Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 14
14 DAdBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976. Sigurður Karlsson er brotinn á báðum úlnliðum verður frá spilamennsku uin óákveðinn tíma „Ég vil sem minnst segja um þetta mál, annað en að það er satt, að ég er brotinn á báðum úln- liðunum," sagði Sigurður Karls- son trommuleikari í Celsfus, er DB kom að máli við hann og spurðist fyrir um, hvort það væri satt, að báðar hendur hans hefðu verið brotnar vestur á fjörðum fyrir nokkru. Forsaga þessa máls er sú, að Celsíus hélt í dansleikjaferðtil Vestfjaröa fyrir þremur vikum, Hljómsveitin Iék á ísafirði á föstudegi. Siðan var haldið til Bolungavíkur daginn eftir og leikið þar í samkomuhúsinu. Eftir dansleik fóru hljómsveitarmeð- limirnir í hús eitt þar á staðnum, en ekki tókst betur til en svo að einum manni þar sinnaðist við Sigurð. Lauk viðskiptum þeirra á þann veg, að hann braut báða úlnliði Sigurðar. Það kom þó ekki í ljós fyrr en við röntgenskoðun síðasta föstudag, að Sigurður var brotinn. Hann hafði leikið með á dans- leikjum Celsíusar allar götur síðan óhappið átti sér stað og einnig með Stuðmönnum á Lækjartorgi fyrr nokkru. Sigurði þótti skrítið að hann hefði alltaf sársauka í úlnliðunum og sá verkur fór versnandi frekar en hitt. Verður fró um óúkveðinn tíma Sigurður Karlsson lék síðan í síðasta skipti á dansleik með Celsíusi í bili á Keflavíkurvelli á föstudagskvöldið var. Daginn eftir var hann settur í gifs á báðum höndum allt frá fingur- górnum og langt upp fyrir olnboga. ,,Ég átti í mestu erfiðleikum með að borða fyrst eftir að ég var settur í gifsið,“ sagði Sigurður í samtalinu við DB. „Fyrst í stað varð tengdafaðir minn að mata mig, en nú er ég kominn upp á lag með að skjóta upp í mig einum og einum bita.“ Ölafur Garðarsson trommu- leikari hefur verið fenginn til að leika fyrir Sigurð á meðan hann verður í umbúðunum. Hljómsveit- in er þegar byrjuð að æfa með Ólafi og getur byrjað að leika á nýjan leik á föstudaginn. „Villandi frósögn í Vísi“ „Ég vil taka það fram að ég er mjög óánægður með þau skrif sem komu um þetta mál í Vísi fyrir nokkru,“ sagði Sigurður Karlsson. „Þar er sagt, að Vest- firðingar séu ofstopamenn á dans- leikjum og stundi líkams- meiðingar á hljóðfæraleikurum. Þar er einnig stungið upp á þvi að hljómlistarmenn setji Vest- firðinga í bann. Mín reynsla af Vestfirðingum er sú, að þeir séu hvorki betri né verri en aðrir lands- menn. Þeir slást vitanlega, þegar þeim sinnast, en þess utan eru þeir ágætis fólk í umgengni. I ferðinni hjá okkur í Celsíusi var ágætt fjör á báðum dansleikjum okkar og samkomugestir komu vel fram.“ Sigurður var síðan spufður um fjárkröfur á hendur manninum, sem braut úlnliði hans. Hann vildi ekkert um þær segja, nema að þær væru einkamál Vest- firðingsins og hans. „Við erum orðnir ágætis kunningjar eftir þetta," sagði Sigurður, „og erum alveg orðnir ásáttir með öll okkar mál.“ -AT. Höndum SIGURÐAR KARLSSONAR pakkað inn, eins og sjá má. hefur heldur betur verið DB- mynd: Árni Páll. lónlí Blú Bojs syngja meðal annars um Laugar- dagskvöldið á Gili — á nýju plötunni sinni, A FERÐ Að sjálfsögðu var skálað i nýja kokkteilnum Lonlí Blú Boj á mánudagskvöldið. Hér eru þeir Óli Laufdal, Gunnar Þórðarson, Engilbert Jensen, Baldvin Jónsson og Björgvin Halldórs- son að sötra sína drykki. DB-mynd: Arni Páll. A plötunni má heyra marg- víslega söngva. Þar er gamla góða lagið Laugardagskvöld á Gili, Björgvin syngur um Kúba Libre í viðeigandi spönskum takti, þar er lag um Lonlí Blú Bojs á hljómleikaferðalagi og margt fleira. Útgefandi Á ferð er Ýmir, hljómplötufyrirtæki Gunnars Þórðarsonar. Fálkinn dreifir plötunni, —ÁT Nýjasta hljómplatan frá Ðe Lónlí Blú Bojs var kynnt i Öðali á mánudagskvöldið. Platan nefnist Á ferð og er þriðja LP plata hljómsveitarinnar. Allmargt fólk safnaðist saman I Óðali til að heyra plötuna kynnta. Platan kom einmitt í búðirnar á mánudag, svo að hún var ef svo má segja heit úr pgkkningunum, er hún var kynnt. Við sama tækifæri var kynntur nýr kokkteill, sem blandaður hafði verið I tilefni dagsins. Hann heitir að sjálf- sögðu Lónlí Blú Boj. Höfundur kokkteilsins er Ólafur Laufdal bóndi á Öðalinu. Viðstaddir af hálfu hljóm- sveitarinnar voru þeir Gunnar Þórðarson, Engilbert Jensen og Björgvin Halldórsson. Rúnar Júliusson var staddur vestan hafs við plötuupptöku og kom ekki fyrr en í gær. Baldvin Jónsson, — sá sem sá um Lónlí Blú Bojsferðina fyrir nokkru, — kynnti plötuna og þótti frem- ur stirður plötusnúður. HUOMPLOTUUTSALAN er i fullum gangi að Suðurlandsbraut 8 og Laugavegi 24. Nú eru einnig kassettur og 8-rósa spólur á útsölu að Suðurlandsbraut 8. Allar tegundir tónlistar i miklu úrvali og VERÐIÐ ER STÓRLÆKKAÐ. Nú er tœkifœri til að gera góð kaup. FALKIN N ® Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24. IÓNLÍ BLÚ BOJ Ef einhverjir vilja skála í nýja Lónlí Blú Boj kokkleilnum hans Óla Lauf- dal, þegar þeir kaupa nýju plötuna, þá fer uppskriftin hér á eftir: 2/6 Contreau 1/6 Gin, High and Dry 1/6 Grand Marnier 1/6 Bananabols 1/6 Tropicana. Ef lesendur eiga ekki þessar víntegundir hand- bærar, þá er örugglega ailt i iagi að skáia bara i Tropi- cana. ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.