Dagblaðið - 14.10.1976, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1976.
mestan og beztan árangur:
samkeppnina.
William Thomas, ritstjóri
Los Angeles Times, hefur sagt
að blaðamenn sínir væru þegar
farnir að rannsaka morðið á
Bolles og stjórnmálaástandið í
Arizona. Því teldi hann ekki
ástæðu til að taka þátt í þessu
verkefni. „Við viljum geta
stjórnað okkar eigin
rannsóknum," sagði hann í
grein í blaði sínu nýlega.
Ein stór pressa
A.M. Rosenthal, fréttastjóri
New York Times, hafnaði boði
um að taka þátt í samstarfinu
og sagði:
„Einn helzti styrkur
bandarískra fjölmiðla í dag er
fjölbreytileikinn og
samkeppnin. Við ættum ekki að
sameinast: ef einhver frétt er
þess virði ao nun sé athuguð
nákvæmlega ættum við að gera
það sjálfir. Og ef maður gerir
það í þessu tilfelli hvers vegna
þá ekki í öðrum? Hvers vegna
sameinast ekki allir og
rannsaka allt? Þá höfum við
áður en langt um líður eina
stóra „pressu“ og engan
fjölbreytileika.“
94 milljarðar
ó tíu órum
Algengasta og þekktasta
auðgunarbrot í Bandaríkjunum
er landsölusvindl. Dómsmála-
ráðherra Arizona hefur áætlað
að sala á þvi sem næst verðlaus-
um skuldabréfum, með veði í
landareignum, hafi aflað ó-
prúttnum fjáraflamönnum 500
milljóna dollara, eða 94 millj-
arða ísl. króna, á undanförnum
tíu árum.
Auk blaðsins Newsday taka
þátt í þessari sameiginlegu
rannsókn blöðin Chicago Daily
News, Arizona Republic,
Tucson Daily Star, Kansas City
Star, Chicago Tribune, Idaho
Statesman Milwaukee Journal,
Boston Globe, Indianapolis
Star, St. Louis Globe-Democrat,
Detroit News, Eugene
Register-Guard, Seattle Times
og San José Mercur.v.
Bolles var myrtur með því að sprengiu var ko.mið fyrir í bifreið
hans. Hann lifði þó nægiiega iengi til að benda á mann, sem hann
taldi að hefði komið sprengjunni fyrir.
«5
Tónlist
LÍTIÐ SPENNANDI
JON KRI5TINN
OORTES
Sinfóníuhljómsveit íslands, 1. tónleikar í
Háskólabíói, 7.10. '76.
Efnisskrá: Brahms: Sinfónía nr. 3.
Manuel de Falla: Sjö spœnskir söngvar
Hector Berlioz: Benvenuto Cellini, forleikur.
Stjórnandi: Karsten Andersen
Einsöngvari: Esther Casas
Ekki er hægt að segja að
Sinfóníuhljómsveit íslands hafi
byrjað reglulega áskriftartón-
leika sina með glæsibrag.
Efnisskráin var ekki sérlega
„spennandi", og leikur hljóm-
sveitarinnar rétt í meðallagi,
þannig að úr urðu frekar leiðin-
legir tónleikar. Eini ljósi punkt-
urinn var spænska söngkonan
Esther Casas sem skilaði hlut-
verki sínu ágætlega. Einnig
fannst mér að sinfónía Brahms
hefði mátt vera síðust á efnis-
skránni, sem hápunktur tón-
leikanna að gæðum.
Tónleikarnir hófust á allvel
leiknum þjóðsöng okkar íslend-
inga, þótt svo hljómsveitin hafi
lent í sama vanda og allir aðrir
hljóðfærahópar, að samstaðan
var búin i síðustu hljómunum,
hljómsveitin var ekki nógu
samtaka.
Hin fagra og rómantíska
þriðja sinfónía náði sér aldrei á
strik í höndum stjórnandans og
hljómsveitarinnar. í upphafi
virtist sem allt ætlaði að smella
saman, en svo varð ekki, og við
tók ósköp vanabundinn leikur
hljómsveitarinnar sem fékk
enga „inspírasjón“ frá stjórn-
andanum. Flutningurinn var
ónákvæmur og litlaus, og hinn
fallegi þriðji þáttur var fullur
óróleika og spennu í flutningi.
Langt yfir skammt?
„Sjö alþýðulög" í útsetningu
Manuals de Falla voru ágæt-
lega leikin af hljómsveitinni,
en stundum vildi hin ágæta
söngkona, Esther Casas, hverfa
í hljómsveitardyninn. Er þar að
sakast við stjórnandann,
Karsten Andersen, sem hefði
átt að huga betur að jafnvægi á
milli hljómsveitar og einsöngv-
ara. Rödd Estherar Casas er
mjúk og hlý og býr yfir miklum
hita og blæfegurð sem kom vel
fram í aríunum tveimur sem
var bætt við efnisskrána. En sú
ráðstöfun að sækja söngkonu til
Rínaróperunnar, jafnvel þótt
spönsk sé, er dálítið langsótt.
Sjálf segist hún lítið syngja af
verkum spænskra tónskálda
svo tæplega er hún besti túlk-
andi þeirra.
Við íslendingar eigum t.d.
söngkonur sem hafa sungið
þessi sömu verk, þ.e. „Sjö al-
Ksler Casas
þýðulög”, en það eru þær
Guðrún Á. Simonar sem hefur
sungið þau víða um lönd,
Sigríður E. Magnúsdóttir og
Rut L. Magnússon. Mér, og
sjálfsagt fleirum, finnst orðið
tímabært að fá að heyra í okkar
eigin söngvurum, hleypa þeim
inn úr kuldanum, annað er ekki
nema vantraust á þá.
LOKaverk tónleika Sinfóníu-
hljómsveitar Islands var annar
forleikja Berlioz að óperuniii
Benvenuto Cellini. Það var
ágætlega leikið, án þess að
nokkuð sérstakt væri.
Af hverju?
Karsten Andersen hefur
verið ráðinn aðalhijómsveitar-
stjóri Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands fjórða árið i röð.
Held ég að það hafi verið
misráðið. Aðalhljómsveitar-
stjóri mótar hljómsveit eftir
eigin höfði, og ég held að
Karsten Adnersen eigi ekki
lengur erindi til Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands. Það verður ekki
af honum skafið að hann er
góður stjórnandi en hljómsveit-
in er búin að fá „út úr“ honum
það sem hægt er. Timi er
kominn til að fá nýtt blóð í
stöðu aðalhljómsveitarstjóra og
listræns leiðbeinanda, ein-
hvern sem er meira drífandi og
getur ,,rekið“ hljómsveitina
áfram, annars á hún á hættu að
staðna. Að vísu stjórnar hann
ekki nema sex tónleikum af
áskriftartónleikunum sextán á
móti tíu í fyrra. Ef til vill er það
merki þess að verið sé að leita
að öðrum stjórnanda.
Kjallarinn
Vilhjálmur G. Skúlason
höfundur greiriarmun á kanna-
bis og ýmsum öðrum ávana- og
fíknielnum.en fyrr má nú rota
en dauðrota. Tilraunir greinar-
höfundar til þess að telja les-
endum trú um, að leyfa beri
neyzlu kannabis hér á landi eru
þeim mun óskiljanlegri sem
hann segir í upphafi greinar-
innar orðrétt: „Mikið hefur
verið skrifað um fíkniefni að
undanförnu og víst er að þau
eru flest mjög skaðleg og á all-
an hátt óæskileg í þjóðfélag-
inu.“ Þarna komumst við næst
því að vera sammála og skilur
aðeins eitt orð á milli, þ.e. flest
væri breytt í öll. Varðandi
aðrar fullyrðingar greinarhöf-
undar, sem allar hníga í þá átt
að renna stoðum undir jákvætt
svar við áðurgreindri fyrirsögn
greinarinnar og þar sem m.a. er
talað um misskilning annarra
um þessi efni og „staðreynd-
ir“- vil ég segja þetta.
Þær rannsóknir, sem gerðar
hafa verið, benda eindregið til
þess, að þessi og önnur lyf og
efni úr sama flokki séu stór-
hættuleg bæði einstaklingi og
umhverfi hans, en engar
til þess, að þau séu skaðlaus,
hvað þá æskileg. Á hinn bóginn
skortir mjög á itarlegar rann-
sóknir á þessum lyfjum og í
umræðum um þessi mál er
mönnum mjög gjarnt á að
gleyma því, að slíkar rann-
sóknir taka mjög langan tíma
og einnig er erfitt að fá fólk til
þess að viðurkenna, hve lítið er
í raun og veru vitað um áhrif
ýmissa ávana- og fíknilyfja og
er kannabis þar í fremstu röð.
Eitt mikilvægt atriði
til viðbótar vill einnig
gleymast, en það er sá mis-
munur, sem getur verið á
magni virkra innihaldsefna
lyfja, sem eru jurtahlutar eins
og til dæmis kannabis er. Magn
þessara virku innihaldsefna fer
mjög eftir ýmsum ytri þáttum,
svo sem jarðvegi, rakastigi og
hitastigi.Þetta er meginástæðan
til þess, að oft er reynt aö
smygla kannabis frá Miðaustur-
löndum til Bandaríkjanna,
enda þótt jurtin vaxi með
ágætum í suðurhluta þeirra.
Þetta er vegna þess, að kanna-
bis frá Miðausturlöndum, sem
kallað er hass, inniheldur
miklu meira af virkum inni-
haldsefnum en kannabis frá
suðurhluta Bandaríkjanna, sem
kallað er marijuana. Það, sem
kallað er hass í daglegu tali,
getur þess vegna verið harla
mismunandi og er því sízt að
undra þótt það hafi mismun-
andi mikil skaðleg áhrif á ein-
staklinga, sem neyta þess og
sízt að undra þótt skoðanir
manna séu skiptar um skað-
semi þess. Deilur um það, hvort
hass sé skaðlegt eða ekki, hafa
staðið i langan tíma og því til
sönnunar skal ég láta nokkur
dæmi nægja, sem T. James
segir nýlega frá í læknatímariti
Suður-Afríku. en þar hefur
hass verið notað í langan tíma.
Hann segir, að dagga, en svo
kalla Suður-Afríkumenn hass,
sé komið úr máli Hottintotta og
að það sé athyglisvert, að Zulu
negrarnir telji, að dagga sé
öskaðlegt, en að Bantu negr-
arnir telji, að það hafi áhrif á
einstaklinginn. Hann segir enn-
fremur, að skoðanir manna í
Suður-Afríku endurspeglist um
allan heim og þarf víst ekki að
deila um það.
Dagblöð í Suður-Afríku
héldu því fram árið 1934, að
hass væri ekki vanamyndandi
og lögðu til að refsingar fyrir að
eiga það yrðu afnumdar. Sama
ár var athygli vakin á því í
leiðara tímarits kanadíska
læknafél. hve auðvelt væri að
útvega hass. The New York
Times minntist einnig á hina
„vaxandi hættu, sem stafaði af
hassi“ og á þann skort, sem
væri á eftirliti með dreifingu
þess. The Times í London birti
árið 1967 áskorun frá nokkrum
læknum þar sem hvatt var til
þess að leyfa hass. Sama árið
upplýsti innanríkisráðuneyti
Bretlands, að 97% allra heróín-
neytenda hefðu áður notað
hass. Arið 1925 skýrði egypzk
skýrsla til Þjóðabandalagsins
frá því, að 30—60% allra geð-
veikitilfella þar í landi stöfuðu
af langvarandi hassneyzlu og í
grein í Suður-Afríku árið 1913
var skýrt frá því, að hassreyk-
ingar gætu leitt til langvarandi
geðveiki. Af þessu niá sjá, að
einhlít niðurstaða hefur ekki
ennþá fengizt og fæst ef til vill
ekki í bráð, en þær vísbend-
ingar, sem nýlegar rannsóknir
hafa gefið, benda einmitt til
þess, að kannabis kunni að vera
ennþá hættulegra en jafnvel
svartsýnustu menn hafa talið.
A ég þar við rannsóknir, sem M.
Novotn.v við háskólann i
Indiana í Bandaríkjunum
hefur gert á magni krabba-
meinsmyndandi efna í venju-
legum vindlingum og
marijuanavindlingum. ' Hann
telur, að hærra innihald
reyksins af fjölkjarna arómat-
ískum karbónhýdríðum úr
maríjuana, sem vitað er að geta
valdið krabbameini í tilrauna-
dýrum, gefi ákveðna vísbend-
ingu. Hann telur einnig, að
marijuana, sem inniheldur
meira magn af virkum inni-
haldsefnum kunni að gefa frá
sér meirá magn af krabba-
meinsframkallandi efnum,
þegar það er reykt.
Sú reynsluþekking, sem til er
um þetta iyf, og sú vísindalega
þekking, sem smám saman
kemur í ljós, bera því báðar að
sama brunni.
Eina vörnin, sem hugsanlega
getur komið að gagni úr því
sem komið er, er fræðsla og
hleypidómalausar umræður um
þessi mál alls staðar þar. sem
því verður við komið, ekki sízt á
meðal unglinga. sem af aug-
ljósum ástæðum hljóta að vera í
mestri hættu.
Það er því siðferðileg skvlda
allra þeirra, sem láta sér annt
um framtíð þessa lands að taka
saman höndum og róa gegn
þeim óheillavænlega straumi,
sem er sá áróður, sem er haldið
uppi um að leyfa viss ávana- og
fíknilyf á tslandi.
V'ilhjálmur G. Skúiason
prófessor.