Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.10.1976, Qupperneq 3

Dagblaðið - 14.10.1976, Qupperneq 3
Raddir lesenda DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. OKTOBER 1976. í Málmey hafa svo sannar- lega fundizt fornmunir Sl. mánudag birtist lesenda- bréf frá Karli Adolfssyni um fornminjauppgröft í Málmey, en nafn hans misritaðist og var hann kallaður Árnason. Er hann beðinn velvirðingar. Hér koma örfáar athuga- semdir frá Karli við svar þjóð- minjavarðar við spurningum hans: „Þjóðminjavörður segir eitt- hvað á þá leið að það séu nokk- ur hundruð staðir sem búið hefur verið á frá landnámstíð og þyrftu rannsóknar við. Þetta er vafalaust rétt. Ég er að vísu leikmaður á þessu sviði en mér virðist þó að Málmey hafi marga kosti til rannsókna fram yfir aðra og skal ég nú reyna að færa rök fyrir því: 1. Þarna er um afmarkaðan og einangraðan stað að ræða þar sem sannanlega hafa fundizt fornmunir. 2. Þarna hefur jarðvegur hlað- izt upp líkt og árhringir í tré sennilega án mikillar röskunar vegna þess að sá siður var hafður að kasta sorpi niður fyrir hlaðvarpann sem berlega kom í ljós í húsgrunninum sem ég minntist á í fyrri grein minni. Þessu til staðfestingar vísa ég til heimildarmanns míns, Gríms Sigurðssonar útvarpsvirkja sem er manna kunnugastur í Málmey enda var hann alinn upp þar. 3. Vegna þess að Málmey er nokkuð úr alfaraleið þá mun gefast þarna gott næði til rannsókna. Vafalaust má tína fleira til en ég læt þetta nægja.“ Þessi mynd er tekin þegar tölvan var tekin i notkun fyrir skömmu við útdráttinn i fyrsta skipti. Festi í Grindavík er vinsæli skemmtistaður hjá unga fólkinu. Endaknis troðningur — unglingunum hrúgað saman i Festi 1350-5438 hringdi: „Ég brá mér á dansleik í Festi í Grindavík um síðustu helgi. Fékk ég mér far frá Hafnarfirði, nánar tiltekið frá sölubúð þar. Ferðin með rútunni kostaði 1000 krónur. Þegar verið er að auglýsa þessar ferðir eru þær alltaf kallaðar sætaferðir. Svo var þó ekki með þessa ferð. Þegar ég kom upp í rútuna í Hafnarfirði var hún yfirfull. Ég mundi áætla að það hefði verið helmingi of margt í henni. En það hefði vel verið hægt að koma í veg fyrir þennan troðning í rútunni. Til Hafnarfjarðar kom sérstök rúta til þess að taka farþega þaðan. En þær bíða víst ekki eftir því að fá 15 farþega eða færri. I stað þess var bætt í rútuna frá Reykjavík og hún yfirfyllt. Það þarf víst ekki að benda á það hve hættulegt er að fylla svona bíla af fólki. Mér finnst þetta líka í ósamræmi við starfsmáta lögreglu, þegar hún er að finna að því þegar er einum farþega of margt í fólksbílum. Hvers vegna mega þá vera 30 of margir í rútum? Þetta er algjörlega fyrir ofan minn skilning. Svo ætti líka að biðja um passa, þegar krakkarnir fara inn í rúturnar, í stað þess að keyra þá í Festi þar sem þeir komast svo ekki inn. Það eru þessir krakkar sem skapa ólætin þarna fyrir utan. Þeir hafa ekkert annað að gera en bíða þar fyrir utan þar til ballið er búið. Þá verða þeir að ryðjast inn í troðfullar rútur aftur. Þegar komið var í Festi tók sami troðningurinn við. Þar kostaði 2000 krónur inn. Eru engin takmörk fyrir því hvað er hægt að troða mörgum inn í húsið þar? Það var ekkert skárra en i rútunni. Það verður að hafa aðgát i þessum efnum og lögreglan þarf að vera einhvers staðar nálægt til að hafa auga með því hvað fram fer. Mér er spurn, hvernig fer fólkið út úr því ef eitthvert slys kemur fyrir, t.d. ef rútan veltur? Hver ber þá ábyrgðina?" sakaði hann um óráðvendni. Og hvað stoðar það? Þið eruð enn að vitna í Þorstein en talið aldrei um rannsóknina. Sakargiftir þær sem Þorsteinn bar fram og rannsóknin ómerkti skulu enn og æ vera sönnun þess að Stein- grímur sé þjófur, óverðugur þingmennsku og trausts. Og ekki nóg með það. Þessar sömu ásakanir skulu vera sönnun þess að framsóknar- menn almennt standi öðru fólki neðar siðferðilega og séu nán- ast siðblindir. Ekki hef ég séð eitt orð í Dagblaðinu um að það hafi verið vangá að gera meira úr ásökunum Þorsteins en rann- sókninni. Það hefur þó lengst- um þótt vandaðra manna háttur að leiðrétta þegar menn sjá að þeim hefur orðið á að fara með ósannindi. Eg sé ekki enn að sú gamla og góða regla gildi hjá Dag- blaðinu. Hvað stoðar rannsókn gagnvart slíku fólki? IBM er að taka yfír ðll happdrœttin — svona auðhringar eru stórhœttulegir Guðrún hringdi: ,,Mér lizt ekkert á þessa breytingu hjá happdrættunum Það hlýtur að koma einhvern veginn misjafnt niður á þeim sem eiga miða í trausti þess að fá vinning. Það verða örugglega alltaf sömu miðarnir sem fá vinningana. Annars er þetta al- veg furðulegt, það þarf að setja allt í einhver tæki, það er eins og manninum sé ekki treyst- andi lengur. Hvers vegna var ekki hægt að hafa þetta eins og það var? Það er mikiu skemmti- legra að fá einhvern til að draga úr stóra kassanum og ég ætla nú ekki að minnast á þpð hve miklu meira spennandi það er. Blessaðir, góðu menn. þið sem ráðið þarna hjá DAS, SlBS og Háskólanum, hættið viðþess- ar tölvur. Þær eru alveg hund- leiðinlegar og svo eru þær líka af IBM gerð. Það er alltaf verið að segja að IBM sé að yfirtaka allan fjárann út um allan heim. Eg vona bara að þessir útlend- ingar hafi ekki yfirtekið öll happdrættin. Svona auðhringar eru stórhættulegir svona litlum þjóðfélögum eins og íslandi. Hringið í síma 83322 milli kl. 13 og 15 Spurning dagsins Hver finnst þér vera réttur gangandi vegfarenda í umferðinni? Jóhann Ingvarsson gröfustjóri: Þeir hafa miklu minni rétt en ökumennirnir, enda ekki nærri eins frekir og kröfuharðir. Arnar Þór Armannsson verka- maður: Þeir hafa varla nokkurn rétt nú orðið. Það er sífellt troðið á þessum litla rétti sem þeir hafa. Helga Magnúsdóttir afgreiðslu- kona: Þeir ættu ekki að hafa, minni rétt en bílstjórarnir en þar er víst oft misbrestur á. Oft þarf maður að bíða tímunum saman eftir að komast vfir götu. Haukur Már Haraldsson blaða- maður: Réttur hinna gangandi er alltof lítill, ætti að vera miklu meiri. Aðaiheiður Helgadóttir ai- greiðslukona: Sumir vegfarendur eru voðalega ógætnir og kæru- lausir. Þeir taka bókstaflega ekkert tillit til ökumannanna. en auðvitað eiga þeir sinn rétt eins og aðrir. Eggert Sveinsson: Gangandi veg- farendur eru alveg hörmulega frekir oft á tíðum og virðast varla muna eftir hinum akandi. Þeir eiga ekkert nteiri rétt en hinir akandi.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.