og síma til að unnt væri að fylla upp í þessa holu. Og þá er annað atriði sem ég fæ ekki skilið, hvers vegna þurfti að f.vlla upp í og síðan að grafa aftur. Mistókst þetta í fyrra skiptið og af hverju er þá ekki undinn bráður bugur að því að gera það í holunni sem hún var grafin til? ÍSLENSK FYBIRTÆKI 76—77 er komin út. í fyrirtækjaskrá bókarinnar er að finna víðtækustu upplýsingar, sem til eru um íslensk fyrirtæki, félög og stofnanir í einni og sömu bókinni, á öllum sviðum viöskipta um allt land og jafnframt þær aðgengilegustu. ÍSLENSK FVRIRTÆKI 76—77 kemur út í helmingi stærra upplagi en nokkur önnur slík bók hér á landi. sem notaðar eru hjá verslunarráðum og upplýsingaskrifstofum víðs vegar um heim. Þar er einnig að finna upplýsingar um útflytjendur og útflutningsvörur og innflytjendur og innflutningsvörur. fSLENSK FYRIBTÆKl gefur upplýsingar í viðskipta- og þjónustuskrá um fram- leiðendur og seljendur vöru og þjón- ustu um allt land. ÍSLENSK FYBIBTÆKI birtir viðskiptalegar upplýsingar á ensku um (sland í dag, fSLENSK FYBIBTÆK! birtir umboðaskrá, þar sem getið er umboða og umboös- manna. í „ÍSLENSK FYRIRTÆKI" ER AÐ FINNA M.A.: Nafn heimilisfang A s»"* stofnár nafnnúme soluskatts numer starfsmenn starfsmanna fjöldi •starfssvið umboð •þjónusta -framleiðandi -innflytjandi --smasala starfssvið ráðuneyta og embættismenn ■þeirra. sveitastjórnar ■tmenn. stjórnir félaga og samtaka sendiráð og ræðismenn hér og erlendis. 'WmMi' . ÍSLENSK FYBIBTÆKI er uppseld á hverju ári. fSLENSK FYBIBTÆKI fæst hjá útgefanda. Sendum í póstkröfu Verð kr. 4.500,— Utgefandi: FRJALST FRAMTAK hf. Laugavegi 178-Símar: 82300 82302 Spurning dagsins Skipta forsetakosningar í Bandaríkjunum nokkru móli fyrir okkur íslend- inga? Einar Karlsson verkamaður. Nei, það get ég ekki séð. Það skiptir áreiðanlega litlu máli hver er I veldisstólnum varðandi stefnu gagnvart okkur tslending- um. Inga Birna Jónsdóttir kenngýi. Já, vissulega, við erum jú á þeirra yfirráðasvæði. Gylfi Gunnarsson útvarpsvirki. Nei, það skiptir ekki nokkru máli hvaða maður velst. Þeir eru svo líkir. Brynjólfur Markússon rafvirki. Nei, ég get ekki séð að þetta skipti nokkru máli fyrir okkur. Það breytist varla nokkuð í okkar garð. Rannveig Hjörtþórsdóttir, vinnur við bókband. Nei, það getur varla verið. Það er ekki sá munur á stefnu frambjóðenda þarna í Bandaríkjunum. Gísli Ólafsson sölumaður. Nei, það get ég ekki imyndað mér. Það breytir varla nokkru fyrir stefn- una gagnvart okkur hvaða karla þeir velja þarna fyrir vestan.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.