Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGIIST 1976 ' ................ \ 4 .... Borgin brá skjótt við óskum íbúanna: Völlurinn verður opinn í rúma viku — nú þegar er aðsóknin orðin mjög góð — Viö opnuðum hérna á föstudaginn i síðustu viku þó manni finnist hálfundarlegt að setja þetta í gang fyrir rúma viku, njóta krakkarnir þess svo sannarlega, sagði Guðbjörg Hákonardóttir, starfsstúlka á nýja starfsvellinum í Breiðholti III. Það mun aðallega vera fyrir þrýsting frá Framfarafélagi Breiðholts að völlurinn var opnaður en hann verður starf- ræktur daglega til 1. septem- ber, frá klukkan níu til fjögur. Sams konar völlur hefur verið opinn í neðra Breiðholti frá því í júlí og hefur starfsemin verið öllum hlutaðeigandi til sóma. Það er Reykjavíkurborg sem sér völlum þessum fyrir bygg- ingarefni og öðrum nauðsynj- um og kemur bíll þangað reglu- lega með birgðir. — Þegar hafa um 50 börn látið skrá sig, sagði Guðbjörg, en starfið er allt á byrjunar- stigi, okkur vantar ýmislegt, svo sem liti og fleira handa börnunum til að dunda við inni þegar illa viðrar. Alls eru þrjár stúlkur starf- andi á þessum nýja starfsvelli. Krakkarnir voru auðsjáan- lega mjög ánægðir með þessar framkvæmdir og liöfðu á orði að það væri sko hvergi betra að eiga heima en í Breiðholti, þegar þessi völlur væri kominn. Þar er nefnilega alltaf svo mikið að gera og nóg að smíða, sagði einn snáðinn. Starfsemin mun, ef allt gengur að óskum, hefjast aftur snemma næsta sumar og verður þá hafizt handa, við að bæta enn byggingum við þessa stærstu svefnborg á landinu. —JB Þarna eru krakkarnir að reisa grunninn að einu þeirra stórhýsal sem þau hyggjast byggja á starfsvellinum. mMl 1 ^ i ssr < 1 ■ ' •: t"'Ju •cxsö1 -■«<> & & *X<ir «**»>J'&*' SPARIÐ BENSÍNIÐ Með Fœst hjó SHELL og yOLÍS(BP) bensínstöðvum Þegar illa viðrar geta börnin dundað sér inni við margs konar afþreyingu og þangað koma þau til að borða nestið sitt. Rœðismaður íslands í Venezuela í heimsókn w ÞAR VERÐA ALUR AÐ KJOSA EN VERÐA SEKTAÐIR ELLA ,,Ég hef komizt að því að til að njóta þess að ferðast um ísland þarf maður að hafa góða regn- kápu og stígvél meðferðis," sagði Victor Bentata, en hann er aðal- ræðismaður íslands í Caracas í Venezuela. Hann og kona hans hafa dvalið hérlendis í um það bil tvær vikur. Þau hafa ferðazt mikið um landið, ekið hringveg- inn og séð nokkuð af hálendinu. „Þetta er mjög harðbýlt land og fólkið þarf að vera hraust, eins og t.d. víða á Austfjörðum þar sem/ vegir lokast hluta af árinu,“ sagði Bentata. Bentata hefur dvalið nokkuð á Norðurlöndúnum, einkum I Sví- þjóð. Hann talar sænsku og er vel kunnugur málefnum Norður- landa. ísland kom honum þess vegna ekki eins ókunnuglega fyrir sjónir og ætla mætti. Hann ætlar ekki að láta þar við sitja, og heimsækir Grænland einnig. Menning Grænlendinga kemur honum ekki á óvart vegna þess að hann er vel kunnugur sýningum ínúk-leikflokksins. Hann tók á móti flokknum þegar hann var á sýningarferðalagi um -"Suður- Ámeríku nú í sumar. ,,Ég held að fólk hér á Vestur- löndum hafi nokkuð einhæfa og einfalda mynd af ríkjum Suður- Ameríku. Það stafar af því að fréttaflutningur frá þessum lönd- um er allt of neikvæður. Ég hef rekið mig á að fólk heldur að þar ráði einræðisherrar öllu. í mínu heimalandi verða allir að kjósa. Ef fólk trassar það er það sektað. Annars held ég að hafréttarráð- stefnan, sem haldin var í Caracas, hafi breytt nokkru hér um. Þangað komu fréttamenn hvaðanæva úr heiminum og fluttu svo fróðleik um land og þjéð til sinna heimalanda,“ sagði Bentata. —KP Victor Bentata, aðalræðismaður Islands í Venezuela, og kona hans. ORGELTÓNLEIKAR AUSTAN FJALLS Glúmur Gylfason organisti á Selfossi hyggst bjóða þorpsbúum og öðrum, sem áhuga hafa á orgel- tónlist. upp á tónleika i Selfoss- kirkju í kvöld klukkan 21. A efnisskránni verða verk eftir J.S. Baeh, Max Reger Messiaen og dr. Hallgrím Helgason. Tónleikar Glúms verða síðan endurteknir í Skálholti næstkom- andi sunnudag, 29. ágúst. —ÁT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.