Dagblaðið - 14.10.1976, Síða 4
4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1976
smáaug
er
lýsinga
blaðið
m$m»
Bilaleigan Miðbárg
CérRentsl
Leiðrétting
í auglýsingu í Dagblaðinu i
gær frá Skóbúðinni Suður-
veri og Gráfeldi slæddist inn
prentvilla.
Skórnir frá Ítalíanó voru
sagðir á kr. 6.800 en verðið
átti að vera
Kr. 6.100
Hlutaðeigendur eru beðnir
velvirðingar á þessum mis-
tökum.
FÓLK ORÐIÐ ÞREYTT
Á SÓLARSTRÖNDUM
— og þá leitar það að fersku lofti í staðinn
Hér á landi eru nú staddir
umdæmisstjórar Flugleiðá fyrir
svonefnt Norðursvæði en það nær
yfir Norðurlönd, og Bretlandseyj-
ar. Þeir halda fundi í vor og haust
og skipuleggja starfsemi komandi
árs og þá ef til vill sérstaklega
sumarsins. DB ræddi við tvo
þeirra sem starfa í Glasgow og
Stokkhólmi.
Stuart Cree umdæmisstjóri
Flugleiða í Skotlandi og írlandi
hefur aðsetur sitt í Glasgow.
Hann hefur unnið í 12 ár í íslands
þágu, fyrst fyrir Flugfélag
islands, og síðan Flugleiðir. ,,Ég
hef aldrei átt í neinum vand-
ræðum með islendinga, sem
heimsótt hafa Glasgow“, sagði
Stuart Cree. Hann sagði það
nokkuð algengt að Islendingar
kæmu í heimsókn til Glasgow og
þaö væri þá innkaupaferð í
leiðinni, enda er það ofur skiljan-
legt þar sem mjög hagstætt er
f.vrir okkur að verzla fyrir pund
eins og er. Aftur á móti er óhag-
•stæðara fyrir Englendinga að
koma hingað, hér er allt of dýrt.
Þegar við spuröum Cree hvort
þorskastríðið hefði haft áhrif á
eftirspurn eftir feröum hingað til
lands, sagði hann að bæði þorska-
stríðið og svo staða pundsins
hefði dregið nokkuð úr farþega-
fjölda með Flugleiðum til Islands.
„Annars er ég mjög bjartsýnn á
að þetta sumar verði miklu betra
en það sem nú er að líða og það
hefur smátt og smátt færzt í þá
áttina að hópar taka sig saman,
aðallega ungt fólk, og fara til
íslands. Svo koma félagarnir
næsta ár tii Skotlands og endur-
gjalda heimsóknina. Þannig hafa
skapazt mjög skemmtileg tengsl,“
sagði Stuart Cree.
Olafur Friðfinnsson er
umdæmisstjóri í Stokkhólmi.
Hann hefur starfað fyrir Loft-
leiðir síðan 1964 og nú fyrir Flug-
leiðir siðan félögin voru sam-
einuð. Hann sagði okkur að farið
væri þrisvar í viku til Stokkhólms
yfir sumartímann en ferðir lægju
niðri þangað yfir veturinn. Ölafur
sagði okkur að mikið væri um það
að nemendur bæðu um upplýsing-
ar um landið þegar þeir byrjuðu
að læra um ísland í skólanum. Þá
sagðist hann fara mikið í skólana
og sýna kvikmyndir um ísland.
„Það er mjög mikill áhugi, sér-
staklega hjá krökkunum, og mér
finnst alveg sjálfsagt að veita
þeim úriausn og senda þeim
myndir,“ sagði Ölafur.
Ólafur sagði að nú síðustu árin
væri fólk farið að leita að ein-
hverju öðru en sólarströndum til
að flatmaga á og þá væri alveg
tilvalið að kynna Island vel. „Það
hefur upp á mjög margt sérstætt
að bjóða sem við eigum að nnt-
færa okkur,“ sagði Ólafur. -KP.
Óiafur Friðfi'nnsson hefur starfað fyrir Loft-
leiðir síðan 1964 en nú er hann umdæmisstjóri í
Stokkhólmi fyrir Flugleiðir.
Stuart Cree umdæmisstjóri Flugleiða í Skot-
iandi og á írlandi.
Vélhjólasendisveinn
éskast hólfan eða
allan daginn
DAGBLAÐIÐ
Sími 27022
Auglýsing um starf
Ríkisútvarpið — Sjónvarp óskar að ráða viðskipta-
fræðing eða mann með sambæriiega menntun í stöðu
skrifstofustjóra Sjónvarpsins. Laun skv. 21. flokki
B.H.M.
Umsóknum sé skilað tii aðalskrifstofu Sjónvarpsins að
Laugavegi 176 fyrir 25. október nk. á eyðublöðum, sem
þar fást afhent.
OG SJA, MYNDIN
BIRTIST í LIT!
Bytjað að flytjo inn 12"
litasjónvarpsskerma, þar sem litir
koma fram i svart-hvitum tœkjum
Hver kannast ekki við söguna
um nælonsokka strengda fyrir
sjónvarp og þá, já, þá birtist
myndin i dýrlegum litum. íslenzk
dagblöö hafa haft það að fyrsta
aprílgabbi að segja að nú sé búið
að finna upp aðferð til að fá svart-
hvíta mynd í liti. Verzlanir hafa
fyllzt — en þá var það bara gabb.
Nú er ekki fyrsti apríl — og nú
er það satt. Nú er byrjað að flytja
til landsins skerma, sem settir eru
f.vrir svart-hvít tæki og birtist
myndin þá i lit og mun þægilegra
verður að horfa á hana þar sem
skermurinn dregur úr geislun.
Þessir skermar eru frá v-þýzka
fyrirtækinu Siemi — og hinir
einu sinnar tegundar í heiminum.
Þeir eru byggðir upp af 20
þúsund litapunktum — í tólf lit-
um. Auðvitað geta slíkir skermar
aldrei komið í stað litsjónvarps en
það er allt annað og skemmtilegra
að horfa á sjónvarp með hinn
v-þýzka skerm á tækinu. Myndin
verður mun þægilegri og
skemmtilegri á aö horfa.
Og myndin birtist i lit — það er
þeim tólf litum og litasamsetning-
um sem skermurinn er byggður
upp af og mikill meirihluti af efni
sjónvarpsins skilar sér mjög vel.
Mikið hefur verið talað um að
koma litsjónvarpi upp hér á landi
— en erlendis, þar sem þessir
skermar eru á markaðinum hefur
eftirspurn eftir litsjónvðrpum
minnkað stórlega. Kemur þar til
að litsjónvarp er mjög dýrt en
þessir skermar kost-a um 7.500
krónur. Fyrirtækið Sólstíil hf.
flytur þessa skerma inn og hefur
eftirspurn eftir þeim verið mjög
mikil. h.halis.
Heildsölublrgðir
FrakkastíR. — Símar 10530, tOftOO
Heilsurœktin HEBA Auðbrekku 53
sími 42360 og 43724
Suðurnesiakonur athuaið!
Við verðum með megrunarleikfimi fyrir þœr
sem eru of þungar í Sundlaug Ytri-Njarðvíkur
2—4 sinnum í viku, ef nœg þótttaka fœst.
*ba
Upplýsingar og innritun i sima 43724