Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976. 6 Laus staða Staða hjúkrunarfræöings við heilsu- gæzlustöðina Höfn í Hornafirði er laus til umsóknar nú þegar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. Heilbrigðis- og tryggingamólaróðuneytið. 28. september 1976. > ...................................... Sinfóníuhljómsveit íslands Starfsór 1976/77 Sala áskriftarskírteina er hafin á skrifstofunni Laugavegi 120 (Búnaðarbankahúsinu við Hlemm- torg) 2. hæð. Fyrstu tónleikarnir verða 7. okt., og er endurnýjunarfrest- ur til mánudagsins 4. okt. Vegna nýrra áskrifenda er til þess mælzt að þeir, sem ætla ekki að endurnýja tilkynni það í síma 22260 eða 22310. EEEE3IIII SIMOMl IILIOMSUII ÍSI \M)S i:|k|si iwkpii) Danskennsla Þ.R. Námskeið í gömlu dönsunum hefjast mánudaginn 4. október og miðviku- daginn 6. október. Kennsla í barnaflokkum félagsins hefst mánudaginn 4. október fyrir börn 4—12 ára. Innritun verður í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld milli kl. 6 og 10 og í síma 12826. r óskast strax i Innri Njarðvík Uppl. í sima 2865 Guðfinna Guðmundsdóttir MMBUUJffl Blaðburðarbörn óskast strax í Hafnarfirði, Hvaleyrarholt Upplýsingqr i síma 52354 „Enginn hefur tró á pundinu lengur" — segja gjaldeyriskaupmenn í London Sterlingspundiö féll enn einu sinni og það enn neðar á gjald- eyrismörkuðum í Evrópu í gær, — í eitt skipti var það skrifað niður um heil fimm sent gagn- vart Bandaríkjadal, — þar með orðið jafnvirði um 1.63 dollara. — mesta fall pundsins á einum degi. Hefur pundið nú fallið um sem svarar einum Bandaríkja- dollara síðan það var látið „fljóta" á gjaldeyrisskrá í júní árið 1972. Einn starfsmanna gjaldeyrismarkaðar i London sagði í gær: „Menn hafá algjörlega misst trúna á pundið þessa stundina." A gjaldeyrismörkuðum víðar um Evrópu hafði pundið fallið verulega, sérstaklega i V- Þýzkalandi og í Sviss, það sem gjaldeyrismarkaðir vildu helzt ekki halda því öllu lengur. Eitt pund er nú rétt yfir fjórum v-þýzkum mörkum, sem er, algjört met og hefur það fallið um 10% undanfarnar þrjár vikur. Sömu sögu var að segja um gjaldeyrismarkaði í Sviss, þar rétt náði pundið fjórum frönkum. Pundið hefur hriðfallið að undanförnu og þessi sjón hefur þvi verið algeng á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu. „ WA TERGA TE-MÁUÐ TILBÚIÐ HNEYKSU" - segir Nixon í œvisögu sinni, sem hann vinnur að Nixon, fyrrum Bandarikjaforseti, heldur fram algjöru saklevsi sínu i endurminningum þeim sem hann er nú að ljúka við. Það er einmitt vegna þeirra sem hann lét hljóðrita öll samtöl i Hvíta húsinu og þa*r hljóðritanir urðu honum að falli. Richard Nixon, fyrrum Banda- ríkjaforseti, segir í ævisögu sinni, sem hann vinnur nú að, að hann sé saklaus í Watergatemálinu og að allt málið hafi verið tilbúið hneyksli, sem andstæðingar hans hafi notað til að koma honum á kné. Bandaríska blaðið New York Times, skýrir frá þessu í dag. í frétt frá London, þar sem vitnað er í heimildarmenn bæði í Bandaríkjunum og Evrópu sem sagðir eru hafa lesið kafla hand- rits Nixons, segir Times að Nixon sjái eftir því að hafa ekki gengið harðar á eftir samstarfsmönnum sínum með spurningar um málið, þar sem hann hafi sjálfur vitað lítið um innbrotið í Watergate- bygginguna og atburðina, sem fyigdu í kjölfarið. Nixon viðurkennir aðeins að sig hafi brostið dómgreind. Hann neitar persónulegri ábyrgð á hneykslinu, er leiddi tii afsagnar hans 1974. Hann segir í ævisögunni, að hann hafi sagt af sér í þeim tilgangi einum að forða' þjóðinni frá sex mánaða klofningi, sem hefði leitt af ríkisréttarhöldum. New York Times segir einnig að í bókinni muni Nixon ræða hljóðritunarkerfið i Hvíta húsinu, persónueinkenni nánustu sam- starfsmanna sinna, afsögn Agnews , fyrrum varaforseta, og fjöldann allan af erlendum stefnumálum, s.s. Víetnam- stríðið, M.v Lai-fjöldamorðin og fundi sina með þjóðarleiðtogum í Evrópu og Asiu. Þess hefur vandlega verið gætt, að ekkert læki út um efni væntan- legrar ævisögu Nixons, sem hann er sagður vinna að daglega en engur að siður. segir New York Times. tókst einhverjum að koma einu eintaki af tilbúnum útdrætti úr handritinu í umferð. REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.