Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.08.1976, Qupperneq 22

Dagblaðið - 24.08.1976, Qupperneq 22
"Harrt I I frTOHTO" [Rl COLOR BY DE LUXE®( Ákaflega skemmtileg og hressileg ný bandarísk gamanmynd, er segir frá ævintýrum sem Harry og kötturinn hans Tonto lenda í á ferð sinni yfir þver Bandaríkin. Leikstjóri Paul Mazursky. Aðal- hlutverk: Art Carney, sem hlaut Oscarsverðlaunin í apríl 1975 fyrir hlutverk þetta sem bezti leikari ársins. Svnd kl. 5, 7 og 9. TÓNABÍÓ Hvernig bregztu við berum kroppi? ýVVhat do you say to a naked lady?) Leikstjóri: Allen Funt (Candid camera) Bönnuð börnum innan 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ I Nakið líf W'éSi 11 «rnr “ f.f.b. OEMS J BaBRMEBDES*1' senaationelle roman AMMEGREtE IB MOSSIN _ PALLMIIUM aTC'V Mjög djörf og vinsæl dönsk kvik- mynd, nú sýnd í fyrsta sinn með íslenzkum texta. Leikstjóri: Anne Lise Meineche (sem stjórnaði töku myndarinnar ,,Sautján“). Sýnd kl. 9 og 11. Stranglega bönnuð börnum innan sextán ára. (Nafnskírteini) HASKÓIABÍO Dagur plógunnar (The Day of the Locust). Paramount Pictures Prasents WTHE DAY OFTHEIOCUST" Raunsæ og mjög athyglisverð mynd um líf og baráttu smælingjanna i kvikmynda- borginni Hollywood. Myndin hefur hvarvetna fengið mikið lof fyrir efnismeðferð leik og leik- stjórn. Leikstjóri: John Schlesinger. Aðalhlutverk: Donald Sutherland Burgess Meredith Karen Black. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum. GAMIA BIO Elvis ó hljómleikaferð l) Ný amerísk mynd um Elvis Presley á hljómleikaferð. Vinsæl- ustu söngvararnir. Ný tækni við upptöku. Sýnd kl. 5, 7 og 9. STJÖRNUBÍÓ 8 Thomasine og Bushrod iÉWÍg _________ Islenzkur texti. Hörkuspennandi ný amerísk kvikmynd í litum úr villta vestr- inu í Bonny og Clyde-stíl. Aðal- hlutverk: Max Julien, Vonetta McGee. Sýnd kl.4, 6, 8og 10. Bönnuð börnum. g AUSTURBÆJARBÍÓ 8 Æðisleg nótt með Jackie Sprenghlægileg og víðfræg, ný, frönsk gamanmynd i litum. Aðal- hlutverk: Pierre Richard, Jane Birkin. Gamanmynd í sérflokki, sem allir ættu að sjá. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I IAUGARASBÍÓ i) Hinir dauðadœmdu Mjög spennandi mynd úr striðinu milli Norður- og Suður- Bandaríkjanna. Úrvals leikarar: James Couburn, Bud Spencer, Telly Savalas. Sýnd kl. 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. Mótorhjólakappar Burning the track! w/A A Universal Pidure • Technicolor® H« Sýnd kl. 5 og 7. I HAFNARBÍO Rauð sól. Spennandi litmynd. ..Vestri i al- gjörum sérflokki". Charles Bronson Poshiro Mifuni. íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 3, 5, 7. 9 og 11.15. Smurbrauðstofan ö R IMÍ 12 INi Njálsgötu 49 — Simi 15105 9 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1976 Útvarp Sjónvarp Sjónvarp kl. 20,40: Vopnabúnaður heimsins Vígbúnaðarkapphlaupið í heiminum — því er ekki hœgt að lif a í - sáttogsamlyndi? í kvöld verður sýndur 2. þáttur fræðslumyndaflokksins um vígbúnaðarkapphlaupið og vopnaframleiðslu í heiminum. Nú verða m.a. teknar fyrir eldflaugabirgðir og eldflauga- varnarkerfi stórveldanna og þeim lýst. í fyrsta þættinum var lýst notkun kjarnorku í ófriði og rætt var við mann, sem var meðal þeirra er fundu kjarn- orkusprengjuna upp. -KL Háskólabio: Dagur Plágunnar (The Dav of the Locust). Aöalhlutverk: Donald Sutherland. Karen Black, William Atherton og Burgess Mere- dith. Leikstjóri: John Schlesinger. Leikstjóri þessarar myndar er Schlesinger, en hann leikstýrði m.a. Midnight Cowboy, sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum. Þess vegna fer maður að sjá þessa mynd með því hugarfari að hun hljóti að vera góð. Ég varð heldur ekki fyrir vonbrigðum. Kvikmyndin lýsir á sannfærandi hátt lífi og baráttu þeirra, sem verða undir í sam- keppninni um frægð og auð. Persónur myndarinnar eru mjög óraunverulegar, eins og sá heimur sem þær lifa í, nema Tod Hacket'JWilliam\therton). Hann er ungur málari, vel menntaður og reynir nú að freista gæfunnar í Hollywood, haustið 1938. Hackett hefur störf hjá stóru kvikmynda- félagi og kemst þar með í snertingu við þá, sem íeita frægðar. Það hefur gengið misjafnlega og fyrir þá sem hafa orðið undir í baráttunni er lífið enginn dans á rósum. Einn þeirra er Harry Greener. Hann er nágranni Hackett og starfar sem sölumaður. Dóttur hans Kvik myndir GERVIBLÓM, SEM BLÆÐIR ÚR Tod og Honier, aðskotadýrin í firrtum heimi kvikmyndaborg- arinnar. Faye (Karen Black) dreymir um að verða stjarna, en sá draumur hennar virðist ekki ætla að rætast fyrst um sinn. Hún lifir í þessum gerviheimi og er reyndar alveg dæmigerð fyrir hann. Hackett verður hrifinn af þessari stúlku, en hann á sér keppinauta sem eu kúreki og mexikani. Þeir eru jafn gervimannlegir og óraun- verulegir og Faye. Dag einn veikist faðir Faye í einni af söluferðum sínum. Homer Simpson (Donald Sutherland) lyfir gamla nanninum .að jafna sig í húsi sinuogþangað sækir Faye hann. Simpson verður hrifinn af stúlkunni og þegar faðir hennar deyr flytur hún heini til hans. Simpson, þessi þungi, stóri og einfaldi maður er eins og eitthvert aðskotadýr i þessu umhverfi. Hann lætur Faye traöka á sér og Hackett hefur skömm á því hvernig hún fer með hann. Loks yfirgefur Faye Simpson og þa heidur hann einn og yfirgefinn til járnbrautarstöðvar og ætlar að taka sér far til Iowa. En þá verður hann enn einu sinni fyrir áreitni og loks bregzt hann við á einkennilegan hátt. Vegna þessa atburðar verður ekkert úr ferð hans burt frá múgnum, sem stendur trylltur fyrir utan kvikmyndahús eitt, þar sem frumsýna á nýja kvikmynd. Faye er sem áður hluti af þessum firrta hópi. Hackett, sem fótbrotnar i látunum, fær ofskynjanir og sér fyrir sér borgina eyðast. Hollywood og sá gerviheimur, sem hún stendur fyrir, liður undir lok. -KP

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.