Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.10.1976, Qupperneq 10

Dagblaðið - 14.10.1976, Qupperneq 10
:o DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. OKTÖBER 1976. ftfálst, úháð dagblað Útsefandi Danbladirthf. Framkvæmdastjrtri: Sveinn R. Eyjrtlfsson. Ritstjrtri: Jrtnas Kristjánsson. ‘Fréttastjóri: Jrtn Bir^ir Pétursson. Ritstjrtrnarfulltrúi: Haukur Hclí>ason. Aðstoðarfrétta- stjrtri: Mli Steinarsson. Iþrrtttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jrthannes Reykdal. Handrit Asnrímur Pálsson. Blartamenn: Anna Bjarnason. ÁsKeir Trtmasson. Ber^lind Asgeirsdrtttir. Bragi Sigurðsson. Erna V Ingólfsdrtttir. Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- ílóttir. Katrin Pálsdóttir, Kristín Lýðsdóttir. Ólafur Jrtnsson. Ömar Valdimarsson. Ljósmyndir: Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifssoh. Sveinn Þormððsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifinggrstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu «0 kr. eintakið. Ritstjrtrn Síðumúla 12. sími 83322. auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverhoíti 2. sími 27022. Selning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf.. Armúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmirhf.. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Vœngir til góðs? 1 skýrslu Dagblaðsins á föstu- daginn um Vængjamálið voru rak- in þau gögn og aðrar heimildir, sem hafa leitt til harðra tilrauna stjórnarmanna, endurskoðanda og almennra hluthafa til að finna, hvað raunverulega sé á seyói í fyrirtækinu. Endurskoðunin á bókhaldi Vængja mun væntanlega leiða í ljós eðli ýmissa tilfærslna í fjármálum þess. Hitt er svo ljóst af gögnum málsins, hvernig áhugasamir menn gætu leikið á kerfið og haft nokkurn arð af verðbólgu þeirri, sem stjórnmálaflokkarnir hafa fram- leitt. Þú leitar uppi fyrirtæki, sem þjónustar landsbyggðina og er illa statt fjárhagslega. Þú kaupir aðaleigendur þess út úr fyrirtækinu og lætur það sjálft lána þér fyrir kaupverðinu. Síðan sezt þú viö stjórnvölinn og tekur úr innheimtu víxla þá, sem þú átt að greiða fyrir- tækinu. Ef þú átt í vandræðum vegna fyrri ævintýra í fjármálum, getur þú farið í kassann, tekið þar út peninga og kvittað fyrir móttöku þeirra. Koma tímar, koma ráð. Síðan ferðu til Ólafs formanns og færð leyfi til að láta fyrirtækið sjálft eiga 30% hluta- fjárins. Þú selur fyrirtækinu á háu verði hluta- bréfin, sem þú átt í því, og hummar um leið fram af þér aö kaupa hlutabréf af öðrum hluthöfum, sem bjóöa þau á lægra verði. Þar með hefurðu losnað við hlutafjárskuld- ina við fyrirtækið. Sem ráðamaður fyrirtækis- ns ferð þú áfram með atkvæðisrétt fyrir hin seldu hlutabréf. Tök þín á fyrirtækinu eru því hin sömu og áður, þótt 1 lutafjáreign þín hafi minnkað. Þessar aðgerðir rýra að sjálfsögðu lausafjár- stöðu fyrirtækisins. Þú ferð því til ráðamanna beirra sveitarfélaga, sem hafa hagsmuni af ekstri fyrirtækisins. og færö hjá þeim með- næli um gífurlegar lánveitingar úr Byggða- sjóöi. Lánin úr Byggðasjóði notarðu svo til fast- eignakaupa, sem halda verögildi peninganna á sama tíma og verðgildi lánsins minnkar. Verð- bólgan sér um, að allir fái sitt um síðir, en þú situr eftir forríkur maður. Stjórnvöld ættu nú að nota tækifærið til að draga nokkurn lærdóm af þessu dæmi. í fyrsta lagi þarf að hindra,að byggðastefna sé notuð sem skálkaskjól til að komast yfir ódýra peninga. í öðru lagi má ekki veita heimild til aukn- ingar á hlutafjáreign fyrirtækja í sjálfum sér nema að vandlega athuguðu máli. í þriðja lagi verður að banna með lögum, að einhver geti farið meó atkvæði þess hlutafjár, sem fyrirtæki á í sjálfu sér. í fjórða lagi þarf að setja lög til eflingar eftirliti meö hlutafélögum til að vernda hags- muni almennra hluthafa, sem oftast eiga mjög erfitt með að afla sér staðreynda um ástandið í fyrirtækinu. Ef Vængjamálið leiðir til slíkra endurbóta í þjóófélaginu, má segja, að það hafi þrátt fyrir allt orðið til góðs. ÍS Fimmtán dagblöð bandarískri • ________ blaðamennsku: WiKO SIC| SCMKIIÍ um rannsókn á gknpum og spilfingu í Arizona Átján blaðamenn frá fimmán bandarískum blöðum hafatekið saman höndum um óvenjulega tilraun í „hópblaðamennsku" — rannsókn á glæpum og spill- ingu í Arizona, því fylki Banda- ríkjanna þar sem fólksfjölgun er mest. Þessi samvinna á rætur sínar að rekja til morðsins á „Arizona Republic - blaðamanninum Don Bolles í júní sl. Þessir átján blaðamenn, 17 karlar og ein kona, munu á næstunni verja tíma sínum hver um sig allt frá einni viku til þriggja mánaða, til að rannsaka það sem aðrir blaðamenn hafa áður talið vera glöggt merki um „hvít- flibbaglæpi" er í mörgum tilvikum virðast þrífast í skjóli auðs, stjórnmála og áhrifa einstaklinga. „Sjálfsögð og rök- rétt viðbrögð“ „Það fer ekkert á milli mála að í fylkinu er starfandi hópur fólks, sem taldi að morð á blaðamanninum væri rétt og skynsamleg viðbrögð við þvi starfi sem hann vann,“ sagði Robert Greene, einn ritstjóra Long Island-blaðsins Newsday, í samtali við fréttamann New York Times í siðustu viku. Greene er foringi þessa samstarfshóps biaðamannanna. „Við erum að reyna að kanna þessa starfsemi, einkum þar sem hún snertir skipulagða og mögulega stjórnmálaspill- ingu; við teljum að það séu sjálfsögð og rökrétt viðbrögð við morðinu á blaðamanninum, þvi það er orðið langt siðan blaðamaður hefur verið myrtur í starfi. Meira að ségja í Chi- cago töldu þeir óviðeigandi að drepablaðamenn," sagði Greene r Greinaflokkur í janúar Að sögn Greene verður greinaflokkur, byggður á rannsókn blaðamannanna, skrifaður í janúar og birtur í blöðum þátttakenda í starfshópnum en síðan boðinn öðrum blöðum nokkrum klukkustundum síðar. Greene veitti á sínum tíma forystu hópi blaðamanna Newsday sem rannsökuðu og skrifuðu um spillingu á. Long Island og fengu Pulitzer-verðlaunin f.vrir. Það er Samband rannsóknar- blaðamanna og" ritstjóra sem stendur straum af þessu sam- eiginlega verkefni. Samband þetta var stofnað fyrr á þessu ári og er til merkis um þær starfsaðferðir sem sífellt fleiri blaðamenn tileinka sér í kjöl- far uppljóstrunar Watergate- hneykslisins þar sem blaða- menn gegndu þýðingarmiklu hlutverki. Verkefni af þessu tagi, sameiginleg rannsókn á glæpum og spillingu í einu fylki, hefur aldrei áður verið reynt í sögu bandarískrar blaðamennsku, hvað þá annars staðar. í blaðamannastétt vestra hafa komið upp efasemd- ir um að þessi hugmynd sé þess virði að fást við hana. „Allir blaðamenn œttu að vera rannsóknar- blaðamenn“ Sumir blaðamenn hafa gagnrýnt verkefnið. „Hvað er rannsóknarblaðamaður? Allir blaðamenn ættu að vera rannsóknarblaðamenn," segir fréttamaður einn í Washington. Meðal blaðamanna í Arizona ríkir nokkur óánægja með samstarfshópinn og verkefni hans. Þótt tveir fréttamenn frá heimablöðunum Arizona Reþublic og Arizona Gazette taki þátt í hópnum, hafa ritstjórar blaðanna og yfirmenn á mörgum af útvarps- og sjónvarpsstöðvunum í Phoenix (höfuðborg Arizona) bannað starfsmönnum sínum að aðstoða utanbæjarmennina í hópnum. Gagnrýni og varkárni frétta- og blaðamannanna byggist þó aðallega á samkeppninni og þeim grun að ýmsir utanbæjarmannanna ætli að gera sig breiða fyrir heimamönnum. „Það er eins og þeir séu að segja að við getum ekki gegnt okkar starfi heldur geti þeir gert það betur," segir blaðakona ein í Phoenix. „Við verðum að treysta á sambúð okkar við lögregluna hér eftir að þeir eru farnir,“ segir Ron Petersen, fréttamaður við útvarpsstöðina KTAR. „Þeir geta komió hingað og eyðilagt samband okkar við lögregluna, samband sem við höfum verið að byggja upp í mörg ár.“ Dregur úr samkeppni — lífœð blaðanna Ritstjórar margra blaða höfnuðu óskum blaðamanna þeirra um að taka þátt I rannsókninni og báru við fjárskorti, óánægju með „hópblaðamennsku", þeirri trú að tíma blaðamanna væri betur varið til að rannsaka vandamál á heimaslóðum og fullvissu sinni um að sameiginlegar rannsóknir væru slæmar því þær útilokuðu það sem oft ber Að gef nu tilefni Að undanförnu hafa um- ræður um ávana- og fíknilyf aukizt aftur hér á landi og er þá einkum rætt og ritað um kanna- bis, enda virðist það vera mest notað hér á landi, ef marka má fréttir um þau sakamál, sem birtar hafa verið í fjölmiðlum og varða smygl og dreifingu ávana- og fíknilyfja. Hafa sumir látið uppi þær skoðanir sínar, að hér á landi sé kominn tími til þess að leyfa notkun þessara efna eins og í Banda- ríkjunum. Um þessar skoðanir virðast vera sammála aó minnsta kosti „fyrrverandi neytandi“, sem skrifar í Dag- blaðið hinn 24. september sl. og fréttaritari rikisútvarpsins í New York. Hinn síðarnefndi minnir mig, að hafi ekki fært nein rök fyrir sinni skoðun, nema ef einhver vill kalla það rök, að sum ríki Bandaríkjanna hafa leyft notkun þessara efna. Ilinn aðilinn er „fyrrverandi neytandi" og mætti því ætla, að hann bæri fyrir sig fyrrverandi reynslu sína sem vissulega væri athyglisvert, en hann kýs heldur að vitna í tvær bækur máli sínu til stuðnings. Er önnur bókin eftir brezka stærð- fræðinginn og lögfræðinginn Peter Laurie, sem nú stundar blaðamennsku, en hin eftir þann, sem þessar línur ritar og er áðurnefnd tilvitnun tilefni þeirra. Ekki kemur það mér á óvart, að greinarhöfundur skuli finna efni í bók Laurie, sem rennir stoðum undir svar hans við spurningunni: Kannabisefni leyfð í USA — því ekki á ts- landi? Um það hygg ég, að þeir yrðu báðir sammála, greinar- höfundur og Peter Laurie, ef hann fengi tækifæri til þess að svara þessari spurningu. En mér kom það sannarlega mjög á óvart, að greinarhöfundi skyldi takast að finna efni máli sínu til stuðnings í bæklingi mínum. Flóttanum frá raunveruleikan- um.sem ég skrifaði árið 1972. Skal ég nú gera grein fyrir. hvernig greinarhöfundi hefur tekizt það. Vil ég fyrst tilgreina það fefni greinarhöfundar, sem hann tekur úr bók minni og síðan samhengi þess við efnið, eins og það stendur i bókinni: „Hassneytandinn verður ekki líkamlega háður lvfinu. og hann fær ekki fráhvarfsein- kenni, ef hann hættir neyzl- unni. Ekki er talið að neyzla hass hafi eyðileggjandi áhrif á líkamlega heilsu manna". Þetta efni er slitið úr eftirfarandi samhengi: „Hassneytandinn verður ekki líkamlega háður l.vfinu, og hann fær ekki frá- hvarfseinkenni, ef hann hættir neyziunni. Þá myndast ekki þol gagnvart hassi, en á hfnn bóginn getur einstaklingurinn orðið andlega háður lyfinu og fer það eftir mati hvers og eins á áhrifum þess, hversu alvar- lega hann verður háður því. Ekki er talið aó neyzla hass hafi alvarleg eyðileggjandi áhrif á líkamlega heilsu manna. en andleg ánauð gagnvart áhrifum lyfsins getur orðið svo mikil. að hún leiði til alvarlegrar de.vfð- ar. vanrækslu og neyzlu lyfsins að staðaldri þannig, að hún úti- loki alla jákvæða starfsemi neytandans. Auk þess getur nevzla lyfsins leitt til tíma- bundinnar og varanlegrar geð- veiki eða hvatvíslegra fram- kvæntda sem svar við snöggum ótta. er einstaklingnum og þjóðfélaginu getur stafað ha'tta af". Með réttu gerir greinar-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.